Ferill 62. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 62 . mál.


63. Frumvarp til laga



um nauðungarsölu.

(Lagt fyrir Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991.)



1. ÞÁTTUR


Almennar reglur um nauðungarsölu.


I. KAFLI


Almenn ákvæði.


1. gr.


    Eftir ákvæðum laga þessara verður eign ráðstafað án tillits til vilja eiganda hennar á upp boði, með sölu á almennum markaði eða með því að innheimta eða innleysa andvirði hennar, sbr. þó 7. gr. og 1. mgr. 8. gr.
     Hugtakið nauðungarsala er notað í lögum þessum sem samheiti þeirra ráðstafana sem er getið í 1. mgr.

2. gr.


    Aðilar að nauðungarsölu eru:
     1.     gerðarbeiðandi, en hann er sá sem krefst hennar,
     2.     gerðarþoli, en hann er sá sem verður eftir almennum reglum talinn eigandi að þeirri eign sem nauðungarsalan tekur til,
     3.     þeir sem njóta annars þinglýstra réttinda yfir eigninni eða réttinda sem er ekki þinglýst en gefa sig fram,
     4.     aðrir sem gefa sig fram og hafa uppi kröfur varðandi eignina eða andvirði hennar eða mótmæli gegn kröfu gerðarbeiðanda, enda hafi þeir lögvarða hagsmuni af því að gætt verði að kröfum þeirra eða mótmælum við nauðungarsöluna.

3. gr.


    Sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra fara með framkvæmd nauðungarsölu. Sýslumanni er þó heimilt að fela ólöglærðum starfsmanni sínum eða umboðsmanni að bjóða upp lausa fjármuni eftir ákvæðum XI. kafla.
     Um hæfi til að fara með framkvæmd nauðungarsölu fer eftir reglum um hæfi dómara til að fara með einkamál í héraði eftir því sem átt getur við. Ekki veldur það þó vanhæfi sýslu manns að hann fari samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum með innheimtu kröfu sem leiðir til aðildar kröfueigandans að nauðungarsölunni.
     Ef sýslumaður er vanhæfur til að annast störf samkvæmt lögum þessum skipar dómsmála ráðherra annan löghæfan mann til að leysa þau af hendi. Þóknun hans greiðist samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra úr ríkissjóði.
     Að því leyti sem málefni samkvæmt þessum lögum koma til kasta héraðsdómstóla skal þeim beint til dómstólsins sem hefur dómsvald í umdæmi sýslumannsins sem fer með nauð ungarsöluna.

4. gr.


    Sýslumenn færa málaskrár og gerðabækur um nauðungarsölur eftir því sem er nánar mælt í lögum þessum. Dómsmálaráðherra setur reglur um form og efni málaskráa og form gerða bóka.
     Um varðveislu sýslumanna á gögnum um nauðungarsölur og heimildir til aðgangs að þeim eða afhendingar þeirra fer eftir reglum um dómskjöl í einkamálum eftir því sem átt getur við.
     Við héraðsdómstóla skal halda skrá um þau mál sem þeir fá til meðferðar eftir ákvæðum þessara laga. Dómsmálaráðherra setur reglur um form og efni þeirra málaskráa.

5. gr.


    Ekki er þörf á votti við athafnir eftir lögum þessum.
     Að því leyti sem þarf að virða eign við nauðungarsölu verður það gert af einum manni eða tveimur sem sýslumaður kveður til í því skyni með bókun í gerðabók. Þá eina má kveðja til að leysa slík störf af hendi sem hafa nægilega sérþekkingu og yrðu taldir hæfir til að gegna matsstörfum í einkamáli þar sem sömu aðilar ættu í hlut. Sýslumaður ákveður þóknun virð ingarmanna.

II. KAFLI


Heimildir til að krefjast nauðungarsölu.


6. gr.


    Til fullnustu gjaldfallinni peningakröfu má krefjast nauðungarsölu á eign samkvæmt eftir farandi heimildum:
     1.     fjárnámi í eigninni,
     2.     þinglýstum samningi um veðrétt í eigninni fyrir tiltekinni peningakröfu, ef berum orðum er tekið fram í samningnum að nauðungarsala megi fara fram til fullnustu kröfunni án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms,
     3.     samningi um handveð í eigninni fyrir tiltekinni peningakröfu,
     4.     ákvæðum laga sem veita lögveðrétt í eigninni og heimila nauðungarsölu hennar án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms,
     5.     ákvæðum laga sem veita lögveðrétt í eigninni fyrir kröfu ríkisins, sveitarfélaga, stofnana þeirra eða fyrirtækja, ef fjárhæð kröfunnar er ákveðin í lögum, reglugerð eða gjaldskrá staðfestri af ráðherra,
     6.     haldsrétti í eigninni.
     Til peningakröfu skv. 1. mgr. teljast eftir því sem átt getur við verðbætur, vextir, dráttar vextir og önnur samnings- eða lögbundin vanskilaálög, málskostnaður eða innheimtukostn aður, og kostnaður af kröfu, undanfarandi fullnustuaðgerðum, nauðungarsölunni sjálfri og aðgerðum í tengslum við hana.
     Þegar nauðungarsölu er krafist á grundvelli heimildar skv. 1. mgr. verða skjöl fyrir kröf unni, sem er leitað fullnustu á, að bera með sér að gerðarbeiðandi sé rétthafi hennar eða njóti handveðréttar í henni.

7. gr.


    Eftir því sem átt getur við verður ákvæðum þessara laga beitt til að koma eign þrotabús í verð ef þess er krafist af þeim sem fer með skipti á því. Það sama á við um eign dánarbús sem er skipt eftir ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti.

8. gr.


    Eftir því sem átt getur við verður ákvæðum þessara laga beitt til að ráðstafa eign ef þess er krafist af eiganda hennar eða eigendum báðum eða öllum, séu þeir fleiri en einn.
     Ákvæðum þessara laga verður beitt eftir því sem átt getur við til að ráðstafa eign sem er í óskiptri sameign ef þess er krafist af einum eða fleiri eigendum að henni, en þó ekki þeim öllum, og sýnt er að eigninni verði ekki skipt milli eigenda án verulegs tjóns eða kostnaðar, enda standi hvorki fyrirmæli annarra laga né samnings í vegi fyrir að slík krafa nái fram að ganga.
     Þá verður ákvæðum þessara laga beitt eftir því sem á við til að fullnægja dómi þar sem réttur dómhafans er viðurkenndur til að krefjast slita á óskiptri sameign með nauðungarsölu.
     Ráðstöfun eignar á grundvelli 1.–3. mgr. hefur ekki áhrif á réttindi yfir henni umfram það sem mundi almennt gæta við sölu hennar.

9. gr.


    Áður en nauðungarsölu verður krafist til fullnustu peningakröfu á grundvelli heimildar skv. 2.–6. tölul. 1. mgr. 6. gr. og eftir að krafan er komin í gjalddaga skal gerðarbeiðandi beina greiðsluáskorun til gerðarþola með minnst fimmtán daga fyrirvara. Í henni skal tekið fram að nauðungarsölu á tiltekinni eign verði krafist til fullnustu tilgreindri peningaskuld ef áskoruninni verður ekki sinnt.
     Greiðsluáskorun skal send gerðarþola með ábyrgðarbréfi eða símskeyti eða birt honum af einum stefnuvotti. Frestur skv. 1. mgr. telst frá þeim degi sem gerðarþoli eða sá, sem er lög hæfur til að taka við stefnubirtingu fyrir hans hönd, fær eintak greiðsluáskorunar í hendur eða birting hennar á sér stað.

10. gr.


    Áður en nauðungarsölu verður krafist á grundvelli 2. mgr. 8. gr. skal gerðarbeiðandi skora á gerðarþola með minnst eins mánaðar fyrirvara að ganga til samninga við sig um slit á sam eign. Skal tekið fram í áskoruninni að nauðungarsölu verði krafist á eigninni að liðnum þess um fresti ef samningar hafa þá ekki tekist um sameignarslit.
     Ákvæði 2. mgr. 9. gr. gilda um áskorun skv. 1. mgr.

III. KAFLI


Beiðni um nauðungarsölu og frummeðferð hennar.


11. gr.


    Beiðni um nauðungarsölu skal vera skrifleg. Í henni skal koma fram, svo ekki verði um villst, hverjir gerðarbeiðandi og gerðarþoli eru, hver heimilisföng þeirra eru og við hverja heimild hún styðst. Einnig skal tiltaka nákvæmlega eignina sem nauðungarsölu er krafist á. Ef nauðungarsölu er krafist til fullnustu peningakröfu skal sundurliða fjárhæð hennar svo sem þá er kostur. Eftir þörfum skal enn fremur greina frá atvikum að baki beiðninni og rök semdum sem gerðarbeiðandi telur leiða til að hún verði tekin til greina.
     Þegar nauðungarsölu er krafist, sem á undir ákvæði 3. þáttar, skal tiltaka eftir því sem unnt er í beiðni hver fari með umráð eignarinnar og hvar hún sé niður komin.
     Með beiðni skulu fylgja gögn um heimild til að krefjast nauðungarsölu og að áskorun hafi verið beint til gerðarþola skv. 9. eða 10. gr. ef við á. Ef nauðungarsölu er krafist á grundvelli veðskuldabréfs er gerðarbeiðanda þó rétt að láta myndrit þess fylgja beiðni sinni, en sýslu maður getur hvenær sem er krafið hann með hæfilegum fyrirvara um frumrit skjalsins og skal krefja hann um það ekki síðar en þegar sala fer fram.
     Ef nauðungarsölu er krafist á skipi eða loftfari sem er skráð erlendis skulu staðfest gögn frá erlendri réttindaskrá fylgja til upplýsinga um réttindi yfir því.
     Jafnmörg afrit af beiðninni skulu fylgja henni og nemur fjölda gerðarþola. Eitt afrit skal að auki fylgja ef krafist er nauðungarsölu sem ákvæði 3. þáttar taka til.

12. gr.


    Beiðni um nauðungarsölu skal beint til sýslumannsins í því umdæmi sem á við hverju sinni eftir ákvæðum 18. og 58. gr.
     Fyrningu peningakröfu er slitið gagnvart gerðarþola ef beiðni um nauðungarsölu til að fullnægja henni berst sýslumanni fyrir lok fyrningartíma, beiðnin reynist fullnægja skilyrð um 1. mgr. 13. gr. og fullnusta fæst á kröfunni við söluna. Ef beiðnin fellur niður án fullnustu kröfunnar getur hún fyrst fyrnst þegar sex mánuðir eru liðnir frá því það gerðist. Falli beiðnin ekki niður en fullnusta fæst ekki á kröfunni við nauðungarsöluna getur hún fyrst fyrnst þegar sex mánuðir eru liðnir frá þeim tíma sem úthlutunargerð söluverðs verður endanleg skv. 52. gr. Eftir því sem á við hefur beiðni sömu áhrif á forgangsrétt veðhafa fyrir vöxtum.
     Gerðarbeiðandi ábyrgist greiðslu kostnaðar sem leiðir af meðferð beiðni hans og nauð ungarsölunni sjálfri. Að því leyti sem kostnaður er ekki greiddur fyrir fram getur sýslumaður krafið gerðarbeiðanda um tryggingu fyrir kostnaði eða greiðslu áfallins kostnaðar.

13. gr.


    Þegar beiðni hefur borist kannar sýslumaður eftir því sem á við hvort beiðnin og sá grund völlur, sem hún byggist á, séu í lögmætu formi, augljósir efnislegir annmarkar séu á rétti gerðarbeiðanda, réttilega sé greint frá gerðarþola ef heimild yfir eigninni er þinglýst eða skráð með samsvarandi hætti, réttilega hafi verið staðið að áskorun til gerðarþola og beiðnin sé komin fram í réttu umdæmi.
     Telji sýslumaður atvik vera fyrir hendi sem valda því að beiðni verði hafnað vegna ákvæða 1. mgr. eða af öðrum sambærilegum ástæðum endursendir hann beiðnina þegar í stað ásamt stuttum rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Gerðarbeiðandi getur leitað úrlausnar hér aðsdómara um ákvörðun sýslumanns eftir ákvæðum XIII. kafla.
     Hafi beiðni borist sýslumanni í umdæmi sem heimild stendur til, en hann telur nærtækara að hún hljóti meðferð í öðru umdæmi, má hann framsenda hana sýslumanni í því umdæmi að fengnu samþykki gerðarbeiðanda.

14. gr.


    Nú berst sýslumanni beiðni um nauðungarsölu á eign sem beiðni liggur þegar fyrir um og þær styðjast báðar annaðhvort við heimild skv. 6. eða 8. gr., og skal þá sameina meðferð beiðnanna og telja báða þá sem þær bárust frá gerðarbeiðendur.
     Ákvæðum 1. mgr. skal beitt þótt sá sem ný beiðni berst frá krefjist einnig nauðungarsölu á fylgifé með eigninni sem eldri beiðni tók ekki til, en upp frá því tekur nauðungarsalan til allra eignanna í senn. Ákvæðum 1. mgr. verður enn fremur beitt þótt ný beiðni gangi skemur en eldri í þessum efnum.
     Nú koma fram tvær eða fleiri beiðnir um nauðungarsölu á eign sem er í óskiptri sameign, þær beinast ýmist hver að sínum hluta eignarinnar eða henni í heild og styðjast báðar eða allar við heimild skv. 6. gr. Má sýslumaður þá sameina meðferð þeirra ef hann telur það hagan legra, enda verði það aðilunum ekki til tjóns. Upp frá því nær nauðungarsalan til þeirra eigna sem beiðnirnar gefa til samans tilefni til.
     Ef meðferð tveggja eða fleiri beiðna hefur verið sameinuð skv. 2. eða 3. mgr. og ein þeirra fellur niður, ræðst umfang nauðungarsölunnar upp frá því af þeim sem standa eftir. Eins skal farið að ef gerðarbeiðandi, sem fer með beiðni sem gengur lengra en beiðnir annarra, vill fresta sölu fyrir sitt leyti meðan aðrir krefjast hennar þegar.
     Nú hafa aðgerðir eftir beiðni um nauðungarsölu verið stöðvaðar vegna ákvæða 22. gr. og ný beiðni berst sem varðar sömu eign, og má þá sýslumaður þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. taka nýju beiðnina til sjálfstæðrar meðferðar. Meðferð beiðnanna verður þá sameinuð á síðari stigum ef skilyrði verða á ný til aðgerða eftir þeirri eldri.

15. gr.


    Gerðarbeiðandi getur fellt beiðni sína niður hvenær sem er fram að því að boð er samþykkt í eignina við nauðungarsölu.
     Beiðni um nauðungarsölu telst að auki fallin niður ef eitthvað eftirfarandi gerist fram að því að boð er samþykkt í eignina:
     1.     ekki er mætt af hálfu gerðarbeiðanda þegar sýslumaður tekur málefnið fyrir, enda hafi gerðarbeiðandi ekki tilkynnt sýslumanni um lögmæt forföll sem hamli að mætt sé,
     2.     gerðarbeiðandi verður ekki við kröfu sýslumanns um að láta í té frumrit veðskuldabréfs til stuðnings beiðni sinni, sbr. 3. mgr. 11. gr.,
     3.     gerðarbeiðandi setur ekki tryggingu eða greiðir ekki áfallinn kostnað skv. 3. mgr. 12. gr. innan frests sem sýslumaður hefur sett honum í því skyni,
     4.     sýslumaður hefur ákveðið að stöðva að öllu leyti aðgerðir við nauðungarsölu á grundvelli beiðni, sbr. 22. gr., og sú ákvörðun hefur ekki verið borin undir héraðsdómara skv. ákvæðum XIII. kafla innan þess frests sem á við eftir 2. mgr. 73. gr.,
     5.     lögð er fram sönnun fyrir greiðslu á þeirri kröfu sem gerðarbeiðandi krefst nauðungarsölu til að fá fullnægt.
     Gerðarbeiðandi getur leitað úrlausnar héraðsdóms samkvæmt ákvæðum XIII. kafla um ákvörðun sýslumanns um að fella niður beiðni hans skv. 2. mgr.
     Falli beiðnir allra gerðarbeiðenda niður verður ekki frekar af nauðungarsölunni.

16. gr.


    Þegar staðreynt hefur verið að beiðni fullnægi skilyrðum 1. mgr. 13. gr. skal sýslumaður ákveða svo fljótt sem auðið er fyrirtöku hennar og senda gerðarþola afrit hennar í ábyrgðar bréfi eða með öðrum tryggum hætti, ásamt tilkynningu um hvar og hvenær sýslumaður taki hana fyrir. Ef farið verður með beiðni í sameiningu við eldri beiðni, sbr. 14. gr., skal þess get ið sérstaklega.
     Fallist sýslumaður á að gerðarbeiðanda sé ófært að afla vitneskju um dvalarstað gerðar þola eða hver hann sé stendur það ekki í vegi frekari aðgerða eftir lögum þessum þótt ekki verði af tilkynningu skv. 1. mgr.
     Sýslumaður skal senda gerðarbeiðanda afrit tilkynningar eða veita honum á annan hátt þær upplýsingar sem ella kæmu þar fram.

2. ÞÁTTUR


Nauðungarsala á fasteignum o.fl.


IV. KAFLI


Fyrstu aðgerðir við nauðungarsölu á fasteign o.fl.


17. gr.


    Auk fasteigna taka ákvæði þessa þáttar til nauðungarsölu á lóðarleiguréttindum, kaup leiguréttindum, erfðafesturéttindum, erfðaábúðarréttindum og öðrum samsvarandi réttindum yfir fasteign, að því leyti sem þau geta gengið kaupum og sölu, svo og mannvirkjum sem eru skeytt við land annars manns.
     Þá gilda ákvæði þessa þáttar um nauðungarsölu á skrásettum skipum, sem eru fimm rúm lestir eða stærri, og skrásettum loftförum.
     Ef gerðarbeiðandi krefst í senn nauðungarsölu á eign sem á undir 1. eða 2. mgr. og lausafé sem fylgir henni verður ákvæðum þessa þáttar einnig beitt um fylgiféð.

18. gr.


    Beiðni um nauðungarsölu á fasteign eða öðrum réttindum skv. 1. mgr. 17. gr. skal beint til sýslumannsins í því umdæmi þar sem réttindum yfir eigninni verður þinglýst.
     Beiðni um nauðungarsölu á skipi, sem er skrásett hér á landi, skal beint til sýslumannsins í því umdæmi þar sem skipið er skráð. Aðgerðum við nauðungarsölu verður fram haldið þar þótt skipið sé flutt milli umdæma síðar nema gerðarbeiðendur æski annars. Ef framkvæmd nauðungarsölu flyst milli umdæma þarf ekki að endurtaka þær athafnir sem hafa þegar farið fram.
     Beiðni um nauðungarsölu á loftfari, sem er skrásett hér á landi, skal beint til sýslumanns ins í Reykjavík.
     Sé um að ræða skip eða loftfar sem er skrásett erlendis má krefjast nauðungarsölu í því umdæmi þar sem það er statt, en nauðungarsalan frestast þá sjálfkrafa ef það fer síðar úr um dæminu.

19. gr.


    Þegar tilkynnt hefur verið um beiðni skv. 16. gr. gefur sýslumaður út auglýsingu um nauð ungarsöluna, sbr. þó 3. mgr. Í auglýsingunni skal eftirfarandi koma fram eftir því sem á við:
     1.     heiti eignar sem nauðungarsölu er krafist á,
     2.     nöfn gerðarbeiðanda og gerðarþola,
     3.     á hverri fjárhæð sé krafist fullnustu við nauðungarsöluna,
     4.     hvar og hvenær beiðnin verði tekin fyrir.
     Hafi sýslumanni borist tvær eða fleiri beiðnir um nauðungarsölu á sömu eign áður en aug lýsing er gefin út er rétt að geta beggja eða allra gerðarbeiðenda í henni og samanlagðrar fjár hæðar sem þeir krefjast fullnustu á. Ef beiðnirnar varða ekki að öllu leyti sömu eignir, en meðferð þeirra verður þó sameinuð skv. 2. eða 3. mgr. 14. gr., skal heiti eignar tiltekið í einu lagi eins og beiðnirnar gefa til samans tilefni til.
     Ekki er þörf auglýsingar vegna beiðni ef farið verður með hana í sameiningu við eldri beiðni skv. 1. eða 2. mgr. 14. gr. og auglýsing um nauðungarsöluna hefur þegar verið gefin út. Það sama á við ef meðferð beiðna verður sameinuð eftir 3. mgr. 14. gr. og áður útgefin auglýsing nær til þess eignarhluta sem nauðungarsölu er krafist á með nýrri beiðni. Breytir engu þótt beiðni, sem auglýst var út af, falli niður eða henni verði hrundið ef ný beiðni, sem verður farið með í sameiningu við hana, er áður komin fram og staðið var réttilega að auglýs ingu um nauðungarsöluna.

20. gr.


    Auglýsing um nauðungarsölu skal birt einu sinni í Lögbirtingablaði minnst fjórum vikum áður en beiðnin verður tekin fyrir skv. 21. gr. Þó skal birt með sex vikna fyrirvara ef um skrá sett loftfar er að ræða.
     Ef gerðarþoli er erlendur ríkisborgari eða félag sem á ekki heimilisvarnarþing hér á landi og ekki hefur orðið af tilkynningu til hans, sbr. 2. mgr. 16. gr., skal sýslumaður senda utanríkisráðuneytinu afrit auglýsingarinnar, en það sendir síðan afritið svo fljótt sem verða má utan ríkisráðuneyti í heimalandi gerðarþola.
     Ef nauðungarsölu er krafist á loftfari sem er skrásett í öðru ríki skal gerðarbeiðandi fá aug lýsingu birta um hana með minnst eins mánaðar fyrirvara á þeim stað sem loftfarið er skrá sett, en um birtinguna fer að öðru leyti eftir reglum þess ríkis um auglýsingu nauðungarsölu.
     Ef nauðungarsölu er krafist á skipi eða loftfari sem er skrásett í öðru ríki skal gerðarbeið andi tilkynna þeim rétthöfum í skipinu eða loftfarinu, sem eiga heimilisvarnarþing erlendis og verður náð til á grundvelli framkominna gagna, um þau atriði sem koma fram í auglýsingu skv. 19. gr. Tilkynningin skal send í ábyrgðarbréfi.

21. gr.


    Sýslumaður tekur fyrir beiðni um nauðungarsölu á starfstofu sinni á áður auglýstum tíma ef hún hefur ekki þegar fallið niður. Beiðnin og gögn um heimild og kröfu gerðarbeiðanda skulu lögð fram ásamt öðrum framkomnum gögnum sem geta skipt máli um eignina, réttindi aðila að nauðungarsölunni og framgang hennar. Skjölum um hverja nauðungarsölu skulu gef in númer í áframhaldandi röð.
     Ef gerðarþoli mætir eða einhver fyrir hans hönd kynnir sýslumaður honum framlögð gögn og veitir nauðsynlegar leiðbeiningar um réttarstöðu hans og kröfu gerðarbeiðanda á sama hátt og dómara í einkamáli ber að leiðbeina ólöglærðum málsaðila. Gerðarþola er skylt að segja satt og rétt frá öllu sem sýslumaður krefur hann svara um og skiptir máli um framgang nauð ungarsölunnar.

22. gr.


    Sýslumaður skal gæta þess af sjálfsdáðum að fyrirmælum þessara laga um undirbúning og framkvæmd nauðungarsölunnar hafi verið fylgt. Nú verður sýslumaður þess var við fyrir töku skv. 21. gr. að teljandi annmarkar eru á þeim atriðum sem er mælt fyrir um í 16., 19. eða 20. gr. eða með réttu hefði átt að synja um nauðungarsölu skv. 2. mgr. 13. gr., og skal hann þá stöðva frekari aðgerðir við nauðungarsöluna. Séu annmarkar aðeins í öðrum efnum getur sýslumaður ef með þarf frestað frekari aðgerðum meðan bætt verður úr þeim.
     Ef ágreiningur verður við fyrirtöku skv. 21. gr. um hvort nauðungarsalan fari fram eða hvernig verði staðið að henni tekur sýslumaður ákvörðun um ágreiningsefnið þegar í stað. Að jafnaði skulu mótmæli af hendi gerðarþola eða þriðja manns ekki stöðva nauðungarsölu nema þau varði atriði sem sýslumanni ber að gæta af sjálfsdáðum eða sýslumaður telur þau annars valda því að óvíst sé að gerðarbeiðandi eigi rétt á að nauðungarsalan fari fram. Taki sýslumaður ekki til greina mótmæli gerðarþola eða þriðja manns stöðvar það ekki frekari að gerðir að hlutaðeigandi lýsi yfir að hann muni bera gildi nauðungarsölunnar undir héraðsdóm eftir ákvæðum XIV. kafla.
     Fallist gerðarbeiðandi ekki á ákvörðun sýslumanns skv. 1. eða 2. mgr. getur hann leitað úrlausnar héraðsdóms um hana eftir ákvæðum XIII. kafla. Stöðvast þá um leið frekari aðgerð ir við nauðungarsöluna að því leyti sem þær geta verið háðar ákvörðuninni.
     Aðrir en gerðarbeiðendur geta leitað úrlausnar héraðsdóms um ákvörðun sýslumanns eftir ákvæðum XIII. kafla ef gerðarbeiðendur eru allir samþykkir því eða ef ákvörðunin varðar að eins einn gerðarbeiðenda, þá hann fyrir sitt leyti. Stöðvast þá frekari aðgerðir við nauðungar söluna með sama hætti og segir í 3. mgr. Öðrum en gerðarbeiðendum er þó jafnan heimilt að fá leyst úr sínum kröfum um ákvörðun sýslumanns, ef gerðarbeiðandi leitar úrlausnar um hana skv. 3. mgr.
     Hafi aðgerðir við nauðungarsölu verið stöðvaðar að öllu leyti vegna ákvæða 1.–4. mgr. tekur sýslumaður beiðni um hana fyrir á ný af sjálfsdáðum ef og þegar honum verður kunnugt um að skilyrðum sé fullnægt til þess. Eins skal farið að ef sýslumanni berst ný beiðni um nauðungarsölu á eigninni áður en skilyrði eru til að taka fyrri beiðni fyrir á ný, enda varði ekki hindrun gagnvart fyrri beiðninni framgang nauðungarsölu eftir nýju beiðninni. Sýslu maður tilkynnir gerðarbeiðendum og gerðarþola um fyrirtökuna með þeim hætti sem segir í 16. gr. nema hún hafi þegar verið ákveðin við fyrri fyrirtöku.
     Ákvæðum 1.–5. mgr. verður beitt á síðari stigum nauðungarsölu fram að því að aðgerðum við hana er lokið.

23. gr.


    Við fyrirtöku skv. 21. gr. getur gerðarþoli eða gerðarbeiðandi óskað eftir því að nauðung arsala á eigninni fari fram á almennum markaði eftir ákvæðum VI. kafla. Sýslumanni ber að verða við þeirri ósk ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
     1.     gerðarþoli og gerðarbeiðendur, aðrir en sá sem hefur óskina uppi, lýsa sig allir samþykka henni,
     2.     sá sem hefur óskina uppi sannar að hann hafi tilkynnt þeim aðilum að nauðungarsölunni skv. 3. og 4. tölul. 2. gr., sem verður náð til á grundvelli fyrirliggjandi gagna, að hann muni bera þessa ósk upp við fyrirtökuna á tilteknum stað og tíma, minnst vika er liðin frá því þeir fengu tilkynninguna í hendur eða hún var birt þeim af stefnuvotti eða þeir mæta við fyrirtökuna án undangenginnar tilkynningar og enginn þeirra mælir þar gegn óskinni,
     3.     sá sem hefur óskina uppi setur tryggingu eftir ákvörðun sýslumanns fyrir kostnaði sem kann að stafa af aðgerðum vegna hennar ef þær leiða ekki til sölu eignarinnar.
     Sýslumaður getur orðið við ósk skv. 1. mgr. þótt gerðarbeiðandi samþykki hana ekki eða aðili skv. 3. eða 4. tölul. 2. gr. mæli gegn henni, ef sýslumaður telur raunhæft að ráðstöfun skv. VI. kafla geti tekist og að það muni engu breyta um líkindi fyrir að hlutaðeigandi fái fullnustu af andvirði eignarinnar á hvorn veginn verði staðið að sölu hennar.
     Ákvæðum 1.–3. mgr. verður beitt þótt ósk þessa efnis komi fyrst fram á síðari stigum, ef hún kemur þó fram áður en byrjað er að leita boða í eignina á uppboði skv. 32. gr.

24. gr.


    Nú kemur ekki fram ósk um sölu á almennum markaði og ákvæði 22. gr. tálma ekki frekari aðgerðir við nauðungarsölu, og skal þá sýslumaður ákveða við fyrirtöku skv. 21. gr. hvenær uppboð byrji á eigninni. Eftir því sem er unnt skal tekið tillit til óska gerðarbeiðanda í þeim efnum.
     Komi fram ný beiðni um nauðungarsölu á eigninni eftir að tími til að byrja uppboð hefur verið ákveðinn skv. 1. mgr. getur sýslumaður án sérstakrar fyrirtöku orðið við ósk nýja gerð arbeiðandans um að þeirri ákvörðun verði breytt, ef tafir eru meiri en hann hefði orðið að sæta með því að vera eini gerðarbeiðandinn. Fyrri gerðarbeiðanda og gerðarþola skal tilkynnt um slíka breytingu með þeim hætti sem segir í 1. mgr. 26. gr.

25. gr.


    Í gerðabók skal greint frá því hvar og hvenær beiðni er tekin fyrir og hverjir aðilar að nauðungarsölunni séu mættir eða hverjir fyrir þeirra hönd, auk annarra atriða sem ákvæði 21.–24. gr. gefa tilefni til. Aðilar skulu eiga kost á að kynna sér meginefni bókunar og fá bókaðar athugasemdir sínar.

V. KAFLI


Nauðungarsala á uppboði.


26. gr.


    Hafi uppboð verið ákveðið á eign, sbr. 24. gr., og ekki var mætt af hálfu gerðarþola þegar sú ákvörðun var tekin, tilkynnir sýslumaður honum svo fljótt sem verða má bréflega um það hvar og hvenær uppboðið byrji. Ef ekki er kunnugt um gerðarþola eða hvert tilkynning verði send, stendur það ekki í vegi frekari aðgerðum að ekki verði af henni.
     Sýslumaður skal fá birta auglýsingu um byrjun uppboðs á eign með minnst þriggja daga fyrirvara í dagblaði eða á annan samsvarandi hátt. Í auglýsingunni skal koma fram heiti eign arinnar, nöfn gerðarþola og gerðarbeiðenda, og hvar og hvenær uppboðið byrji.

27. gr.


    Ef allir gerðarbeiðendur óska skal sýslumaður slá því á frest að uppboð byrji og verður þá ekki af fyrirtöku á uppboðinu þótt tilkynnt hafi verið um það og auglýst, nema aðili að nauð ungarsölunni hafi áður tjáð sýslumanni að hann vilji koma þar fram mótmælum gegn henni eða neyta heimildar skv. 3. mgr. 23. gr. Eins skal farið að ef aðgerðir við nauðungarsölu geta ekki farið fram vegna búskipta eða heimildar til greiðslustöðvunar eða nauðasamningsum leitana. Þegar afráðið er að frestað verði ákveður sýslumaður aftur svo fljótt sem verða má hvenær uppboðið byrji og tilkynnir um það og auglýsir eftir því sem segir í 26. gr. Sýslumað ur kynnir gerðarbeiðendum ákvörðunina á þann hátt sem honum þykir til hlýða með hæfileg um fyrirvara.
     Hafi uppboð ekki byrjað á eigninni innan eins árs frá fyrirtöku skv. 21. gr. teljast allar framkomnar beiðnir um nauðungarsöluna sjálfkrafa fallnar niður án tillits til þess hvenær þær bárust sýslumanni, sbr. þó 3. mgr. Þetta gildir þó ekki ef aðgerðir við nauðungarsöluna hafa verið stöðvaðar með öllu vegna meðferðar dómsmáls og uppboðið byrjar innan þriggja mán aða frá því ágreiningurinn var leiddur til lykta eða ef aðgerðum var varnað með heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings og uppboðið byrjar innan sama tíma frá því heimildin leið undir lok.
     Ef nauðungarsala fer fram í sameiningu eftir beiðnum tveggja eða fleiri gerðarbeiðenda og orðið hefur að auglýsa skv. 19. gr. um beiðni fleiri en eins þeirra telst eins árs frestur skv. 2. mgr. frá því síðari eða síðasta beiðnin var tekin fyrir skv. 21. gr.

28. gr.


    Dómsmálaráðherra setur almenna skilmála fyrir uppboðssölu á eignum sem ákvæði þessa þáttar taka til. Í þeim skilmálum skal meðal annars kveðið á um eftirfarandi:
     1.     að eignin sé seld svo farin sem hún er þegar uppboði lýkur,
     2.     að þeir sem geri boð í eignina séu bundnir við þau um tiltekinn tíma frá því uppboði lýkur,
     3.     að sýslumaður þurfi ekki að taka hæsta boði og hafni öllum framkomnum boðum ef svo er ástatt sem segir í 5. mgr. 36. gr.,
     4.     að kaupanda beri að greiða visst hlutfall boðs síns innan tiltekins frests frá því sýslumaður tilkynnir honum að boðið verði samþykkt að fenginni greiðslunni, en eftirstöðvar verðsins skuli greiddar í einum áfanga eða fleirum innan ákveðins tíma frá samþykki boðs sem má krefja kaupanda um tryggingu fyrir,
     5.     að verði vanefndir af hendi kaupanda geti sýslumaður haldið kaupunum upp á hann eða rift þeim og haldið uppboð á ný á eigninni eða tekið öðru boði sem kom fram í hana, en ef rift verði ábyrgist kaupandinn allt tjón sem hlýst af vanefndunum og megi sýslumaður halda því eftir sem kann að hafa greiðst af boðinu fyrir bótum,
     6.     að kaupandi beri áhættu af eigninni frá því boð hans er samþykkt og njóti réttar til umráða yfir henni frá sama tíma, sbr. þó 55. gr.,
     7.     að kaupandi greiði dráttarvexti og innheimtukostnað af söluverði ef hann vanefnir boð sitt, en að öðru leyti greiði hann ekki vexti af boði, sbr. þó 2. og 3. mgr. 40. gr.,
     8.     hvort kaupandi greiði tiltekinn kostnað af sölunni umfram fjárhæð boðs síns eða ekki,
     9.     að kaupandi eigi rétt til afsals fyrir eigninni eftir því sem er mælt í 56. gr.,
     10.     að kaupandi greiði gjöld af eigninni sem falla til eftir að uppboði lýkur, svo og vexti og verðbætur frá þeim tíma af veðskuldum sem hvíla áfram á henni, en eigi rétt til arðs af eigninni frá sama tíma,
     11.     að kaupanda beri að hlíta kvöðum og höftum á eigninni að því leyti sem söluverð hennar hrekkur til greiðslu upp í réttindi sem standa að baki þeim kvöðum og höftum í réttinda röð,
     12.     að kaupandi geti ekki krafist riftunar kaupanna, afsláttar af söluverði eða greiðslu skaðabóta af því eftir að greiðslum er lokið samkvæmt úthlutunargerð.
     Auglýsing um almenna uppboðsskilmála skal birt í Stjórnartíðindum. Teljast þeir alltaf gilda ef annað er ekki ákveðið sérstaklega vegna uppboðs á tiltekinni eign.

29. gr.


    Eftir kröfu aðila að nauðungarsölunni getur sýslumaður ákveðið með bókun í gerðabók að víkja í tilteknum atriðum frá almennum uppboðsskilmálum. Krafa um slíka breytingu skal að jafnaði koma fram við fyrirtöku skv. 21. gr. Breytingu má þó gera allt þar til lokið er að leita boða í eignina, en raski hún þá forsendum fyrir þegar framkomnum boðum verða bjóð endur ekki bundnir við þau.
     Ef um uppboð er að ræða á eign, sem almennir uppboðsskilmálar hæfa ekki, ákveður sýslumaður ótilkvaddur í hverjum atriðum verði vikið frá þeim svo viðeigandi sé. Ákvörðun um þetta skal bókuð í gerðabók.
     Ekki verður vikið frá almennum uppboðsskilmálum ef telja má hættu á að það torveldi að mun sölu á eigninni, horfi aðila að nauðungarsölunni eða þriðja manni ólöglega til tjóns, leiði til mismununar á rétthöfum yfir eigninni eða tefji óhæfilega að gerðarbeiðendur fái fullnustu, nema hlutaðeigendur lýsi sig samþykka því.

30. gr.


    Nú nær nauðungarsala í senn til fasteignar eða skrásetts skips eða loftfars og fylgifjár með slíkri eign, og má þá sýslumaður ákveða að bjóða eignina upp eina sér og svo fylgiféð út af fyrir sig ef hann telur sennilegt að hærri boð fáist samanlagt með þeim hætti. Eins má fara að þegar nauðungarsala tekur annars í einu lagi til eigna sem mætti ráðstafa hverri fyrir sig.
     Þegar nauðungarsala tekur til eigna með þeim hætti sem segir í 1. mgr. má sýslumaður einnig ákveða að leita boða í þær þannig að annars vegar verði boðið í þær allar í senn og hins vegar hverja fyrir sig. Slíkt má ákveða þótt þegar sé lokið að leita boða á annan hvorn veginn.
     Ef boða er leitað sérstaklega í hverja eign fyrir sig verður aðeins ráðstafað þeim fjölda þeirra sem þarf til að veita gerðarbeiðendum fullnustu. Séu horfur á að ekki þurfi að ráðstafa öllum eignunum er sýslumanni rétt að taka tillit til óska gerðarþola um það í hverri röð boða verði leitað í þær.

31. gr.


    Sýslumaður byrjar uppboð á starfstofu sinni á þeim tíma sem auglýst var ef því hefur ekki áður verið frestað eða nauðungarsalan fallið niður. Skulu þá lögð fram ný gögn sem hafa borist og þau kynnt gerðarþola ef mætt er fyrir hans hönd.
     Áður en boða verður leitað í eignina skal sýslumaður greina frá eftirfarandi að því leyti sem er unnt og getur átt við:
     1.     hvort og þá hvernig sé vikið frá almennum uppboðsskilmálum, en eintak almennra skilmála skal að jafnaði liggja fyrir og meginefni þeirra kynnt viðstöddum ef þeim má ekki vera það kunnugt að fyrra bragði,
     2.     upplýsingum um eignina, svo sem um staðsetningu hennar, stærð og aldur, að því leyti sem er þinglýst um slíkt eða upplýst með áreiðanlegum hætti,
     3.     veðböndum, kvöðum og öðrum eignarhöftum sem er þinglýst eða upplýst um með öðrum hætti, svo og fjárhæðum krafna sem hefur verið krafist nauðungarsölu til að fá full nægt eða lýst fyrir sýslumanni, en sérstök athygli skal vakin á kvöðum og höftum sem kunna að geta hvílt áfram á eigninni án tillits til sölu hennar,
     4.     kostnaði af nauðungarsölunni sem greiðist á undan öðrum kröfum af söluandvirði,
     5.     hvort eignir sem nauðungarsalan tekur í einu lagi til verði boðnar upp saman eða hver fyrir sig eða leitað verði boða á báða vegu, sbr. 30. gr.,
     6.     öðru sem sýslumaður telur skipta máli fyrir fjárhæð boða eða réttindi aðila að nauðungarsölunni.
     Að þessu búnu gefur sýslumaður kost á að koma fram athugasemdum við undirbúning og framkvæmd nauðungarsölunnar til þessa.

