Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 02:32:00 (2477)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
     Herra forseti. Það er mjög mikilvægt að yfirlýsingar Íslendinga, sem gefnar eru af æðstu mönnum landsins, standi. Og telji menn að hér og nú sé ekki rétt af Alþingi Íslendinga að láta yfirlýsingu þá, sem Matthías Á. Mathiesen gaf, standa, lýsi ég því yfir að ég mun ekki persónulega telja nauðsynlegt að allar yfirlýsingar núv. utanrrh. verði látnar standa. Ég segi já.