32. gr.


    Að því gerðu sem er mælt fyrir um í 31. gr. leitar sýslumaður boða í eignina.
     Óheimilt er sýslumanni sjálfum að gera boð í eignina, fulltrúa hans sem heldur uppboðið, starfsmanni hans sem er þar við störf eða öðrum manni fyrir hönd einhvers þessara.
     Boð í eignina skal virt að vettugi ef það er gert í nafni gerðarþola og nauðungarsölunnar hefur verið krafist á grundvelli 6. gr.
     Samningur, sem horfir til takmörkunar á rétti manns til að gera boð í eignina, skuldbindur hann ekki.
     Kaupréttur, forkaupsréttur, endurkaupsréttur eða innlausnarréttur veitir ekki rétt til að ganga inn í boð sem annar maður gerir í eignina nema svo sé sérstaklega mælt í lögum.
     Sýslumaður getur krafist að sá sem gerir boð í eignina leiði þegar að því rök að hann geti staðið við það, að því viðlögðu að boð hans verði virt að vettugi. Sýslumaður getur einnig sett það skilyrði fyrir að boð verði tekið til álita að trygging verði sett fyrir því innan frests og í því formi sem hann mælir fyrir um.


33. gr.


    Sýslumaður getur ákveðið minnsta mun boða, hvort heldur áður en þeirra er leitað eða eft ir að þau byrja að koma fram.
     Boð í eignina skal vera tiltekinnar fjárhæðar og hverju sinni ljóst hver geri það og eftir at vikum fyrir hvers hönd. Þannig skal hvert boð bókað í gerðabók og ekki lýst eftir öðru fyrr en að því búnu.
     Þegar sýslumaður hefur lýst þrívegis eftir hærri boðum án þess að nokkuð komi fram lætur hann hamar falla til marks um að ekki verði tekið við frekari boðum. Áður getur hann þó gefið viðstöddum kost á að gera frekari boð í eignina þótt lægri séu en hæsta boð.

34. gr.


    Fáist ekkert boð í eignina skal telja beiðnir um nauðungarsöluna fallnar niður.
     Nú hefur fengist boð í eignina, allir aðilar að nauðungarsölunni eru viðstaddir eða einhver fyrir þeirra hönd þegar hamar fellur skv. 3. mgr. 33. gr. og þeir lýsa því yfir að þeir uni við að ekki verði leitað meira eftir boðum í eignina, og er þá uppboði lokið. Uppboði verður einnig lokið þótt veðhafi sé ekki viðstaddur eða gefi ekki slíka yfirlýsingu, ef sýnt er að það megi taka einhverju framkomnu boði og það nægi til fullnustu þeim kröfum sem hann getur gert í söluverðið.

35. gr.


    Ef uppboði lýkur ekki samkvæmt því sem segir í 34. gr. verður því fram haldið eftir ákvörðun sýslumanns innan fjögurra vikna frá því lokið er að leita boða skv. 3. mgr. 33. gr. Framhaldi uppboðs verður ekki frestað nema óviðráðanleg atvik komi í veg fyrir framkvæmd þess, en þá ákveður sýslumaður án sérstakrar fyrirtöku um framhald uppboðs innan fjögurra vikna frá því honum verður kunnugt um að slík hindrun sé úr vegi.
     Sýslumaður skal að jafnaði ákveða hvar og hvenær uppboði verði fram haldið um leið og lokið er að leita boða í eignina skv. 3. mgr. 33. gr. Þá ákvörðun þarf ekki að tilkynna frekar þeim sem voru viðstaddir þegar hún var kynnt.
     Þegar ákvörðun hefur verið tekin um framhald uppboðs skal sýslumaður svo fljótt sem verða má tilkynna öllum aðilum að nauðungarsölunni sem verður náð til um hana, sbr. þó 2. mgr. Tilkynningin skal send í ábyrgðarbréfi eða símskeyti eða með öðrum sambærilegum hætti.
     Sýslumaður skal jafnframt fá birta auglýsingu um framhald uppboðs í Lögbirtingablaði með minnst viku fyrirvara ef ekki er vitað hvert megi senda gerðarþola tilkynningu skv. 3. mgr.
     Þá skal sýslumaður auglýsa framhald uppboðs með þeim hætti sem segir í 2. mgr. 26. gr. Skal tekið fram í auglýsingunni að um framhald uppboðs sé að ræða.

36. gr.


    Eftir því sem á við skal farið eftir ákvæðum 30.–33. gr. við framhald uppboðs að því gættu sem segir í 2.–5. mgr.
     Uppboði á fasteign eða réttindum yfir fasteign, sem ákvæði 1. mgr. 17. gr. taka til, skal fram haldið á eigninni sjálfri. Uppboði á skrásettu skipi eða loftfari verður að jafnaði fram haldið á starfstofu sýslumanns, en sýslumaður má þó flytja uppboð þaðan að eigninni sjálfri ef hún er þá í umdæmi hans og hann telur að hærri boð kunni að fást með þeim hætti.
     Þegar uppboði er fram haldið á eigninni sjálfri eða við hana er umráðamanni hennar skylt að veita þeim sem eru við uppboðið aðgang að henni til skoðunar áður en leitað er boða í hana. Sé enginn viðstaddur til að veita aðgang að eigninni eða reynt að hindra aðgang er sýslumanni rétt að láta þegar í stað brjóta upp læsingar eða vinna á annan hátt bug á hindrun, en lögreglumönnum er skylt að verða við tilmælum hans um að framfylgja ákvörðun í þeim efnum og mega þeir beita valdi í því skyni.
     Þegar boða er leitað í eignina við framhald uppboðs skal byrjað þar sem frá var horfið þeg ar hætt var að taka við frekari boðum skv. 3. mgr. 33. gr. Eftir að boð hafa komið fram að þessu sinni og sýslumaður hefur þrívegis lýst eftir öðrum boðum án þess að þau komi fram lætur hann hamar falla til marks um að uppboðinu sé lokið.
     Ef nauðungarsölunnar var krafist á grundvelli 6. gr. og ekki er boðið meira í eignina en svo að enginn gerðarbeiðenda geti fengið neitt í sinn hlut af söluverðinu skal telja beiðnir um nauðungarsöluna fallnar niður.

37. gr.


    Nú hefur verið leitað boða í eignina skv. 4. mgr. 36. gr. og sýslumaður telur þau sem koma til álita svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar þótt tekið yrði tillit til ákvæða 57. gr. Ef sýslumaður telur mega rekja þetta til sérstakra aðstæðna og hann hefur rökstudda ástæðu til að ætla að mun hærri boð geti enn fengist í eignina, getur hann ákveðið að uppboð inu verði fram haldið eitt skipti enn, enda séu ekki gerðarþoli og aðrir viðstaddir aðilar á einu máli um annað. Ákvörðun um þetta skal að jafnaði kynnt áður en lokið er að leita boða skv. 4. mgr. 36. gr. Sýslumanni er þó heimilt að ákveða þetta innan einnar viku frá þeim tíma, en þá skal gerðarþola, öðrum aðilum sem voru viðstaddir uppboðið og hæstbjóðanda tafarlaust tilkynnt um ákvörðunina. Skal litið svo á að hamar hafi þá fallið til marks um að ekki yrði leit að frekari boða í það sinn.
     Ef uppboði er fram haldið skv. 1. mgr. skal farið eftir ákvæðum 35. og 36. gr., en frestur til framhalds uppboðsins skal þó vera svo skammur sem verða má.
     Ákvörðun sýslumanns um hvort uppboði verði fram haldið skv. 1. mgr. verður ekki borin undir héraðsdóm.

38. gr.


    Þegar uppboð er haldið skal bókað í gerðabók hvar og hvenær það gerist, hverjir aðilar að nauðungarsölunni séu viðstaddir og um önnur atriði sem leiðir af ákvæðum 30.–37. gr.

39. gr.


    Þegar uppboði er lokið ákveður sýslumaður hverju boði verði tekið svo tímanlega að bjóð endur séu enn bundnir við boð sín samkvæmt uppboðsskilmálum.
     Jafnan skal taka því boði sem kom hæst fram ef sýslumaður telur ekki sérstaka ástæðu til að draga í efa að það verði efnt, enda hafi þá trygging verið sett fyrir því með fullnægjandi hætti, hafi hún verið áskilin. Verði hæsta boði ekki tekið skal það næsta metið með sama hætti. Hafi tvö boð eða fleiri verið jöfn skal sýslumaður taka því sem honum þykir líklegra að verði efnt.
     Þegar ákveðið hefur verið hverju boði verði tekið tilkynnir sýslumaður þeim sem gerði boðið með tryggum hætti um að það verði samþykkt ef greiðsla berst í samræmi við uppboðs skilmála á tilteknum tíma. Þegar sú greiðsla er komin fram telst boðið sjálfkrafa samþykkt. Sýslumanni er þó rétt að krefjast um leið tryggingar fyrir frekari efndum boðsins og telst það þá ekki samþykkt nema hún sé sett.
     Nú berst ekki greiðsla með þeim hætti sem segir í 3. mgr., og skal þá sýslumaður taka önn ur boð til álita á ný og ákveða hverju þeirra verði tekið í staðinn. Ef ekkert annað boð þykir koma til álita skal uppboð haldið á ný samkvæmt ákvæðum 35. og 36. gr. Krefja má þann sem vanefnir boð sitt um mismuninn á boðinu og því sem fæst endanlega fyrir eignina, en við málshöfðun í því skyni gilda ákvæði 3. mgr. 46. gr.
     Þeim sem hefur gert boð í eignina er heimilt að framselja réttindi og skyldur sem fylgja því. Frá því framsal er tilkynnt sýslumanni kemur framsalshafi í stað framseljanda, en þó þannig að þeir ábyrgjast báðir fyrir annan og annar fyrir báða efndir boðsins.

40. gr.


    Sé ekki kveðið á annan veg í uppboðsskilmálum ber kaupanda að greiða söluverðið með peningum að því leyti sem því verður ekki varið til fullnustu kröfu hans sjálfs. Sem ígildi pen ingagreiðslu getur kaupandi þó lagt fyrir sýslumann staðfestingu af hendi þess, sem á rétt til greiðslu af söluverðinu, fyrir því að kaupandi hafi greitt kröfu hans að einhverju leyti eða öllu eða tekið að sér greiðslu kröfunnar gegn því að hún hvíli áfram á eigninni. Kaupanda ber þó alltaf að greiða með peningum þann hluta söluverðs sem verður varið til greiðslu kostnaðar af nauðungarsölunni.
     Þótt kaupandi neyti heimildar 1. mgr. til að efna boð sitt með öðru en peningagreiðslu til sýslumanns losnar hann ekki á þann hátt undan skyldum sínum nema að því leyti sem kröf urnar, sem hann greiðir öðrum, tekur að sér eða tekur undir sjálfum sér, verða viðurkenndar í endanlegri úthlutunargerð söluverðs. Nú telur sýslumaður óvíst að hverju marki slíkar kröf ur verði viðurkenndar, og getur hann þá krafið kaupanda um tryggingu fyrir samsvarandi greiðslu með peningum og vöxtum sem greiðslan hefði ella borið. Verði slík trygging ekki sett í því formi og innan þess frests sem sýslumaður ákveður skal litið svo á að vanefndir hafi orðið á greiðslu.
     Nú er ákveðið í uppboðsskilmálum að kaupandi greiði tiltekinn hluta söluverðs við sam þykki boðs en eftirstöðvar þess á síðari tíma, og getur hann þá efnt skyldu sína til greiðslu við samþykki boðs að nokkru eða öllu með öðru en peningum. Liggi ekki þegar fyrir að söluverð ið greiðist að fullu með öðru en peningum skal sú fjárhæð dregin frá söluverði sem er þó þeg ar sýnt að verði greidd þannig, en kaupanda ber þá að greiða með peningum það hlutfall mis munarins sem er mælt í uppboðsskilmálum að beri að greiða við samþykki boðs. Komi síðar í ljós að of mikið hafi verið greitt með peningum í það sinn eða of lítið skal það sem ber á milli greitt með þeim innlánsvöxtum sem vinnast að öðru leyti af söluverðinu.
     Að því leyti sem gerðarþoli kann að eiga rétt til greiðslu af söluverðinu er kaupanda heim ilt, með sömu skilyrðum og segir í 1.–3. mgr., að standa skil á því með því að lýsa yfir skuldajöfnuði með kröfu sinni á hendur gerðarþola ef almennum skilyrðum skuldajafnaðar er full nægt og kaupandi hefur eignast kröfuna áður en uppboðinu var lokið.
     Ef annað er ekki ákveðið í uppboðsskilmálum greiðir kaupandi ekki vexti af söluverði nema vanefndir verði af hans hendi, sbr. þó 2. og 3. mgr.

VI. KAFLI


Nauðungarsala á almennum markaði.


41. gr.


    Hafi sýslumaður tekið til greina ósk skv. 23. gr. boðar hann svo fljótt sem verða má alla aðila að nauðungarsölunni, sem er vitað hvar verði náð til, til fyrirtöku á starfstofu sinni. Boð unin skal send í ábyrgðarbréfi sem er borið út, í símskeyti eða með öðrum sambærilegum hætti.
     Við fyrirtöku skv. 1. mgr. leitar sýslumaður tillagna aðilanna um þau atriði sem er getið í 42. gr. Sýslumaður tekur þar ákvörðun í þeim efnum.
     Bókað skal í gerðabók um það sem fer fram við fyrirtökur eftir ákvæðum þessa kafla.

42. gr.


    Þegar eign er boðin til sölu eftir ákvæðum þessa kafla skal það að jafnaði gert með sölu skilmálum sem svara til ákvæða 1., 3., 5., 7. og 9.–12. tölul. 1. mgr. 28. gr. Frá þessu má víkja eftir reglum 29. gr. Þess skal gætt þegar tilboða er leitað í eignina að skilmálum um greiðslu söluverðs verði að jafnaði hagað með þeim hætti að greiðslur fáist á áþekkum tíma og ella hefði verið mælt í uppboðsskilmálum, eftir atvikum með afhendingu verðbréfa sem megi koma greiðlega í verð.
     Ákvæðum 30. gr. skal beitt eftir því sem átt getur við.
     Sýslumaður skal að jafnaði fela einum eða fleiri löggiltum fasteignasala, héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni að leita tilboða í eignina eins og ef um frjálsa sölu hennar væri að ræða.
     Óski aðili að nauðungarsölunni eftir því getur sýslumaður látið virða eignina, en kostnað af því skal sá sem óskar virðingar bera um sinn. Ef síðar kemur fram að réttmæt ástæða hafi verið til að leita virðingar má sýslumaður fallast á endurkröfu fyrir kostnaði af henni eins og um sölulaun vegna eignarinnar væri að ræða, enda hafi henni þá verið komið í verð.

43. gr.


    Frá því nauðungarsalan er tekin fyrir skv. 41. gr. og meðan aðgerðir samkvæmt þessum kafla standa yfir er sýslumaður einn bær um að ráðstafa eigninni og stofna til réttinda yfir henni. Geri sýslumaður löggerning varðandi eignina hefur það sömu áhrif og ef hann hefði umboð gerðarþola til þess.
     Á því tímabili, sem um ræðir í 1. mgr. verður, ekki gert fjárnám í eigninni, hún kyrrsett eða tekin í löggeymslu. Ekki stendur þetta í vegi fyrir að slíkri gerð verði beint að rétti sem gerð arþoli kann sjálfur að geta notið til að fá greiddan hluta söluverðs.

44. gr.


    Við fyrirtöku skv. 41. gr. getur aðili lýst því yfir að hann uni við að sýslumaður taki af stöðu án frekara samráðs við sig til tilboða sem kunna að berast í eignina. Slíka yfirlýsingu má takmarka með þeim hætti að hún gildi aðeins um boð sem nemi tiltekinni lágmarksfjár hæð.
     Berist sýslumanni tilboð í eignina sem hann telur mega taka boðar hann til fyrirtöku með tryggum hætti þá aðila sem hafa ekki gefið yfirlýsingu skv. 1. mgr. Í boðun skal greina meg inefni tilboðs nema afrit þess fylgi með.
     Við fyrirtöku, sem er boðað til skv. 2. mgr., kynnir sýslumaður framkomið tilboð og gefur aðilum kost á að tjá sig um það. Vilji þeir ekki allir una við tilboðið skal sýslumaður leita eftir boðum í eignina hjá þeim sem eru viðstaddir. Að því gerðu skal þeim sem fá ekki kröfum sín um fullnægt með framkomnum boðum gefinn kostur á að ganga inn í hæsta boð. Sýslumaður ákveður síðan hvort hann taki framkomnu boði og eftir atvikum hvaða.

45. gr.


    Aðgerðum eftir fyrirmælum þessa kafla skal að jafnaði þegar hætt ef sá sem óskaði þeirra mætir ekki til fyrirtöku skv. 1. mgr. 41. gr.
     Þá skal aðgerðum eftir ákvæðum þessa kafla hætt ef:
     1.     meira en þrír mánuðir eru liðnir frá fyrirtöku skv. 1. mgr. 41. gr. og aðili að nauðungarsölunni krefst þess, enda telji sýslumaður ekki fyrirsjáanlegt að viðunandi tilboð komi fram í eignina innan skamms tíma, eða
     2.     sex mánuðir eru liðnir frá fyrirtöku skv. 1. mgr. 41. gr. án þess að tilboð hafi verið samþykkt í eignina.
     Sýslumaður getur enn fremur ákveðið að aðgerðum eftir fyrirmælum þessa kafla verði hætt ef gerðarþoli eða annar umráðamaður eignarinnar verður ekki við tilmælum þess, sem hefur verið falið að leita boða í hana, um að veita aðgang að henni til sýningar eða leitast á annan hátt við að spilla fyrir sölutilraunum.
     Telji sýslumaður efni til að hætta aðgerðum vegna ákvæða 1.–3. mgr. kynnir hann ákvörðun um það við fyrirtöku sem hefur verið boðað til af því eða öðru tilefni. Um leið skal ákveðið um byrjun uppboðs eftir ákvæðum 24. gr.
     Hafi aðgerðum eftir ákvæðum þessa kafla verið hætt verður ekki gripið til þeirra öðru sinni við sömu nauðungarsölu.

VII. KAFLI


Innheimta söluverðs og vanefndir.


46. gr.


    Sýslumaður annast innheimtu söluverðs, en honum er þó heimilt að fela það öðrum á sína ábyrgð ef vanefndir verða af hendi kaupanda.
     Sýslumaður varðveitir það sem er innheimt af söluverði á reikningi við banka eða spari sjóð þar til því er ráðstafað við úthlutun.
     Við rekstur dómsmáls eða fullnustugerð til heimtu söluverðs, afsláttar af því, skaðabóta eða riftunar kaupa við nauðungarsölu kemur sýslumaður fram í embættisnafni sem aðili máls í stað þeirra sem kunna að eiga tilkall til hlutdeildar í söluverði, enda hafi útborgun þess ekki verið lokið. Skyldu sem kann að vera lögð á embætti hans af því tilefni verður aðeins fullnægt af söluverðinu.

47. gr.


    Verði dráttur á greiðslu söluverðs ber kaupanda að greiða dráttarvexti og kostnað af inn heimtu þess.
     Verði verulegar vanefndir af hendi kaupanda skal sýslumaður kveðja hann með sannan legum hætti til fyrirtöku, svo og þá sem hafa gert kröfur um greiðslu af söluverðinu. Þar ákveður sýslumaður að fengnu áliti þeirra hvort kaupunum verði haldið uppi á kaupanda eða rift. Vilji kaupandi eða aðili að nauðungarsölunni, sem hefur hagsmuna að gæta, ekki una ákvörðun um riftun kaupanna getur hann leitað úrlausnar héraðsdóms samkvæmt ákvæðum XIII. kafla. Aðgerðum skv. 3. mgr. verður þá ekki framfylgt fyrr en ágreiningurinn hefur ver ið leiddur til lykta.
     Nú er ákveðið að rifta kaupum sem hafa átt sér stað á uppboði, og má þá hvort heldur taka öðru boði sem kom fram í eignina eða bjóða hana upp á ný eftir ákvæðum 35. og 36. gr. Hafi eigninni upphaflega verið ráðstafað eftir reglum VI. kafla má taka öðru boði sem liggur fyrir í hana eða reyna sams konar ráðstöfun á ný, en að öðrum kosti skal hún boðin upp eftir reglum V. kafla.
     Eigi riftun sér stað má krefja upphaflegan kaupanda um mismun milli boðs hans sem var samþykkt og þess sem síðan fæst fyrir eignina, svo og um bætur vegna kostnaðar sem van efndir hans hafa leitt til. Upphaflegum kaupanda verður ekki endurgreitt það sem hann hefur greitt af boði nema að því leyti sem er sýnt að ekki sé tilefni til að hafa slíka kröfu uppi á hendur honum.

48. gr.


    Telji kaupandi sig eiga rétt til að rifta kaupum eða æskja afsláttar eða greiðslu skaðabóta af söluverði verður krafa hans að koma fram áður en greiðslum er lokið eftir úthlutunargerð nema mælt sé á annan veg í uppboðs- eða samningsskilmálum.
     Komi fram krafa af hendi kaupanda skv. 1. mgr. skal sýslumaður boða hann til fyrirtöku, svo og þá sem kynnu að fara á mis við greiðslur ef krafa hans yrði tekin til greina. Verði ágreiningur um kröfuna tekur sýslumaður ákvörðun um hana, en kaupandi eða aðili að nauð ungarsölunni, sem hefur hagsmuna að gæta, má leita úrlausnar héraðsdóms um hana sam kvæmt ákvæðum XIII. kafla.

VIII. KAFLI


Úthlutun söluverðs.


49. gr.


    Þeir sem telja sig eiga rétt til greiðslu af söluverði eignar skulu lýsa kröfum sínum fyrir sýslumanni áður en uppboði er lokið á henni, ef sá háttur er hafður á ráðstöfun hennar, en við fyrirtöku skv. 2. mgr. 44. gr. ef henni er ráðstafað eftir ákvæðum VI. kafla.
     Kröfulýsing skal vera skrifleg og tekið fram í hvers þágu hún sé gerð, við hverja heimild tilkall til greiðslu sé stutt og hverrar rétthæðar sé krafist við úthlutun söluverðs. Þá skal koma fram hverrar fjárhæðar sé krafist og hún sundurliðuð nákvæmlega. Þau gögn skulu fylgja kröfulýsingu sem hún er studd við.
     Kröfulýsing slítur fyrningu kröfu á hendur gerðarþola ef hún berst sýslumanni fyrir lok fyrningartíma og krafan fæst greidd af söluverðinu. Fáist krafan ekki greidd að fullu af sölu verðinu getur hún fyrst fyrnst þegar sex mánuðir eru liðnir frá þeim tíma sem úthlutunargerð er orðin endanleg skv. 52. gr., enda hafi lýsing hennar fullnægt því sem segir í 2. mgr.
     Nú hvíla önnur réttindi á eigninni en veðréttindi og þau fá ekki að standa óhögguð vegna nauðungarsölunnar, og getur þá rétthafinn lýst greiðslukröfu í söluverðið sem miði við það tjón sem hann bíði af því að réttindi hans falli niður.
     Lýsi gerðarbeiðandi ekki kröfu í söluverðið skal litið svo á að hann krefjist greiðslu þeirr ar fjárhæðar sem kemur fram í beiðni hans.
     Gerðarþoli þarf ekki að lýsa kröfu um greiðslu þess sem kann að standa eftir af söluverði að fullnægðum kröfum annarra.

50. gr.


    Þegar boð hefur verið samþykkt í eignina gerir sýslumaður frumvarp til úthlutunar á sölu verði. Í frumvarpi skal miðað við að söluverðið sé til ráðstöfunar í samræmi við samþykkt boð án tillits til þess hvort það sé enn greitt. Söluverðinu skal skipt þannig að fyrst komi til greiðslu sölulauna vegna nauðungarsölunnar, nema kaupandi hafi greitt þau samkvæmt sölu skilmálum, en að því búnu skal kveðið á um hvað hver aðili fái í sinn hlut eftir því sem sölu verðið hrekkur til og rétthæð krafna þeirra leiðir til.
     Nú hafa tvær eða fleiri eignir verið seldar í einu lagi og réttindi yfir þeim báðum eða öllum eru ekki þau sömu að því leyti sem er unnt að fullnægja þeim, og skal þá skipta söluverðinu á eignirnar. Hafi boða verið leitað í eignirnar skv. 2. mgr. 30. gr. skal skiptingin að jafnaði ráðast af hlutföllum milli hæstu boða í hverja eða hvora þeirra. Að öðrum kosti aflar sýslu maður virðingar á eignunum og skiptir söluverðinu hlutfallslega eftir henni, en kostnaður af virðingu greiðist þá jafnhliða sölulaunum.
     Þegar ákveðið er í frumvarpi hvað greiðist af einstökum kröfum skal miðað við að vextir, verðbætur og gengistrygging reiknist af þeim til þess dags sem uppboði lauk á eigninni. Ef eign var ráðstafað eftir ákvæðum VI. kafla miðast útreikningur við þann dag sem tilboð, sem hefur verið samþykkt, var gert.
     Nú hefur kröfu verið lýst um greiðslu af söluverðinu eða hún kemur fram í beiðni um nauðungarsölu og sýnt er að hún fáist greidd að nokkru eða öllu, og skal þá sýslumaður leggja mat á það af sjálfsdáðum við gerð frumvarps með hverri fjárhæð og hvar í réttindaröð krafan verði viðurkennd að lögum á grundvelli framkominna gagna. Ef krafa er fyrnd eða hefur glat að réttarvernd að einhverju marki skal sýslumaður færa niður fjárhæð hennar í frumvarpi sem því nemur af sjálfsdáðum. Ef kröfu hefur ekki verið lýst fyrr en eftir þann tíma sem segir í 1. mgr. 49. gr. verður ekki úthlutað af söluverðinu til greiðslu málskostnaðar eða annars inn heimtukostnaðar af henni.
     Nú hefur réttindum verið þinglýst á eignina en kröfu er ekki lýst í skjóli þeirra og rétthæð þeirra er slík að greiðsla ætti að koma í hlut rétthafans af söluverðinu. Skal þá sýslumaður gera ráð fyrir greiðslu kröfu í frumvarpinu með þeirri fjárhæð sem hún gæti hæst orðið eftir hljóðan þinglýsts skjals um réttindin ef henni yrði síðar lýst.
     Í frumvarpi verður ekki tekið tillit til óþinglýstra réttinda yfir eigninni nema kröfu hafi verið lýst í skjóli þeirra.
     Ef til álita kemur að greiða kröfu sem er skilyrt eða umdeild skal gera ráð fyrir henni í frumvarpi með þeirri fjárhæð sem má ætla að hún geti hæst numið.

51. gr.


    Þegar frumvarp hefur verið gert til úthlutunar söluverðs sendir sýslumaður öllum aðilum að nauðungarsölunni, sem er vitað hvar verði náð til, eintak af frumvarpinu með tryggum hætti. Í frumvarpinu skal tekið fram að andmæli gegn því þurfi að berast sýslumanni innan tiltekins frests sem skal ekki vera skemmri en tvær vikur frá því frumvarpið er sent.
     Nú kemur krafa um greiðslu af söluverði fyrst fram eftir gerð frumvarps en áður en fresti skv. 1. mgr. er lokið og hún gengur framar kröfum sem var ætlað að greiða eftir því, og skal þá sýslumaður gera breytingar á frumvarpinu eftir því sem efni standa til. Slíkar breytingar skulu tilkynntar þeim sem verða að sæta röskun á fyrirhugaðri úthlutun sinni, og skal sýslu maður ákveða sérstakan frest handa þeim til að koma fram andmælum gegn breytingunum ef þurfa þykir. Eins skal farið að ef kröfu er fyrst lýst á þessum tíma í skjóli veðréttar sem sýslumaður hefur gert ráð fyrir greiðslu á skv. 5. mgr. 50. gr.

52. gr.


    Komi fram mótmæli gegn frumvarpi innan frests skv. 51. gr. skal sýslumaður boða þá sem mótmælin varða á sinn fund. Þegar hlutaðeigendum hefur gefist kostur á að tjá sig um mót mælin bókar sýslumaður ákvörðun í gerðabók um hvort hann taki þau til greina og breyti frumvarpi því til samræmis. Aðili að nauðungarsölunni má að svo búnu leita úrlausnar hér aðsdóms á ágreiningi um ákvörðunina samkvæmt ákvæðum XIII. kafla.
     Ef mótmæli koma ekki fram gegn frumvarpi telst það endanleg úthlutunargerð söluverðs við lok frests skv. 51. gr. Hafi ágreiningur staðið um frumvarp telst það endanleg úthlutunar gerð söluverðs þegar hann hefur verið leiddur til lykta, eftir atvikum með þeim breytingum sem það hefur þá sætt fyrir dómi.
     Nýjum kröfum um greiðslu af söluverði eða hækkun á greiðslu frá því sem greinir í úthlut unargerð verður því aðeins komið fram eftir lok frests skv. 51. gr. að fyrir liggi samþykki allra sem slík breyting getur varðað, enda hafi greiðslum samkvæmt úthlutunargerð ekki enn verið lokið þannig að girt sé fyrir breytingu.
     Komi til lækkunar á kröfu frá því sem segir í úthlutunargerð skal gerður viðauki við hana um ráðstöfun á viðeigandi fjárhæð. Slíkan viðauka þarf sýslumaður ekki að bera undir aðila nema hann telji óvíst um réttindi til greiðslu.

53. gr.


    Ekki verður greitt samkvæmt úthlutunargerð fyrr en frestur til að bera gildi nauðungarsöl unnar undir héraðsdóm skv. 1. mgr. 80. gr. er liðinn. Þegar sá frestur er liðinn má heldur ekki greiða eftir úthlutunargerð ef dómsmál vegna nauðungarsölunnar skv. XIII. eða XIV. kafla hefur ekki enn verið leitt til lykta, nema að því leyti sem er sýnt að niðurstaða þess geti ekki breytt réttindum til greiðslna. Sé söluverð aðeins greitt að hluta þegar sá tími er kominn að það megi greiða eftir úthlutunargerð má sýslumaður verja því sem er þegar fengið til að full nægja kröfum eftir rétthæð þeirra.
     Þegar komið er að greiðslu skv. 1. mgr. skal fundið hvað hafi unnist í vexti af söluverði. Vöxtum skal jafnað niður á þá sem hafa ekki enn fengið greitt samkvæmt úthlutunargerð í hlutfalli við fjárhæð kröfu hvers þeirra. Hlutdeild í vöxtum greiðist síðan hverjum fyrir sig samhliða því sem honum ber eftir úthlutunargerð.

54. gr.


    Nú hefur greiðsla verið ákveðin í úthlutunargerð skv. 5. mgr. 50. gr. og sá tími er kominn að það megi inna hana af hendi án þess að neinn hafi lýst tilkalli til hennar, og skal þá sýslu maður leggja hana á sérgreindan reikning við banka eða sparisjóð. Sé fjárins ekki vitjað hjá sýslumanni innan árs frá þeim tíma skal hann fá birta auglýsingu í Lögbirtingablaði þar sem skorað er á þann sem á rétt til greiðslunnar að gefa sig fram innan mánaðar frá birtingu aug lýsingarinnar að því viðlögðu að fénu verði þá ráðstafað skv. 3. mgr.
     Hafi greiðsla skv. 7. mgr. 50. gr. verið ákveðin í úthlutunargerð skal sýslumaður leggja hana á sérgreindan reikning við banka eða sparisjóð, þar sem féð skal varðveitt þar til ráðið er um tilkall til þess.
     Að því leyti sem geymslufé skv. 1. eða 2. mgr. verður ekki ráðstafað samkvæmt úthlutun argerð skal sýslumaður taka úthlutunina upp á ný og verja fénu til greiðslu handa þeim sem stóðu næstir þegar úthlutun var ráðin í byrjun. Sýslumaður getur farið svo að sem segir í 51. og 52. gr. ef hann telur ágreining geta staðið um tilkall til fjárins, en ekki verður þá hreyft við því sem var áður slegið föstu í úthlutunargerð. Ef ekki er kunnugt um neinn sem getur gert til kall til fjárins greiðir sýslumaður það í ríkissjóð, en gefi sá sig síðar fram sem átti rétt til fjár ins skal honum greitt það úr ríkissjóði ef krafa hans er ekki fyrnd.

IX. KAFLI


Réttur til umráða yfir eign, afsal við nauðungarsölu o.fl.


55. gr.


    Ef ekki er mælt fyrir um á annan veg í uppboðsskilmálum nýtur kaupandinn réttar til um ráða yfir eigninni frá því boð hans er samþykkt.
     Um umráðarétt kaupanda við nauðungarsölu skv. VI. kafla fer eftir því sem hefur samist.
     Nú hefur gildi nauðungarsölu verið borið undir dóm eftir ákvæðum XIV. kafla áður en kaupandi tekur við umráðum eignarinnar, og getur þá gerðarþoli krafist þess að leyst verði úr því með úrskurði undir rekstri þess máls, hvort honum eða öðrum umráðamanni verði vik ið af eigninni fyrr en lyktir þess eru fengnar.

56. gr.


    Þegar kaupandi hefur efnt skyldur samkvæmt uppboðs- eða söluskilmálum gefur sýslu maður honum út afsal fyrir eigninni. Þetta skal þó ekki gert fyrr en frestur til að bera gildi nauðungarsölunnar undir héraðsdóm skv. 1. mgr. 80. gr. er liðinn eða lyktir máls sem er borið undir dóm innan þess frests eru fengnar.
     Hafi nauðungarsölu verið krafist eftir heimild í 6. eða 7. gr. falla niður öll veðbönd, um ráðaréttindi, kvaðir, höft og önnur réttindi yfir eigninni við útgáfu afsals nema annað leiði beinlínis af lögum, eignin hafi verið seld með þeim skilmálum að þau standi í tilteknum atrið um óhögguð eða kaupandinn hafi síðar tekið þau að sér. Í afsali skal tekið fram hver réttindi yfir eigninni falli brott.
     Að því leyti sem réttindum sem falla brott skv. 1. mgr. hefur verið þinglýst skulu þau af máð við þinglýsingu afsals.

57. gr.


    Nú hefur einhver sá, sem hefur notið réttinda yfir eigninni, gerst kaupandi að henni við nauðungarsölu án þess að réttindum hans hafi verið fullnægt með öllu af söluverðinu og hann krefur síðan gerðarþola eða annan um greiðslu þess sem stendur eftir af skuldbindingunni. Getur þá sá sem kröfunni er beint að krafist þess að hún verði færð niður um fjárhæð sem nemur mismun á því verði sem eignin var seld fyrir og því sem þykir sýnt að hafi verið mark aðsverð eignarinnar við samþykki boðs miðað við þau greiðslukjör sem eignin var seld gegn.
     Rétt er þeim sem kann að verða krafinn um eftirstöðvar skuldbindingar að höfða mál á hendur kaupanda til að fá þær færðar niður samkvæmt því sem segir í 1. mgr.

3. ÞÁTTUR


Nauðungarsala á öðrum eignum og réttindum.


X. KAFLI


Umdæmi, vörslutaka o.fl.


58. gr.


    Ákvæði þessa þáttar taka til nauðungarsölu á eignum og réttindum sem falla ekki undir fyrirmæli 17. gr. en geta gengið kaupum og sölu.
     Beiðni um nauðungarsölu samkvæmt þessum þætti skal beint til sýslumannsins í ein hverju eftirfarandi umdæma:
     1.     þar sem eignin er staðsett eða geymd,
     2.     þar sem gerðarþoli á heimilisvarnarþing,
     3.     þar sem gert var fjárnám sem nauðungarsölu er síðan krafist eftir.
     Gerðarbeiðanda er einnig heimilt að krefjast nauðungarsölu í öðru umdæmi en leiðir af ákvæðum 2. mgr. ef sýslumaður, sem beiðni er beint til, fellst á að líkur séu fyrir að þar fáist hærra verð fyrir eignina. Gerðarbeiðandi ber áhættu af rýrnun eða spjöllum á eign sem hljót ast við flutning hennar milli umdæma.
     Hafi beiðnir komið fram um nauðungarsölu á sömu eign í fleiri umdæmum en einu skal sameina meðferð þeirra svo fljótt sem verður uppvíst um það. Komi gerðarbeiðendur sér ekki saman um annað skal það gert í því umdæmi sem getur fyrst átt við eftir talningu þeirra í 2. mgr.

59. gr.


    Nú er krafist nauðungarsölu á eign sem gerðarþoli hefur umráð yfir eða þriðji maður fyrir hans atbeina, og má þá gerðarbeiðandi óska í beiðni um nauðungarsöluna eftir heimild sýslu manns til að taka vörslur eignarinnar í því skyni að fá henni ráðstafað, enda sé ekki um eign að ræða sem verður seld samkvæmt ákvörðun sýslumanns þar sem hún er niður komin.
     Þegar sýslumaður kannar beiðni eftir ákvæðum 13. gr. skal hann um leið leggja mat á það hvort skilyrði séu til að heimila gerðarbeiðanda vörslutöku ef þess er krafist. Telji sýslumað ur þeim fullnægt ritar hann þá ákvörðun á beiðnina, svo og hvar og hvenær eigninni verði ráð stafað. Afrit af beiðninni sem verða send skv. 16. gr. skulu bera þessa áritun. Áritun sýslu manns má hljóða þannig að gerðarbeiðandi njóti þessarar heimildar fyrst frá tilteknum tíma.

60. gr.


    Gerðarþola er skylt að afhenda eignina gerðarbeiðanda eða öðrum sem hann felur að vitja hennar fyrir sína hönd, enda sé þá framvísað heimild skv. 2. mgr. 59. gr. Sama skylda hvílir á þriðja manni sem hefur vörslur eignarinnar ef réttur hans til umráða gengur ekki fyrir rétti gerðarbeiðanda yfir henni. Handveðréttur eða haldsréttur þriðja manns stendur þó ekki í vegi fyrir heimild gerðarbeiðanda til að krefjast afhendingar eignarinnar, enda verði slíkur réttur þá virtur við nauðungarsöluna.
     Nú neitar gerðarþoli eða annar vörslumaður að verða við skyldu sinni skv. 1. mgr. eða ekki tekst að ná til hans, og getur þá gerðarbeiðandi leitað atbeina sýslumanns til að fá eignina afhenta. Til að framfylgja rétti gerðarbeiðanda getur sýslumaður krafist aðgangs að húsa kynnum eða hirslum vörslumanns og má beita valdi sé aðgangur ekki veittur. Lögreglumönn um er skylt að verða við tilmælum sýslumanns um að framfylgja ákvörðun hans í þessum efn um. Bókað skal í gerðabók um þessar aðgerðir.
     Ákvæðum 22. gr. skal beitt við aðgerðir skv. 2. mgr. eftir því sem átt getur við.
     Gerðarbeiðandi ber áhættu af eigninni frá því hann fær vörslur hennar þar til henni er ráð stafað. Gerðarbeiðandi skal sjá til þess að eigninni verði komið tímanlega á þann stað sem sýslumaður hefur ákveðið til að ráðstafa henni.

XI. KAFLI


Nauðungarsala á lausafjármunum.


61. gr.


    Nauðungarsala á lausafjármunum fer fram á uppboði nema annar háttur sé ákveðinn skv. 62. gr. Á sama uppboði má selja lausafjármuni samkvæmt fleiri beiðnum en einni.

     Sýslumaður ákveður hvar og hvenær uppboð verður haldið eftir því sem beiðnir liggja fyr ir um slíkt hverju sinni.
     Ekki er þörf að taka fyrir beiðnir um nauðungarsölu á lausafjármunum fyrr en við uppboð. Sýslumaður getur ákveðið aðra fyrirtöku á beiðni ef svo stendur á sem segir í 2. mgr. 62. gr. eða 1. mgr. 63. gr., en þá skal bókað í gerðabók um það sem fer fram.
     Um framlagningu gagna og leiðbeiningar við gerðarþola gilda ákvæði 21. gr.

62. gr.


    Eftir ósk gerðarþola eða gerðarbeiðanda getur sýslumaður ákveðið að lausafjármunum verði ráðstafað með sölu á almennum markaði ef skilyrðum 23. gr. er fullnægt. Sýslumanni er þó rétt að hafna slíkri ósk ef hann telur munina illseljanlega eða verðmæti þeirra svo lítið að ekki sé vert að standa þannig að sölunni.
     Ósk skv. 1. mgr. skal koma á framfæri við sýslumann ekki síðar en við upphaf uppboðs. Komi óskin fram með nægum fyrirvara getur sýslumaður tekið hana sérstaklega fyrir áður en komið er að uppboði að undangenginni boðun til hlutaðeigenda.
     Ef orðið er við ósk skv. 1. mgr. skal ákvæðum VI. kafla beitt við ráðstöfun munanna að gættu eftirfarandi:
     1.     að gerðarþoli eigi ekki rétt á að halda vörslum eða fá aftur vörslur munanna meðan ráðstöfun er reynd nema gerðarbeiðandi samþykki,
     2.     að söluskilmálar verði ákveðnir hverju sinni með hliðsjón af ákvæðum 65. gr.,
     3.     að ákveðið verði hverju sinni eftir eðli munanna hverjum verði falið að leita tilboða í þá,
     4.     að aðili að nauðungarsölunni geti krafist að tilraunum til sölu munanna verði hætt eftir að mánuður er liðinn frá því óskin var tekin til greina.

63. gr.


    Gerðarþoli eða þriðji maður sem hefur lögvarinna hagsmuna að gæta getur komið á fram færi mótmælum gegn nauðungarsölunni við sýslumann fram að því að leitað er boða í mun ina. Berist mótmælin með nægum fyrirvara getur sýslumaður tekið nauðungarsöluna sérstak lega fyrir að undangenginni boðun til hlutaðeigenda til að fjalla um þau áður en komið er að uppboði.
     Eftir því sem átt getur við skal ákvæðum 22. gr. beitt við nauðungarsölu eftir þessum kafla.

64. gr.


    Þegar uppboð hefur verið ákveðið fær sýslumaður auglýsingu um það birta í dagblaði eða með öðrum samsvarandi hætti minnst einu sinni með viku fyrirvara. Sýslumaður getur ákveð ið að auglýsing verði birt oftar og þá með öðrum hætti og á þeim tíma sem honum þykir eiga við.
     Í auglýsingunni skal koma fram hvar og hvenær uppboðið byrji. Skal lýst með almennum hætti um hverja muni sé að ræða, en verðmætra muna skal getið sérstaklega með viðeigandi lýsingu. Ekki er þörf að greina frá nöfnum gerðarbeiðenda eða gerðarþola, en sýslumaður getur ákveðið að það verði gert ef það þykir horfa til sérstakra upplýsinga um þá muni sem á að selja.
     Gerðarbeiðanda er frjálst að auglýsa uppboðið á eigin kostnað hvað sig varðar.


     Nú er upplýst að þriðji maður njóti réttinda í eign og vitað er hvar verði náð til hans, og skal þá sýslumaður tilkynna honum um uppboð á henni með hæfilegum fyrirvara og sannan legum hætti.

65. gr.


    Dómsmálaráðherra setur almenna skilmála fyrir uppboðssölu á lausafjármunum, sem skulu birtir í auglýsingu í Stjórnartíðindum, en í þeim skal meðal annars kveðið á um eftirfar andi:
     1.     að munirnir séu seldir í því ástandi sem þeir eru þegar hamar fellur,
     2.     að sýslumanni sé óskylt að taka neinu framkomnu boði, sbr. 5. og 6. mgr. 67. gr.,
     3.     hvort kaupandi greiði kostnað og opinber gjöld af af nauðungarsölunni til viðbótar við boð sitt eða hvort slíkt skuli talið innifalið í fjárhæð boðs,
     4.     að kaupanda beri að greiða söluverðið þegar í stað eftir að munirnir eru slegnir honum, en það megi þó ákveða áður en boða er leitað, að ósk eða með samþykki gerðarbeiðanda, að gjaldfrestur verði veittur við sölu tiltekinna muna,
     5.     að kaupandi beri áhættu af mununum frá því hamar fellur,
     6.     að kaupanda sé rétt og skylt að taka munina í sínar vörslur um leið og söluverðið sé greitt, en sé ekki annað ákveðið verði þeir varðveittir fram að því á hans kostnað ef gjaldfrestur er veittur,
     7.     að engin ábyrgð sé tekin á ástandi munanna eða heimild yfir þeim og geti kaupandi ekki krafist riftunar kaupanna, afsláttar eða skaðabóta eftir að söluverðinu hefur verið ráð stafað.
     Sýslumaður getur ákveðið að víkja frá almennum uppboðsskilmálum við sölu á tilteknum munum eða uppboðið í heild sinni eftir ákvæðum 29. gr., en að öðrum kosti teljast almennir skilmálar gilda.

66. gr.


    Ef gerðarbeiðendur æskja þess og gerðarþoli mótmælir því ekki skal frestað að selja mun ina á uppboði. Verður þá ekki af fyrirtöku á uppboði nema tilefni sé til hennar vegna ákvæða 62. eða 63. gr. Það sama á við ef ekki reynist unnt að koma mununum á uppboðsstað í tæka tíð.
     Ef uppboði er frestað skv. 1. mgr. ákveður sýslumaður nýjan tíma til þess. Ákvörðunin skal tilkynnt gerðarþola bréflega en gerðarbeiðanda með þeim hætti sem sýslumanni þykir til hlýða. Uppboðið skal auglýst á ný skv. 1. og 2. mgr. 64. gr.
     Hafi munir ekki verið seldir innan eins árs frá þeim degi sem sýslumanni barst beiðni um nauðungarsöluna telst hún sjálfkrafa fallin niður. Þetta gildir þó ekki ef uppboðinu hefur ver ið frestað vegna meðferðar dómsmáls eða varnað með heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings og uppboðið fer fram svo fljótt sem verða má frá því slík hindrun er úr vegi.

67. gr.


    Áður en byrjað er að leita boða í muni við uppboð skal sýslumaður kynna uppboðsskil mála í heyranda hljóði. Ef skilmálar verða ekki þeir sömu við sölu allra muna má kynna í byrjun þá sem gilda varðandi flesta munina en greina síðan jafnharðan og leitað er boða frá þeim sem gilda um aðra.
     Sýslumaður ákveður í hverri röð munirnir verði boðnir upp, en rétt er að taka tillit til óska gerðarþola í þeim efnum ef óvíst er hvort það þurfi að bjóða upp alla munina til að fullnægja kröfum gerðarbeiðanda. Leita má boða í tvo eða fleiri muni í senn ef gerðarþoli er sá sami og sýslumaður telur að boð verði ekki lægri með þeim hætti en fengjust til samans í hvern hlut fyrir sig. Einnig má leita boða eftir ákvæðum 2. mgr. 30. gr.
     Þegar kemur að því að leita boða í tiltekinn hlut skal sýslumaður gefa ótvírætt til kynna um hvern hlut sé að ræða, svo sem með því að hluturinn sé tekinn fram til sýnis eða bent sé greinilega á hann. Upplýsingar skulu veittar um hlutinn eftir því sem vitneskja liggur fyrir og sýslumaður telur ástæðu til. Að því gerðu lýsir sýslumaður eftir boðum.
     Ákvæði 2.–6. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 33. gr. gilda um boðin.
     Komi ekkert boð fram í hlut getur sýslumaður ákveðið að bæta öðrum við og leita boða í þá í einu lagi. Sé þetta ekki unnt skv. 2. mgr. eða beri það ekki árangur telst beiðni um nauð ungarsöluna fallin niður hvað þann hlut varðar. Það sama á við ef nauðungarsölu er krafist á grundvelli 6. gr. og ekki kemur fram boð sem nægir til þess að gerðarbeiðandi fái eitthvað í sinn hlut af söluverði.
     Þegar sýslumaður hefur skorað þrívegis á viðstadda að gera frekari boð í hlutinn án þess að þau komi fram lætur hann hamar falla og getur þess um leið hvort boði sé tekið og þá hvaða. Ef sýslumaður telur boðin óhæfilega lág með hliðsjón af líklegu markaðsverði hlutar getur hann orðið við kröfu aðila um að hafna þeim öllum og frestað til annars uppboðs að reyna sölu á ný. Að öðrum kosti skal hæsta boði jafnan tekið, en séu tvö eða fleiri hæst og jöfn ákveður sýslumaður hvoru eða hvaða verði tekið.
     Ef ekki er staðið við boð í kjölfar þess að því er tekið má sýslumaður lýsa þegar yfir að næsta boði sé tekið eða bjóða hlutinn upp á ný. Krefja má þann sem vanefnir boð sitt um mis muninn á boðinu og því sem fæst síðan fyrir hlutinn, en við málshöfðun í því skyni gilda ákvæði 3. mgr. 46. gr.
     Bókað skal í gerðabók hverjir munir séu seldir á uppboði og gegn hverju verði, eftir kröfu hvers það hafi verið gert og hver hafi verið gerðarþoli.

68. gr.


    Nú er gerðarbeiðandi einn, annarri kröfu hefur ekki verið lýst um greiðslu af söluverði og öðrum kröfum en gerðarbeiðanda hefur ekki verið þinglýst á eignina, og skal þá sýslumaður úthluta söluverðinu svo fljótt sem verða má eftir greiðslu þess, enda hafi gildi nauðungarsöl unnar ekki áður verið borið undir héraðsdóm samkvæmt ákvæðum XIV. kafla. Eins má fara að þótt fleiri kröfur en gerðarbeiðanda liggi fyrir ef ekki er ástæða til að ætla að ágreiningur standi um tilkall til söluverðs.
     Ef söluverði verður ekki úthlutað skv. 1. mgr. skal ákvæðum 50.–54. gr. beitt eftir því sem átt getur við.

69. gr.


    Ef þörf krefur gefur sýslumaður kaupanda út heimildarbréf fyrir eignarrétti hans.
     Nauðungarsala samkvæmt ákvæðum þessa kafla hefur sömu áhrif og er mælt fyrir um í 2. mgr. 56. gr.
     Beita má ákvæðum 57. gr. um kröfu þess sem gerist kaupandi við nauðungarsölu sam kvæmt reglum þessa kafla.

XII. KAFLI


Nauðungarsala á verðbréfum, kröfuréttindum o.fl.


70. gr.


    Ef nauðungarsölu er krafist á réttindum, sem önnur ákvæði þessara laga ná ekki til en geta þó gengið kaupum og sölu, tekur sýslumaður beiðni um hana fyrir að undangengnum tilkynn ingum skv. 16. gr. til að taka ákvörðun um aðgerðir vegna hennar skv. 71. gr. Aðrir sem geta talist aðilar að nauðungarsölunni og er vitað um skulu einnig kvaddir til fyrirtökunnar með sannanlegum hætti.
     Bókað skal í gerðabók um það sem fer fram við fyrirtökur eftir ákvæðum þessa kafla.

71. gr.


    Við fyrirtöku á beiðni um nauðungarsöluna skal farið eftir því sem segir í 21. gr. Þar ákveður sýslumaður hvernig verði staðið að nauðungarsölunni að fengnum tillögum þeirra sem eru mættir.
     Ef nauðungarsölu er krafist á ógjaldföllnu verðbréfi skal að jafnaði ákveða við fyrirtöku að fela tilteknum verðbréfamiðlara að selja það gegn verði sem sýslumaður samþykkir og standa síðan sýslumanni skil á söluverðinu. Ef um verðbréf er að ræða sem má þegar eða bráðlega fá greitt eða innleyst með peningagreiðslu má ákveða að sýslumaður fari þá leið. Sýslumaður áritar verðbréf um framsal eða greiðslu eða til innlausnar með sömu áhrifum og ef hann hefði umboð til þess.
     Ef nauðungarsölu er krafist á öðrum kröfuréttindum eða annars konar tilkalli til peninga greiðslu skal að jafnaði ákveða við fyrirtöku að fela gerðarbeiðanda eða tilteknum hæstarétt ar- eða héraðsdómslögmanni að fylgja réttindunum eftir gegn ábyrgð gerðarbeiðanda á greiðslu kostnaðar og standa síðan sýslumanni skil á andvirði þeirra. Réttindin verða þá sótt í umboði sýslumanns sem kemur fram í embættisnafni sem aðili að þeim. Þó má ákveða að sýslumaður leitist fyrst við að fá andvirði réttindanna greitt.
     Ef um annars konar réttindi er að ræða skal ákveða ráðstöfun þeirra við uppboð skv. XI. kafla nema ákvæðum 2. eða 3. mgr. verði beitt um þau með sambærilegum hætti og þar er mælt.
     Nú er krafist nauðungarsölu á réttindum sem ákvæði 2. eða 3. mgr. taka til og það þykir ósennilegt að aðgerðir samkvæmt þeim ákvæðum muni bera árangur eða svara kostnaði eða það er þegar reynt, og skal þá ráðstafa réttindunum við uppboð eftir fyrirmælum XI. kafla.

72. gr.


    Við ráðstöfun réttinda skv. 2. eða 3. mgr. 71. gr. skal að öðru leyti farið eftir reglum XI. kafla eftir því sem þær geta átt við.

4. ÞÁTTUR


Málsmeðferð fyrir dómstólum.


XIII. KAFLI


Úrlausn ágreinings um hvort nauðungarsala fari fram o.fl.


73. gr.


    Eftir því sem er mælt fyrir um í öðrum ákvæðum þessara laga má leita úrlausnar héraðs dómara samkvæmt fyrirmælum þessa kafla um ágreining sem rís við nauðungarsölu.
     Sá sem vill leita úrlausnar héraðsdómara skal lýsa því yfir við fyrirtöku sýslumanns á nauðungarsölunni, þar sem sú ákvörðun kemur fram sem leita á úrlausnar um. Hafi hlutaðeig andi ekki verið staddur við fyrirtökuna og ekki mátt fá boðun til hennar eða haft lögmæt for föll eða ákvörðunin kom ekki fram við fyrirtöku, má hann þó koma yfirlýsingu sinni bréflega fram við sýslumann innan viku frá því honum varð kunnugt um ákvörðunina, ef henni hefur ekki þegar verið framfylgt með aðgerðum við nauðungarsöluna.
     Þegar yfirlýsing skv. 2. mgr. hefur komið fram skal sýslumaður þegar í stað stöðva frekari aðgerðir við nauðungarsöluna að því leyti sem þær geta verið háðar umdeildri ákvörðun hans, nema bersýnilegt þyki að skilyrði skorti til að leita úrlausnar héraðsdómara um hana. Komi yfirlýsing fram við fyrirtöku skal bókað um hana í gerðabók ásamt því sem hlutaðeigandi kveðst munu krefjast fyrir dómi. Einnig skal bókað um viðhorf annarra til ágreiningsins og kröfur þeirra að því leyti sem hann getur varðað þá. Sýslumaður skal síðan svo fljótt sem er unnt afhenda þeim sem hyggst leita úrlausnar héraðsdómara staðfest eftirrit framlagðra gagna og endurrit úr gerðabók að því leyti sem þau varða ágreiningsefnið.
     Sýslumaður skal tilkynna þeim aðilum sem ágreiningurinn getur varðað og voru ekki við staddir þegar yfirlýsing skv. 2. mgr. kom fram um málavexti.
     Sá sem leitar úrlausnar héraðsdómara skal tafarlaust senda honum málsgögn skv. 3. mgr.
     Sýslumanni er heimilt að senda héraðsdómara athugasemdir sínar um málefnið ef hann kemur ekki til með að eiga aðild að dómsmálinu, sbr. 3. mgr. 46. gr.

74. gr.


    Þegar héraðsdómara hafa borist gögn varðandi nauðungarsöluna kannar hann hvort skil yrðum þessara laga til að leita úrlausnar hans sé fullnægt. Ef svo er ekki vísar hann málinu frá dómi með úrskurði án þess að kveðja til aðila þess eða taka það að öðru leyti fyrir á dóm þingi.
     Ef máli verður ekki þegar vísað frá skv. 1. mgr. ákveður héraðsdómari hvernig aðild að því verði hagað. Að öðru jöfnu skal sá sem leitar úrlausnarinnar talinn sóknaraðili máls. Ef leitað er úrlausnar vegna ágreinings sem hefur risið milli þess sem leitar hennar og annars eða annarra aðila að nauðungarsölunni skulu þeir sem standa gegnt honum taldir varnaraðilar, sbr. þó 3. mgr. 46. gr. Ella skal gerðarþoli að jafnaði talinn varnaraðili, en það skal hann einnig annars vera ef ágreiningsefnið varðar hagsmuni hans. Ráðist aðild að málinu ekki með þessum hætti ákveður héraðsdómari um hana eftir eðli þess.
     Að því gerðu sem segir í 2. mgr. ákveður héraðsdómari stað og stund til þinghalds og til kynnir það málsaðilum með sannanlegum hætti og hæfilegum fyrirvara.

75. gr.


    Ef sættir takast ekki um ágreininginn í þinghaldi sem er boðað til skv. 3. mgr. 74. gr. skulu aðilar gera grein fyrir þeim kröfum sem þeir hafa uppi.
     Kröfur verða ekki hafðar uppi í máli samkvæmt ákvæðum þessa kafla um annað en þá ákvörðun sýslumanns sem varð tilefni málsins, svo og málskostnað, sbr. þó 3. mgr. Frá þessu má þó víkja ef aðilarnir eru á einu máli um að fá leyst úr öðrum ágreiningi varðandi nauðung arsöluna, sem varðar ekki aðra en þá, og héraðsdómari fellst á að þeir hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn þá um þann ágreining.
     Ef málið varðar riftun kaupa við nauðungarsölu eða rétt til afsláttar eða skaðabóta, sbr. 47. og 48. gr., má krefjast að mælt verði fyrir um réttindi og skyldur aðila í þeim efnum. Í slíku máli má einnig hafa uppi gagnkröfu með eða án gagnsakar sé almennum skilyrðum til þess fullnægt, enda sæki sá þing sem slíkri kröfu er beint að. Gagnsök telst höfðuð án frekari aðgerða ef krafa í henni kemur fram á dómþingi.
     Þegar kröfur aðila hafa komið fram skal þeim veittur skammur frestur til að skila skrifleg um greinargerðum og afla sýnilegra sönnunargagna ef þörf krefur. Málið skal síðan sótt og varið munnlega, en í sama þinghaldi má taka munnlegar skýrslur ef þeirra er þörf, sbr. þó 76. gr.

76. gr.


    Ef sóknaraðili er einn og hann sækir ekki þinghald skv. 1. mgr. 75. gr. eða ekki verður síð ar af þingsókn af hans hálfu skal fella málið niður ef varnaraðili hefur ekki haft uppi sjálf stæðar kröfur. Hafi varnaraðili gert slíkar kröfur skal fella málið niður hvað varðar kröfur sóknaraðila og leysa úr kröfum varnaraðila samkvæmt reglum 3. mgr. eftir því sem þær eiga við að breyttu breytanda. Falli mál með öllu niður má úrskurða varnaraðila ómaksþóknun eða málskostnað ef hann sækir þing og krefst slíks.
     Ákvæðum 1. mgr. skal beitt ef sóknaraðilar eru tveir eða fleiri og hvorugur eða enginn þeirra sækir þing. Að öðrum kosti skal málið aðeins fellt niður varðandi þann eða þá sóknar aðila sem sækja ekki þing.
     Ef varnaraðili er einn og hann sækir ekki þing skulu gagnkröfur hans felldar niður ef um þær er að ræða og skal sóknaraðila gefinn kostur á að leggja fram greinargerð af sinni hálfu og sönnunargögn hafi þau ekki þegar komið fram. Að því búnu skal málið tekið til úrskurðar án frekari málflutnings. Hafi greinargerð komið fram af hálfu varnaraðila áður en þingsókn hans féll niður skal sóknaraðila þó gefinn kostur á að leggja fram stutt skriflegt svar við rök semdum varnaraðila áður en málið verður tekið til úrskurðar.
     Ákvæðum 3. mgr. verður beitt ef varnaraðilar eru tveir eða fleiri og hvorugur eða enginn þeirra sækir þing. Að öðrum kosti falla aðeins niður sjálfstæðar kröfur þess varnaraðila sem sækir ekki þing.

77. gr.


    Í úrskurði héraðsdómara skal á grundvelli framkominna sönnunargagna og málflutnings aðilanna kveðið á um staðfestingu, breytingu eða ómerkingu ákvörðunar sýslumanns. Á sama grundvelli skal lagt mat á kröfur sem lúta að öðru en ákvörðun sýslumanns að því leyti sem þær verða hafðar uppi skv. 2. eða 3. mgr. 75. gr.
     Almennum reglum um meðferð einkamála í héraði verður beitt að öðru leyti við meðferð mála samkvæmt þessum kafla, eftir því sem þær geta átt við.

78. gr.


    Aðgerðum við nauðungarsölu má þegar fram halda þegar úrskurður héraðsdómara sam kvæmt þessum kafla hefur gengið ef lyktir úrskurðar leiða til þess og annað er ekki ákveðið í honum.

79. gr.


    Úrskurðir og ákvarðanir héraðsdómara í málum samkvæmt þessum kafla sæta kæru til Hæstaréttar. Þó verður ekki skotið til æðra dóms úrskurði eða ákvörðun héraðsdómara sem er kveðin upp eða tekin undir rekstri máls og mundi ekki sæta kæru ef um einkamál væri að ræða sem væri rekið eftir almennum reglum. Þá verður heldur ekki skotið til æðra dóms úr skurði héraðsdómara sem felur í sér lokaákvörðun um ágreiningsefni nema fullnægt sé al mennum skilyrðum til áfrýjunar dómi í einkamáli.
     Um kærufresti, kæruna sjálfa og meðferð hennar í héraði og fyrir Hæstarétti gilda sömu reglur og um kæru í almennu einkamáli.
     Kæra úrskurðar samkvæmt ákvæðum þessa kafla frestar ekki aðgerðum á grundvelli hans við nauðungarsölu nema fallist hafi verið á kröfu þess efnis í honum.

XIV. KAFLI


Úrlausn um gildi nauðungarsölu.


80. gr.


    Þegar uppboði hefur verið lokið skv. V. eða XI. kafla, tilboði hefur verið tekið í eign skv. VI. kafla eða andvirði réttinda hefur verið greitt sýslumanni eftir ráðstöfun skv. 2. eða 3. mgr. 71. gr., getur hver sá sem hefur lögvarinna hagsmuna að gæta leitað úrlausnar héraðsdómara um gildi nauðungarsölunnar, en krafa þess efnis skal þá berast héraðsdómara innan fjögurra vikna frá því fyrrgreinda tímamarki sem á við hverju sinni.
     Þegar frestur skv. 1. mgr. er liðinn verður því aðeins leitað úrlausnar héraðsdómara um gildi nauðungarsölu að það sé samþykkt af hendi allra aðila að henni, sem hafa haft uppi kröf ur fyrir sýslumanni og úrlausnin gæti varðað, svo og kaupanda að eigninni ef um hann er að ræða.
     Ákvæði 1. og 2. mgr. breyta því ekki að annars má hafa uppi kröfu um skaðabætur eða aðra peningagreiðslu sem byggist á því að ekki hafi verið skilyrði fyrir nauðungarsölu eða ranglega hafi verið staðið að henni.

81. gr.


    Sá sem leitar úrlausnar um gildi nauðungarsölu skal tilkynna það héraðsdómara skriflega. Í tilkynningunni skal eftirfarandi koma fram:
     1.     um hverja nauðungarsölu sé að ræða, hvenær hún fór fram, hvers konar ráðstöfun hafi átt sér stað og á hverju, og hverjir verði taldir aðilar að málinu skv. 3. mgr. 82. gr.,
     2.     hvers sé krafist fyrir héraðsdómara,
     3.     á hverjum málsástæðum og lagarökum kröfur séu reistar.
     Með tilkynningunni skulu að jafnaði fylgja staðfest eftirrit gagna sem hafa verið lögð fram við nauðungarsöluna og endurrit úr gerðabók sýslumanns. Hafi þessi gögn ekki verið til reiðu í tæka tíð skulu þau send héraðsdómara svo fljótt sem verða má eftir að tilkynning berst hon um. Þá skulu fylgja yfirlýsingar um samþykki fyrir rekstri málsins skv. 2. mgr. 80. gr. ef við á.
     Sýslumanni skal sent afrit tilkynningar með sannanlegum hætti. Honum er heimilt að senda héraðsdómara athugasemdir sínar um málefnið.
     Leiti tveir eða fleiri úrlausnar um gildi sömu nauðungarsölu skal farið með málið í einu lagi, en þó þannig að leyst verði sjálfstætt úr kröfum hvers um sig ef þörf krefur.

82. gr.


    Þegar héraðsdómara hafa borist tilkynning og gögn skv. 1. og 2. mgr. 81. gr. kannar hann hvort skilyrðum þessara laga til að leita úrlausnar hans sé fullnægt. Ef svo er ekki vísar hann málinu frá dómi með úrskurði án þess að kveðja til aðila þess eða taka það að öðru leyti fyrir á dómþingi.
     Ef máli verður ekki þegar vísað frá skv. 1. mgr. ákveður héraðsdómari hvernig aðild að því verði hagað. Að öðru jöfnu skal sá sem leitar úrlausnar talinn sóknaraðili máls, en aðrir varnaraðilar. Komi síðar í ljós þegar aðilar greina frá kröfum sínum fyrir dómi að einhverjir varnaraðila eigi samleið með sóknaraðila skal aðild að málinu breytt því til samræmis.
     Til aðila að máli samkvæmt ákvæðum þessa kafla teljast gerðarþoli, gerðarbeiðandi og aðrir þeir sem hafa gert kröfur fyrir sýslumanni í tengslum við nauðungarsöluna og hafa ekki fallið frá þeim, kaupandi að eigninni ef um hann er að ræða, svo og aðrir sem gefa sig fram við héraðsdómara með kröfur um gildi nauðungarsölunnar og hann fellst á að hafi lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr kröfum sínum.
     Þegar aðild að málinu hefur verið ráðin ákveður héraðsdómari stað og stund til þinghalds og kveður málsaðila til þess með tilkynningu sem verður birt með sama hætti og stefna í einkamáli. Tilkynningu skal birta með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara nema héraðsdóm ari telji brýna hagsmuni krefjast skemmri fyrirvara.

83. gr.


    Ef sættir takast ekki um ágreininginn í þinghaldi sem er boðað til skv. 4. mgr. 82. gr. skulu aðilar gera grein fyrir þeim kröfum sem þeir hyggjast hafa uppi.
     Kröfur verða ekki hafðar uppi í máli samkvæmt ákvæðum þessa kafla um annað en ógild ingu nauðungarsölunnar eða viðurkenningu á gildi hennar að öllu leyti eða nánar tilteknu marki, svo og málskostnað, sbr. þó 3. mgr. 55. gr. Þó má einnig hafa uppi kröfu um greiðslu sem réttur getur stofnast til með úrlausn um ógildingu nauðungarsölunnar, enda sæki sá þing sem slíkri kröfu er beint að.
     Þegar kröfur aðila hafa komið fram skal þeim veittur skammur frestur til að skila skrifleg um greinargerðum og afla sýnilegra sönnunargagna ef þörf krefur. Málið skal síðan sótt og varið munnlega en áður má þó taka munnlegar skýrslur ef þeirra er þörf, sbr. þó 1. mgr. 84. gr.

84. gr.


    Ef útivist verður af hálfu aðila skal farið eftir ákvæðum 76. gr. eftir því sem átt getur við.
     Í úrskurði héraðsdómara skal á grundvelli framkominna sönnunargagna og málflutnings aðilanna kveðið á um gildi nauðungarsölu eftir því sem kröfur þeirra gefa tilefni til. Ef nauð ungarsala er ógilt að einhverju leyti skal skýrlega kveðið á um það í hverjum atriðum það sé gert.
     Frekari aðgerðir við nauðungarsöluna á grundvelli úrskurðar héraðsdómara mega ekki fara fram fyrr en að liðnum fresti til að kæra hann, nema málsaðilar hafi lýst yfir að þeir uni við úrskurðinn.
     Almennum reglum um meðferð einkamála í héraði verður beitt að öðru leyti við meðferð mála samkvæmt þessum kafla, eftir því sem þær geta átt við.

85. gr.


    Um málskot gilda ákvæði 1. og 2. mgr. 79. gr.
     Kæra úrskurðar samkvæmt ákvæðum þessa kafla frestar frekari aðgerðum við nauðungar söluna.

5. ÞÁTTUR


Ýmis ákvæði.


XV. KAFLI


Ábyrgð á nauðungarsölu.


86. gr.


    Hafi gerðarbeiðandi krafist nauðungarsölu sem síðar er leitt í ljós að skilyrði skorti til ber honum að bæta allt tjón sem aðrir hafa beðið af þeim sökum.
     Hafi nauðungarsala annars farið fram með þeim hætti að hún hafi eða gæti sætt ógildingu á sá sem hefur orðið fyrir tjóni af henni rétt til bóta úr hendi gerðarbeiðanda eftir almennum skaðabótareglum.
     Dæma má skaðabætur skv. 1. eða 2. mgr. eftir álitum ef ljóst þykir að fjárhagslegt tjón hafi orðið en ekki er unnt að sanna fjárhæð þess.

87. gr.


    Þeim sem á tilkall til bóta skv. 86. gr. er heimilt að beina málsókn til heimtu þeirra að rík inu óskipt með gerðarbeiðanda ef sá sem hafði framkvæmd nauðungarsölunnar með höndum sýndi af sér gáleysi við þá athöfn sem leiddi til tjóns.
     Um ábyrgð héraðsdómara fer eftir sérreglum laga.

88. gr.


    Mál til heimtu bóta skv. 86. gr., sbr. 1. mgr. 87. gr., ber að höfða fyrir héraðsdómi áður en þrír mánuðir eru liðnir frá því sá sem hefur orðið fyrir tjóni átti þess fyrst kost að hafa kröfu sína uppi.

XVI. KAFLI


Gildistaka, brottfallin lög o.fl.


89. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1992.

90. gr.


    Við gildistöku laga þessara falla brott eftirfarandi lög og ákvæði laga:
     1.     Lög um nauðungaruppboð, nr. 57 25. maí 1949, með áorðnum breytingum.
     2.     Tilskipun um uppboðsþing í Danmörku og Noregi, 19. desember 1693.
     3.     9. gr. laga um siglingar og verzlun á Íslandi, 15. apríl 1854.
     4.     1. gr. laga um veð, nr. 18 4. nóvember 1887.
     5.     17. gr. laga um stofnun veðdeildar í Landsbankanum í Reykjavík, nr. 1 12. janúar 1900.
     6.     12. gr. laga um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, nr. 14 20. október 1905.
     7.     2. málsl. 2. mgr. 10. gr. laga um áveitu á Flóann, nr. 68 14. nóvember 1917.
     8.     5. mgr. 39. gr. laga um meðferð einkamála í héraði, nr. 85 23. júní 1936.
     9.     Lög um sölu lögveða án undangengins lögtaks, nr. 49 16. mars 1951.
     10.     Í 1. mgr. 29. gr. laga um skógrækt, nr. 3 6. mars 1955, með áorðnum breytingum, orðin „á uppboði, þar með talin útlagning til veðhafa“.
     11.     Í 4. mgr. 14. gr. laga um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og útrýmingu þeirra, nr. 23 10. mars 1956, með áorðnum breytingum, orðin „uppboð eða“.
     12.     Lög um viðauka við lög nr. 57 25. maí 1949, um nauðungaruppboð, nr. 20 16. apríl 1966.
     13.     12. gr. laga um Stofnlánadeild verzlunarfyrirtækja (verzlunarlánasjóð), nr. 48 10. maí 1966.
     14.     3. mgr. 5. gr. laga um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, nr. 89 17. desember 1966.
     15.     14. og 15. gr. laga um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, nr. 45 16. apríl 1971.
     16.     12. gr. laga um Stofnlánadeild samvinnufélaga, nr. 45 24. maí 1972.
     17.     4. tölul. 1. mgr. 21. gr. laga um Hæstarétt Íslands, nr. 75 21. júní 1973. Enn fremur í 17. gr. laganna orðin „svo og aðfarargerðum og uppboðsgerðum bæði í sambandi við aðal málið og án þess. Þegar slík mál eru sjálfstæð mál, fer um heimild til að áfrýja þeim sam kvæmt 13.–16. gr., eftir því sem við á“, og í 1. mgr. 20. gr. þeirra orðin „11. gr. uppboðslaga nr. 57 25. maí 1949“.
     18.     Í 11. gr. laga um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 79 23. desember 1975, orðin „samkvæmt II. kafla laga um nauðungaruppboð, nr. 57 25. maí 1949“.
              Í 12. gr. sömu laga orðin „en í II. kafla uppboðslaganna greinir“.
     19.     22. gr. laga um Fiskveiðasjóð Íslands, nr. 44 25. maí 1976.
     20.     Í 38. gr. laga um hlutafélög, nr. 32 12. maí 1978, orðin „eða opinberu uppboði“.
     21.     16. gr. laga um veðdeild Búnaðarbanka Íslands, nr. 34 29. maí 1979.
     22.     7. gr. laga um landflutningasjóð, nr. 62 31. maí 1979.
     23.     17. gr. laga um Byggðastofnun, nr. 64 1. júlí 1985.
     24.     3. mgr. 30. gr. útvarpslaga, nr. 68 27. júní 1985.
     25.     7. gr. laga um Framkvæmdasjóð Íslands, nr. 70 1. júlí 1985.
     26.     27. og 28. gr. laga um Iðnlánasjóð, nr. 76 19. ágúst 1987.

91. gr.


    Við gildistöku laga þessara breytast eftirtalin ákvæði laga sem hér segir:
     1.     Í 4. mgr. 12. gr. laga um skipströnd og vogrek, nr. 42 15. júní 1926, falla niður orðin „að undantekinni skýrslu um stranduppboð“.
                  17. gr. sömu laga verður svohljóðandi: Lögreglustjóra er heimilt að krefjast nauðung arsölu á strönduðu skipi eða því sem hefur bjargast úr því án undangenginnar áskorunar til eiganda ef aðilar sammælast ekki um annars konar sölu.
                  Í 1. mgr. 18. gr. sömu laga fellur niður orðið „uppboðsbók“, en í stað þess kemur: gerðabók um nauðungarsölur.
                  Í 2. mgr. 18. gr. sömu laga fellur niður orðið „Uppboðsandvirði“, en í stað þess kem ur: Söluverð.
                  2. málsl. 1. mgr. 19. gr. sömu laga fellur niður.
                  27. gr. sömu laga fellur niður.
                  Í 1. málsl. 1. mgr. 29. gr. sömu laga falla niður orðin „á opinberu uppboði“, en í stað þeirra kemur: með nauðungarsölu. Þá falla niður 2., 3. og 4. málsl. sama ákvæðis.
                  2. málsl. 2. mgr. 29. gr. sömu laga fellur niður.
                  Í 2. mgr. 30. gr. sömu laga falla niður orðin „á opinberu uppboði“, en í stað þeirra kemur: með nauðungarsölu.
     2.     Í 3. gr. laga um birtingu laga og stjórnvaldserinda, nr. 64 16. desember 1943, falla niður orðin „nauðungaruppboð og uppboð á fasteignum búa“, en í stað þeirra kemur: nauðung arsölur, þar á meðal á fasteignum búa.
     3.     2. mgr. 5. gr. laga um brunatryggingar utan Reykjavíkur, nr. 59 24. apríl 1954, verður svohljóðandi: Séu gjöldin ekki greidd innan sex mánaða frá gjalddaga er heimilt að krefjast nauðungarsölu á vátryggðri eign án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms.
                  3. mgr. 5. gr. sömu laga fellur niður.
     4.     Í 1. mgr. 18. gr. laga um Brunabótafélag Íslands, nr. 9 23. mars 1955, falla niður orðin „á uppboði án undanfarins dóms, sáttar eða lögtaks, en tilkynna skal vátryggjanda í ábyrgðarbréfi eða á annan öruggan hátt, að sölu hafi verið beiðzt. Á sama hátt skal upp boðshaldari aðvara eiganda með tveggja vikna fyrirvara, áður en hann sendir söluaug lýsingu til birtingar“, en í stað þeirra kemur: með nauðungarsölu án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms.
                  2. mgr. 18. gr. sömu laga fellur niður.
     5.     Í 5. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19 6. apríl 1966, falla niður orðin „á nauðungaruppboði á kostnað fasteignareiganda og er hann bundinn við þá sölu og heimildarmaður hans og allir þeir, er réttindi eiga í eigninni. Um uppboðið fer eftir fyrir mælum laga um nauðungaruppboð, nr. 57 25. maí 1949, eftir því sem á við. Uppboðs auglýsingin skal í þessum málum birt fasteignareiganda í stað skuldunauts, og sé hann eigi fyrir á fasteigninni, má birta hana, svo að nægir, hverjum manni öðrum, er þar er fyr ir, og sé enginn þar fyrir, þá næstu grönnum. Eigandi fær borgaðan þann hlut uppboðs verðsins“, en í stað þeirra kemur: með nauðungarsölu án undangenginnar áskorunar til eiganda. Eigandi fær það greitt af söluverðinu.
     6.     Í 1. mgr. 11. gr. laga um skrásetningu réttinda í loftförum, nr. 21 16. apríl 1966, falla niður orðin „á nauðungaruppboði eða tekið með beinni fógetagerð, og ber fógeta að senda skrásetjara tilkynningu um það til skrásetningar“, en í stað þeirra kemur: með nauðung arsölu, og skal þá sýslumaður sjá til þess að það verði skrásett.
     7.     Í 1. mgr. 6. gr. jarðalaga, nr. 65 31. maí 1976, falla niður orðin „á uppboði, þar með talinni útlagningu til veðhafa“.
                  Í 3. tölul. 4. mgr. 6. gr. sömu laga falla niður orðin „lögtakshafar vegna opinberra gjalda kaupa eða fá útlagða eign á nauðungaruppboði“, en í stað þeirra kemur: fjárnáms hafar vegna opinberra gjalda kaupa eign við nauðungarsölu.
                  31. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 90/1984, verður svohljóðandi: Ef fasteignarréttindi eru seld við nauðungarsölu getur forkaupsréttarhafi skv. 30. gr. gengið inn í hæsta boð, enda tilkynni hann það áður en lokið er að leita boða í eignina við uppboð eða innan fimm sól arhringa frá því honum er kynnt kauptilboð sem er aflað við nauðungarsölu á almennum markaði.
     8.     Í 1. mgr. 16. gr. laga um stimpilgjald, nr. 36 10. maí 1978, með áorðnum breytingum, falla niður orðin „fógetagerðir, skipti og uppboð“, en í stað þeirra kemur: aðfarargerðir, búskipti og nauðungarsölur.
                  4. mgr. 16. gr. sömu laga verður svohljóðandi: Ef fasteign eða skip er selt veðhafa við nauðungarsölu greiðist hálft gjald.
     9.     Í 2. málsl. 2. mgr. 24. gr. þinglýsingalaga, nr. 39 10. maí 1978, falla niður orðin „Afsal (útlagning), er stafar frá nauðungaruppboði, verður og fært í fasteignabók, þótt grund völlur uppboðs“, en í stað þeirra kemur: Afsal sem er gefið út vegna nauðungarsölu verður og fært í fasteignabók þótt grundvöllur sölunnar.
                  Í 3. mgr. 24. gr. sömu laga falla niður orðin „en þetta gildir þó ekki um skiptaafsal samkvæmt nauðungaruppboði“.
                  Í 3. mgr. 25. gr. sömu laga falla niður orðin „á nauðungaruppboði eða lögð út veðhöf um, og skal þá uppboðsráðandi“, en í stað þeirra kemur: við nauðungarsölu, og skal þá sýslumaður.
                  1. málsl. 4. mgr. 39. gr. sömu laga verður svohljóðandi: Nú er fasteign seld við nauð ungarsölu, og skal þá má eignarhöft úr þinglýsingabók eftir því sem mælt er fyrir um í afsali vegna nauðungarsölunnar þegar því er þinglýst.
                  Í 2. málsl. 4. mgr. 39. gr. sömu laga fellur niður orðið „veðskjöl“, en í stað þess kemur: skjöl.
     10.     Í 5. mgr. 8. gr. laga um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 88 8. nóvember 1982, falla niður orðin „uppboði eða lögtaki“, en í stað þeirra kemur: nauðungarsölu eða fjárnámi.
     11.     Í 39. gr. lögræðislaga, nr. 68 30. maí 1984, falla niður orðin „bjóða veðið upp án dóms eða sáttar eða aðfarar“, en í stað þeirra kemur: krefjast nauðungarsölu á veðinu án und angengins dóms, sáttar eða aðfarar.
     12.     Í 1. mgr. 9. gr. laga um erfðafjárskatt, nr. 83 25. maí 1984, falla niður orðin „á opinberu uppboði“, en í stað þeirra kemur: við nauðungarsölu.
     13.     Í 1. mgr. 53. gr. siglingalaga, nr. 34 19. júní 1985, falla niður orðin „á opinberu uppboði eða með öðrum jafntryggilegum hætti“, en í stað þeirra kemur: við nauðungarsölu án þess að þörf sé undangenginnar áskorunar til farmeiganda.
                  Í 66. gr. sömu laga falla niður orðin „selja á opinberu uppboði eða með öðrum jafn tryggilegum hætti svo mikið af henni sem þarf til lúkningar á kröfum sem á henni hvíla“, en í stað þeirra kemur: fá selda svo mikið af henni sem þarf til lúkningar kröfum sem á henni hvíla við nauðungarsölu án þess að þörf sé undangenginnar áskorunar til eiganda hennar.
                  Í 131. gr. sömu laga falla niður orðin „á opinberu uppboði eða með öðrum jafntrygg um hætti svo mikið af farangrinum sem nægir til lúkningar kröfu hans og kostnaði“, en í stað þeirra kemur: svo mikið af farangrinum sem nægir til lúkningar kröfu hans og kostnaði við nauðungarsölu án þess að þörf sé undangenginnar áskorunar til eiganda hans.
                  Í 2. mgr. 202. gr. sömu laga falla niður orðin „á opinberu uppboði eftir reglum réttar farslaga“, en í stað þeirra kemur: við nauðungarsölu.
                  Í 3. mgr. 202. gr. sömu laga falla niður orðin „þeim sem dómur hefur úrskurðað“.
                  Í 1. mgr. 206. gr. sömu laga falla niður orðin „á nauðungaruppboði“, en í stað þeirra kemur: við nauðungarsölu.
     14.     Í 34. gr. laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl., nr. 6 21. mars 1986, falla niður orðin „hreppstjóri (bæjarfógeti) selja féð á opinberu uppboði. Uppboðsandvirðið, að frá dregnu uslagjaldi og öðrum kostnaði, greiðir hreppstjóri“, en í stað þeirra kemur: krefj ast nauðungarsölu á fénu án þess að frekari áskorunar til eiganda sé þörf. Söluverð þess að frádregnu uslagjaldi og kostnaði greiðist.
                  Í 4. mgr. 59. gr. sömu laga falla niður orðin „skal hreppstjóri selja á opinberu uppboði með 12 vikna innlausnarfresti“, en í stað þeirra kemur: má selja að kröfu hreppstjóra við nauðungarsölu með 12 vikna innlausnarfresti án þess að sérstakrar áskorunar sé þörf til eiganda.
     15.     Í 1. mgr. 9. gr. laga um Stofnfjársjóð fiskiskipa, nr. 93 31. desember 1986, falla niður orðin „sölu á nauðungaruppboði“, en í stað þeirra kemur: nauðungarsölu.
     16.     3. mgr. 109. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, verður svohljóðandi: Verði gjaldið ekki greitt innan frests skv. 2. mgr. og engar mótbárur eða varnir hafa verið hafðar uppi má krefjast nauðungarsölu á lögveðinu til lúkningar gjaldinu án undangengins fjárnáms. Einnig má krefjast fjárnáms hjá þeim sem ber ábyrgð á greiðslu gjaldsins skv. 1. mgr. án undangengins dóms eða sáttar.
                  Í 4. mgr. 110. gr. sömu laga falla niður orðin „á opinberu uppboði“, en í stað þeirra kemur: við nauðungarsölu.
     17.     Í d-lið 2. mgr. 1. gr. tollalaga, nr. 55 30. mars 1987, falla niður tvívegis orðin „á uppboði“, en í báðum tilvikum kemur í stað þeirra: við nauðungarsölu.
                  Í 4. mgr. 6. gr. sömu laga falla niður orðin „á opinberu uppboði“, en í stað þeirra kemur: við nauðungarsölu án undangenginnar áskorunar til eiganda.
                  Í 108. gr. sömu laga falla niður orðin „á uppboði“, en í stað þeirra kemur: við nauð ungarsölu.
                  Fyrirsögn á undan 111. gr. sömu laga verður svohljóðandi: Lögveðréttur o.fl.
                  4. mgr. 111. gr. sömu laga verður svohljóðandi: Tollstjórar mega krefjast nauðungar sölu á ótollafgreiddum vörum án undanfarins fjárnáms eða áskorunar til eiganda til lúkn ingar aðflutningsgjöldum, dráttarvöxtum, sektum og kostnaði og er haldsréttur farm flytjanda því ekki til fyrirstöðu.
                  5. mgr. 111. gr. sömu laga verður svohljóðandi: Náist ekki til þeirrar vöru sem átti að greiða af má gera fjárnám fyrir aðflutningsgjöldum, dráttarvöxtum, sektum og kostnaði hjá þeim aðilum sem um ræðir í 1.–3. mgr. án undangengins dóms eða sáttar.
                  Í 6. mgr. 111. gr. sömu laga falla niður orðin „á uppboði“, en í stað þeirra kemur: við nauðungarsölu.
                  Í 7. mgr. 111. gr. sömu laga falla brott í 1. málsl. orðin „uppboðsandvirði eða“ og „uppboðs- eða“, í 3. málsl. orðin „uppboðsandvirði eða“, og í 4. málsl. orðin „uppboðs degi eða“.
                  Í 1. mgr. 137. gr. sömu laga falla brott orðin „á opinberu uppboði til lúkningar fram angreindum gjöldum og kostnaði án undangenginnar aðfarargerðar“, en í stað þeirra kemur: við nauðungarsölu til lúkningar framangreindum gjöldum og kostnaði án undan genginnar aðfarargerðar eða áskorunar til eiganda.
     18.     Í 100. gr. laga um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86 28. september 1988, sbr. lög nr. 70/1990, falla niður orðin „á nauðungaruppboði og skal sveitarstjórn þá neyta forkaups réttar síns, sbr. þó 99. gr., og krefjast þess á uppboðsþingi að eignin verði lögð henni út til eignar á því verði sem hæst hefur verið boðið í eignina eða á söluverði“, en í stað þeirra kemur: við nauðungarsölu og skal sveitarstjórn þá neyta forkaupsréttar síns, sbr. þó 99. gr., með því að ganga inn í hæsta boð sem kemur fram í eignina og greiða það verð eða með því að greiða söluverð.
     19.     Í 1. mgr. 60. gr. laga um aðför, nr. 90 1. júní 1989, fellur niður orðið „héraðsdómara“, en í stað þess kemur: sýslumanni.
     20.     Í 2. mgr. 4. gr. laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34 25. mars 1991, fellur niður orðið „uppboðsafsals“, en í stað þess kemur: afsals við nauðungarsölu.
     21.     Í 2. mgr. 6. gr. laga um búfjárhald, nr. 46 25. mars 1991, falla niður orðin „á opinberu uppboði, en öðrum gripum slátrað og uppboðs-“, en í stað þeirra kemur: við nauðungar sölu án undangenginnar áskorunar til eiganda, en öðrum gripum slátrað og sölu-.

XVII. KAFLI


Ákvæði til bráðabirgða.


92. gr.


    Frá 15. júní 1992 og fram að gildistöku laga þessara skulu uppboðshaldarar eftir lögum nr. 57/1949 ekki taka við nýjum beiðnum um nauðungaruppboð að hætti eldri laga. Á því tímabili er heimilt að taka við beiðnum um nauðungarsölu eftir ákvæðum þessara laga, en að gerðir vegna þeirra fara þá ekki fram fyrr en eftir gildistöku laganna og skoðast þær fram komnar 1. júlí 1992.

93. gr.


    Auglýsingar um nauðungaruppboð skv. 22. gr. laga nr. 57/1949 skulu ekki gefnar út frá og með 15. júní 1992. Ekki haggar það gildi slíkrar auglýsingar sem er gefin út fyrr að hún birtist eftir þann tíma.
     Heimilt er að auglýsa nauðungaruppboð skv. 40. gr. laga nr. 57/1949 frá 15. júní 1992 og fram að gildistöku laga þessara ef uppboðið verður haldið á því tímabili, enda hafi beiðni um uppboðið borist svo tímanlega sem segir í 92. gr. Ekki má auglýsa nauðungaruppboð eftir nefndu ákvæði eldri laga í því skyni að það fari fram eftir gildistöku laga þessara.
     Fyrir gildistöku laga þessara skulu beiðnir um nauðungaruppboð eftir ákvæðum eldri laga, sem berast fyrir 15. júní 1992 en næst ekki að auglýsa um skv. 1. eða 2. mgr., sæta þeirri athugun uppboðshaldara sem er kveðið á um í 13. gr. laga nr. 57/1949. Teljist uppboðsheim ild fullnægjandi eftir reglum eldri laga skal beiðnin hljóta frekari meðferð eftir ákvæðum 2. eða 3. þáttar þessara laga eftir gildistöku þeirra.
     Ef tvær eða fleiri beiðnir um nauðungaruppboð á sömu eign liggja fyrir 15. júní 1992 skulu þær beiðnir, sem stafa frá öðrum en uppboðsbeiðendum eftir fyrirmælum laga nr. 57/1949, sæta þeirri athugun sem er mælt fyrir um í 3. mgr. Teljist uppboðsheimild fullnægj andi eftir reglum eldri laga skal meðferð beiðnanna sameinuð eftir ákvæðum 14. gr. þessara laga við gildistöku þeirra, enda sé þargreindum skilyrðum fullnægt til þess.

94. gr.


    Við gildistöku laga þessara taka sýslumenn við meðferð nauðungarsala sem hafa byrjað í umdæmum þeirra fyrir þann tíma sem nauðungaruppboð að hætti eldri laga og er þá enn ólokið, sbr. þó 2. og 3. mgr. Skulu nauðungarsölur, sem þannig er ástatt um, sæta meðferð samkvæmt reglum þessara laga upp frá því eftir því sem er nánar mælt í 95.–97. gr.
     Að því leyti sem mörk milli umdæma sýslumanna breytast 1. júlí 1992 frá þeim mörkum sem voru milli umdæma uppboðshaldara eftir eldri lögum skulu þeir uppboðshaldarar, sem það getur átt við um, framsenda skjöl vegna nauðungaruppboða sem eiga undir ákvæði 1. mgr. í viðeigandi umdæmi svo fljótt sem má verða eftir 15. júní 1992, enda hafi þá ekki verið ákveðin fyrirtaka á uppboðinu áður en lög þessi taka gildi.
     Farið skal að með sama hætti og segir í 2. mgr. ef nauðungaruppboð hefur verið til með ferðar eftir reglum eldri laga í umdæmi sem nauðungarsalan getur ekki átt undir eftir ákvæð um 18. eða 58. gr. þessara laga.

95. gr.


    Nú hefur auglýsing verið gefin út um nauðungaruppboð skv. 22. gr. laga nr. 57/1949 fyrir 15. júní 1992 og ákveðið í henni að það verði fyrst tekið fyrir eftir gildistöku þessara laga, og hefur hún þá sömu áhrif og auglýsing eftir 19. gr. þessara laga og verður nauðungarsalan tek in fyrir í samræmi við hana skv. 21. gr.
     Nú hefur nauðungaruppboð verið tekið fyrir á dómþingi fyrir gildistöku laga þessara og ákveðið þar að fresta því í öðru skyni en til að selja eign til tiltekins tíma 1. júlí 1992 eða síð ar, og skal þá nauðungarsalan tekin fyrir eftir reglum 21., 61. eða 70. gr. þessara laga á áður ákveðnum tíma.
     Hafi nauðungaruppboð verið tekið fyrir á dómþingi en því verið frestað um óákveðinn tíma fyrir gildistöku þessara laga skal sýslumaður taka nauðungarsöluna fyrir skv. 21. gr. að undangengnum boðunum eftir 16. gr. Hafi uppboðinu verið frestað vegna meðferðar dóms máls skal þó farið svo að sem segir í 5. mgr. 22. gr.
     Þótt skilmálar hafi verið ákveðnir fyrir nauðungaruppboð eftir reglum eldri laga skal farið eftir fyrirmælum 28., 29. og 65. gr. þessara laga við uppboð sem fer fram eftir gildistöku þeirra.

96. gr.


    Hafi verið ákveðið að halda fyrsta nauðungaruppboð á eign eftir fyrirmælum eldri laga á tíma sem ber upp eftir gildistöku þessara laga jafngildir það ákvörðun um byrjun uppboðs á eigninni, sbr. 24. gr.
     Nú hefur fyrsta nauðungaruppboð farið fram á eign og ákveðið hefur verið að annað nauð ungaruppboð skv. 1. mgr. 29. gr. laga nr. 57/1949 fari fram á tíma sem ber upp eftir gildistöku þessara laga, og telst það þá jafngilda ákvörðun um byrjun uppboðs á eigninni eftir 24. gr. Hefur þá fyrsta nauðungaruppboðið ekki önnur áhrif en þau að þeir sem gerðu þar boð í eign ina teljast bundnir við þau á sama hátt og ella hefði verið að óbreyttum lögum.
     Hafi annað nauðungaruppboð farið fram á eign og ákveðið hefur verið að þriðja uppboð fari fram á henni skv. 3. mgr. 29. gr. laga nr. 57/1949 á tíma sem ber upp eftir gildistöku þess ara laga jafngildir það ákvörðun um framhald uppboðs skv. 1. mgr. 35. gr. Þeir sem gerðu boð við fyrsta eða annað uppboð teljast bundnir við þau á sama hátt og ella hefði verið að óbreytt um lögum.
     Hafi nauðungaruppboð skv. II. kafla laga nr. 57/1949 verið tekið fyrir í fyrsta sinn fyrir 1. október 1991 skal farið eftir ákvæðum 2. og 3. mgr. 27. gr. þessara laga ef uppboð hefur ekki byrjað á eigninni fyrir 1. október 1992. Ef fyrsta fyrirtaka að hætti eldri laga átti sér stað eftir þann tíma gilda ákvæði 2. og 3. mgr. 27. gr. þessara laga eftir hljóðan sinni. Í þessum efn um skal ekki litið svo á að uppboð hafi byrjað á eign þótt fyrsta nauðungaruppboð að hætti eldri laga hafi eitt út af fyrir sig farið fram.
     Ef beiðni um nauðungaruppboð skv. III. kafla laga nr. 57/1949 hefur borist uppboðshald ara fyrir 1. janúar 1992 skal farið eftir ákvæðum 3. mgr. 66. gr. þessara laga ef sala hefur ekki átt sér stað fyrir 1. janúar 1993. Um beiðnir sem berast 1. janúar 1992 eða síðar gilda ákvæði 3. mgr. 66. gr. eftir hljóðan sinni.
     Nú hefur endanlegt uppboð farið fram eftir ákvæðum eldri laga fyrir gildistöku þessara laga en boð hefur ekki enn verið samþykkt, uppboðsverð ekki innheimt eða því ekki úthlutað eða uppboðsafsal ekki gefið út, og skulu þá aðgerðir til að ráða málefninu til lykta fara fram eftir ákvæðum þessara laga. Þó skal farið eftir eldri reglum um réttindi og skyldur aðila og kaupanda, þar á meðal um útlagningu eignar til ófullnægðs veðhafa, að því leyti sem reglur þessara laga eru á annan veg.


97. gr.


    Nú kemur í ljós eftir að nauðungaruppboð, sem byrjaði að hætti eldri laga, hefur verið tek ið til meðferðar sem nauðungarsala eftir reglum þessara laga að skilyrði hafi ekki verið fyrir nauðungaruppboði eða annmarkar hafi verið á framkvæmd þess eftir eldri lögum, en fram gangi uppboðs hefur ekki áður verið mótmælt af þessum sökum. Skal þá tekin afstaða til framgangs nauðungarsölunnar eftir ákvæðum 22. gr. og 4. þáttar laga þessara, en þó þannig að ráðið verði eftir reglum eldri laga hvort skilyrði hafi verið fyrir nauðungaruppboði eða réttilega staðið að aðgerðum meðan þau giltu enn.
     Hafi uppboði verið mótmælt eða ágreiningur risið um það að öðru leyti fyrir gildistöku laga þessara án þess að ágreiningnum hafi þá verið ráðið til lykta fyrir uppboðsrétti skal halda rekstri slíks ágreiningsmáls áfram fyrir þeim héraðsdómstól sem tekur við lögsögu í hlutað eigandi umdæmi 1. júlí 1992. Ákvæðum 4. þáttar þessara laga skal beitt um málsmeðferðina upp frá því, en það sem hefur þegar verið gert í málinu skal standa óhaggað.
     Hafi úrskurður gengið í uppboðsrétti eða nauðungaruppboð farið fram fyrir 1. júlí 1992, sem hefði sætt áfrýjun til æðra dóms eftir reglum eldri laga, og aðili vill skjóta úrskurðinum eða uppboðinu til Hæstaréttar eftir þann tíma skal það gert með kæru, enda hafi áfrýjunar frestur ekki verið liðinn þann dag og öðrum skilyrðum áfrýjunar verið fullnægt. Kærufrestur í þessu skyni byrjar þá að líða 1. júlí 1992.
     Hafi úrskurði uppboðsréttar eða uppboði verið áfrýjað fyrir 1. júlí 1992 en málið hefur þá ekki verið munnlega flutt fyrir Hæstarétti skal farið með það þar sem kærumál upp frá því. Öðrum áfrýjunarmálum skal lokið að hætti eldri laga.
     Hafi ákvörðun eða athöfn uppboðshaldara, sem átti sér stað fyrir 1. júlí 1992, verið kærð til Hæstaréttar skal ljúka málinu þar fyrir rétti eftir ákvæðum eldri laga þótt héraðsdómari hafi ekki vald til slíkrar ákvörðunar eða athafnar eftir ákvæðum þessara laga.

98. gr.


    Hafi lögtak verið gert í eign fyrir 1. júlí 1992 má krefjast nauðungarsölu á grundvelli þess, en lögtak verður þá talið ígildi fjárnáms skv. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr.
     Nú hefur skuldabréf með veðrétti í fasteign verið gefið út fyrir gildistöku laga þessara og þar er tekið fram að það megi krefjast uppboðs eða nauðungaruppboðs á veðinu til fullnustu skuldar án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms, og skal þá litið svo á að slíkt skuldabréf geymi áskilnað um heimild til nauðungarsölu skv. 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. þótt orðalag í skulda bréfinu svari ekki til þess sem þar er mælt fyrir um.

99. gr.


    Nú varðveitir uppboðshaldari uppboðsandvirði við gildistöku laga þessara vegna þess að ekki hefur verið lýst tilkalli til greiðslu þess eftir reglum eldri laga, og skal þá farið með það samkvæmt ákvæðum 54. gr.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

    Þetta frumvarp er samið að tilhlutan dómsmálaráðherra. Hefur verið unnið að samningu þess í samráði við réttarfarsnefnd, en jafnframt voru drög að því kynnt stjórnum Dómarafélags Íslands, Lögmannafélags Íslands og Sýslumannafélags Íslands og var leitað tillagna þeirra og ábendinga.
    Frumvarpinu er einkum ætlað að leysa af hólmi lög um nauðungaruppboð, nr. 57 25. maí 1949, með áorðnum breytingum, auk laga um viðauka við þau lög, nr. 20 16. apríl 1966, sem geyma ýmsar sérreglur um nauðungaruppboð á loftförum. Frumvarpið er samið sem þáttur í heildarendurskoðun löggjafar um dómstólaskipan, réttarfar og meðferð framkvæmdarvalds ríkisins í héraði og er sniðið að þeirri skipan sem er kveðið á um í lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92 1. júní 1989.
    Núgildandi lög um nauðungaruppboð, nr. 57/1949, taka mið af eldri réttarfarsskipan og byggja þannig á því að framkvæmd nauðungaruppboðs sé dómsathöfn. Sú tilhögun samrýmist ekki nýrri skipan dómsvalds og framkvæmdarvalds eftir ákvæðum laga nr. 92/1989, sem tekur gildi 1. júlí 1992, og verður því þegar af þeirri ástæðu ekki komist hjá endurskoðun löggjafar á þessu sviði. Að auki verður að telja ýmis atriði úrelt í lögum nr. 57/1949 og önnur leiða til þarflausra þyngsla í framkvæmd, þótt lögunum hafi verið breytt nokkuð með lögum nr. 12/ 1987 og ráðin þar bót á helstu vandkvæðunum sem þá þóttu uppi í framkvæmd. Má því ætla að heildarendurskoðun laganna hefði orðið óhjákvæmileg þótt ekki hefði komið til breyttrar skipunar dómstóla og framkvæmdarvalds í héraði með setningu laga nr. 92/1989.
    Áður en vikið verður að einstökum ákvæðum frumvarpsins verður gerð nokkur grein fyrir meginefni þess og helstu breytingunum sem eru lagðar til með því frá núgildandi lögum.

Helstu efnisatriði frumvarpsins.
I.

    Með frumvarpinu er lögð til sú grundvallarbreyting á framkvæmd nauðungarsölu að hún verði stjórnsýsluathöfn, sem sýslumenn hafa með höndum, í stað þess að héraðsdómarar annist hana sem dómsathöfn eins og leiðir af núgildandi lögum nr. 57/1949. Þessi breyting er lögð til í samræmi við þá stefnu, sem var mörkuð með lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92/1989. Í athugasemdum við frumvarp, sem varð að þeim lögum, var lýst í meginatriðum ráðagerðum um breytt hlutverk héraðsdómstóla, sem var miðað við að ættu nánast eingöngu að fást við úrlausn um réttindi manna og skyldur í dómsmálum, en ættu ekki að hafa með höndum framkvæmd fullnustugerða, búskipta og álíka verka eins og hefur verið að hætti eldri laga. Var byggt á því að síðastnefndum verkefnum yrði breytt með setningu nýrra laga um einstök afbrigði fullnustugerða og um búskipti í það horf að þau yrðu í flestum tilvikum stjórnsýsluverkefni sem sýslumenn hefðu með höndum. Þessum ráðagerðum hefur þegar verið fylgt eftir með setningu nýrra laga um aðför, nr. 90/1989, laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990, laga um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991 og laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, en öll þessi lög öðlast gildi samtímis lögum nr. 92/1989 þann 1. júlí 1992. Á þessum vettvangi stendur nú aðeins eftir að ný lög verði sett, sem leiði til sams konar breytinga á framkvæmd nauðungarsölu, svo sem er lagt til í þessu frumvarpi.
    Þótt grundvallarbreyting felist vissulega í því að framkvæmd nauðungarsölu verði stjórnsýsluathöfn í stað þess að vera dómsathöfn, þá er breytingin einkum formlegs eðlis og varðar öðru fremur hverjir embættismenn ríkisins annist störf á þessu sviði. Þetta leiðir hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að teljandi breytingar þurfi að verða frá núgildandi reglum um það hvernig staðið verði að framkvæmd nauðungarsölu. Er reyndin einnig sú að í mörgum atriðum miða ákvæði frumvarpsins að því að sams konar eða svipaðar reglur verði um framkvæmd nauðungarsölu og nú gilda, að því gættu að sýslumenn án dómsvalds annist þá þessi störf. Hins vegar felast tillögur í frumvarpinu um ýmsar breytingar, sem stafa þá af öðru en áðursögðu, og er þeim helstu lýst nánar hér á eftir í II. kafla þessara almennu athugasemda. Áður en komið er að þeirri talningu þykir rétt að greina frá helstu almennu sjónarmiðunum sem búa að baki slíkum breytingum.
    Í fyrsta lagi er þess að geta að við gerð frumvarpsins hefur verið hugað sérstaklega að því að leita leiða til að stuðla að því að sem hæst verð fáist fyrir eignir við nauðungarsölu. Þótt þetta markmið hafi á sinn hátt verið haft í fyrirrúmi, má ekki líta svo á að gengið hafi verið út frá því að núgildandi reglur hafi almennt reynst illa að þessu leyti. Þeirri skoðun er að vísu stundum haldið fram í almennri umræðu að lágt verð fáist fyrir eignir við nauðungarsölu, en hún stangast mjög á við skoðanir margra þeirra sem koma nærri framkvæmd á þessu sviði. Ætla má að það sé nánast ógerlegt að staðreyna hvort eða að hverju marki skoðanir um lágt söluverð eigna geti átt við rök að styðjast. Stafar þetta ekki síst af því að ekki er unnt að komast að niðurstöðu í þessum efnum nema með því að bera saman söluverð talsverðs fjölda eigna á nauðungarsölu á mismunandi stöðum á landinu við það verð sem mætti áætla með áreiðanlegum hætti að hefði fengist fyrir sömu eignir í frjálsum viðskiptum. Þótt ganga megi að upplýsingum um söluverð eigna við nauðungarsölu, er öll sagan ekki þar með sögð, enda verður ekki gengið auðveldlega að marktækum upplýsingum til samanburðar um það hvað hefði geta fengist fyrir sömu eignir við frjálsa sölu. Mundi það eflaust einnig torvelda slíkan samanburð að stundum væri um eignir að ræða, sem má telja að hafi tiltekið verðgildi frá því sjónarhorni hvað það hafi kostað eigendur þeirra að búa þær til eða afla sér þeirra, en engin leið væri að komast að því hvort einhver vildi yfirleitt kaupa þær við frjálsa sölu og þá gegn hverju verði. Söluverð eignar við nauðungarsölu er heldur ekki að öllu leyti hæft til samanburðar við gangverð hennar í frjálsum viðskiptum og kemur þar öðru fremur tvennt til. Annars vegar verður að hafa hugfast að í núverandi framkvæmd er veittur skammur gjaldfrestur á greiðslu kaupverðs við nauðungarsölu á öðrum eignum en lausafjármunum, þar sem enginn gjaldfrestur er veittur. Sambærilegir greiðsluskilmálar þekkjast almennt ekki í frjálsum viðskiptum og er örðugt að áætla hversu miklu lægra verð fengist fyrir eign í slíkum viðskiptum með þeim kjörum. Hins vegar verður að taka tillit til þess að kaupendur verðmeiri eigna við nauðungarsölu njóta oft á tíðum veðréttinda í þeim fyrir kröfum sínum, sem fullnusta fæst ekki á af söluverði. Þegar þetta gerist leiðir af ákvæðum 32. gr. laga nr. 57/1949 að sá hluti veðkröfu kaupandans, sem greiðist ekki af söluverði eignarinnar, fellur í reynd niður að því leyti sem má telja að gangverð eignarinnar hafi verið hærra en söluverðið reyndist. Hugsanlegur ágóði, sem veðhafinn kann við fyrstu sýn að virðast hafa af kaupunum, rennur þannig til þess að greiða kröfu hans sjálfs að því leyti sem boð hans hefur ekki nægt til þess. Í tilvikum sem þessum gefur söluverð eignarinnar við nauðungarsölu þannig ekki rétta mynd af því, sem fæst í reynd fyrir hana.
    Þótt draga megi með þessum hætti í efa að almennar ályktanir eigi rétt á sér um að söluverð eigna við nauðungarsölu sé stórum lægra en sannvirði eigna nemur, verður því engan veginn neitað að það megi finna ýmis dæmi um það að söluverð hafi verið óumdeilanlega lægra en sannvirði í afmörkuðum tilvikum. Má telja að það sé keppikefli út af fyrir sig að fyrirbyggja að slík tilvik komi upp, en ekki skiptir síður máli að um leið verði reynt að stuðla að því almennt að söluverð geti orðið hærra en núverandi reglur gefa viðunandi kost á. Sambærileg markmið bjuggu að baki breytingum sem voru gerðar á ákvæðum danskra og sænskra laga um nauðungarsölu fyrir rúmum áratug síðan og hefur verið höfð hliðsjón af þeim við gerð þessa frumvarps. Í frumvarpinu eru ýmis ákvæði sem byggja á þessum markmiðum, en þau helstu eru eftirfarandi:
22. Í 23. og 62. gr. er mælt fyrir um heimildir til þess að ákveða að nauðungarsala eignar fari fram á almennum markaði í stað þess að hún verði seld á uppboði, en í reglum um framkvæmd slíkrar sölu í VI. kafla frumvarpsins er meðal annars byggt á því að leitað verði tilboða í eign með hliðstæðum hætti og við sölu í frjálsum viðskiptum, til dæmis fyrir atbeina fasteignasala þegar um fasteign er að ræða. Heimildir til þessa úrræðis eru ekki fyrir hendi í lögum nr. 57/1949, en í framkvæmd hefur tíðkast nokkuð að samkomulag takist milli veðhafa og eiganda eignar um að fresta nauðungaruppboði til þess að reyna að koma henni í verð við frjálsa sölu, sem samvinna er þá eftir atvikum höfð um að hrinda í framkvæmd. Með reglum frumvarpsins er stefnt að því að færa aðgerðir af þessum toga í fastari farveg, meðal annars með því að sýslumaður stjórni þeim og taki eftir þörfum ákvarðanir um þær, auk þess að úrræði eru veitt til að koma aðgerðum sem þessum fram þótt andstaða sé gegn þeim af hendi einstakra veðhafa.
23. Í ákvæðum 28. gr. frumvarpsins er stefnt að því að færa skilmála við uppboðssölu um ýmis önnur atriði en greiðslu kaupverðs nær venjubundnum skilmálum við kaup í frjálsum viðskiptum. Breytingar í þessum efnum eru lagðar hér til að danskri fyrirmynd, en á sínum tíma voru reglur færðar þar í svipað horf í því skyni að hvetja til þess að aðrir en veðhafar kæmu á uppboð og gerðu boð í eign, sem má telja að geti leitt til hækkaðs söluverðs.
24. Í 28., 29. og 65. gr. er gert ráð fyrir meiri sveigjanleika til að ákveða greiðsluskilmála við uppboðssölu en nú tíðkast. Má telja að nýting á þeim sveigjanleika geti leitt til hækkaðs verðs við uppboðssölu, ekki síst þegar aðrir en veðhafar sýna eign áhuga.
25. Í 37. gr. kemur fram undantekningarheimild handa sýslumanni til að ákveða eftir kröfu eða ótilkvaddur að endurtaka uppboð á eign, ef hann telur boð sem komu fram á því fara fjarri líklegu markaðsverði eignar. Þetta ákvæði felur í sér vissa tryggingu fyrir því að ekki verði unað við að eign verði seld gegn óeðlilega lágu verði.
    Í öðru lagi má rekja ýmsar breytingar, sem eru lagðar til í frumvarpinu, til þess að framkvæmd hefur færst í vissum atriðum frá því sem er boðið í lögum nr. 57/1949 eftir hljóðan þeirra og má jafnvel telja álitaefni hvort sumum ákvæðum laganna hafi nokkru sinni í reynd verið fylgt í framkvæmd. Á þetta til dæmis við um sum ákvæði laganna um undirbúning uppboða á fasteignum, svo sem varðandi verklag við gerð uppboðsskilmála, og um ákvæði 14. gr. laganna þar sem er afmarkað hver teljist vera uppboðsbeiðandi á eign hverju sinni. Ákvæði frumvarpsins, sem er ætlað að leysa reglur af þessum toga af hólmi, stefna almennt að því að lögfesta reglur til samræmis við ríkjandi framkvæmd.
    Í þriðja lagi er stefnt að því með ýmsum ákvæðum frumvarpsins að setja nánari fyrirmæli um atriði, sem hafa valdið óvissu eða misræmi hefur verið um í framkvæmd. Þessa gætir til dæmis í ákvæðum V. og VIII. kafla frumvarpsins, þar sem talsvert ítarlegri reglur koma fram en í lögum nr. 57/1949 um hvernig kaupandi standi skil á söluverði eignar við uppboð og hvað rétthöfum yfir seldri eign beri hverjum um sig að fá í sinn hlut.
    Í fjórða lagi er leitast við að draga úr þyngslum og óþörfum formsatriðum við framkvæmd nauðungarsölu, sem gætir óneitanlega í reglum laga nr. 57/1949. Í tengslum við þetta verður að gefa því gaum að þegar umrædd lög voru sett fyrir rúmum 40 árum hefur varla verið haft í huga að nauðungaruppboða yrði krafist í þeim mæli sem raun hefur orðið á nú á undanförnum árum eða jafnvel áratugum. Ákvæði laganna virðast einkum miða við það að beiðni um nauðungaruppboð sé þrautalending skuldheimtumanns sem verði almennt ekki gripið til fyrr en nánast sé orðið séð að krafa fáist ekki greidd með öðru móti. Reglur laganna miða þannig fremur við að beiðnir um nauðungaruppboð séu fátíðar og að hver og ein þeirra fái frá öndverðu þá athygli og sérstöku meðferð sem hæfi tilviki þar sem sala á uppboði muni í raun fara fram. Reyndin hefur hins vegar orðið sú að í Reykjavík einni hafa á undanförnum árum komið fram yfir 20.000 beiðnir um nauðungaruppboð á fasteignum árlega, en sölur slíkra eigna á uppboðum hafa verið á þriðja hundrað árlega. Meginþorri beiðna er þannig afturkallaður vegna greiðslu eða samninga áður en kemur að sölu. Að þessu leyti hæfa reglur laga nr. 57/1949 illa þeim aðstæðum sem nú ríkja í reynd, en ýmis tilgangslaus eða tilgangslítil formsatriði samkvæmt þeim leiða til ástæðulausrar fyrirhafnar og kostnaðar fyrir alla sem eiga hlut að máli og reynast ýmsum gjöful uppspretta tilefna til fánýts málþófs um formsatriði, sem fáir hafa yndi af að sama skapi. Í frumvarpinu er leitast við að ráða bót hér á með því að einfalda aðgerðir í tengslum við nauðungarsölu á fyrstu stigum hennar og fram að því að komið sé nærri að sala muni í reynd fara fram á eign, enda sýnir reynsla í framkvæmd að yfirgnæfandi meiri hluti beiðna um þessar aðgerðir eru afturkallaðar á því tímaskeiði.
    Í fimmta lagi má loks geta þess að við gerð frumvarpsins var hugað sérstaklega að því, hvort og þá hvernig væri hægt að reyna að draga úr fjölda beiðna um nauðungarsölur. Hér á undan hefur komið fram að beiðnir um sölu fasteigna hafa um nokkurra ára skeið verið á þriðja tug þúsunda árlega í Reykjavík, sem sker sig varla hlutfallslega úr í samanburði við önnur umdæmi landsins í þessum efnum. Slík tíðni beiðna um þessar aðgerðir á sér varla hliðstæðu meðal annarra þjóða, sem búa þó við sambærilega löggjöf um nauðungarsölu og aðrar fullnustugerðir og gildir hér á landi. Ekki verður séð að það komi til álita að reyna að draga úr fjölda beiðna um nauðungarsölur með því að takmarka með einhverjum hætti aðgang skuldheimtumanna að þessu úrræði, til dæmis með því að kröfur þeirra þurfi að nema vissri lágmarksfjárhæð, enda verður ekki litið fram hjá því að slík takmörkun á úrræðum til að framfylgja kröfuréttindum væri í reynd skerðing á eignarréttindum, sem fengi vart staðist gagnvart stjórnskipunarlögum. Á hinn bóginn virðist mega álykta af þeim fjölda beiðna um nauðungarsölur, sem reynslan í framkvæmd leiðir í ljós að séu afturkallaðar vegna greiðslu skömmu eftir að þær koma fram, að nokkuð kunni að skorta á að skuldheimtumenn reyni nægilega að innheimta kröfur sínar á annan hátt áður en þeir leggja beiðnir sínar fram. Ekki síður virðist sem skuldarar geri sér fyrst grein fyrir alvöru vanskila, þegar þeim er tilkynnt um að beiðni um nauðungarsölu á eignum þeirra hafi komið fram, og leitist þá jafnvel fyrst við að ná samningum um uppgjör eða greiði. Þetta á ekki síst við í tilvikum þar sem krafist er nauðungarsölu vegna lágra skulda. Telja má ljóst að þessari aðstöðu verði varla breytt í einni svipan með lagasetningu, en í frumvarpinu er þó lagt til að meira aðhaldi verði í senn beint að skuldheimtumönnum og skuldurum með því að það verði í flestum tilvikum skilyrði fyrir því að beiðni verði komið fram um nauðungarsölu að skuldheimtumaður hafi áður sent skuldara formlega greiðsluáskorun eftir reglum 9. gr. frumvarpsins með tilteknum fyrirvara. Áþekk almenn regla er ekki fyrir hendi í núgildandi lögum.

II.


    Eins og kom fram hér í upphafi er frumvarpinu aðallega ætlað að koma í stað laga um nauðungaruppboð, nr. 57/1949, en inn í það hafa einnig verið tekin ákvæði til að leysa af hólmi sérreglur um nauðungarsölu á loftförum, sem er nú að finna í lögum nr. 20/1966, og reglur laga um sölu lögveða án undangengins lögtaks, nr. 49/1951. Þessi sameining reglna úr þrennum lögum hefur sjálfgefin áhrif á efni frumvarpsins, sem geymir þannig sérákvæði sem er ekki að finna í lögum nr. 57/1949.
    Af öðrum breytingum frá núgildandi lögum, sem er stefnt að með ákvæðum frumvarpsins, má telja eftirfarandi helstar.
     1.      Heiti frumvarpsins, að það sé til laga um nauðungarsölu, felur í sér breytingu á heiti frá núgildandi lögum nr. 57/1949, sem eru um nauðungaruppboð. Þetta breytta heiti á rætur að rekja til þess að í frumvarpinu er ekki eingöngu að finna reglur um sölu á uppboði, heldur einnig nauðungarsölu á almennum markaði án uppboðs, sbr. VI. kafla þess, og ráðstöfun á verðbréfum, kröfuréttindum o.fl. í XII. kafla, sem miða við að slík réttindi verði almennt ekki boðin upp og jafnvel ekki heldur seld í eiginlegum skilningi. Í 1. gr. frumvarpsins er skilgreint hvað sé átt við með hugtakinu nauðungarsala og felur ákvæðið efnislega í sér þá afmörkun hugtaksins sem var getið hér. Orðalagi frumvarpsins er síðan hagað til samræmis við þetta, þannig að ekki er rætt í ákvæðum þess um uppboð nema í reglum sem varða gagngert nauðungarsölu á uppboði.
     2.      Í 2. gr. frumvarpsins kemur fram hverjir teljist aðilar að nauðungarsölu, en samkvæmt tveimur fyrstu töluliðum ákvæðisins eru þeir meðal annars gerðarbeiðandi, sem krefst nauðungarsölu, og gerðarþoli, sem er þá eigandi eignarinnar sem krafan beinist að. Í lögum nr. 57/1949 eru þessir aðilar nefndir uppboðsbeiðandi og uppboðsþolandi. Breytt heiti þeirra í frumvarpinu er afleiðing af því að uppboð er ekki eina afbrigði nauðungarsölu samkvæmt frumvarpinu, svo sem fram kemur í næsta lið hér á undan. Hugtökin uppboðsbeiðandi og uppboðsþoli væru þannig rangnefni eftir ákvæðum frumvarpsins, en hugtökin sem er ætlað að koma í stað þeirra eru þau sömu og eru notuð í lögum um aðför, nr. 90/1989.
     3.      Í I. kafla þessara almennu athugasemda kom fram að frumvarpinu sé ætlað að leiða til þess að framkvæmd nauðungarsölu verði stjórnsýsluathöfn sýslumanna. Í núgildandi lögum er þessu hins vegar skipað með þeim hætti að héraðsdómarar annast framkvæmd nauðungaruppboða og leysa þeir einnig úr ágreiningsefnum sem rísa í sambandi við uppboð. Þetta tvíþætta hlutverk héraðsdómara eftir núverandi reglum verður ekki fært með öllu í hendur sýslumanna, enda fara þeir ekki með dómsvald eftir ákvæðum laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92/1989. Verður því ekki gengið lengra en svo að framkvæmd nauðungarsölu verði færð í hendur sýslumanna, eins og lagt er til í frumvarpinu, sbr. l. mgr. 3. gr. þess, en dómsvald til að leysa úr ágreiningsefnum verður að koma í hlut héraðsdómstóla. Ágreiningsefni við framkvæmd nauðungarsölu eru fágæt við núverandi skipan og er síður en svo ástæða til að vænta fjölgunar þeirra ef frumvarpið verður að lögum. Í reynd yrði þannig allur meginþorri viðfangsefna við nauðungarsölur í höndum sýslumanna og verkefni héraðsdómstóla á þessum vettvangi að sama skapi fá. Í frumvarpinu er verkaskiptum milli sýslumanna og héraðsdómstóla hagað með þeim hætti að sýslumönnum er ætlað að hafa vald til þess að taka afstöðu til mótmæla gegn nauðungarsölu og annars ágreinings sem rís við framkvæmd hennar með ákvörðun, sem getur þá í flestum tilvikum hvort heldur verið þess efnis að nauðungarsala fari fram, eftir atvikum með nánar tilteknum hætti, eða að framkvæmd hennar stöðvist vegna ágreinings eða annmarka á málatilbúnaði gerðarbeiðanda. Aðalreglu frumvarpsins um þetta er að finna í 22. gr. Ákvörðun sýslumanns í þessum efnum yrði ekki endanleg, því skv. 22. gr. frumvarpsins væri gerðarbeiðanda alltaf frjálst að bera ákvörðunina þegar í stað undir héraðsdóm til úrlausnar um réttmæti hennar. Slík aðgerð hefði að meginreglu í för með sér að framkvæmd nauðungarsölunnar stöðvist meðan málið væri rekið fyrir dómi, en um rekstur slíkra mála er fjallað í ákvæðum XIII. kafla frumvarpsins. Öðrum en gerðarbeið anda, það er að segja gerðarþola, öðrum sem njóta réttinda yfir viðkomandi eign og þriðja manni sem teldi nauðungarsöluna varða hagsmuni sína, er á hinn bóginn ekki ætluð heimild til að leita úrlausnar dómstóla um mótmæli sín eða kröfur jafnharðan og ágreiningur rís fyrir sýslumanni nema gerðarbeiðandi samþykki, sbr. 4. mgr. 22. gr. Þess í stað er gerðarþola og þriðja manni veitt ótakmörkuð heimild til að fá leyst úr ágreiningi um lögmæti nauðungarsölu fyrir dómstólum innan tiltekins frests eftir að söluaðgerðir eru um garð gengnar en almennt áður en endanleg yfirfærsla eignarréttinda á sér stað á grundvelli sölunnar, en um rekstur slíkra mála er fjallað í XIV. kafla frumvarpsins. Tilhögun frumvarpsins í þessum efnum er hliðstæð þeirri, sem mun gilda við aðfarargerðir skv. XIII.–XV. kafla laga nr. 90/1989. Afskipti héraðsdómstóla af nauðungarsölum yrðu ekki önnur samkvæmt frumvarpinu en nú hefur verið lýst.
     4.      Í 5. gr. frumvarpsins er lögð til sú regla að vottur þurfi ekki að vera staddur við aðgerðir samkvæmt ákvæðum þess, en í þessu felst breyting sem varðar nokkru fyrir framkvæmd, því skv. 2. gr. laga nr. 57/1949 þurfa tveir vottar alltaf að vera staddir við þinghöld þar sem nauðungaruppboð eru tekin fyrir og framkvæmd. Viðvera votta verður að teljast óþörf, enda leiðir af ákvæðum frumvarpsins, einkum 2. mgr. 15. gr., að aðgerðir við nauðungar sölu færu ekki fram nema að fleiri viðstöddum en þeim einum sem annast framkvæmd þeirra. Að auki má hafa í huga að ætlast er til þess að bókað verði í gerðabók um helstu atriðin, sem varða nauðungarsölu, hverju sinni sem sýslumaður tekur hana fyrir, sbr. 4. gr. frumvarpsins, en vottun á atburðum, sem er bókað um með undirritun aðila að nauðungarsölu í gerðabók, þjónar tæplega neinum tilgangi.
     5.      Í 6. gr. frumvarpsins eru ákvæði um það á hverjum grundvelli skuldheimtumenn geti krafist nauðungarsölu til þess að fá peningakröfum fullnægt af söluverði eignar. Reglur 6. gr. eru í flestum atriðum hliðstæðar reglum 1. gr. laga nr. 57/1949, þar sem svokallaðar uppboðsheimildir eru taldar upp, en munur milli ákvæðanna felst einkum í tveimur liðum 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 57/1949 telst samningur um veðrétt í fasteign til uppboðsheimilda, en með þessum orðum er í meginatriðum átt við veðskulda bréf, þar sem mælt er fyrir um að kröfueigandi geti krafist nauðungaruppboðs á veðsettri fasteign án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms til fullnustu gjaldfallinni skuld samkvæmt veðskuldabréfinu. Sambærileg regla í 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins felur einkum í sér ráðagerðir um tvenns konar breytingar frá umræddri 1. gr. núgildandi laga. Annars vegar er áskilið í frumvarpinu að veðskuldabréfi þurfi að hafa verið þinglýst til þess að unnt verði að krefjast nauðungarsölu á grundvelli þess, sem er ekki skilyrði skv. 1. gr. laga nr. 57/1949. Hins vegar er heimild til að krefjast nauðungarsölu á grundvelli veðskuldabréfa rýmkuð með því að í 6. gr. frumvarpsins er hún ekki bundin við fasteignir, eins og nú er skv. 1. gr. laga nr. 57/1949. Í 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. kemur síðan fram regla, sem svarar til ákvæða laga um sölu lögveða án undangengins lögtaks nr. 49/1951, en í 90. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir brottfalli þeirra laga. Sjónarmið að baki þessum breytingum eru skýrð frekar í athugasemdum við 6. gr.
     6.      Í 2. mgr. 8. gr. eru teknar upp reglur um heimildir til að krefjast nauðungarsölu til slita á óskiptri sameign og í 3. mgr. greinarinnar er mælt fyrir um áhrif slíkrar ráðstöfunar á stöðu annarra en sameigenda, sem njóta réttinda yfir viðkomandi sameign. Sambærilegar reglur er ekki að finna nú í settum lögum, en eftir réttarvenju hefur þó allt að einu verið talið heimilt að halda uppboð til slita á sameign. Reglur 8. gr. taka mið af venjum á þessum vettvangi.
     7.      Í 9. gr. er mælt fyrir um þá almennu reglu að beiðni skuldheimtumanns um nauðungarsölu til fullnustu peningakröfu verði ekki sett fram nema að undangenginni sérstakri greiðsluáskorun, sem honum ber að beina til gerðarþola með tilteknum hætti og fyrirvara. Þessi regla 9. gr. gildir þó ekki um beiðni um nauðungarsölu sem er studd við fjárnámsgerð fyrir kröfu gerðarbeiðanda. Í 10. gr. kemur síðan fram regla um sambærilegan aðdraganda að því að krafa verði sett fram um nauðungarsölu til slita á sameign. Í núgildandi lögum er ekki að finna fyrirmæli um samsvarandi undanfara að aðgerðum við nauðungarsölu nema þegar krafa um nauðungaruppboð er studd við heimild samkvæmt lögum um sölu lögveða án undangengins lögtaks, nr. 49/1951. Þessi nýmæli í 9. og 10. gr. frumvarpsins eru einkum lögð til í því skyni að almennt verði reynt frekar á það en nú er skylt hvort hægt sé að komast hjá kröfu um nauðungarsölu með formlegri aðvörun, sem gerðarþoli kann að sinna. Fyrirmæli 9. gr. eiga sér að nokkru leyti hliðstæðu í 7. gr. laga nr. 90/1989, en þar er kveðið á um nauðsyn sambærilegrar áskorunar sem undanfara að því að beiðni sé sett fram um fjárnám fyrir vissum tegundum krafna.
     8.      Í 12. gr. er vikið að ábyrgð gerðarbeiðanda á greiðslu kostnaðar af nauðungarsölu, en í ákvæðum frumvarpsins er að öðru leyti lítt fjallað um slíkan kostnað, sem er nokkur breyting frá ákvæðum laga nr. 57/1949, sbr. 10. gr. þeirra. Stafar þetta af því að undanfarið hefur staðið yfir endurskoðun á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 79/1975, og er hér miðað við að frumvarp til nýrra laga á því sviði verði lagt fram á Alþingi um líkt leyti og þetta frumvarp. Þess er vænst að sú tilhögun verði lögð til grundvallar í frumvarpi til nýrra aukatekjulaga að gerðarbeiðandi greiði tiltekið gjald í ríkissjóð um leið og hann leggur fram beiðni um nauðungarsölu, en í meginatriðum verði allur kostnaður af framkvæmd nauðungarsölunnar þá innifalinn í þeirri greiðslu, þar á meðal fyrir auglýsingar um nauðungarsölu. Þetta gjald yrði síðan liður í kröfum gerðarbeiðanda skv. 2. mgr. 6. gr. þessa frumvarps.
     9.      Í 14. og 21. gr. laga nr. 57/1949 er byggt á því að uppboðsbeiðandi í skilningi laganna geti almennt ekki verið nema einn hverju sinni varðandi hverja eign, en falli beiðni hans um uppboð niður geti annar veðhafi, sem á gjaldfallna kröfu, komið í hans stað sem uppboðsbeiðandi, þannig að uppboðinu verði haldið óslitið áfram að kröfu hans. Þrátt fyrir þessar reglur laganna hefur lengi tíðkast í framkvæmd að telja alla til uppboðsbeiðenda, sem hafa sett fram beiðnir um nauðungaruppboð á einni og sömu eign, svo lengi sem beiðnir þeirra hafa ekki fallið niður. Í 2. og 14. gr. frumvarpsins er gengið út frá því að gerðarbeiðendur séu hverju sinni allir þeir, sem hafa krafist nauðungarsölu á tiltekinni eign, en með þessu er lagt til að sú tilhögun verði lögfest sem hefur viðgengist í framkvæmd samkvæmt áðursögðu. Þessu til samræmis eru lagðar til sérreglur í 14. gr. um sameiningu á meðferð tveggja eða fleiri beiðna um nauðungarsölu á sömu eign eða tengdum eignum, en hér er eðlilega um nýmæli að ræða með því að í núgildandi lögum er almennt ekki gert ráð fyrir því að fleiri en ein beiðni um nauðungaruppboð á tiltekinni eign sé til meðferðar hverju sinni.
     10.      Í 19. og 20. gr. koma fram reglur um auglýsingu nauðungarsölu á fasteign, skipi eða loftfari í Lögbirtingablaði. Er gert ráð fyrir því að þessar auglýsingar verði tiltölulega einfaldar að efni og að þær birtist aðeins eitt skipti í Lögbirtingablaði. Hér er um talsverða breytingu að ræða frá ákvæðum 22. gr. laga nr. 57/1949, sem felst ekki síst í því að þar er gert ráð fyrir því auglýsing verði að birtast þrívegis í Lögbirtingablaði. Þá felst einnig ráðagerð í 20. gr. frumvarpsins um að auglýsing um nauðungarsölu verði almennt birt með skemmri fyrirvara en mælt er fyrir um í nefndri 22. gr. núgildandi laga.
     11.      Í 23. og 62. gr. frumvarpsins er að finna reglur um heimildir til þess að nauðungarsala fari fram með þeim hætti að leitað verði tilboða í viðkomandi eign, líkt og ef hún væri boðin til sölu í frjálsum viðskiptum, í stað þess að uppboð fari fram á henni. Í VI. kafla frumvarpsins er síðan að finna nánari reglur um hvernig verði staðið að aðgerðum í þessum efnum. Í meginatriðum er byggt á því að hvort heldur gerðarþoli eða gerðarbeiðandi geti átt frumkvæði að því að þessi háttur verði hafður á við ráðstöfun eignar. Sú regla er fortakslaus í 23. gr. frumvarpsins að þessi leið verði aldrei farin nema að ósk eða með samþykki gerðarþola, en á hinn bóginn er ekki nauðsynlegt að gerðarbeiðendur eða aðrir veðhafar í eign séu þessu allir samþykkir, sbr. 2. mgr. 23. gr. Í reglum VI. kafla er miðað við að sýslumaður hafi milligöngu um að eignin verði boðin til sölu og að hann eigi síðan lokaorðið um það hvort framkomnu tilboði verði tekið í eignina, að undangengnu samráði við gerðarþola, gerðarbeiðendur og aðra sem eiga réttindi yfir eigninni. Ef söluverð eignarinnar hrekkur ekki fyrir öllum áhvílandi veðskuldum og höftum leiðir af ákvæðum 56. gr. að ófullnægðar kröfur falli niður af eigninni. Sá háttur við nauðungarsölu, sem hér er lýst í stuttu máli, var gerður að umtalsefni í I. kafla þessara almennu athugasemda. Eins og þar kom fram er þessi valkostur lagður til með tilliti til þess að hærra verð geti fengist þannig fyrir eign en með sölu hennar á uppboði. Að auki má telja að þessi leið geti verið geðfelldari fyrir gerðarþola en sala á uppboði, ef sýnt þykir á annað borð að ekki verði komist hjá nauðungarsölu. Reglur frumvarpsins um þetta eiga sér nokkra fyrirmynd í danskri og sænskri löggjöf, en þess má þó geta að ákvæði 23. gr. veita mun rýmri heimildir til þessa en til dæmis fyrirmæli danskra laga.
     12.      Í 21. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um að sýslumaður taki formlega fyrir á starfstöð sinni beiðni um nauðungarsölu á fasteign, skipi eða loftfari, þegar auglýsing um nauðungarsöl una hefur verið birt í Lögbirtingablaði, en staður og stund til þessarar fyrirtöku á að koma fram meðal annarra atriða í slíkri auglýsingu. Í 24. gr. kemur fram að ef almenn markaðssala er ekki ákveðin á eign við þessa fyrirtöku og ágreiningur er ekki uppi um beiðni gerðarbeiðanda, sem gæti hindrað frekari aðgerðir eftir beiðninni samkvæmt ákvæðum 22. gr., þá ákveði sýslumaður þegar í stað hvenær uppboð byrji á eigninni. Í 27. gr. er gert ráð fyrir því að gerðarbeiðendur geti á síðari stigum óskað eftir því að byrjun uppboðs verði frestað, en að fram komnum slíkum óskum ákveði sýslumaður nýjan tíma til að byrja uppboðið án þess að taka nauðungarsöluna formlega fyrir. Eftir reglum 27. gr. gæti slík frestun átt sér stað svo oft sem verða vildi, með þeirri takmörkun þó að beiðnir allra gerðarbeiðenda falli sjálfkrafa niður og nauðungarsalan þar með um leið ef uppboð byrjar ekki innan árs frá fyrirtöku skv. 21. gr. Þessi ákvæði miða þannig við að sýslumaður taki almennt ekki nauðungarsöluna formlega fyrir eftir fyrirtöku skv. 21. gr. fyrr en uppboð á eigninni byrjar í reynd eftir reglum 31. gr. frumvarpsins. Sýslumaður mundi þess í stað tilkynna hlutaðeigendum um frestanir og nýjar ákvarðanir um hvenær uppboð byrji. Með þeirri tilhögun, sem hér er lýst, er gert ráð fyrir verulegri breytingu frá því sem nú er gert í þessum efnum. Eftir núgildandi reglum verður beiðni um nauðungaruppboð að vísu alltaf tekin formlega fyrir eftir birtingu auglýsingar um uppboðið í Lögbirtingablaði, en þetta svarar til áðurnefndrar fyrirtöku skv. 21. gr. frumvarpsins. Sá munur er hins vegar hér á að eftir núverandi reglum verður uppboði almennt alltaf frestað við fyrirtöku til tiltekins tíma og verður þá ekki komist hjá því að taka það formlega fyrir á ný við lok slíks frests, jafnvel þótt það sé gert í því skyni einu að fresta aðgerðum aftur um ákveðinn tíma. Af þessu hefur hlotist að héraðsdómarar verða almennt að taka sama málið formlega fyrir með reglubundnu millibili til þess eins að færa til bókar að því sé frestað til tiltekins tíma. Þessar þrálátu fyrirtökur leiða að vonum af sér verulega vinnu, en að auki fylgir þeim kostnaður, því uppboðsbeiðandi verður að mæta eða láta mæta fyrir sig við fyrirtöku að því viðlögðu að beiðni hans falli niður. Formlegar fyrirtökur til þessara þarfa þjóna hins vegar engum þeim tilgangi, sem verður ekki náð með ólíkt minni vinnu og kostnaði eftir áðurnefndum ákvæðum frumvarpsins.
     13.      Í 13., 16., 18. og 19. gr. laga nr. 57/1949 koma fram reglur um söluskilmála við uppboð á fasteignum og skipum, en þar er gert ráð fyrir því að héraðsdómari semji uppboðsskilmála hverju sinni eftir að hafa gengið úr skugga um að skilyrði séu til að taka uppboðsbeiðni til meðferðar. Þessar reglur binda hendur héraðsdómara aðeins óverulega um það, hvers efnis skilmálarnir verði í hverju tilviki. Svipaðar reglur gilda um ákvörðun skilmála við uppboð á lausafé, sbr. 39. gr. laganna. Í framkvæmd hefur þessum reglum ekki verið fylgt alls kostar eftir orðanna hljóðan, því lengi hefur tíðkast að notast við staðlaða uppboðsskilmála, sem eru þá að öðru jöfnu lagðir fram í hverju máli. Þessir stöðluðu skilmálar hafa hins vegar ekki verið að öllu leyti þeir sömu í öllum umdæmum landsins, enda ekki lagaskylda til þess samkvæmt áðurgreindum reglum. Ákvæði frumvarpsins um söluskilmála við uppboð koma fram í 28. gr., varðandi fasteignir, skip og loftför, og í 65. gr. varðandi lausafjármuni. Í þessum ákvæðum er byggt á því að dómsmálaráðherra ákveði og láti birta opinberlega almenna skilmála fyrir uppboðssölur, sem teljist gilda nema ákveðið sé beinlínis að víkja frá þeim í tilteknum atriðum hverju sinni, sbr. 29. gr. frumvarpsins. Í 28. og 65. gr. eru talin helstu atriðin, sem er ætlast til að komi fram í almennum uppboðsskilmálum, en eftir orðalagi þessara reglna er þó ekki um tæmandi talningu að ræða, þannig að kveða mætti á um fleiri atriði en þar greinir í almennu skilmálunum. Tilhögunin sem hér er lögð til á sér að nokkru fyrirmynd í danskri löggjöf, en henni fylgir ekki síst sá ávinningur að ekki þyrfti að gera sérstaka skilmála fyrir hvert og eitt uppboð, eins og nú gildir að minnsta kosti í orði kveðnu, og að auki væri þá komið á samræmi um efni skilmálanna í öllum umdæmum landsins.
     14.      Eftir reglum laga nr. 57/1949, eins og þeim var breytt með lögum nr. 12/1987, er aðalreglan sú að sala fasteignar á uppboði fari fram í þremur áföngum. Nánar tiltekið gerist þetta með þeim hætti að ákveðið er við fyrirtöku á máli að fyrsta uppboð verði haldið á eign á starfstöð héraðsdómara á tilteknum tíma, sem er tilkynnt uppboðsþola og auglýst í dagblaði. Ef uppboðsþoli lýsir því ekki yfir við lok fyrsta uppboðs að hann uni við þau boð sem þar koma fram er aðgerðum frestað til annars uppboðs. Er tilkynnt um það og auglýst með sama hætti og er gert fyrir fyrsta uppboð og er annað uppboðið einnig haldið á starfstöð héraðsdómara. Við annað uppboðið er síðan leitað boða í eignina á ný, en við lok þess er unnt að krefjast þess, að fullnægðum skilyrðum 3. mgr. 29. gr. laganna, að þriðja og síðasta uppboð fari fram á eigninni. Það uppboð er haldið að undangengnum auglýsingum og tilkynningum á eigninni sjálfri. Í framkvæmd er algengt að tími sé ákveðinn til fyrsta eða annars uppboðs, en því sé síðan slegið á frest við formlega fyrirtöku um tiltekinn tíma, einu sinni eða oftar. Þriðja uppboði verður á hinn bóginn ekki frestað. Fágætt er að boð við fyrsta og annað uppboð nemi teljandi fjárhæð og koma þannig almennt fyrst fram boð að einhverju marki við það þriðja. Áþekkar reglur gilda um uppboð á skipum, að því frátöldu að uppboð verða þó ekki nema tvö og geta þau bæði farið fram á starfstöð héraðsdómara. Eins og ráða má af þessari lýsingu þjóna tvö fyrstu uppboð á fasteign og fyrra uppboð á skipi óverulegum tilgangi að öðru leyti en því að þau auka óneitanlega þrýsting á skuldara um að standa skil á kröfum lánardrottna til að komast hjá því að sala fari í reynd fram. Í ákvæðum frumvarpsins um uppboð á fasteignum, skipum og loftförum, sem koma aðallega fram í 31.–36. gr., er gert ráð fyrir nokkuð breyttri skipan. Í þessum ákvæðum er byggt á því að uppboð byrji alltaf á starfstöð sýslumanns, þar sem leitað yrði boða í viðkomandi eign. Þessi byrjunaraðgerð ætti sér fyrst og fremst stað til þess að reyna á það hvort boð fáist yfirleitt í eignina, en ef ekkert boð kæmi fram á þessu stigi hefði það í för með sér að nauðungarsalan væri fallin niður, sbr. 1. mgr. 34. gr. Í 35. gr. er gert ráð fyrir því að ef boð hefur komið fram í eignina við byrjun uppboðs og aðilar að nauðungarsölunni, þar á meðal gerðarþoli, lýsa því ekki yfir að þeir uni við framkomið boð, þá verði uppboðinu fram haldið innan fjögurra vikna til að leita hærri boða. Ef um uppboð er að ræða á fasteign er gert ráð fyrir því í 36. gr. að það verði haldið á eigninni sjálfri, en við uppboð á skipi eða loftfari kæmi í hlut sýslumanns að ákveða hvort það fari fram á starfstöð hans eða við eignina sjálfa. Við framhald uppboðs yrði leitað hærri boða en komu fram við byrjun þess og sölutilraunum síðan lokið. Í þessum reglum er ætlast til þess að tilkynnt verði og auglýst um bæði byrjun og framhald uppboðs með áþekkum hætti og nú er gert. Fresta mætti byrjun uppboðs eftir því sem gerðarbeiðendur æskja og yrði það gert án formlegrar fyrirtöku nauðungarsölunnar, en framhald uppboðs yrði hins vegar almennt að fara fram innan fjögurra vikna frá byrjun uppboðs og yrði ekki frestað. Reglur frumvarpsins fela þannig í sér vissar breytingar frá núgildandi reglum um sölu fasteigna, skipa og loftfara á uppboði, en einkum ber á milli að eftir frumvarpinu færi uppboðssala í mesta lagi fram í tveimur áföngum í stað þeirra þriggja sem geta mest orðið eftir núverandi lögum.
     15.      Í 39. gr. frumvarpsins koma fram reglur um hvernig sýslumaður eigi að standa að því að samþykkja boð sem hefur komið fram í eign á uppboði og er þar meðal annars kveðið á um að það beri alltaf að taka hæsta boði í eignina nema sérstakt tilefni sé til að draga í efa að staðið verði við það. Reglur 39. gr. eru talsvert ítarlegri í þessum efnum en ákvæði laga nr. 57/1949, en þess má geta að samkvæmt hljóðan 30. gr. laganna má ganga fram hjá hæsta boði án þess að sérstökum skilyrðum þurfi að vera fullnægt, þótt slíkt sé tæplega gert í framkvæmd nema við þær aðstæður sem beinlínis er mælt fyrir um í 39. gr. frumvarpsins.
     16.      Í 1. mgr. 32. gr. laga nr. 57/1949 er kveðið á um það að ef hæstbjóðandi við uppboð er veðhafi í viðkomandi eign og boð hans nægir til að greiða veðkröfu hans að nokkru en ekki að fullu, þá njóti hann réttar til að fá eignina lagða sér út sem ófullnægður veðhafi. Útlagning eignar eftir þessu ákvæði er í raun ekki annað en sala hennar til ófullnægðs veðhafa, enda er réttarstaða hans í öllum atriðum sú sama og staða kaupanda væri ella, að því frátöldu að ófullnægður veðhafi nýtur vissra hlunninda varðandi greiðslu kostnaðar af uppboði og stimpilgjalda af afsali til sín fyrir eigninni. Í 39. gr. frumvarpsins, þar sem reglur koma fram um samþykki boðs á uppboði, er enginn greinarmunur gerður á því hvort boð hafi komið fram frá ófullnægðum veðhafa eða öðrum. Er þannig lagt til að sérreglur um útlagningu eignar við uppboð verði felldar úr lögum, enda sem áður segir enginn raunverulegur munur á útlagningu og kaupum nema varðandi greiðslu vissra útgjalda. Í þessu sambandi má vekja athygli á því að í 8. tölul. 91. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um breytingu á ákvæðum laga um stimpilgjald, nr. 36/1978, sem leiðir efnislega til þess að ef veðhafi í eign gerist kaupandi að henni við nauðungarsölu þá beri honum aðeins að greiða sama stimpilgjald eins og fellur til við útlagningu til ófullnægðs veðhafa eftir núgildandi reglum.
     17.      Í framkvæmd er algengt að kaupandi fasteignar eða skips á nauðungaruppboði efni boð sitt að einhverju eða jafnvel öllu leyti með því að greiða gjaldfallnar afborganir og kostnað af áhvílandi veðskuldum á eigninni og taka síðan að sér greiðslu eftirstöðva þeirra eftir upphaflegum lánssamningum gegn því að skuldirnar njóti áfram veðs í eigninni. Slík tilhögun er þó háð því að kaupandinn nái samningum um hana við hlutaðeigandi veðhafa. Þá er einnig nokkuð algengt að kaupandi eignar á uppboði sé skuldheimtumaður sem nýtur veðréttar fyrir kröfu sinni í eigninni, en ef boð hans nægir að nokkru eða öllu til þess að greiða veðkröfu hans sjálfs getur hann greitt kaupverðið að sama skapi með kröfu sinni. Sá hluti kaupverðs, sem greiðist ekki með yfirtöku áhvílandi veðskulda eða með því að kaupandi noti sína eigin veðkröfu sem greiðslu, verður þá að greiðast með peningum. Um þennan hátt á greiðslu kaupverðs er lítt fjallað í lögum nr. 57/1949, en ýmis álitaefni rísa í tengslum við hann, til dæmis um uppgjör vaxta við veðhafa þegar kaupandi semur við þá um að kröfur þeirra fái að hvíla áfram á eigninni. Ef uppboðsskilmálar kveða á um það að kaupandi fái að nokkru gjaldfrest og greiði boð sitt í tveimur áföngum, svo sem venja er við uppboð á fasteignum og skipum, getur einnig verið álitamál hvort hann megi nota til dæmis sína eigin veðkröfu til að inna af hendi fyrstu greiðslu sína á kaupverði, en greiði síðan seinni hluta kaupverðs með peningum. Misræmis virðist hafa gætt um þessi atriði í framkvæmd. Í frumvarpinu koma fram reglur sem eiga að taka af skarið í þessum efnum. Í 40. gr. eru ákvæði sem taka á síðarnefnda álitaefninu, sem var lýst hér á undan, en ákvæði um rétt veðhafa til vaxta og skyldu kaupanda til að greiða þá koma fram í lok 40. gr. og síðan í VIII. kafla frumvarpsins.
     18.      Í 49.–54. gr. frumvarpsins, sem mynda VIII. kafla þess, koma fram ákvæði um úthlutun söluverðs eignar, sem eiga að ná jöfnum höndum til söluverðs sem hefur fengist við sölu á uppboði eða á almennum markaði. Í þessum kafla koma fram talsvert ítarlegri ákvæði um úthlutun en nú er að finna í 34. gr. laga nr. 57/1949. Að mörgu leyti styðjast reglur VIII. kafla frumvarpsins við venjur sem hafa mótast í þessum efnum í framkvæmd, en í vissum atriðum er þó vikið frá slíkum venjum eða tekið af skarið um álitaefni sem hafa verið uppi í framkvæmd. Af slíkum atriðum má annars vegar nefna að í 49. gr. er byggt á þeirri aðalreglu að veðhafar og aðrir sem njóta réttinda til greiðslu af söluverði eignar verði að lýsa kröfum sínum fyrir sýslumanni áður en lokið er að leita boða í eignina. Með þessum hætti er reynt að stuðla að því að veðhafar geti fengið gleggri mynd af því, hversu háar kröfur standi þeim framar í veðröð, meðan þeir eigi enn kost á að gæta hagsmuna sinna með því að bjóða sjálfir í viðkomandi eign, en talsverður misbrestur er á því að nægilega upplýsingar komi fram í þessum efnum í núverandi framkvæmd. Eftir ákvæðum frumvarpsins hefði vanræksla veðhafa eða annars rétthafa á því að lýsa kröfu sinni í tæka tíð þó ekki í för með sér endanlegan réttindamissi, að öðru leyti en því að vanrækslan leiddi til þess að hlutaðeigandi glataði rétti til að fá málskostnað sinn greiddan af söluverði eignarinnar, sbr. 4. mgr. 50. gr. Veðhafi eða annar rétthafi gæti enn komið að kröfum sínum, að málskostnaði frátöldum, fram að því að úthlutun söluverðs yrði ráðin, sbr. einkum 51. og 52. gr. frumvarpsins. Hins vegar koma fram ákvæði í 3. mgr. 50. gr. og 2. mgr. 53. gr. sem snúa að tilkalli veðhafa til vaxta af kröfum sínum. Þar er gert ráð fyrir þeirri breytingu frá ríkjandi venjum í framkvæmd að vextir af kröfum verði aðeins reiknaðir til söludags eignar þegar kemur að úthlutun söluverðs, en vöxtum, sem fást af söluverðinu með tímabundinni varðveislu þess á bankareikningi, verði síðan jafnað að tiltölu á veðhafa. Þá má einnig vekja athygli á því að í 4. mgr. 54. gr. er tekið af skarið um að sýslumaður eigi að leggja sjálfstætt mat á réttmæti krafna þegar hann semur frumvarp til úthlutunar á söluverði, en í þessum efnum hefur gætt misræmis í núverandi framkvæmd.
     19.      Í 55. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um það frá hverjum tíma kaupandi njóti réttar til að fá umráð fasteignar, skips eða loftfars sem hann festir kaup á við nauðungarsölu. Í þessu ákvæði er miðað við þá aðalreglu varðandi uppboðssölu að kaupandi eigi rétt til umráða frá því boð hans er samþykkt, en undantekning er þó heimiluð í þessum efnum í 3. mgr. ákvæðisins ef ágreiningur stendur um lögmæti nauðungarsölunnar. Enn fremur mætti víkja frá þessu tímamarki í uppboðsskilmálum, eins og berum orðum kemur fram í 1. mgr. 55. gr. Hér er gert ráð fyrir breytingu frá því sem nú tíðkast, því kaupandi nýtur almennt ekki umráðaréttar fyrr en hann fær uppboðsafsal fyrir eign, sem gerist talsvert eftir samþykki boðs. Þessi breyting á sér meðal annars fyrirmynd í danskri framkvæmd.
     20.      Í 59. og 60. gr. frumvarpsins koma fram reglur um hvernig verði staðið að því að taka lausafjármuni úr vörslum gerðarþola til þess að unnt verði að ráðstafa þeim við nauðungarsölu. Fáar reglur eru um þetta í núgildandi lögum, sem hefur leitt af sér óvissu og misræmi í framkvæmd.
     21.      Í XII. kafla eru gerðar tillögur um sérreglur um það, hvernig öðrum eignum en fasteignum, skipum, loftförum og lausafjármunum verði ráðstafað með nauðungarsölu, en þessar reglur geta öðru fremur haft raunhæft gildi varðandi ráðstöfun á verðbréfum og öðrum kröfuréttindum, eins fyrirsögn þessa kafla frumvarpsins gefur til kynna. Í 49. gr. laga nr. 57/1949 koma fram sérákvæði um ráðstöfun réttinda sem þessara, en þau eru fremur ófullkomin og hefur þeim verið gefinn lítill gaumur í framkvæmd.
     22.      Þess má loks geta að í XV. kafla frumvarpsins er að finna reglur um skaðabótaábyrgð vegna nauðungarsölu, sem eiga sér ekki hliðstæðu nú í settum lögum, en ætla verður að þessi ákvæði frumvarpsins svari í mörgum atriðum efnislega til ólögfestra skaðabótareglna sem mætti telja gilda á þessu sviði.

III.

    Efni frumvarpsins er skipað í fimm þætti, en þáttunum er síðan hverjum fyrir sig skipt í tvo eða fleiri kafla sem halda þó samfelldri númeraröð til enda frumvarpsins. Þótt nokkur lýsing á efnisskipan frumvarpsins hafi þegar komið fram hér á undan í frásögn af helstu breytingum frá núgildandi lögum, þykir rétt að víkja hér sérstaklega að helsta efni hvers þáttar og kafla.
    Fyrsti þáttur frumvarpsins geymir almennar reglur um nauðungarsölu. Hér er um sameiginlegar reglur að ræða, sem taka jöfnum höndum til allra afbrigða nauðungarsölu, en þessum reglum er skipað í þrjá fyrstu kafla frumvarpsins. Í I. kafla eru almenn ákvæði, þar sem gildissvið frumvarpsins og hugtakið nauðungarsala er skýrt í 1. gr., afmarkað er í 2. gr. hverjir séu aðilar að nauðungarsölu og ýmis almenn atriði varðandi störf sýslumanna koma meðal annars fram í 3.–5. gr. Í II. kafla frumvarpsins eru reglur um heimildir til að krefjast nauðungarsölu. Í 6. gr. kemur fram á grundvelli hverra heimilda skuldheimtumenn megi krefjast nauðungarsölu á eign til að fá peningakröfum fullnægt. Í 7. gr. er mælt fyrir um heimildir skiptastjóra til að krefjast ráðstöfunar eigna dánar- eða þrotabús með nauðungarsölu, en í 8. gr. koma fram reglur um heimildir eigenda eigna til að fá þeim ráðstafað eftir fyrirmælum frumvarpsins, en réttaráhrif slíkrar ráðstöfunar yrðu þó ekki þau sömu og við nauðungarsölu endranær, sbr. m.a. 4. mgr. 8. gr. Í 9. og 10. gr. er síðan kveðið á um það hvenær heimild gerðarbeiðanda til að leggja fram beiðni um nauðungarsölu sé háð undanfarandi áskorun hans til gerðarþola, hvers efnis slík áskorun eigi að vera og hvernig henni verði komið á framfæri. Í III. kafla eru fyrirmæli um beiðni um nauðungarsölu og meðferð sýslumanns á henni á fyrstu stigum. Í 11. gr. er lýst hvers efnis beiðnin eigi að vera og hvað þurfi að fylgja henni til sýslumanns, en í 12. gr. er mælt fyrir um hvert eigi að beina beiðni, áhrif hennar til slita á fyrningu kröfu og þá ábyrgð gerðarbeiðanda á kostnaði af nauðungarsölu, sem fylgir því sjálfkrafa að hann leggi fram beiðni. Í 13. gr. eru reglur um könnun sem sýslumanni er ætlað að framkvæma á beiðni áður en hún getur hlotið frekari meðferð, í 14. gr. er fjallað um aðstöðuna þar sem tvær eða fleiri beiðnir liggja fyrir um nauðungarsölu á sömu eign og í 15. gr. eru almennar reglur um það hvenær beiðni um nauðungarsölu getur talist fallin niður. Í 16. gr. frumvarpsins er síðan fjallað um tilkynningu sem sýslumanni ber að meginreglu að senda gerðarþola um framkomna beiðni um nauðungarsölu áður en lengra er haldið við meðferð hennar.
    Í öðrum þætti frumvarpsins, sem er lengsti þáttur þess, koma fram sérreglur um nauðungarsölu á fasteignum og öðrum eignum eða réttindum sem verður ráðstafað með sama hætti og fasteign. Í ákvæðum IV. kafla er fyrst afmarkað í 17. gr. hverjar tegundir eigna eigi undir fyrirmæli 2. þáttar frumvarpsins, en í 18. gr. eru reglur um það í hverju umdæmi eigi að krefjast nauðungarsölu á þessum eignum hverju sinni. Í 19.–25. gr. koma síðan fram reglur um fyrstu aðgerðir sýslumanns við nauðungarsölu á þessum eignum, m.a. um auglýsingu nauðungarsölu í Lögbirtingablaði, fyrstu fyrirtöku nauðungarsölunnar, meðferð ágreinings sem kemur upp fyrir sýslumanni, heimildir til að krefjast nauðungarsölu á almennum markaði og ákvörðun um hvenær uppboð byrji á eign ef ekki verður selt á almennum markaði. Í V. kafla eru reglur um uppboð á fasteignum og öðrum eignum sem ákvæði 2. þáttar taka til. Ákvæði 26. og 27. gr. varða undirbúning og frestun uppboða, en í 28. og 29. gr. er mælt fyrir um uppboðsskilmála. Í 30. gr. eru sérreglur sem taka einkum til tilvika þar sem krafist er í einu lagi nauðungarsölu á fasteign, skipi eða loftfari annars vegar og lausafjármunum sem fylgja slíkri eign hins vegar. Í 31.–34. gr. eru reglur um byrjun uppboðs á eign, sem færi jafnan fram á starfstöð sýslumanns, en öðrum þræði eru þar einnig almennar reglur um framkvæmd uppboða, m. a. um hverjir megi gera boð í eign, hvernig boð komi fram og tryggingu fyrir boði. Í 35. og 36. gr. er síðan fjallað um framhald uppboðs, sem er ætlast til að fari að öðru jöfnu fram við eignina sjálfa. Samkvæmt 37. gr. getur sýslumaður gripið til þess ráðs að halda uppboði áfram öðru sinni ef sérstaklega stendur á. Í 38. gr. eru almennar reglur um bókanir í gerðabók um uppboð. Ákvæði 39. gr. snúa einkum að því hvenær og hvernig sýslumaður samþykki boð sem hefur komið fram við uppboð, en í 40. gr. eru reglur um það hvernig kaupandi greiði söluverð samkvæmt boði sínu. Reglur um nauðungarsölu á almennum markaði koma þessu næst fram í VI. kafla frumvarpsins, en til hans heyra 41.–45. gr. Þar er því aðallega lýst hvernig leitað verði tilboða í eign á almennum markaði, hvernig afstaða verði tekin til tilboða sem koma fram og hver atvik geti leitt til þess að hætt verði við aðgerðir samkvæmt þessum reglum, sem hefði þær afleiðingar þá í för með sér að nauðungarsalan yrði að fara fram á uppboði. Í VII. kafla er greint frá því í 46.–48. gr. hvernig verði staðið að innheimtu og varðveislu söluverðs og hvernig verði brugðist við vanefndum kaupanda eða kröfum sem hann hefur uppi vegna vanefnda í sinn garð. Ákvæði VIII. kafla geyma reglur um úthlutun sýslumanns á söluverði til veðhafa og annarra rétthafa. Í 49. gr. kemur fram hvernig kröfur verði gerðar til greiðslu af söluverði, en í 50. gr. eru reglur um frumvarp sem sýslumaður á að gera að úthlutun söluverðsins. Þar er lýst í einstökum atriðum hvers efnis frumvarpið eigi að vera og hvernig sýslumaður taki afstöðu til krafna. Í 51. og 52. gr. er því síðan lýst hvernig frumvarp verði kynnt fyrir hlutaðeigendum og hvernig brugðist verði við nýjum kröfum sem koma fram eftir gerð frumvarps og mótmælum gegn frumvarpi. Í 53. og 54. gr. er loks að finna reglur um hvernig verði greitt samkvæmt úthlutunargerð þegar frumvarp að henni hefur hlotið endanlega afgreiðslu. Í IX. kafla frumvarpsins koma síðan fram lokaákvæði 2. þáttar. Þar er mælt fyrir um rétt kaupanda til að taka við umráðum eignar í 55. gr., afsal til kaupanda í 56. gr. og hvernig fari um ófullnægðar eftirstöðvar veðkröfu kaupanda í 57. gr.
    Þriðji þáttur frumvarpsins geymir reglur um nauðungarsölu á öðrum eignum og réttindum en þeim, sem ákvæði 2. þáttar taka til, en þessar reglur varða fyrst og fremst ráðstöfun á lausafjármunum. Í 58.–60. gr., sem heyra til X. kafla frumvarpsins, er kveðið á um það í hverju umdæmi nauðungarsölu eftir 3. þætti verði krafist og hvernig staðið verði að því að taka muni úr vörslum gerðarþola eða annars umráðamanns til að ráðstafa þeim. Í XI. kafla eru reglur um ráðstöfun lausafjármuna, sem er aðallega ætlast til að eigi sér stað á uppboði, sbr. 61. gr., þótt einnig sé heimilað í 62. gr. að selja slíka muni á almennum markaði. Mælt er sérstaklega fyrir um meðferð ágreinings um ráðstöfun lausafjár í 63. gr., en í 64.–69. gr. er kveðið á um auglýsingu uppboðs á lausafé, uppboðsskilmála, framkvæmd uppboðs, úthlutun söluverðs, afsal fyrir lausafjármunum og réttaráhrif uppboðs á þeim. Í XII. kafla er síðan að finna sérreglur um ráðstöfun á verðbréfum, kröfuréttindum o.fl. í 70.–72. gr. frumvarpsins.
    Í fjórða þætti frumvarpsins koma fram reglur um meðferð ágreiningsmála um nauðungarsölu fyrir dómstólum. Ákvæði þessa þáttar greinast í tvo kafla, XIII. og XIV. kafla frumvarpsins. Sá fyrri geymir reglur 73.–79. gr. um meðferð ágreiningsmála sem rísa um afmörkuð atriði varðandi nauðungarsöluna, að því leyti sem þau verða borin út af fyrir sig undir dóm, en í þeim síðari eru reglur 80.–85. gr. um meðferð mála þar sem verður leyst úr gildi nauðungarsölunnar sem slíkrar eftir að söluaðgerðum er lokið. Í báðum köflunum eru reglur um málsmeðferð fyrir héraðsdómi og Hæstarétti og eru þær settar fram með þeim hætti að mál af þessum toga verði rekin eftir almennum reglum um meðferð einkamála að því leyti sem þar er ekki mælt fyrir á annan veg.
    Fimmti og síðasti þáttur frumvarpsins greinist í þrjá kafla. Í XV. kafla eru reglur um skaðabótaskyldu vegna nauðungarsölu, sem koma fram í 86.–88. gr. frumvarpsins. Í XVI. kafla er mælt fyrir um gildistöku í 89. gr. og brottfall og breytingu laga í 90. og 91. gr. Að endingu eru ákvæði til bráðabirgða í 92.–99. gr., sem er skipað saman í XVII. kafla frumvarpsins. Í þessum bráðabirgðaákvæðum eru reglur um tengsl eldri laga og yngri.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í 1. mgr. 1. gr. er að finna almenna afmörkun á efni frumvarpsins í stuttu máli, þar sem er lýst um hverjar aðgerðir reglur þess fjalla. Þar kemur efnislega fram að ákvæði frumvarpsins taki til ráðstöfunar á eign með uppboði, sölu hennar á almennum markaði eða innheimtu eða innlausn á andvirði hennar. Mælt er nánar fyrir um hverja aðferðina til að ráðstafa eign í síðari ákvæðum frumvarpsins. Þannig má finna reglur um uppboð í V. og XI. kafla, ákvæði um sölu á almennum markaði í VI. kafla og fyrirmæli um innheimtu eða innlausn á andvirði eignar eða réttinda í XII. kafla. Önnur ákvæði frumvarpsins mynda flest umgerð um þessa fjóra kafla, með því að lýsa því hverjir framkvæmi þessar ráðstafanir, hvenær heimilt sé að krefjast þeirra og hvernig slíkri kröfu verði komið fram, hvernig ráðstafanir verði undirbúnar, hvernig andvirði eignar greiðist að ráðstöfun lokinni og hvernig því verði varið, hver réttaráhrif ráðstöfunar séu og hvernig verði farið með ágreiningsefni sem koma upp í þessu sambandi.
    Ákvæðum frumvarpsins er þó að vonum ekki ætlað að taka til allra tilvika, þar sem eign er boðin til sölu á almennum markaði eða uppboði eða andvirði eignar eða réttinda er innheimt eða greitt við innlausn. Þetta er ljóst af þeirri nánari afmörkun á gildissviði frumvarpsins, sem felst í orðum 1. mgr. 1. gr., þar sem segir að þessar ráðstafanir eigi sér stað án tillits til vilja eiganda eignar eða réttinda. Með þessu er áréttað að hér sé um nauðungarráðstafanir að ræða, sem fara fram óháð afstöðu þess sem þær beinast að, eða með öðrum orðum fullnustugerðir. Þetta er þó ekki alveg án undantekninga, því í niðurlagi 1. mgr. 1. gr. er vísað til tveggja annarra ákvæða frumvarpsins, þar sem er byggt á því að ráðstafanir séu gagngert háðar óskum eiganda eignar. Annars vegar er þar vísað til 7. gr., þar sem er mælt fyrir um að ráðstöfun á eignum þrota- eða dánarbús geti farið fram eftir reglum frumvarpsins samkvæmt ósk forráðamanns bús, og hins vegar er vísað til 1. mgr. 8. gr., þar sem er kveðið á um að eigandi eignar geti alltaf óskað sjálfur eftir því að henni verði komið í verð með þessum hætti. Í hvorugu þessara tilvika verður rætt um nauðungarráðstöfun eða fullnustugerð. Þessar undantekningar eru hins vegar ekki umfangsmeiri en svo að óhætt er að slá því föstu að reglur frumvarpsins fjalli í öllum meginatriðum um ráðstöfun eigna með fullnustugerðum.
    Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. er hugtakið nauðungarsala notað í frumvarpinu sem samheiti fyrir þær ráðstafanir á eignum sem hér hefur verið lýst. Þess verður að vísu að geta að eftir bókstaflegum skilningi á hugtakinu getur það ekki talist réttnefni í fyrrnefndum tilvikum, þar sem ráðstöfun á eign er með öllu háð vilja eiganda hennar, sbr. 7. gr. og 1. mgr. 8. gr. Allt að einu er ráðgert í 2. mgr. 1. gr. að þetta hugtak verði einnig notað í þeim tilvikum. Þetta verður að helgast af nauðsyn þess að komast hjá því að gefa þeim ráðstöfunum sérstakt heiti, sem yrði sífellt að taka upp samhliða orðinu nauðungarsölu í fjölmörgum tilvikum þar sem það kemur fyrir í texta frumvarpsins. Hins vegar verður að vekja athygli á því að ráðstöfun eignar á grundvelli 7. eða 8. gr. fer ekki í öllum atriðum eftir almennum reglum frumvarpsins, eins og nánar er skýrt í athugasemdum við þær greinar.
    Í II. kafla almennra athugasemda við frumvarpið er greint frá ástæðunum fyrir því að hugtakið nauðungarsala er notað um aðgerðir eftir ákvæðum frumvarpsins í stað þess að ræða um nauðungaruppboð, eins og er gert í núgildandi lögum nr. 57/1949. Skal hér vísað til þeirrar umfjöllunar til frekari skýringa.

Um 2. gr.
    Í þessari grein frumvarpsins kemur fram hverjir teljist aðilar að nauðungarsölu. Áþekkar reglur um aðild er að finna í 8. gr. laga nr. 57/1949 og er hér ekki gert ráð fyrir teljandi breytingum frá þeim. Í 2. gr. frumvarpsins er greint frá aðilum að nauðungarsölu í fjórum töluliðum og er rétt að víkja lítillega að hverjum liðnum, einkum til samanburðar við ákvæði núgildandi laga.
    Í 1. tölul. 2. gr. er sá talinn fyrstur meðal aðila, sem krefst nauðungarsölu. Í frumvarpinu er sá aðili nefndur gerðarbeiðandi, ekki uppboðsbeiðandi eins og í 1. tölul. 8. gr. laga nr. 57/ 1949, en skýring á þessari breyttu hugtakanotkun kemur fram í II. kafla almennra athugasemda við frumvarpið. Í þessu ákvæði frumvarpsins segir að gerðarbeiðandi sé sá sem krefst nauðungarsölu, en þessi orð verður að skilja á þann veg að átt sé við þann, sem á þá hagsmuni sem á að fá fullnægt með kröfunni, en ekki málflytjanda eða annan umboðsmann hans, sem gerir beiðni um nauðungarsölu fyrir hans hönd. Ástæða er til að undirstrika þetta hér, enda hefur verið lenska í núverandi framkvæmd að nefna til dæmis lögmann veðhafa, sem gerir beiðni um uppboð fyrir hans hönd, ranglega uppboðsbeiðanda.
    Í 2. tölul. 8. gr. laga nr. 57/1949 er „uppboðsþolandi“ talinn meðal aðila að nauðungar uppboði, en nánari skýring kemur ekki fram á því hver hann sé, sem hefur leitt af sér viss álitaefni í framkvæmd. Í 2. tölul. 2. gr. frumvarpsins segir á hinn bóginn að gerðarþoli sé sá, sem almennar reglur leiða til að verði talinn eigandi eignarinnar sem nauðungarsölu er krafist á. Þótt stigið sé það skref með þessu að marka nánar en í núgildandi lögum hver gerðarþolinn sé geymir ákvæðið ekki neina afgerandi skilgreiningu á því, enda er þar skírskotað til almennra reglna á vettvangi eignarréttar til lausnar á því álitaefni. Með þessum hætti eru þó tekin af tvímæli um það, að ef eigandi eignar og skuldari að veðtryggðri kröfu, sem er leitað fullnustu á við nauðungarsölu, er ekki einn og sá sami, þá sé eigandinn gerðarþoli en ekki skuldarinn. Um inntak þessarar reglu má að öðru leyti benda á að í þeim tilvikum, þar sem reglur um þinglýsingu eða sambærilega skráningu réttinda eiga við um eign sem er krafist nauðungarsölu á, verður þinglýstur eða skráður eigandi talinn gerðarþoli, jafnvel þótt kunnugt sé að annar maður hafi til dæmis keypt eignina af honum án þess að þinglýsa eða skrá réttindi sín.
    Í 3. tölul. 2. gr. eru tveir flokkar rétthafa yfir eign, sem hvorki teljast til gerðarbeiðenda né gerðarþola, taldir meðal aðila að nauðungarsölu. Annars vegar er þar um þá að ræða, sem njóta þinglýstra réttinda yfir eign, en þeir verða sjálfkrafa taldir aðilar, hvort sem þeir gefa sig fram við nauðungarsölu eða ekki. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort vitað sé hver njóti þinglýstra réttinda meðan enginn gefur sig fram í skjóli þeirra, til dæmis þegar veðskuldabréfi til handhafa hefur verið þinglýst. Hins vegar ná ákvæði 3. tölul. 2. gr. til rétthafa, sem hafa ekki þinglýst réttindum sínum en gefa sig fram við sýslumann og hafa uppi kröfur varðandi nauðungarsöluna. Ákvæðum 3. tölul. 2. gr. svipar til reglu 3. tölul. 8. gr. laga nr. 57/1949, en hér ber þó á milli að aðild samkvæmt síðargreindu reglunni er bundin við þá, sem gefa sig fram við uppboð til að gæta réttinda sinna, og gerir reglan ekki greinarmun á þinglýstum og óþinglýstum réttindum.
    Loks er í 4. tölul. 2. gr. kveðið á um aðild þeirra, sem gefa sig að öðru leyti fram við sýslumann og hafa uppi kröfu varðandi eign, sem nauðungarsölu er krafist á, eða andvirði hennar eða hafa uppi mótmæli gegn kröfu gerðarbeiðanda. Aðild í þessu tilviki er háð þeim áskilnaði að hlutaðeigandi hafi lögvarinna hagsmuna að gæta af því að tekið verði tillit til krafna hans við nauðungarsöluna. Þessi regla er áþekk ákvæðum 4. tölul. 8. gr. laga nr. 57/ 1949. Meðal þeirra tilvika, þar sem komið gæti til aðildar eftir þessu ákvæði frumvarpsins, má nefna í dæmaskyni að ef krafist væri nauðungarsölu á eignarhluta gerðarþola í fasteign, sem er í óskiptri sameign, gæti sameigandi hans gefið sig fram og haft uppi kröfur sem lúta að umfangi eignarhIuta gerðarþola. Eins má nefna sem dæmi um aðild eftir þessu ákvæði, að ef þriðji maður væri skuldari að peningakröfu, sem er tryggð með veði í eign gerðarþola, og gerðarbeiðandi krefst nauðungarsölu á eigninni til að fá fullnustu á skuldinni, gæti þriðji maður gefið sig þar fram og haft uppi mótbárur gegn tilvist skuldarinnar og þar með heimildinni til nauðungarsölu.
    Að öðru leyti er vert að vekja athygli á því að ætlast er til þess með 2. gr. frumvarpsins að aðild að nauðungarsölu hafi í meginatriðum sömu áhrif á réttindi og stöðu hlutaðeigenda og fylgja því almennt að eiga aðild að dómsmáli eftir almennum reglum einkamálaréttarfars. Þannig er byggt á því að aðilar eigi einir rétt á því að hafa uppi kröfur varðandi nauðungarsölu og hún hefði almennt ekki áhrif gagnvart öðrum en aðilum. Varðandi síðastnefnt atriði ber þó að taka tillit til þess að kaupandi telst ekki til aðila að nauðungarsölu, en vissulega hefði hún áhrif gagnvart honum. Þá verður einnig að benda á að í 2. mgr. 56. gr. er kveðið á um það að nauðungarsala leiði að meginreglu til þess að öll ófullnægð óbein eignarréttindi yfir seldri eign, hverju nafni sem nefnast, falli niður og er sú afleiðing nauðungarsölu ekki háð því að sá, sem nýtur þeirra réttinda, hafi verið aðili að henni í skilningi 2. gr. frumvarpsins.

Um 3. gr.


    Í 3. gr. frumvarpsins koma fram ákvæði sem afmarka að framkvæmd nauðungarsölu sé stjórnsýsluathöfn, þar sem segir að sýslumenn fari með þau störf, en samkvæmt reglum laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92/1989, eru sýslumenn framkvæmdarvaldshafar sem fara ekki með dómsvald. Eftir núgildandi reglum laga nr. 57/1949 og nr. 74/ 1972 fara héraðsdómarar með framkvæmd nauðungaruppboða, en vikið var sérstaklega að breytingunni í þessum efnum, sem er ráðgerð í frumvarpinu, í I. og II. kafla almennra athugasemda hér að framan.
    Í 1. mgr. 3. gr. er mælt fyrir um að sýslumenn annist framkvæmd nauðungarsölu sjálfir eða löglærðir fulltrúar þeirra. Þessi fyrirmæli má þó ekki skoða svo bókstaflega að aðrir starfsmenn sýslumanna en löglærðir fulltrúar geti ekki leyst af hendi störf sem lúta að nauðungarsölum, heldur verður að skilja þessa reglu þannig að það séu aðeins sýslumenn og löglærðir fulltrúar sem megi taka nauðungarsölu formlega fyrir og framkvæma sölu á eign. Í síðari málslið 1. mgr. 3. gr. er að finna sérstaka undantekningu frá því sem hér hefur verið sagt, en þar er mælt fyrir um heimild sýslumanns til að fela ólöglærðum starfsmanni sínum að bjóða upp lausafjármuni eftir reglum XI. kafla frumvarpsins. Með þessu ákvæði er leyft að ólöglærður starfsmaður geti haldið lausafjáruppboð án þess að sýslumaður þurfi að koma þar nærri. Heimildinni mætti þó eins beita á þann hátt að sýslumaður eða löglærður fulltrúi haldi uppboðið formlega, en feli ólöglærðum manni að kalla eftir boðum í lausafjármuni og taka afstöðu til boðanna. Í lögum nr. 57/1949 er ekki að finna sambærilega heimild, en samkvæmt 3. gr. þeirra má þó fela hreppstjóra að halda lausafjáruppboð.
    Í 2. mgr. 3. gr. frumvarpsins koma fram fyrirmæli um sérstakt hæfi sýslumanna og löglærðra fulltrúa þeirra til að annast framkvæmd nauðungarsölu, en þessi hæfisskilyrði taka einnig til ólöglærðra starfsmanna sýslumanna ef þeim yrði falið að halda lausafjáruppboð samkvæmt heimild í 1. mgr. 3. gr. Hæfisreglurnar í 3. gr. eru sama efnis og ákvæði um hæfi til að fara með aðfarargerðir í 4. gr. laga nr. 90/1989, eins og henni var breytt með 195. gr. laga nr. 19/1991.
    Ákvæði 3. og 4. mgr. 3. gr. eru efnislega samhljóða reglum 3. og 4. mgr. 4. gr. laga um aðför, nr. 90/1989, og þarfnast ekki frekari skýringa hér.

Um 4. gr.


    Í 1. mgr. 4. gr. kemur fram að sýslumenn eigi að færa málaskrár og gerðabækur um nauðungarsölur eftir því sem nánar er mælt í öðrum ákvæðum frumvarpsins, en dómsmála ráðherra er ætlað að setja nánari fyrirmæli í reglugerð um form og efni málaskrár og form gerðabóka. Í þessu felst að ráðherra er falið að ákveða form gerðabóka, en reglur frumvarpsins eiga að taka af skarið um það hvað eigi að færa í þessar gerðabækur, sem yrði þannig ekki mælt fyrir um í reglugerð. Ganga má út frá því að öðru jöfnu að beinlínis sé tekið fram í ákvæðum frumvarpsins hvort bóka eigi í gerðabók um einstök atriði. Þar sem ekki er mælt fyrir um nauðsyn bókunar má þannig almennt líta svo á að hennar sé ekki þörf. Bein fyrirmæli um bókanir í gerðabók koma víða fram í frumvarpinu, til dæmis í 5., 25., 29., 33., 38., 41., 52., 60., 61., 67., 70. og 73. gr. Af tilvikum, þar sem ekki er beinlínis mælt fyrir um nauðsyn bókunar en hennar gæti þó verið þörf, má benda á ákvæði 47. og 48. gr. frumvarpsins, en í raun er þá lagt á vald sýslumanns að meta hvort gripið verði til gerðabókar. Um málaskrá er ekki nánar mælt í ákvæðum frumvarpsins, en samkvæmt orðum 1. mgr. 4. gr. er ráðherra ætlað að setja fyrirmæli í reglugerð bæði um form málaskrár og þau atriði sem ætti að færa í hana.
    Í 2. mgr. 4. gr. er fjallað um varðveislu sýslumanns á gögnum um nauðungarsölur og heimildir manna til að fá aðgang að slíkum gögnum, en um þessi atriði vísar ákvæðið til reglna um dómskjöl í einkamálum, sem nú koma fram í 43. og 44. gr. laga nr. 85/1936.
    Í 3. mgr. 4. gr. er kveðið á um tilvist málaskrár við héraðsdómstóla vegna ágreiningsmála sem þar yrði leyst úr í tengslum við nauðungarsölu. Dómsmálaráðherra er hér falið að setja reglur um bæði form og efni slíkra skráa, sem er því ekki mælt nánar fyrir um í ákvæðum frumvarpsins.

Um 5. gr.


    Í fyrri málsgrein 5. gr. kemur fram að ekki sé þörf á votti við athafnir sem eiga sér stað eftir ákvæðum frumvarpsins. Í þessu felst breyting frá reglum laga nr. 57/1949, því kveðið er á um það í 4. mgr. 2. gr. laganna að tveir vottar þurfi að vera staddir við nauðungaruppboð. Röksemdum fyrir þessari breytingu var lýst hér áður í II. kafla almennra athugasemda við frumvarpið. Tekið skal fram að vissara þykir vegna umræddra fyrirmæla núgildandi laga að taka berum orðum fram að votta sé ekki þörf við nauðungarsölu, eins og er gert í 1. mgr. 5. gr., þótt draga mætti sömu ályktun ef hvergi væri minnst á nauðsyn votta í ákvæðum frumvarpsins.
    Í síðari málsgrein 5. gr. eru ákvæði um heimild sýslumanns til að kveðja til virðingarmann til að meta eign til peningaverðs í tengslum við nauðungarsölu. Slík virðing á eign yrði vafalaust mjög sjaldgæf í framkvæmd, enda er sambærilegri heimild í 20. gr. laga nr. 57/1949 nánast aldrei beitt. Í frumvarpinu er þó að finna ráðagerðir um tilvik þar sem virðing gæti farið fram, í 4. mgr. 42. gr. og 2. mgr. 50. gr., en ekki má líta svo að þetta verði ekki gert í öðrum tilvikum ef ástæða þykir til að afla verðlagningar á eign, sem gæti til dæmis komið til álita við þær aðstæður sem er fjallað um í 1. mgr. 37. gr. Í 2. mgr. 5. gr. er ætlast til þess að almennum reglum um matsmenn í einkamálum verði beitt um til dæmis fjölda virðingarmanna, hæfi og framkvæmd matsstarfa eftir því sem getur átt við.

Um 6. gr.


    Í 6. gr., sem er upphafsákvæði II. kafla frumvarpsins, er að finna reglur um heimildir skuldheimtumanna til að krefjast nauðungarsölu á eign til að fá peningakröfum fullnægt af andvirði hennar. Ákvæði 1. mgr. 6. gr., þar sem þessar heimildir eru taldar upp í sex töluliðum, eru að miklu leyti hliðstæð reglum 1. gr. laga nr. 57/1949, en rétt er að víkja hér nánar að einstökum atriðum í þessu sambandi til að frekari skýringa.
    Í 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. kemur fram að skuldheimtumaður geti krafist nauðungarsölu á grundvelli fjárnáms í viðkomandi eign. Í ljósi upphafsorða 1. mgr. 6. gr. á ekki að orka tvímælis að það beri að skilja fyrirmæli 1. tölul. á þann veg, að skuldheimtumaður þurfi hér að styðjast við fjárnám sem hefur verið gert í þeirri eign, sem hann krefst nauðungarsölu á, og að fjárnámið hafi verið gert fyrir þeirri peningakröfu sem hann leitar fullnustu á með nauðungarsölunni. Orðalag l. tölul. er ekki alls kostar það sama og í sambærilegri heimild a-liðar l. tölul. 1. gr. laga nr. 57/1949, þar sem segir að nauðungaruppboð megi fara fram með heimild í „aðfarargerð (fjárnámi, lögtaki)“. Stafar þessi breyting af því, að hugtakið aðfarargerð er notað í lögum nr. 90/1989 um fleiri fullnustugerðir en þær, sem fara fram til að fullnægja eða tryggja peningakröfur, og hugtakið kynni jafnvel að vera skilið á þann veg að það tæki einnig til kyrrsetningar eða löggeymslu, sem færi fram til að afla bráðabirgðatryggingar fyrir peningakröfu samkvæmt lögum nr. 31/1990, en ekki er ætlast til þess að umræddar bráðabirgðagerðir geti orðið heimildir til nauðungarsölu. Þess má geta að óþarft er að minnast á lögtak sem heimild til nauðungarsölu í 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins, því lögtaksgerðir samkvæmt núgildandi lögum verða taldar fjárnámsgerðir eftir gildistöku laga nr. 90/1989. Um heimild til að krefjast nauðungarsölu á grundvelli lögtaks, sem væri gert fyrir gildistöku nefndra laga, er fjallað í 98. gr. frumvarpsins.
    Í 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. er mælt fyrir um heimild til að krefjast nauðungarsölu á grundvelli þinglýsts samnings um veðrétt í eign fyrir tiltekinni peningakröfu, ef því skilyrði er fullnægt að berum orðum sé tekið fram í samningnum að það megi krefjast nauðungarsölu án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Heimildarskjalið fyrir nauðungarsölu, sem hér er átt við, yrði oftast veðskuldabréf sem geymir fyrirmæli um rétt til að krefjast nauðungarsölu til að fullnægja gjaldföllnum greiðslum af skuld samkvæmt bréfinu, án þess að mál til heimtu þeirra sé áður lagt fyrir dómstóla eða fjárnám sé gert fyrir þeim í viðkomandi eign.
    Í II. kafla almennra athugasemda við frumvarpið var vikið að því að ákvæði 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. feli aðallega í sér ráðagerðir um breytingar að tvennu leyti frá núgildandi b-lið 1. tölul. 1. gr. laga nr. 57/1949. Nánar tiltekið er annars vegar um breytingu að ræða að því leyti að í 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins er áskilið að samningi um veðrétt þurfi að hafa verið þinglýst til þess styðja megi kröfu um nauðungarsölu við það. Áskilnaður er ekki gerður um þinglýsingu í núgildandi lagareglu, en breyting er lögð til í þessum efnum af ýmsum sökum. Fyrst og fremst er markmiðið með þessu að notfæra á vettvangi nauðungarsölu þá tryggingu varðandi efni og gerð skjals, sem leiðir af þinglýsingu, en samkvæmt þinglýsingalögum nr. 39/1978 verður veðskuldabréf meðal annars að vera vottað með tilteknum hætti, efni þess þarf að vera skýrt og ákveðið og eigandi eignar þarf sjálfur að standa að veðsetningu, eftir atvikum með því að heimila formlega öðrum manni að leggja veðbönd á eign sína. Verður að telja verulega til einföldunar að gera kröfu hér um þinglýsingu, því að öðrum kosti þyrfti bæði að lýsa að einhverju marki sérstökum skilyrðum fyrir nauðungarsölu eftir óþinglýstu veðskuldabréfi í 6. gr. frumvarpsins og sambærileg könnun þyrfti þá að eiga sér stað við nauðungarsölu á óþinglýstu skjali eins og fer fram við þinglýsingu endranær. Áskilnaðurinn um þinglýsingu í 2. tölul. þessa ákvæðis á sér hliðstæðu í norrænni löggjöf, en rétt er að geta þess að nú er mjög fátítt í framkvæmd að krafist sé nauðungaruppboðs á grundvelli óþinglýsts skuldabréfs. Hins vegar er lögð til breyting með 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. að því leyti, að bein heimild til nauðungarsölu á grundvelli veðskuldabréfs er ekki bundin við fasteignir, eins og nú er í b-lið 1. tölul. 1. gr. laga nr. 57/1949. Sú takmörkun í núgildandi lögum þykir ekki eðlileg, enda er orðið algengara en áður var að verðmætt lausafé sé veðsett með samningum, til dæmis vélar til atvinnurekstrar eða bifreiðar. Í framkvæmd hefur orðið talsvert óhagræði af núgildandi reglu í tilvikum þar sem lánastofnanir hafa fengið í einu lagi veð til tryggingar fjárfestingar- eða rekstrarlánum í til dæmis atvinnuhúsnæði skuldara og vélum hans og tækjum. Þegar þannig stendur á heimilar núgildandi regla að það megi eftir atvikum krefjast nauðungaruppboðs án undanfarandi aðgerða á fasteigninni, en uppboð fyrir sömu skuldbindingu mætti ekki fara fram á vélum og tækjum nema að undangengnum dómi fyrir skuldinni og fjárnámi. Rýmkunin, sem hér er lögð til í frumvarpinu, getur varla talist draga úr réttarvernd gerðarþola svo máli skipti, en hún er á hinn bóginn honum til hagsbóta að því leyti að kostnaður félli ekki á hann vegna undanfarandi öflunar dóms og framkvæmdar fjárnáms.
    Af öðrum atriðum 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. má í fyrsta lagi vekja athygli á því, að þar er ekki tekið fram að bein heimild þurfi að vera fyrir hendi í ákvæðum annarra laga til að áskilja hverju sinni rétt í veðskuldabréfi til að krefjast nauðungarsölu án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Er að þessu leyti um breytingu að ræða frá orðum b-liðar 1. tölul. 1. gr. laga nr. 57/1949, þar sem er tekið fram að lagaheimild sem þessi þurfi að vera fyrir hendi. Raunhæft gildi þessa skilyrðis núgildandi laga er hins vegar hverfandi lítið eða ekkert í ljósi þess að í 3. gr. veðlaga nr. 18/1887 er ótakmörkuð heimild til að taka upp ákvæði þessa efnis í veðskuldabréf. Í öðru lagi er rétt að benda á að í 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. kemur fram að heimild til að krefjast nauðungarsölu á þessum grundvelli sé aðeins fyrir hendi, þegar samningur er gerður um veðrétt í eign fyrir tiltekinni peningakröfu. Með þessu er áréttað að samningurinn þarf sem slíkur að taka af tvímæli um fyrir hverri skuld sé verið að veita þessa heimild. Svokallað allsherjarveð, sem væri veitt til tryggingar fyrir öllum skuldbindingum veðsalans við veðhafann, mundi þannig ekki fullnægja þessum áskilnaði ákvæðisins, svo dæmi sé nefnt. Sambærilegur áskilnaður er ekki gerður í núgildandi lögum, en dómvenja er hins vegar fyrir reglu sama efnis og hér er lögð til í frumvarpinu. Í þriðja lagi má loks geta þess að í 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins er tekið fram að heimildin til að krefjast nauðungarsölu á grundvelli þinglýsts samnings um veðrétt sé háð því að það sé tekið berum orðum fram í samningnum að það megi gera þessa kröfu án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Efnislega er hér um sams konar skilyrði að ræða og kemur fram í 7. tölul. l. mgr. 1. gr. laga nr. 90/1989, þar sem er mælt fyrir um heimild til að krefjast fjárnáms án undangengins dóms eða sáttar á grundvelli skuldabréfs. Leggja ber þann skilning í þetta skilyrði frumvarpsins að heimildin til að krefjast nauðungarsölu án umrædds undanfara þurfi að koma beinlínis fram efnislega í orðum samningsins og það svo skýrlega að þeim, sem er að veita þessa heimild, megi vera það ljóst. Þessu skilyrði yrði ekki fullnægt með því einu að vísað væri til ákvæða 2. tölul. í samningi án frekari skýringa eða með þokukenndum ummælum um rétt skuldareiganda til að láta selja veðið. Þetta skilyrði felur hins vegar ekki í sér að það yrði að taka upp tilvísun til ákvæða 2. tölul. í texta skuldabréfs, heldur nægir að umrætt efnisinntak ákvæðisins komist þar til skila.
    Í 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. er mælt fyrir um heimild til að krefjast nauðungarsölu á grundvelli samnings um handveð í viðkomandi eign fyrir tiltekinni peningakröfu. Þessi regla svarar efnislega til c-liðar 1. tölul. 1. gr. laga nr. 57/1949. Þótt það sé ekki tekið fram berum orðum í 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. verður að ganga út frá því að samningur um handveð þurfi að vera skjalfestur til þess að unnt yrði að krefjast nauðungarsölu á grundvelli hans, enda væri gerðarbeiðanda annars ekki kostur á að leiða þau rök að kröfu sinni, sem þarf til þess að hún yrði tekin til frekari meðferðar, sbr. 1. mgr. 13. gr. frumvarpsins. Í 3. tölul. er ekki áskilið með hliðstæðum hætti og í 2. tölul. að samningur um handveð þurfi að geyma fyrirmæli um heimild veðhafa til að krefjast nauðungarsölu, en þetta stafar af því að eftir núgildandi reglum verður að líta svo á að handveð feli þessa heimild sjálfkrafa í sér, sbr. 1. gr. veðlaga nr. 18/1887. Um þann áskilnað 3. tölul. 1. mgr. 6. gr., að handveð þurfi að vera veitt fyrir tiltekinni peningakröfu, má vísa til umfjöllunar hér á undan um sams konar skilyrði í 2. tölul. ákvæðisins.
    Í 4. og 5. tölul. l. mgr. 6. gr. er mælt fyrir um tvenns konar heimildir til að krefjast nauðungarsölu án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms til fullnustu á kröfum sem lögveðréttur fylgir. Í fyrra ákvæðinu kemur fram að það megi krefjast nauðungarsölu á eign í tilvikum þar sem ákvæði annarra laga mæla fyrir um bæði lögveðrétt fyrir peningakröfu í eigninni og að það megi krefjast nauðungarsölu á henni án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Þetta ákvæði svarar efnislega til e-liðar 1. tölul. 1. gr. laga nr. 57/1949. Í síðara ákvæðinu er á hinn bóginn heimilað að krefjast nauðungarsölu á eign í tilvikum þar sem ákvæði annarra laga veita lögveðrétt í henni fyrir kröfu ríkisins, sveitarfélaga, stofnana þeirra eða fyrirtækja, og því skilyrði er enn fremur fullnægt að fjárhæð kröfunnar ráðist af lögum, reglugerð eða gjaldskrá staðfestri af ráðherra. Þetta ákvæði svarar efnislega til fyrirmæla í 1. gr. laga um sölu lögveða án undangengins lögtaks nr. 49/1951. Munurinn milli reglna 4. og 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins felst í því, að í 4. tölul. er áskilið að fyrirmæli annarra laga kveði bæði á um tilvist lögveðréttar og heimild til nauðungarsölu, meðan regla 5. tölul. áskilur aðeins að mælt sé í öðrum lögum um tilvist lögveðréttar fyrir lögákveðinni kröfu opinbers aðila, en setur ekki að skilyrði að viðkomandi lög heimili einnig berum orðum nauðungarsölu án undanfarandi dóms, sáttar eða fjárnáms.
    Í 6. tölul. 1. mgr. 6. gr. er kveðið á um heimild til að krefjast nauðungarsölu á eign á grundvelli haldsréttar gerðarbeiðanda í henni. Þessi regla svarar efnislega til ákvæða 2. tölul. 1. gr. laga nr. 57/1949, en hana ber að sjálfsögðu að skilja á þann veg að gerðarbeiðandi geti krafist nauðungarsölunnar til að fullnægja þeirri peningakröfu sinni, sem haldsrétturinn veitir honum tryggingu fyrir í eigninni.
    Í 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins er að finna ákvæði sem marka nánar hvað teljist til peningakröfu gerðarbeiðanda, sem hann getur krafist fullnustu á með nauðungarsölu á grundvelli 1. mgr. 6. gr. Í 2. mgr. eru taldir upp ýmiss konar kröfuliðir sem geta komið til álita í þessum efnum til viðbótar við höfuðstól skuldar. Ákvæði 2. mgr. svara efnislega til reglna 2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/1989, sem afmarka hvað teljist til peningakröfu þegar leitað er fjárnáms til að fullnægja henni. Verður ekki séð að ástæða sé til að skýra einstök atriði í talningu 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins, en árétta má að þetta ákvæði leyfir gerðarbeiðanda aðeins að krefjast fullnustu á viðkomandi kröfuliðum ef aðrar réttarreglur eða heimildir veita honum tilkall til þeirra.
    Í 3. mgr. 6. gr. kemur fram það skilyrði fyrir nauðungarsölu til fullnustu peningakröfu, að skjöl fyrir peningakröfunni þurfi að bera með sér að gerðarbeiðandi sé rétthafi hennar eða að hann njóti handveðréttar í henni. Sambærilega reglu er ekki að finna í lögum nr. 57/1949, en í framkvæmd hefur almennt verið farið eftir því sem hér er mælt fyrir um. Þess má geta að 3. mgr. 6. gr. frumvarpsins á sér hliðstæðu í 2. gr. laga nr. 90/1989.

Um 7. gr.


    Í þessari grein, sem svarar að nokkru til ákvæða d-liðar 1. tölul. 1. gr. laga nr. 57/1949, er heimilað að beita ákvæðum frumvarpsins til að koma í verð eign þrotabús eða ógjaldfærs dánarbús, ef þess er krafist af skiptastjóra sem fer með skipti á viðkomandi búi. Í upphafi 7. gr. er þó tekið fram að ákvæðum frumvarpsins verði beitt í þessu skyni eftir því sem þau geta átt við. Með þessu er sleginn sá varnagli að ráðstöfun eignar eftir þessari heimild lúti ekki reglum frumvarpsins að öllu leyti, en vikið verður nánar að inntaki þessa varnagla hér á eftir.
    Um skilyrði fyrir beitingu heimildar 7. gr. er í fyrsta lagi rétt að benda á að hún kemur aðeins til álita í tilvikum, þar sem viðkomandi eign tilheyrir annaðhvort þrotabúi, sem er til skipta eftir reglum laga nr. 21/1991, eða dánarbúi sem er til opinberra skipta og er farið með eftir reglum um gjaldþrotaskipti vegna ógjaldfærni þess, sbr. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 20/1991. Í þessu felst nokkur þrenging frá d-lið 1. tölul. 1. gr. laga nr. 57/1949, þar sem nauðungaruppboð er heimilað á eign dánarbús ef því einu er fullnægt, að erfingjar hafi ekki tekið á sig ábyrgð á skuldbindingum þess, en skortur á slíkri ábyrgð þarf ekki endilega að stafa af ógjaldfærni bús. Í öðru lagi má taka hér fram að ef þannig stæði á að skiptastjóri við opinber skipti á dánarbúi hefði hug á að láta ráðstafa eign þess eftir reglum frumvarpsins, en dánarbúið væri gjaldfært, þá gæti hann sem áður segir ekki stutt kröfu um það við ákvæði 7. gr., en honum stæði hins vegar til boða að leita ráðstöfunar eignarinnar á grundvelli 1. mgr. 8. gr. frumvarpsins. Þetta mundi að flestu leyti leiða til sömu niðurstöðu, en þó ber aðallega hér á milli að við ráðstöfun eignar á grundvelli 8. gr. falla ófullnægð réttindi yfir henni ekki niður skv. 2. mgr. 56. gr. frumvarpsins, meðan það gagnstæða á við um ráðstöfun á grundvelli 7. gr. Þá er í þriðja lagi rétt að benda á að heimildar 7. gr. verður ekki neytt af öðrum en skiptastjóra í dánarbúi eða þrotabúi, þannig að ef skuldheimtumaður æskir nauðungarsölu á eign bús, sem er reyndar mjög takmarkað að megi vegna ákvæða 3. mgr. 4. gr. laga nr. 20/1991 og 4. mgr. 116. gr. laga nr. 21/1991, þá verður hann að styðjast við heimild til nauðungarsölu skv. 6. gr. frumvarpsins.
    Eins og áður segir er gerður fyrirvari í orðum 7. gr. um það, að ákvæði frumvarpsins eigi ekki að öllu leyti við um ráðstöfun eignar sem ætti sér stað á grundvelli þessarar heimildar. Helstu atriðin, sem þessi fyrirvari tekur mið af, eru eftirfarandi:
     1.      Við nauðungarsölu eftir 7. gr. væri sú sérstaða uppi, að einn og sami aðili væri í senn að formi til gerðarbeiðandi og gerðarþoli, sbr. l. og 2. tölul. 2. gr. frumvarpsins. Staða viðkomandi dánarbús eða þrotabús yrði þó að öðru jöfnu miðuð við að það væri gerðarbeiðandi við nauðungarsöluna. Þannig yrði skiptastjóra til dæmis ekki tilkynnt um beiðni skv. 1. mgr. 16. gr. eða um uppboð skv. 1. mgr. 26. gr. Af sömu ástæðu yrði beiðni skiptastjóra um nauðungarsölu heldur ekki með þeim almenna hætti sem er boðinn í 11. gr. frumvarpsins.
     2.      Ef skiptastjóri æskir ráðstöfunar á eign skv. 7. gr. yrði alltaf farið með beiðni hans eina út af fyrir sig, með því að í 14. gr. frumvarpsins er ekki gert ráð fyrir því að meðferð beiðni af hendi skuldheimtumanns um nauðungarsölu á sömu eign skv. 6. gr. verði sameinuð meðferð á beiðni skv. 7. gr. Viðkomandi dánarbú eða þrotabú yrði þannig alltaf eini gerðarbeiðandinn, en veðhafar í eigninni yrðu þó allt að einu aðilar að nauðungarsölunni á grundvelli 3. tölul. 2. gr. ef því væri að skipta.
     3.      Þótt ákvæði 7. gr. takmarki ekki með hverjum hætti eign yrði ráðstafað, má ganga út frá því að þessari heimild yrði aðeins beitt til að fá eign selda á uppboði. Stafar þetta af því að skiptastjóri hefur sjálfur heimild til að ráðstafa eign á almennum markaði, eftir atvikum með þeim afleiðingum að ófullnægð réttindi yfir eigninni falli niður, sbr. 129. gr. laga nr. 21/1991. Hefði hann því engan ávinning af því að leita nauðungarsölu í því skyni að fá eign ráðstafað eftir reglum VI. kafla frumvarpsins. Af sambærilegum ástæðum kæmi vart til þess heldur að skiptastjóri sæi hag af því að leita eftir nauðungarsölu til ráðstöfunar skv. XII. kafla frumvarpsins.
     4.      Eftir orðalagi 7. gr. nær heimild ákvæðisins til þess að eign dánarbús eða þrotabús verði komið í verð eftir reglum frumvarpsins. Með þessu orðalagi er í reynd verið að takmarka beitingu reglna frumvarpsins við þessar aðstæður á þann hátt, að það verði notast við þær um sjálfa sölu eignarinnar og eftir atvikum innheimtu og greiðslu söluverðs og útgáfu afsals fyrir eigninni, en um önnur atriði yrði ákvæðum frumvarpsins að öðru jöfnu ekki beitt nema það sé tekið beinlínis fram í þeim, sbr. t.d. 2. mgr. 56. gr. Þetta leiðir meðal annars til þess að sýslumaður mundi ekki úthluta söluverði eftir reglum VIII. kafla, heldur yrði það greitt skiptastjóra að frádregnum kostnaði af sölunni. Veðhafar og aðrir rétthafar mundu þannig ekki lýsa kröfum um greiðslu af söluverði til sýslumanns, heldur yrðu þeir að beina kröfum sínum að skiptastjóra og tækju þá ákvæði XVII. og XVIII. kafla laga nr. 21/1991 til krafnanna.

Um 8. gr.


    Í 8. gr. koma fram tvenns konar heimildir handa eiganda eignar til að krefjast sjálfur ráðstöfunar á henni. Verulegur eðlismunur er á þessum heimildum þótt þær komi báðar fram í sömu grein frumvarpsins. Í 1. mgr. 8. gr. er að finna heimild til þess að eini eigandinn að eigninni eða eftir atvikum báðir eða allir eigendur leiti eftir ráðstöfun hennar eftir ákvæðum frumvarpsins af fúsum og frjálsum vilja. Í 2. og 3. mgr. 8. gr. er hins vegar að finna heimildir handa einum eiganda að eign, sem er í óskiptri sameign, til að krefjast ráðstöfunar á henni gegn vilja sameiganda síns til þess að fá sameigninni slitið. Eftir atvikum gætu tveir eða fleiri sameigendur krafist ráðstöfunar saman eftir þessum ákvæðum gegn vilja eins eða fleiri annarra eigenda, svo sem má ráða af orðalagi 2. mgr. 8. gr. Munurinn milli þessara heimilda felst þannig aðallega í því, að í tilvikum sem eiga undir 1. mgr. 8. gr. er í raun um frjálsa ráðstöfun að ræða, meðan 2. og 3. mgr. 8. gr. mæla fyrir um nauðungarráðstöfun að því leyti sem hún á sér stað óháð vilja einhvers sameiganda. Á hinn bóginn eiga þessar heimildir það sammerkt, að áhrif ráðstöfunarinnar á réttindi annarra en eigenda yfir eigninni eru ekki þau sömu og endranær við nauðungarsölu, sbr. 4. mgr. 8. gr., en þetta er meðal ástæðna fyrir því að reglur 1.–3. mgr. eru settar fram í einni og sömu grein.
    Í 1. mgr. 8. gr. er heimild handa eiganda eignar eða þeim báðum eða öllum til að óska eftir ráðstöfun hennar samkvæmt reglum frumvarpsins. Þessi heimild nýtur sérstöðu meðal ákvæða frumvarpsins að því leyti, að hún tekur sem áður segir til frjálsrar ráðstöfunar á eign. Hún leyfir þannig eiganda að leita eftir því að aðferðum frumvarpsins verði beitt til að koma eign hans í verð, í stað þess að hann selji hana sjálfur eins og tíðkanlegt er í frjálsum viðskiptum. Þessari heimild svipar að vísu til þeirrar, sem kemur fram í 7. gr., að því leyti að í báðum tilvikum er eiganda sjálfum leyft að hlutast til um ráðstöfun eignar. Sá meginmunur er hins vegar á þessum tveimur heimildum, að ráðstöfun eignar á grundvelli 7. gr. leiðir til þess að ófullnægð réttindi yfir henni falla niður, sbr. 2. mgr. 56. gr., en ráðstöfun á grundvelli 1. mgr. 8. gr. hefur engin slík áhrif, sbr. 4. mgr. greinarinnar. Þetta undirstrikar þannig frekar það einkenni á heimild 1. mgr. 8. gr., að með henni er eiganda veittur aðgangur að því að fá eign sinni komið í verð eftir aðferðum frumvarpsins, ef hann svo kýs, en réttaráhrif sölunnar eru ekki frábrugðin þeim sem mundu fylgja frjálsri sölu með venjulegum hætti.
    Ákvæði 1. mgr. 8. gr. eiga sér ekki hliðstæðu í lögum nr. 57/1949, en áþekk heimild verður hins vegar studd við ákvæði 1. gr. tilskipunar 19. desember 1693, sem heimilar eiganda að óska eftir uppboði á eign sinni. Í framkvæmd hefur verið rætt um frjálst uppboð þegar eigandi leitar sjálfur eftir ráðstöfun eignar á þessum grundvelli, en slíkt er fremur fátítt og má heita óþekkt að öðru en lausafjármunum sé ráðstafað á þennan hátt. Í 1. mgr. 8. gr. frumvarpsins er réttur eiganda ekki takmarkaður á þann hátt, að hann geti aðeins óskað eftir uppboði á eign sinni, en með því að varla verði séð að eigandi gæti talið sig hafa neinn ávinning af því að leita ráðstöfunar skv. VI. eða XII. kafla frumvarpsins, að minnsta kosti ef eigandinn er aðeins einn, má heita að heimildinni í 1. mgr. 8. gr. yrði tæplega beitt í framkvæmd nema til sölu á uppboði. Má því segja að 1. mgr. 8. gr. komi í raun í staðinn fyrir reglu fyrrnefndrar tilskipunar, en í 90. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um brottfall hennar.
    Í 1. mgr. 8. gr. kemur fram að ákvæðum frumvarpsins verði aðeins beitt eftir því sem getur átt við, þegar eign er ráðstafað samkvæmt þessari heimild. Af eðli þessarar heimildar, sem hefur verið lýst hér að nokkru, leiðir að það verði vikið í allmörgum atriðum frá almennum reglum þegar henni er beitt. Í tilvikum sem þessum yrði því þannig farið, líkt og áður var lýst varðandi 7. gr. frumvarpsins, að einn og sami aðili væri að formi til gerðarbeiðandi og gerðarþoli, en eigandi sem biður sjálfur um ráðstöfun eignar sinnar yrði að njóta stöðu gerðarbeiðanda að því leyti sem máli skiptir. Einnig má nefna að sérstaða heimildarinnar í 1. mgr. 8. gr. hlýtur að leiða til þess að eigandinn geti í reynd ráðið efni þeirra skilmála sem verður beitt við sölu eignar hans. Síðast en ekki síst leiðir í senn af umræddri sérstöðu heimildarinnar og ákvæðum 4. mgr. 8. gr., að ráðstöfun eignarinnar mundi hvorki veita veðhöfum rétt til að krefjast fullnustu réttinda sinna af söluandvirðinu né eigandanum rétt til að krefjast gjaldfellingar og greiðslu á kröfum veðhafa, en með samkomulagi milli eiganda og veðhafa mætti vitanlega víkja frá þessu. Ef ekki yrði samið þannig um annað yrði að selja eignina með þeim skilmála að kaupandi taki við henni með öllum áhvílandi veðböndum og höftum, en eftir atvikum með skuldbindingu eiganda um að fá tilteknum böndum aflétt.
    Í 2. mgr. 8. gr. er að finna heimild til að krefjast nauðungarsölu, sem er eins og áður segir mjög frábrugðin heimildinni í 1. mgr. Í 2. mgr. er nánar tiltekið mælt fyrir um rétt eins eða fleiri eigenda til að krefjast nauðungarsölu til slita á óskiptri sameign án tillits til vilja sameiganda. Ráðstöfun eignar á þessum grundvelli getur réttilega kallast nauðungarsala í bókstaflegum skilningi hugtaksins, því hún felur í sér nauðungarathöfn í garð þess sameiganda sem óskar ekki eftir ráðstöfuninni sjálfur. Í tengslum við þetta má vekja athygli á því, að ef sameigendur eignar væru til dæmis tveir og þeir mundu hvor fyrir sig krefjast ráðstöfunar sameignarinnar á grundvelli 2. mgr. 8. gr., þá leiðir af ákvæðum 1. mgr. 14. gr. að meðferð beiðna þeirra yrði sameinuð og að réttu lagi yrði þá að telja ráðstöfun eignarinnar fara fram á grundvelli 1. mgr. 8. gr. úr því sem komið væri, enda kominn fram sameiginlegur vilji eigenda til þess að eignin verði seld.
    Ákvæði 2. mgr. 8. gr. eiga sér ekki hliðstæðu nú í settum lögum, en í framkvæmd hefur þó verið gengið út frá því að eigandi megi krefjast uppboðs til slita á sameign gegn vilja sameiganda síns. Telja má heimild til þess styðjast við dómvenju, en að nokkru mætti einnig styðja hana við ákvæði 20. kap. kaupabálks Jónsbókar, sem mun vera talið að séu enn í gildi. Skilyrði 2. mgr. 8. gr. fyrir því að koma fram nauðungarsölu til slita á sameign eru í flestum atriðum byggð á ályktunum um fordæmisreglur, sem þykir mega draga af dómum um þetta efni. Í einu atriði er þó vikið frá þessu, því ákvæði 2. mgr. 8. gr. miða ekki við að það útiloki nauðungarsölu til sameignarslita, að það megi hugsanlega skipta eigninni milli eigenda hennar, en finna má dómsúrlausnir þar sem komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að sú aðstaða komi í veg fyrir uppboð til slita á sameign. Þess í stað er ráðgert í 2. mgr. 8. gr. að það sé skilyrði fyrir nauðungarsölunni að slíkum skiptum á eigninni milli sameigenda verði ekki komið fram nema með verulegu tjóni eða kostnaði. Að öðru leyti en þessu má heita að byggt sé á því í 2. mgr. 8. gr. að sömu skilyrði verði fyrir nauðungarsölu til slita á sameign eins og talið hefur verið hingað til.
    Vekja má athygli á því að heimildin í 2. mgr. 8. gr. er ekki bundin við það að aðeins verði krafist uppboðs á sameign. Mætti því ráðstafa sameign á þessum grundvelli samkvæmt fyrirmælum 6. eða eftir atvikum XII. kafla frumvarpsins ef því væri að skipta.
    Í 3. mgr. 8. gr. má finna sérreglu um heimild til að krefjast nauðungarsölu til slita á sameign, en í henni er mælt fyrir um að það megi krefjast nauðungarsölu á grundvelli dóms, þar sem viðurkenndur væri réttur eins eða fleiri eigenda til að krefjast slíkra slita á sameign. Í þessu ákvæði er ekki mælt fyrir um frekari skilyrði fyrir nauðungarsölunni, enda væri þá tekin afstaða í dóminum til efnislegra skilyrða fyrir sameignarslitum. Regla 3. mgr. 8. gr. á sér ekki hliðstæðu í núgildandi lögum.
    Nauðungarsala til slita á sameign skv. 2. eða 3. mgr. 8. gr. færi ekki í öllum atriðum eftir almennum fyrirmælum frumvarpsins, svo sem má ráða af fyrirvara þess efnis í orðalagi beggja ákvæðanna. Frávik í þessum efnum eru hins vegar verulega færri en áður var lýst varðandi 1. mgr. 8. gr. Þau felast fyrst og fremst í því, að vegna fyrirmæla 4. mgr. 8. gr. hefði nauðungarsalan ekki áhrif á veðréttindi eða önnur höft á sameign, en sömu viðhorf eiga við í þessum efnum og var lýst í umfjöllun um 1. mgr. 8. gr.
    Í 4. mgr. 8. gr. er tekið fram að nauðungarsala eignar á grundvelli 1.–3. mgr. hafi ekki áhrif á réttindi yfir henni umfram það sem mundi almennt gæta við sölu hennar. Með þessum fyrirmælum er áréttað að áhrif nauðungarsölunnar felist fyrst og fremst í því að eigendaskipti verði að eigninni, en salan hafi hins vegar ekki frekari áhrif á stöðu veðhafa eða annarra rétthafa í eigninni en fylgja eigendaskiptum að henni í öðrum tilvikum. Meginatriðin í þessum efnum eru skýrð nánar hér að framan í umfjöllun um l. mgr. 8. gr.

Um 9. gr.


    Í 9. gr. frumvarpsins kemur fram regla sem leiðir til þess að skuldheimtumenn verði í flestum tilvikum að beina formlegri greiðsluáskorun til gerðarþola áður en þeir geta lagt fram beiðni um nauðungarsölu á grundvelli 6. gr. Um tilgang þessarar reglu og rökin að baki henni hefur þegar verið fjallað í I. og II. kafla almennra athugasemda við frumvarpið.
    Ákvæði 9. gr. eru í flestum atriðum hliðstæð fyrirmælum 7. gr. laga nr. 90/1989, þar sem kveðið er á um að beina verði greiðsluáskorun til gerðarþola áður en krafist er fjárnáms hjá honum á grundvelli tiltekinna aðfararheimilda. Er ætlast til þess að einstök atriði í 9. gr. frumvarpsins verði skýrð með sama hætti og 7. gr. laga nr. 90/1989 og er því ekki ástæða til verulegrar umfjöllunar um ákvæðið hér. Þó skal nokkurra atriða getið hér sérstaklega.
    Í fyrsta lagi má vekja athygli á því að skv. 1. mgr. 9. gr. er greiðsluáskorun aðeins nauðsynlegur undanfari beiðni um nauðungarsölu, þegar beiðnin verður studd við heimild skv. 2.–6. tölul. 1. mgr. 6. gr. Þetta táknar með öðrum orðum að greiðsluáskorunar yrði þörf í öllum tilvikum þegar nauðungarsölu væri krafist til fullnustu peningakröfu, að frátöldum tilvikum þar sem beiðni um nauðungarsölu yrði studd við fjárnám, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. Ástæðan fyrir því að fjárnám séu hér látin njóta sérstöðu er sú, að ákvæði laga nr. 90/1989 tryggja að gerðarþoli fái að öðru jöfnu tilkynningar áður en fjárnám er gert, honum er gefinn kostur á að mæta við fjárnám og við vissar aðstæður er óhjákvæmilegt að hann geri það, gerðarþola er tilkynnt eftir á um fjárnám sem hefur verið gert án þess að hann væri viðstaddur og honum er eftir atvikum gerð grein fyrir því við fjárnámið sjálft eða í tilkynningu um það, að fjárnámið veiti gerðarbeiðanda rétt til að krefjast nauðungarsölu. Í tilvikum, sem aðrar heimildir til nauðungarsölu skv. 1. mgr. 6. gr. taka til, er engin sambærileg athöfn að baki heimild eða trygging fyrir því að skyldur gerðarþola séu brýndar fyrir honum og þykir því mega gera þann greinarmun á nauðsyn undanfarandi greiðsluáskorunar sem hér um ræðir.
    Í öðru lagi er vert að undirstrika að eftir orðum 9. gr. hefur greiðsluáskorun ekki tilætluð áhrif nema henni sé komið á framfæri við gerðarþola eftir að krafan, sem á að leita fullnustu á, er komin í gjalddaga. Þetta táknar að gerðarbeiðandi gæti til dæmis ekki notað einu og sömu orðsendinguna til að krefja gerðarþola um greiðslu samkvæmt skuldabréfi, sem fellur í gjalddaga með uppsögn, og til að koma fram greiðsluáskorun skv. 9. gr.
    Í þriðja lagi má benda á að í 1. mgr. 9. gr. kemur fram að greiðsluáskorun þurfi að fela í sér tilkynningu um að krafist verði nauðungarsölu á tiltekinni eign ef gerðarþoli verður ekki við áskorun um að greiða tiltekna peningaskuld innan fimmtán daga frá því hún berst honum. Með orðalagi ákvæðisins í þessum efnum er lögð áhersla á að það verði að koma skýrlega fram í áskoruninni hver eignin sé, sem verður krafist nauðungarsölu á, og einnig að rækilega sé gerð grein fyrir peningakröfunni sem á að leita fullnustu á. Peningakröfuna yrði þannig að sundurliða í höfuðstól, vexti o.s.frv., auk þess að heildarfjárhæð hennar við gerð greiðslu áskorunar yrði að koma fram. Eftir þörfum yrði gerðarbeiðandi enn fremur að taka fram hver rótin sé að kröfunni, til dæmis að hún styðjist við veðskuldabréf sem hafi verið gefið út tiltekinn dag til tiltekins veðhafa.
    Í fjórða lagi má nefna að eftir hljóðan 9. gr. ber gerðarbeiðanda að beina áskorun sinni til gerðarþola, en ákvæði 2. tölul. 2. gr. taka af skarið um hver gerðarþoli sé hverju sinni. Gerðarbeiðanda væri hins vegar engin þörf að beina sams konar áskorun að öðrum en gerðarþola í þessum skilningi. Ef gerðarþoli hefði til dæmis heimilað þriðja manni að veðsetja eign sína til tryggingar skuld, sem þriðja manni bæri einum skylda til að greiða, þyrfti aðeins að beina greiðsluáskorun til gerðarþolans, þ.e. eiganda veðsettu eignarinnar, en ekki að þriðja manni. Eins má nefna að ef gerðarbeiðandi nýtur aðeins veðréttar í eignarhluta eins manns í óskiptri sameign og hann hyggst leita fullnustu á kröfu með nauðungarsölu á þeim eignarhluta, nægir gerðarbeiðandanum að beina áskorun til þess, sem á þann eignarhluta, en hann þyrfti ekki að koma greiðsluáskorun á framfæri við sameigendur þess manns.
    Í fimmta lagi má loks geta þess að 2. mgr. 9. gr. geymir tæmandi talningu á þeim kostum, sem gerðarbeiðandi getur nýtt sér til að koma greiðsluáskorun á framfæri með viðeigandi réttaráhrifum. Gerðarbeiðandi gæti því ekki farið þá leið að fá greiðsluáskorun birta í Lögbirtingablaði ef ókunnugt væri hver gerðarþoli sé eða hvar megi koma greiðsluáskorun á framfæri við hann. Undir þeim kringumstæðum gæti gerðarbeiðandi ekki nýtt sér heimild til nauðungarsölu án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms, og yrði því að komast hjá örðugleikum í þessum efnum með því að fá fyrst fjárnám í eigninni, eftir atvikum að undangengnum dómi. Af fyrirmælum 2. mgr. 9. gr., þar sem kemur fram að greiðsluáskorun verði send í ábyrgðarbréfi eða símskeyti eða birt af einum stefnuvotti, verður að sjálfsögðu dregin sú ályktun að áskorunin þurfi að vera í rituðu máli.

Um 10. gr.


    Í 10. gr. kemur fram sérregla um skyldu gerðarbeiðanda til að beina sérstakri áskorun að gerðarþola áður en hann krefst nauðungarsölu til slita á sameign á grundvelli 2. mgr. 8. gr. frumvarpsins. Sitthvað er líkt með áskorun skv. 10. gr. annars vegar og þeirri greiðsluáskorun skv. 9. gr. hins vegar, sem áður hefur verið lýst. Þannig yrði áskorun skv. 10. gr. komið á framfæri við gerðarþola með sama hætti og greiðsluáskorun skv. 9. gr., sbr. 2. mgr. 10. gr. Tilgangur beggja þessara afbrigða áskorana er einnig sambærilegur, að því leyti að þeim er ætlað að varna því að beiðni sé sett fram um nauðungarsölu án þess að áður sé reynt hvort komast megi hjá henni. Gerðarbeiðanda yrði enn fremur nauðsynlegt að koma fram áskorun skv. 10. gr. til þess að geta krafist nauðungarsölu til slita á sameign, en tækist það ekki væri hann nauðbeygður til að leita viðurkenningardóms til að koma fram nauðungarsölu í þessu skyni, sbr. 3. mgr. 8. gr.
    Í ýmsum öðrum atriðum en nú hefur verið getið er hins vegar munur á áskorun skv. 10. gr. og greiðsluáskorun skv. 9. gr. Af slíku má benda á að áskorun skv. 10. gr. á að beinast efnislega að því, að gerðarþoli gangi til samninga við gerðarbeiðanda um slit sameignar þeirra, að því viðlögðu að gerðarbeiðandi krefjist nauðungarsölu ef samningar takast ekki í þeim efnum innan mánaðar. Vitanlega yrði að koma skýrlega fram hver sameignin væri, sem gerðarbeiðandi vill fá slitið, og ekki mætti orka tvímælis hver gerðarbeiðandinn sé og á hverjum grunni hann telji sig meðal sameigenda, ef gerðarþola mætti ekki vera það fullkunnugt að fyrra bragði. Annað og meira þyrfti hins vegar ekki að koma fram í áskorun skv. 10. gr., enda er til dæmis ekki ráðgert í ákvæðinu að gerðarbeiðandi þurfi að setja fram tilboð af sinni hendi um hvernig sameigninni verði slitið. Gerðarbeiðandi yrði að beina áskorun til allra sameigenda sinna, ef um fleiri en einn væri að ræða, en í ljósi eðlis nauðungarsölu til slita á sameign og ákvæða 2. tölul. 2. gr. teldust sameigendur hans allir í senn til gerðarþola við þessar aðstæður.
    Rétt er að vekja athygli á því að ákvæði 10. gr. skylda gerðarbeiðanda aðeins til að koma fram áskorun ef hann hyggst byggja kröfu um nauðungarsölu til sameignarslita á almennri heimild 2. mgr. 8. gr. frumvarpsins. Ef gerðarbeiðandinn styddi þannig heimild sína við viðurkenningardóm skv. 3. mgr. 8. gr. væri honum óskylt að koma fram áskorun áður en hann legði fram beiðni um nauðungarsölu.

Um 11. gr.


    Í 11. gr., sem er upphafsákvæði III. kafla frumvarpsins, koma fram reglur um form og efni beiðni um nauðungarsölu og þau gögn sem þurfa að fylgja henni til sýslumanns.
    Í 1. mgr. 11. gr. er greint frá því að beiðni um nauðungarsölu þurfi að vera skrifleg og er síðan talið þar upp hvað þurfi að koma fram í henni. Með þessu ákvæði eru ekki lagðar til teljandi breytingar frá núgildandi reglum í 6. gr. laga nr. 57/1949, eins og þeim var breytt með lögum nr. 12/1987. Þó ber að minnast sérstaklega á fjögur atriði í því sambandi. Í fyrsta lagi er áskilið afdráttarlaust í upphafi 1. mgr. 11. gr. frumvarpsins að beiðnin þurfi að vera skrifleg, en með þessu er gert ráð fyrir afnámi undantekningarreglu í 2. mgr. 6. gr. núgildandi laga, sem felur í sér að þegar uppboðsbeiðandi og uppboðshaldari eru einn og sami embættismaður þá þurfi ekki skriflega beiðni. Áhrifa þessarar undantekningar hefur einkum gætt í tilvikum, þar sem sami embættismaður innheimtir opinber gjöld og heldur nauðungaruppboð, en ekki verður séð að nein rök mæli með áframhaldandi tilvist hennar í lögum, enda leiðir hún til óskýrleika í málatilbúnaði gagnvart gerðarþola og öðrum gerðarbeiðendum. Í öðru lagi er tekið fram í 1. mgr. 11. gr., líkt og í umræddri 6. gr. núgildandi laga, að meðal annars þurfi að tiltaka í beiðni hver gerðarþoli sé og hvert heimilisfang hann hafi. Í frumvarpinu er þó gert ráð fyrir því að gerðarbeiðanda geti talist afsakanlegt að hann geti ekki sett fram slíkar upplýsingar um gerðarþola, sbr. 2. mgr. 16. gr. Þegar þannig stæði á yrði ekki unnt að telja beiðni gerðarbeiðanda gallaða þótt gerðarþoli yrði ekki nafngreindur eða heimilisfang hans kæmi ekki fram, en sambærileg undantekning í þessum efnum er ekki gerð berum orðum í ákvæðum núgildandi laga. Í þriðja lagi má vekja athygli á því að það er beinlínis tekið fram í 1. mgr. 11. gr. að það sé ætlast til sundurliðunar á kröfu gerðarbeiðanda í beiðni hans, en í þessu felst að gerðarbeiðandi verður að setja fram fullkominn og sundurgreindan útreikning á kröfu sinni eins og hún stendur við gerð beiðninnar. Þetta er ekki berum orðum gert að skyldu í núgildandi lögum, en oftast er þetta þó gert í beiðnum um nauðungaruppboð með líkum hætti og hér er ætlast til. Í fjórða lagi er mælt fyrir um það í niðurlagi 1. mgr. 11. gr., að gerðarbeiðanda eigi eftir þörfum að greina frá atvikum að baki beiðni sinni og röksemdum fyrir henni. Með þessu er ætlast til þess að gerðarbeiðandi geri almennt stuttlega grein fyrirmálsatvikum, málsástæðum og réttarheimildum í beiðninni, en nauðsyn þess er vissulega misjöfn eftir því við hverja heimild til nauðungarsölu er stuðst. Til dæmis yrði varla ætlast til þess að neins yrði getið í þessu sambandi ef nauðungarsölu væri krafist á grundvelli fjárnáms, enda segði endurrit fjárnámsgerðar almennt það sem segja þyrfti, eða þegar eigandi óskaði sjálfur eftir ráðstöfun eignar skv. 1. mgr. 8. gr. Á hinn bóginn mundi að jafnaði gegna öðru máli þegar nauðungarsölu yrði krafist eftir ákvæðum 2.–6. tölul. 1. mgr. 6. gr. eða 2. mgr. 8. gr.
    Í 2. mgr. 11. gr. er að finna sérreglu um efni beiðni um nauðungarsölu, sem á við þegar krafist er ráðstöfunar á lausafjármunum eða öðrum eignum eða réttindum sem ákvæði 3. þáttar frumvarpsins ná til. Í þessu ákvæði kemur fram að gerðarbeiðandi eigi þá að veita upplýsingar í beiðni sinni um hvar eignin, sem hann vill fá ráðstafað, sé niður komin eða hver hafi hana undir höndum, eftir því sein hann getur upplýst um slíkt. Þessi sérregla tengist öðrum reglum frumvarpsins einkum á tvo vegu. Annars vegar eru upplýsingar um þetta nauðsynlegar ef gerðarbeiðandi óskar í beiðni sinni eftir heimild sýslumanns til vörslusviptingar, sbr. 59. gr. Hins vegar getur geymslustaður eignar ráðið nokkru um það í hverju umdæmi nauðungarsala á lausafjármunum færi fram, sbr. 58. gr.
    Í 3. mgr. 11. gr. eru fyrirmæli um þau gögn sem verða að fylgja beiðni um nauðungarsölu. Í upphafi þessa ákvæðis kemur meðal annars fram að gerðarbeiðandi þurfi að láta af hendi gögn til staðfestingar á því að hann hafi komið fram áskorun skv. 9. eða 10. gr., ef hennar er þörf í viðkomandi tilviki, en þessu yrði fullnægt með því að leggja með beiðni vottorð stefnuvotts um birtingu áskorunar eða viðeigandi vottorð um að áskorun hafi verið komið á framfæri í ábyrgðarbréfi eða símskeyti. Önnur atriði í 3. mgr. 11. gr. eru hliðstæð fyrirmælum 1. mgr. 6. gr. laga nr. 57/1949, sbr. lög nr. 12/1987, eins og þeim hefur verið beitt í framkvæmd og þarfnast þau ekki frekari skýringa.
    Í 4. mgr. 11. gr. er sérregla um gögn sem þurfa að fylgja beiðni um nauðungarsölu á skipi eða loftfari sem er skrásett í öðru ríki, en ætlast er til þess að staðfest gögn verði þá lögð fram frá erlendri réttindaskrá til upplýsinga um réttindi yfir viðkomandi eign. Þessu yrði eftir atvikum fullnægt með afhendingu veðbókarvottorðs vegna eignarinnar og eftirrita af heimildarbréfum þeirra sem njóta réttinda yfir henni. Sambærilega reglu má nú finna í 1. gr. laga nr. 20/1966 um fylgigögn með beiðni um nauðungarsölu á loftfari, en í 4. mgr. 11. gr. frumvarpsins er reglan færð út þannig að hún taki einnig til beiðna varðandi erlend skip, enda búa sömu efnisrök að baki því að slíkra erlendra gagna sé þörf í báðum tilvikum.
    Í 5. mgr. 11. gr. er tiltekið að jafnmörg afrit af beiðni verði að fylgja frumriti og nemur fjölda gerðarþola hverju sinni, en sé beiðnin um nauðungarsölu á lausafjármunum eða öðrum réttindum, sem verður ráðstafað samkvæmt reglum 3. þáttar frumvarpsins, er boðið að eitt afrit fylgi þessu til viðbótar. Þessi fyrirmæli um afrit tengjast því að í 1. mgr. 16. gr. er boðið að sýslumaður tilkynni gerðarþola eða gerðarþolum báðum eða öllum að beiðni sé komin fram um nauðungarsölu og hvenær hún verði tekin fyrir, en samkvæmt umræddu ákvæði lætur sýslumaður afrit af beiðninni fylgja slíkri tilkynningu. Sérákvæðið um enn eitt afrit, þegar beiðni lýtur að ráðstöfun eignar skv. 3. þætti frumvarpsins, tengist því að í 2. mgr. 59. gr. er ráðgert að sýslumaður áriti slíka beiðni um heimild gerðarbeiðanda til vörslutöku eignar, ef hann hefur krafist þess, en gerðarbeiðanda væri þá nauðsynlegt að fá þetta eintak af beiðninni í hendur með umræddri áritun til að sanna rétt sinn til vörslutöku, sbr. 1. mgr. 60. gr. Ef vörslutöku væri ekki þörf mætti gerðarbeiðandi láta hjá líða að afhenda afrit af beiðni í þessu skyni.

Um 12. gr.


    Í 1. mgr. 12. gr. er að finna tilvísanir til annarra reglna frumvarpsins um það, í hverju umdæmi beiðni verði sett fram um nauðungarsölu. Um fasteignir og aðrar eignir, sem verður ráðstafað eftir reglum 2. þáttar frumvarpsins, er vísað í þessu sambandi til 18. gr., en um ráðstöfun annarra eigna er vísað til 58. gr. Fyrirmæli 1. mgr. 12. gr. eru eingöngu sett fram til skýringar í samhengi við reglur um gerð og afhendingu beiðni um nauðungarsölu.
    Í 2. mgr. 12. gr. er mælt fyrir um áhrif afhendingar beiðni um nauðungarsölu til sýslumanns til slita á fyrningu peningakröfu. Að þessu leyti er ákvæðinu ætlað að koma í stað reglu í 12. gr. fyrningarlaga nr. 14/1905, þar sem er mælt fyrir um sömu áhrif beiðni um nauðungaruppboð, en gert er ráð fyrir brottfalli þeirrar reglu í 90. gr. frumvarpsins, enda felast nýjar reglur í þessum efnum í 2. mgr. 12. gr. frumvarpsins og 52. gr. laga um aðför, nr. 90/1989. Í 2. mgr. 12. gr. frumvarpsins er jafnframt tekið fram að afhending beiðni um nauðungarsölu komi í veg fyrir að veðhafi missi forgangsrétt sinn til greiðslu vaxta af söluverði veðsins, sbr. lög nr. 23/1901. Í dómaframkvæmd hefur verið gengið út frá því að beiðni um nauðungaruppboð hafi þessi áhrif á forgangsrétt fyrir vöxtum, en þó er gengið lengra í þessum efnum í 2. mgr. 12. gr. frumvarpsins með því að beiðnin ein út af fyrir sig gæti tryggt veðhafa forgang fyrir vöxtum þótt hún falli niður, ef hann kæmi fram nýrri beiðni um nauðungarsölu innan sex mánaða frá því sú eldri féll niður.
    Í 3. mgr. 12. gr. er mælt fyrir um ábyrgð gerðarbeiðanda á greiðslu kostnaðar sem fellur til af meðferð beiðni hans og nauðungarsölunni sjálfri. Í þessu ákvæði er ekki að finna nánari talningu á því hvað teljist til kostnaðar í þessu sambandi, gagnstætt því sem má sjá í 1. og 3. mgr. 10. gr. laga nr. 57/1949. Stafar þetta af því að gengið er út frá að frumvarp til nýrra laga um aukatekjur ríkissjóðs verði lagt fram á Alþingi um líkt leyti og þetta frumvarp. Er gert ráð fyrir því að í frumvarpi til nýrra aukatekjulaga komi fram fyrirmæli um að gerðarbeiðanda beri jafnan að greiða tiltekið gjald við afhendingu beiðni um nauðungarsölu, en með því gjaldi teldist allur kostnaður að meginreglu greiddur. Ákvæði 3. mgr. 12. gr. þessa frumvarps verður þannig að skoða með hliðsjón af tillögum um nýjar reglur um greiðslu gjalda vegna nauðungarsölu. Rétt er þó að taka fram að 3. mgr. 12. gr. gæti væntanlega staðið óháð því hvort það verði af setningu nýrra laga um aukatekjur ríkissjóðs og hvers efnis þær reglur kunna að verða.

Um 13. gr.


    Í 1. mgr. 13. gr. koma fram reglur um könnun sem sýslumanni er ætlað að framkvæma á beiðni um nauðungarsölu og fylgigögn með henni strax eftir að hún hefur borist honum. Eins og má leiða af efni 13. gr. og ákvæðum 1. mgr. 16. gr. er gert ráð fyrir því að sýslumaður geri ekki neinar ráðstafanir vegna beiðninnar fyrr en að þessari könnun afstaðinni.
    Í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 57/1949 er mælt fyrir um atriði sem uppboðshaldari á að gæta að á sama tímaskeiði og um ræðir í fyrrnefndu ákvæði frumvarpsins. Fyrirmæli þessa lagaákvæðis um þetta svara ekki í öllum atriðum til þess, sem hér er gert ráð fyrir í frumvarpinu, enda ætlunin að þessi frumkönnun verði mun vandaðri en núgildandi lög ráðgera. Ákvæðum 1. mgr. 13. gr. frumvarpsins svipar hins vegar til reglna 1. mgr. 17. gr. laga nr. 90/1989, sem fjalla um frumkönnun sýslumanns á beiðni um aðfarargerð.
    Könnun skv. 1. mgr. 13. gr. hefur þann tilgang að hugað verði strax á fyrstu stigum að því hvort gallar séu á málatilbúnaði gerðarbeiðandans, sem hefðu í för með sér að synjað yrði um framgang nauðungarsölu. Með þessum hætti er ætlast til þess að komist verði hjá fyrirhöfn af aðgerðum á grundvelli beiðni, sem ekki væri fært að láta nauðungarsölu fara fram eftir, en í því ljósi er nauðsynlegt að þessi könnun eigi sér stað með viðeigandi vandvirkni. Á hinn bóginn væri það ekki bindandi fyrir sýslumann þótt hann teldi ekkert athugavert við málatilbúnað gerðarbeiðanda og hæfist handa um aðgerðir á grundvelli beiðni, því ætlast er til þess að hann gefi einnig atriðum, sem hann á að athuga við þessa könnun, gaum á síðari stigum og stöðvi eftir atvikum frekari aðgerðir, sbr. 1. mgr. 22. gr., og eins gæti til dæmis gerðarþoli vakið máls á galla í þessum efnum þannig að sýslumaður gripi í taumana, sbr. 2. mgr. 22. gr.
    Eins og má ráða af efni 1. mgr. 13. gr. á könnun sýslumanns á þessu stigi öðru fremur að beinast að formsatriðum, þótt það sé ekki með öllu einhlítt. Því er fyrst og fremst miðað við að efnislegir annmarkar á rétti gerðarbeiðanda komi til skoðunar að gefnu tilefni af hendi gerðarþola eða eftir atvikum þriðja manns á síðari stigum við framkvæmd nauðungarsölu. Með athugun á orðalagi fyrri málsliðar 2. mgr. 13. gr. má sjá að 1. mgr. greinarinnar geymir ekki tæmandi talningu á atriðum sem geta valdið því að sýslumanni sé rétt að hafna beiðni þegar á þessu stigi, en að sama skapi yrði hann þá að líta til frekari atriða við könnun sína en eru talin í 1. mgr., eftir því sem málefnið gæfi tilefni til hverju sinni. Hins vegar má ætla að 1. mgr. 13. gr. telji þau atriði sem er brýnast að gæta að, en þau eru eftirfarandi:
     1.      Hvort beiðni sé í lögmætu formi, en með þessu er átt við að kanna verði hvort hún fullnægi fyrirmælum 1. og 2. mgr. 11. gr.
     2.      Hvort grundvöllurinn sem beiðni er studd við sé í lögmætu formi, en með þessu er átt við að það verði til dæmis að gefa því gaum hvort veðskuldabréf fullnægi skilyrðum 2. tölul. 1. mgr. 6. gr., hvort viðunandi lagastoð sé fyrir lögveðrétti og heimild til nauðungarsölu skv. 4. tölul. sama ákvæðis og hvort skjöl fyrir kröfu hljóði á gerðarbeiðanda, sbr. 3. mgr. 6. gr.
     3.      Hvort augljósir efnislegir annmarkar séu á rétti gerðarbeiðanda, en slík atriði gætu hvort heldur varðað kröfu hans í heild, til dæmis ef veðskuldabréf með beiðni hans væri áritað um að það sé að fullu greitt, eða að hluta, til dæmis ef verðtryggt veðskuldabréf með beiðni hljóðaði á handhafa en fullnustu væri allt að einu krafist á verðtryggðri skuldbindingu.
     4.      Hvort réttur aðili sé talinn gerðarþoli ef réttindum yfir viðkomandi eign er þinglýst eða þau eru skráð með sambærilegum hætti, en vegna þessara fyrirmæla yrði sýslumaður þegar á þessu stigi að kanna til dæmis hver sé þinglýstur eigandi að fasteign eða skráður eigandi að bifreið í bifreiðaskrá.
     5.      Hvort réttilega hafi verið staðið að áskorun til gerðarþola skv. 9. eða 10. gr., en hér yrði í senn að athuga hvort efni áskorunar hafi verið fullnægjandi og hvort henni hafi verið komið á framfæri með réttum hætti og við rétta aðila.
     6.      Hvort beiðnin sé komin fram í réttu umdæmi, sbr. 18. og 58. gr.
    Áður en skilið er við 1. mgr. 13. gr. er rétt að benda á að í 9. og 10. gr. er mælt fyrir um að gerðarbeiðandi þurfi að beina áskorun að gerðarþola með tilteknum fyrirvara áður en nauðungarsölu verður krafist. Þótt orðalagi þessara greina sé hagað með þeim hætti að það megi ef til vill skilja það sem svo, að óheimilt sé að setja fram beiðni um nauðungarsölu fyrr en frestir eftir birtingu eða afhendingu áskorana eru liðnir, verður að telja slíka beitingu ákvæðanna óeðlilega stranga miðað við tilgang þeirra og þarfir í framkvæmd. Væri í raun andstætt þessum tilgangi og þörfum að sýslumaður brygðist þannig við, ef beiðni bærist honum áður en frestur skv. 9. eða 10. gr. væri á enda, að hafna beiðninni af þeirri ástæðu einni. Má telja eðlilegra að beiðnin yrði geymd án frekari athugunar þar til fresturinn liði, en sú aðferð væri í samræmi við þá, sem er mælt fyrir um í lokamálslið 18. gr. laga nr. 90/1989 varðandi tilvik þar sem beiðni um aðför berst sýslumanni áður en aðfararfrestur er liðinn.
    Í 2. mgr. 13. gr. kemur fram hvernig sýslumanni sé ætlað að bregðast við annmörkum á málatilbúnaði gerðarbeiðanda í framangreindum atriðum. Er gert ráð fyrir því að hann hafni beiðninni og endursendi hana gerðarbeiðanda ásamt gögnum, sem fylgdu henni, og stuttum skriflegum rökstuðningi sínum, en þetta eru sömu viðbrögð og er mælt fyrir um í 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/1989 ef annmarki er á beiðni um aðför. Ákvæði 2. mgr. 13. gr. frumvarpsins gera ekki greinarmun á því hvort annmarki sé á málstað gerðarbeiðandans í heild sinni eða aðeins að tilteknu leyti, þannig að á hvorn veginn sem væri yrðu viðbrögð sýslumanns þau sömu. Í 2. mgr. 13. gr. er tekið fram að gerðarbeiðandi geti borið höfnun sýslumanns undir úrlausn héraðsdómara eftir reglum XIII. kafla frumvarpsins, ef hann vill ekki una við hana, en frestur gerðarbeiðanda til þess er markaður í 2. mgr. 73. gr.
    Í 3. mgr. 13. gr. er sýslumanni veitt heimild til að framsenda beiðni í annað umdæmi ef hann telur við athugun sína skv. 1. mgr. greinarinnar að nærtækara sé að beiðnin hljóti þar meðferð. Þessi heimild gæti almennt ekki átt við nema þegar beiðni varðar nauðungarsölu á lausafé, en ákvæði 58. gr. veita visst svigrúm um val á umdæmi undir þeim kringumstæðum. Heimild sýslumanns til framsendingar beiðninnar er þó háð tveimur skilyrðum. Annars vegar verður að hafa verið stoð fyrir því að beina beiðninni til hans í byrjun, en sé því ekki fullnægt yrði að hafna beiðninni skv. 2. mgr. 13. gr. Hins vegar verður gerðarbeiðandi að vera samþykkur framsendingu beiðninnar, þannig að ef hann væri því andsnúinn ætti sýslumaður ekki annarra kosta völ en að hefjast handa um aðgerðir á grundvelli hennar. Ákvæði 3. mgr. 13. gr. eiga sér hliðstæðu í 3. mgr. 17. gr. laga nr. 90/1989, þar sem sýslumanni er heimilað með sömu skilyrðum að framsenda beiðni um aðför í annað umdæmi.

Um 14. gr.


    Vikið var að því í II. kafla almennra athugasemda við frumvarpið að í ákvæðum þess sé gert ráð fyrir því að ef tvær eða fleiri beiðnir koma fram um nauðungarsölu á sömu eign eða eignum sem náin tengsl eru milli, þá verði meðferð beiðnanna sameinuð og báðir eða allir sem þær bárust frá taldir gerðarbeiðendur, en þetta kemur einkum fram í reglum 14. gr. Með þessu er lögð til breyting frá hljóðan núgildandi laga, því skv. 14. og 21. gr. laga nr. 57/1949 verður sá, sem uppboðsbeiðni berst fyrst frá, einn talinn uppboðsbeiðandi og skiptir þá engu hvort fleiri beiðnir berist um uppboð á sömu eign. Ef beiðni þess fyrsta fellur síðar niður og önnur beiðni hefur áður komið fram, getur sá sem sú síðari stafar frá gerst uppboðsbeiðandi í stað þess fyrri. Þessum reglum hefur verið fylgt sparlega í framkvæmd og má heita að í raun hafi áratugum saman tíðkast að fara að með líkum hætti og gert er ráð fyrir að þessu leyti í frumvarpinu.
    Ákvæðum 14. gr. frumvarpsins er þó ekki aðeins ætlað að stuðla að þeirri breytingu frá hljóðan eldri laga, sem hér hefur verið getið. Meginefni 14. gr. snýr að því hvenær sé skylt eða heimilt að fara sameiginlega með tvær eða fleiri beiðnir um nauðungarsölu, en um þetta er ekki fjallað í núgildandi lögum af sjálfgefnum ástæðum í ljósi þess sem áður segir. Sameiginleg meðferð á tveimur eða fleiri beiðnum um nauðungarsölu eftir ákvæðum frumvarpsins hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. Hún getur stuðlað að hagræði, því skv. 3. mgr. 19. gr. þarf almennt ekki að birta auglýsingu í Lögbirtingablaði um nýja beiðni um nauðungarsölu á fasteign, skipi eða loftfari, heldur má taka hana til meðferðar á grundvelli auglýsingar sem hefur birst þar vegna annarrar beiðni sem hefur komið fram um nauðungarsölu á sömu eign. Breytir engu í þeim efnum hvort beiðnin sem var auglýst út af falli niður, ef ný beiðni hefur áður komið fram og meðferð þeirra verið sameinuð. Sameiginleg meðferð beiðna getur á hinn bóginn leitt af sér viss vandkvæði, því báðir eða allir þeir sem þær stafa frá hafa þá með höndum forræði á framvindu nauðungarsölunnar. Henni verður til dæmis ekki frestað nema þeir séu allir því samþykkir og þá ekki um lengri tíma en þeir una allir við, sbr. 1. mgr. 24. gr. og 1. mgr. 27. gr. Þótt ekki sé mælt fyrir um atriði sem þessi í núgildandi lögum, hafa venjur myndast um þau í framkvæmd og er stuðst við þær að verulegu leyti í ákvæðum frumvarpsins.
    Í 14. gr. er mælt fyrir um fimm tilvik þar sem ýmist er skylt eða heimilt að sameina meðferð beiðna um nauðungarsölu, en þau eru eftirfarandi:
     1.      Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt að sameina meðferð tveggja beiðna um nauðungarsölu, ef þær beinast að sömu eigninni og styðjast báðar við einhverja heimild skv. 1. mgr. 6. gr.
     2.      Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er að sama skapi skylt að sameina meðferð tveggja beiðna um nauðungarsölu, ef þær beinast að sömu eigninni og styðjast báðar við heimild eigenda hennar til að krefjast sölu hennar skv. 8. gr. Eftir eðli máls gætu tvær beiðnir ekki komið fram um sölu á sömu eign undir þessum kringumstæðum nema til slita á sameign, sbr. 2. og 3. mgr. 8. gr. Tekið skal fram að þótt fjallað sé um sameiningu beiðna skv. 6. eða 8. gr. í sama ákvæði, 1. mgr. 14. gr., yrði aldrei unnt að sameina meðferð tveggja beiðna, þar sem önnur væri byggð á heimild skv. 6. gr. og hin væri studd við ákvæði 8. gr., enda gilda ólíkar reglur um skilyrði, framkvæmd og áhrif nauðungarsölu eftir þessum tvenns konar heimildum.
     3.      Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. er skylt að sameina meðferð tveggja beiðna, þótt síðari beiðnin sé í senn um nauðungarsölu tiltekinnar eignar og fylgifjár með henni meðan sú fyrri varðar aðeins sölu á eigninni sjálfri. Þessi regla hefur til dæmis í för með sér að ef beiðni berst fyrst um nauðungarsölu á tilteknu verksmiðjuhúsi, en síðar kemur fram beiðni um sölu á sama verksmiðjuhúsi og tilteknum vélum sem hafa verið veðsett gerðarbeiðanda í einu lagi, þá yrði meðferð beiðnanna sameinuð þótt sú yngri nái til eigna sem sú eldri tók ekki til. Samkvæmt 3. mgr. 19. gr. þyrfti ekki að auglýsa sérstaklega um þessa breytingu á umfangi nauðungarsölunnar í Lögbirtingablaði. Þótt mælt sé fyrir um skyldu til að sameina meðferð beiðna við þessar aðstæður breytir það því ekki, að sýslumanni væri heimilt að skilja beiðnirnar á vissan hátt að við framkvæmd á sjálfri sölu eignanna og leita aðskildra boða í þær samkvæmt fyrirmælum 30. gr.
     4.      Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. er einnig skylt að sameina meðferð tveggja beiðna, þótt fyrri beiðni nái til fleiri eigna en sú síðari. Þetta afbrigði er í reynd andhverfan við þá sem er lýst í næsta lið hér á undan og þarfnast því væntanlega ekki frekari skýringa.
     5.      Í 3. mgr. er mælt fyrir um heimild handa sýslumanni til að ákveða að sameina meðferð tveggja eða fleiri beiðna ef þær varða báðar eða allar eign sem er í óskiptri sameign, en þá skiptir ekki máli hvort beiðnirnar snúi að einhverju leyti eða öllu að mismunandi eignarhlutum í sameigninni. Samkvæmt þessari heimild mætti til dæmis ákveða að sameina meðferð þriggja beiðna, sem varða nauðungarsölu á fasteign í óskiptri sameign tveggja manna, þótt fyrsta beiðnin beinist að sölu á eignarhluta A, önnur beiðnin að eignarhluta B og sú þriðja að eigninni í heild. Hér verður að undirstrika að 3. mgr. 14. gr. kveður aðeins á um heimild til sameiningar, ekki skyldu, en notkun heimildarinnar er háð mati sýslumanns á því hvort sameining leiði til hagræðis og baki ekki aðilum að nauðungarsölunni tjón. Við sameiningu á meðferð beiðna á grundvelli 3. mgr. 14. gr. gætir einnig þeirrar sérstöðu í samanburði við áðurnefnd tilvik, að nauðsyn getur borið til sérstakrar auglýsingar í Lögbirtingablaði vegna fleiri en einnar beiðni, en um þetta eru nánari fyrirmæli í 3. mgr. 19. gr. Þess má geta að þótt sýslumaður sameinaði meðferð beiðna eftir heimild 3. mgr. 14. gr., ætti hann þess allt að einu kost að leita boða í hvern eignarhluta fyrir sig, sbr. 30. gr.
    Í 4. mgr. 14. gr. er tekið fram til áréttingar að hafi meðferð tveggja eða fleiri beiðna um nauðungarsölu á mismunandi eignum á einhverju stigi verið sameinuð skv. 2. eða 3. mgr. 14. gr. og ein beiðnin fellur niður, taki nauðungarsalan upp frá því aðeins til þeirra eigna sem beiðnirnar sem standa eftir snúa að. Þá er einnig tekið fram til áréttingar að sömu viðhorfum verði beitt ef einn gerðarbeiðandinn við þessar aðstæður vill fresta sölu á eignunum fyrir sitt leyti meðan aðrir gerðarbeiðendur knýja hana fram. Yrði þá aðeins seldur sá hluti eignanna, sem beiðnir þeirra síðarnefndu varða.
    Í 5. mgr. 14. gr. er mælt fyrir um undantekningu frá skyldu til að sameina meðferð beiðna, þótt svo standi á sem er lýst í 1. eða 2. mgr. greinarinnar. Þessi undantekning tekur mið af því að fyrst kunni að hafa komið fram beiðni um nauðungarsölu á tiltekinni eign, en ágreiningur rís síðan um framgang hennar, til dæmis um það hvort nauðungarsalan hafi verið auglýst með lögmætum hætti, og sýslumaður ákveður að stöðva frekari aðgerðir á grundvelli beiðninnar skv. 22. gr. Meðan mál væri rekið fyrir dómi til að fá leyst úr ágreiningnum gæti sú staða komið upp að ný beiðni kæmi fram um nauðungarsölu á sömu eign. Ef ekki væri mælt á annan veg í 14. gr. og báðar beiðnirnar styddust til dæmis við heimildir samkvæmt 1. mgr. 6. gr., hefði það í för með sér að síðari gerðarbeiðandinn yrði að sæta því að skylt væri að sameina meðferð á beiðni hans við meðferð á annarri, sem ágreiningur stæði um og honum kæmi á engan hátt við. Ákvæði 5. mgr. 14. gr. eru sett fram til að fyrirbyggja slíka sjálfheldu síðari gerðarbeiðanda, þannig að sýslumaður mætti víkja frá skyldu skv. 1. eða 2. mgr. 14. gr. til að sameina meðferð beiðnanna. Mætti þannig byrja frá grunni á aðgerðum við nauðungarsölu á grundvelli síðari beiðninnar, en tekið er fram í 5. mgr. 14. gr. að meðferð beiðnanna megi þá sameina á síðari stigum, þegar leyst hefur verið úr ágreiningi um fyrri beiðnina.

Um 15. gr.


    Í þessari grein frumvarpsins er kveðið á um ýmis atriði sem geta valdið því að beiðni um nauðungarsölu falli niður eða teljist fallin niður.
    Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. getur gerðarbeiðandi í fyrsta lagi fellt beiðni sína sjálfur niður með því að afturkalla hana formlega eða láta á annan ótvíræðan hátt í ljós að hann falli frá henni. Sambærileg regla kemur ekki berum orðum fram í núgildandi lögum, en gert er ráð fyrir þessum kosti með óbeinum hætti í 1. mgr. 21. gr. laga nr. 57/1949 og hefur verið gengið út frá tilvist þessarar reglu í framkvæmd.
    Í öðru lagi getur það leitt til þess að beiðni um nauðungarsölu teljist fallin niður, að gerðarbeiðandi mæti ekki til formlegrar fyrirtöku á nauðungarsölunni fyrir sýslumanni, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 15. gr. Reglu sama efnis má finna í 24. gr. laga nr. 57/1949, sbr. lög nr. 12/1987.
    Í þriðja lagi telst beiðni fallin niður skv. 2. tölul. 2. mgr. 15. gr. ef gerðarbeiðandi lætur ekki af hendi frumrit veðskuldabréfs til stuðnings beiðni sinni eftir kröfu sýslumanns og innan frests sem hann hefur ákveðið, en reglu sama efnis má nú finna í 24. gr. laga nr. 57/1949, eins og henni var breytt með lögum nr. 12/1987.
    Í fjórða lagi kemur fram í 3. tölul. 2. mgr. 15. gr. að beiðni um nauðungarsölu verði talin fallin niður ef gerðarbeiðandi setur ekki tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar af nauðungarsölunni eða greiðir ekki áfallinn kostnað eftir kröfu sýslumanns innan tiltekins frests, sbr. 3. mgr. 12. gr. Í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 57/1949 er að finna heimild til að krefja uppboðsbeiðanda um tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar við tilteknar aðstæður, en þar er ekki mælt fyrir um neinar afleiðingar af því að hann verði ekki við slíkri kröfu. Þar er hins vegar ekki kveðið á um heimild til að krefja uppboðsbeiðanda um greiðslu útlagðs kostnaðar af framkvæmd nauðungaruppboðs, en í framkvæmd hefur orðið til vandkvæða að slíka heimild skorti og að yfirleitt sé ekki mælt fyrir um afleiðingar af vanrækslu gerðarbeiðanda í þessum efnum. Umræddum ákvæðum frumvarpsins er ætlað að ráða bót á þessu, þótt þörfin á henni verði ef til vill ekki mikil ef af þeim breytingum á reglum um greiðslu kostnaðar af nauðungarsölu verður, sem var minnst á í athugasemdum við 3. mgr. 12. gr.
    Í fimmta lagi kemur fram í 4. tölul. 2. mgr. 15. gr. að beiðni um nauðungarsölu verði talin fallin niður, ef sýslumaður hefur ákveðið að stöðva aðgerðir við hana að öllu leyti eftir ákvæðum 22. gr. og sú ákvörðun hans hefur ekki verið borin undir héraðsdóm til þess að fá henni hrundið innan viðeigandi frests skv. 2. mgr. 73. gr. Þótt það komi ekki berum orðum fram í þessu ákvæði verður enn fremur að álykta af því að ákvörðun sýslumanns um að stöðva aðgerðir á grundvelli beiðni að vissu marki hafi í för með sér að beiðni teljist fallin niður að sama skapi, ef ákvörðunin er ekki borin undir dóm eftir reglum XIII. kafla. Reglu 4. tölul. 2. mgr. 15. gr. er þörf í ljósi þess að ákvæði 22. gr. heimila sýslumanni aðeins að stöðva aðgerðir við nauðungarsölu, ef hann telur annmarka á því að þeim verði fram haldið vegna mótmæla gerðarþola eða þriðja manns eða vegna formgalla, en sýslumaður getur hins vegar ekki fellt nauðungarsöluna niður af þessum sökum. Ef ekki yrði mælt fyrir um þessa afleiðingu af því að slík ákvörðun sýslumanns verði ekki borin undir dóm til þess að fá henni hrundið, hefði það í för með sér að beiðni um nauðungarsöluna teldist liggja fyrir um óákveðinn tíma án þess að frekari aðgerðir færu fram á grundvelli hennar.
    Í sjötta lagi kemur fram í 5. tölul. 2. mgr. 15. gr. að beiðni um nauðungarsölu verði talin fallin niður ef sönnun er lögð fram fyrir því að gerðarbeiðandi hafi fengið þá peningakröfu greidda, sem hann krefst nauðungarsölu til að fá fullnægt. Sambærileg regla kemur ekki fram berum orðum í lögum nr. 57/1949, en tvímælalaust yrði farið að á sama hátt í framkvæmd og hér um ræðir, eftir atvikum á grundvelli l. tölul. 1. mgr. 119. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 57/1949.
    Þau sex tilvik, sem hér hefur verið getið, eiga það sammerkt samkvæmt beinum fyrirmælum í 1. og 2. mgr. 15. gr. frumvarpsins að beiðni um nauðungarsölu getur fallið niður eða talist falla niður fram að því, að sýslumaður samþykkir boð í viðkomandi eign. Þetta hefur með öðrum orðum í för með sér að fram að samþykki boðs geta beiðnir og þess vegna nauðungarsalan í heild sinni fallið niður, jafnvel þótt boð hafi komið fram í eignina við uppboð eða á almennum markaði. Eftir samþykki boðs geta beiðnir um nauðungarsöluna hins vegar ekki fallið niður, hvorki af þessum ástæðum né öðrum, enda væri þá salan sem slík orðinn hlutur.
    Rétt er að taka fram að 1. og 2. mgr. 15. gr. geyma ekki tæmandi talningu á þeim atvikum sem geta valdið því að beiðni um nauðungarsölu falli niður. Sérreglur um önnur atriði sem hafa sömu afleiðingu koma fram í 2. mgr. 27. gr., 1. mgr. 34. gr., 5. mgr. 36. gr., 3. mgr. 66. gr. og 5. mgr. 67. gr.
    Í 3. mgr. 15. gr. er mælt fyrir um heimild gerðarbeiðanda til að bera undir héraðsdóm ákvörðun sýslumanns um að fella niður beiðni hans eftir einhverri reglu 2. mgr. greinarinnar. Í þessu skyni er gerðarbeiðanda settur tiltekinn frestur, sbr. 2. mgr. 73. gr., en að honum liðnum ætti gerðarbeiðandi ekki annarra kosta völ en að biðja á ný um nauðungarsölu sem yrði þá eftir atvikum að byrja á frá grunni.
    Í 4. mgr. 15. gr. er að finna reglu, sem mætti reyndar telja sjálfgefna þótt hún væri ekki tekin upp berum orðum, en þar segir að ef beiðnir allra gerðarbeiðenda falla niður verði ekki frekar af nauðungarsölu. Nauðungarsölu mundi því ljúka með því að eina beiðnin, sem hefur komið fram um hana, falli niður af einhverri ástæðu skv. 1. eða 2. mgr. 15. gr. eða að tvær eða fleiri framkomnar beiðnir falli niður af þeim sökum. Nær öllum nauðungaruppboðum lýkur einmitt með þeim hætti í framkvæmd eftir lögum nr. 57/1949, þótt regla þessa efnis komi þar ekki berum orðum fram.

Um 16. gr.


    Í 1. mgr. 16. gr. er mælt fyrir um fyrstu aðgerðir sýslumanns eftir að hann hefur staðreynt að beiðni um nauðungarsölu standist áður umrædda könnun skv. 1. mgr. 13. gr., en þessar aðgerðir eru tvenns konar.
    Annars vegar ber sýslumanni að ákveða hvar og hvenær hann taki beiðnina um nauðungarsölu fyrir. Um stað til fyrirtöku er mælt nánar í 1. mgr. 21. gr., þegar beiðni varðar fasteign, önnur fasteignarréttindi eða skrásett skip eða loftfar, og í 61., 70., og 71. gr. þegar um aðrar eignir er að ræða. Tíma til fyrirtöku yrði að ákveða af tilliti til nauðsynlegs fyrirvara á birtingu auglýsingar og sendingu tilkynninga um hana, sbr. einkum 20., 64. og 70. gr. Þess ber þó að gæta að ef eldri beiðni liggur fyrir um nauðungarsölu á sömu eign og meðferð hennar og þeirrar nýju verður sameinuð samkvæmt reglum 14. gr., þá verður að jafnaði ekki komist hjá því að nýja beiðnin verði tekin fyrir í fyrsta sinn þegar sú eldri á næst að koma fyrir, sbr. þó 2. mgr. 24. gr.
    Hins vegar er boðið í 1. mgr. 16. gr. að sýslumaður sendi gerðarþola afrit af beiðni um nauðungarsöluna ásamt tilkynningu um þann stað og þá stund sem hún verður tekin fyrir. Í þeirri tilkynningu ber jafnframt að vekja sérstaka athygli á því ef meðferð beiðninnar, sem er tilkynnt um, verður sameinuð meðferð áður framkominnar beiðni, en af þessum orðum verður sú augljósa ályktun dregin að sýslumaður losni ekki undan skyldu til að tilkynna gerðarþola um nýja beiðni þótt meðferð hennar verði sameinuð meðferð eldri beiðni. Þótt ákvæði 1. mgr. 16. gr. séu sett fram með þeim hætti að sýslumaður sendi í senn annars vegar afrit af beiðni og hins vegar tilkynningu um fyrirtöku og eftir atvikum um sameiningu á meðferð beiðna, mætti sýslumaður allt eins rita á beiðnina upplýsingar um þau atriði, sem ættu að koma fram í tilkynningu, og láta við það sitja að gerðarþola verði aðeins sent það skjal í þeim búningi. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. verður að senda gerðarþola þessi gögn í ábyrgðarbréfi eða með öðrum tryggum hætti. Annar tryggur háttur í þessum efnum gæti til dæmis verið sá, að sýslumaður léti stefnuvott birta gögnin fyrir gerðarþola, en að öðru leyti gæti sýslumaður gripið til enn annarra aðferða í þessu skyni ef unnt væri að tryggja haldbæra sönnun fyrir því að gerðarþola hafi borist sendingin.
    Í 2. mgr. 16. gr. er kveðið á um undantekningu frá því að tilkynna þurfi gerðarþola um beiðni um nauðungarsölu og fyrirtöku hennar með áðurgreindum hætti. Sú undantekning á nánar tiltekið við ef sýslumaður telur unnt að fallast á að gerðarbeiðanda sé ófært að afla annað tveggja vitneskju um dvalarstað gerðarþola, þar sem koma mætti fram tilkynningu til hans, eða vitneskju um hver gerðarþoli sé. Í þessum efnum verður að gera strangar kröfur til gerðarbeiðanda, þannig að sýnt þyki að hann hafi árangurslaust leitað allra nærtækra úrræða til að afla vitneskju um þessi atriði. Ef sýslumaður telur þessum kröfum fullnægt leiðir af orðum 2. mgr. 16. gr. að skortur á tilkynningu standi ekki í vegi frekari framgangi nauðungarsölunnar. Þótt hér sé óneitanlega gengið nokkuð á réttarvernd gerðarþola verður að taka tillit til þess að orsakir þess eru óneitanlega fremur hans sök en gerðarbeiðandans og væri því óeðlilegt að láta þá aðstöðu koma gerðarþola til góða. Að auki verður að hafa í huga að þótt ekki verði af tilkynningu til gerðarþola samkvæmt fyrirmælum 16. gr., þá vega ýmis önnur atriði þar upp á móti. Nauðungarsala yrði allt að einu auglýst að hætti 19., 20., 26. og 35. gr. áður en hún færi fram, ef hún beinist að fasteign eða skrásettu skipi eða loftfari. Ef um lausafé væri að ræða verður að taka tillit til þess að gerðarbeiðandi yrði oftar en ekki að koma fram vörslutöku á því áður en nauðungarsala færi fram, en með þeim hætti yrði náð til gerðarþola, ef hann væri sjálfur vörslumaður lausafjárins, eða til einhvers sem hefði vörslurnar fyrir atbeina hans. Þá færi nauðungarsala á lausafé skv. XI. kafla frumvarpsins ekki fram nema að undangenginni auglýsingu skv. 64. gr.
    Í 3. mgr. 16. gr er mælt fyrir um tilkynningu sýslumanns til gerðarbeiðanda um það, hvar og hvenær beiðni hans verði tekin fyrir. Ekki er mælt fyrir um að senda þurfi þessa tilkynningu með tilteknum hætti, en þetta yrði þó allt að einu að gerast með tryggu móti, því fjarvist gerðarbeiðanda frá fyrirtöku hefði afdrifarfkar afleiðingar á málatilbúnað hans, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 15. gr.
    Ákvæði 16. gr. taka að þó nokkru leyti mið af núverandi framkvæmd við tilkynningar um beiðnir um nauðungaruppboð, en fyrirmæli laga nr. 57/1949 eru ekki alls kostar skýr í þessum efnum.

Um 17. gr.


    Þessi grein er sú fyrsta í 2. þætti frumvarpsins, sem geymir sérreglur um nauðungarsölu á fasteignum og öðrum eignum sem eru nánar taldar í 17. gr. IV. kafli frumvarpsins hefst jafnframt á þessari grein, en í honum eru reglur um fyrstu aðgerðir við nauðungarsölu á þeim eignum sem ákvæði 2. þáttar taka til.
    Í 17. gr. er talið upp í þremur málsgreinum hverjar þær eignir séu sem verður ráðstafað með nauðungarsölu eftir reglum 2. þáttar. Í 1. mgr. 17. gr. eru taldar til í þessum efnum fasteignir, ýmis afbrigði réttinda yfir fasteign og mannvirki sem eru skeytt við land annars manns en verða þó ekki seld með landinu. Ætlast er til þess að 1. mgr. 17. gr. verði skýrð með sama hætti og 1. mgr. 12. gr. laga nr. 57/1949, þótt orðalagi þessa frumvarpsákvæðis sé breytt nokkuð frá núgildandi lagareglu.
    Í 2. mgr. 17. gr. kemur fram að reglum 2. þáttar verði einnig beitt við nauðungarsölu á skrásettum skipum, sem eru fimm rúmlestir eða stærri, og skrásettum loftförum. Hvað skip varðar eru ákvæði 2. mgr. 17. gr. efnislega þau sömu og nú koma fram í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 57/1949, þar sem mælt er fyrir um að fljótandi för, fimm smálestir eða stærri, verði seld við nauðungaruppboð eftir sömu reglum og gilda um fasteignir. Hvað varðar loftför eru ákvæði 2. mgr. 17. gr. frumvarpsins sama efnis og fyrirmæli 4. gr. laga nr. 20/1966, þar sem kemur fram að nauðungaruppboð á skrásettu loftfari fari eftir reglum um nauðungaruppboð á fasteign.
    Í 3. mgr. 17. gr. er að finna nýmæli þar sem kemur fram að ef gerðarbeiðandi krefst í einu lagi nauðungarsölu á fasteign, skrásettu skipi eða skrásettu loftfari annars vegar og lausafé sem fylgir slíkri eign hins vegar, verður fyrirmælum 2. þáttar beitt um allar eignirnar í senn, bæði fasteignina, skipið eða loftfarið og fylgifé eignarinnar. Með þessari reglu er leitast við að mæta þörfum þeirra, sem hafa til dæmis fengið í einu lagi samningsveð í verksmiðjuhúsi og vélabúnaði sem tilheyrir rekstri í húsinu, en nokkuð er um það í framkvæmd að lausafé sé veðsett á þennan hátt með fasteign, skipi eða loftfari þegar lánastofnanir eiga í hlut. Eftir núgildandi reglum laga nr. 57/1949 og 20/1966 er ekki unnt að bjóða upp fasteign, skip eða loftfar annars vegar og lausafé sem fylgir slíkri eign hins vegar í einu lagi, en þetta kostar að veðhafi verður þá að leita fullnustu á kröfum sínum með tveimur aðgreindum uppboðum. Sú aðstaða getur oft á tíðum verið bagaleg, ekki síst ef viðkomandi lausafjármunir eru verðmiklir og til sérhæfðra nota í fasteigninni, skipinu eða loftfarinu. Rétt er að vekja athygli á því, að þótt 3. mgr. 17. gr. heimili gerðarbeiðanda að krefjast nauðungarsölu í einu lagi á umræddum eignum, getur sýslumaður neytt heimildar í 30. gr. til að leita boða í hverja eign fyrir sig. Leiðir þannig 3. mgr. 17. gr. ekki fortakslaust til þess að eignirnar verði seldar í einu lagi þótt nauðungarsölu sé krafist á þeim öllum í senn.
    Um ákvæði 17. gr. má að öðru leyti geta þess að í framkvæmd hafa komið upp ýmis álitaefni um afmörkun á reglum 1. mgr. 12. gr. laga nr. 57/1949, þar sem greinir eins og áður segir hvað teljist fasteign eða fasteignarréttindi sem verður ráðstafað eftir reglum laganna um nauðungaruppboð á fasteign. Þau álitaefni hafa að jafnaði snúist um hvort tiltekinn hlutur eða réttindi teljist til fasteigna í skilningi umræddrar 12. gr. eða lausafjár, sem verður ráðstafað með öðrum og ólíkum hætti. Þetta getur til dæmis átt við um hús sem hefur verið sett niður á land án þess þó að vera skeytt við landið. Ákvæði 1. mgr. 17. gr. frumvarpsins fela ekki í sér neina nýja lausn á slíkum álitaefnum, enda má telja að ógerningur sé að afmarka þessi atriði með tæmandi hætti í lögum. Er því ætlast til þess að farið verði eins að og hingað til og að vafaatriði í þessum efnum verði eftir atvikum leyst á grundvelli þeirra almennu reglna eignarréttar sem miða að því að gera greinarmun á fasteignum og öðrum munum eða réttindum. Þess skal þó getið að vænta má að því viðhorfi yrði áfram beitt í framkvæmd, að í vafatilvikum eigi fremur að framkvæma nauðungarsölu eftir reglum 2. þáttar frumvarpsins en eftir reglum um ráðstöfun lausafjár og annarra réttinda í 3. þætti, enda leiða ákvæði 2. þáttar til vandaðri meðferðar en reglur 3. þáttar.

Um 18. gr.


    Í 18. gr. koma fram reglur um það í hverju stjórnsýsluumdæmi sýslumanns beiðni verði sett fram um nauðungarsölu á eign sem ákvæði 2. þáttar taka til. Í þessum efnum er gerður greinarmunur á einstökum tegundum eigna.
    Í 1. mgr. 18. gr. kemur fram að beiðni um nauðungarsölu á fasteign eða öðrum réttindum, sem ákvæði 1. mgr. 17. gr. taka til, verði beint til sýslumannsins í því umdæmi, þar sem réttindum yfir eigninni er eða yrði þinglýst. Með þessum hætti er vísað til almennrar reglu um þinglýsingarumdæmi fasteigna, sem kemur fram í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 39/1978.
    Í 2. mgr. 18. gr. er mælt fyrir um að beiðni um nauðungarsölu á skipi, sem er skrásett hér á landi, verði beint að sýslumanninum í umdæminu þar sem skipið er skráð. Markast þannig umdæmi við nauðungarsölu á umræddum skipum með sama hætti og varðandi þinglýsingu réttinda yfir þeim, sbr. 41. gr. laga nr. 39/1978. Í 2. mgr. 18. gr. er tekið sérstaklega fram um afleiðingar af því að skip sé flutt milli umdæma eftir að beiðni um nauðungarsölu hefur komið fram, en sambærilega reglu er ekki að finna í núgildandi lögum sem hefur leitt til óvissu í þessum efnum.
    Í 3. mgr. 18. gr. kemur fram að beiðni um nauðungarsölu á loftfari, sem er skrásett hér á landi, verði alltaf beint til sýslumannsins í Reykjavík. Þessi regla er lögð til hér til samræmis við ákvæði 1. og 2. mgr. 18. gr., sem miða við að umdæmi við nauðungarsölu eignar sé það sama og umdæmið þar sem réttindum yfir henni verður þinglýst, en skv. 1. gr. laga nr. 21/1966 verða réttindi í loftfari skráð í landsskrá sem er staðsett í Reykjavík.
    Í 4. mgr. 18. gr. er að finna sérreglu um það, hvar megi krefjast nauðungarsölu hér á landi á skipi eða loftfari sem er skrásett erlendis. Kemur þar fram að þetta megi gera í umdæmi þar sem skipið eða loftfarið er statt þegar beiðni er sett fram, en nauðungarsalan frestist sjálfkrafa ef það fer síðan úr umdæminu. Um þessa reglu má í fyrsta lagi geta þess að hún felur í sér að skipi eða loftfari, sem er skráð erlendis, verði ekki ráðstafað með nauðungarsölu hér á landi nema við þær einu aðstæður að það sé hér statt. Skiptir ekki máli í þessum efnum hvort skipið eða loftfarið tilheyri Íslendingi eða öðrum. Af þessum sökum yrði ekki heimilt að krefjast nauðungarsölu hér á landi vegna þess eins að slík eign tilheyri íslenskum manni eða félagi, ef hún er skráð í öðru ríki. Regla ákvæðisins miðar að þessu leyti við þau viðhorf, að meginreglan sé sú að skipum og loftförum verði ráðstafað með nauðungarsölu á þeim stað, sem þau eru skráð, og að aðeins verði vikið frá þeirri meginreglu í því skyni að sala slíkrar eignar fari fram þar sem hún er stödd. Þessi viðhorf að baki 4. mgr. 18. gr. verða að teljast í samræmi við viðurkenndar alþjóðareglur, sem setja meðal annars mark sitt á ákvæði 4. mgr. 202. gr. siglingalaga, nr. 34/1985. Í öðru lagi felst í ákvæðum 4. mgr. 18. gr. frumvarpsins að skip eða loftfar, sem er skrásett erlendis, verði ekki aðeins að vera statt í viðkomandi umdæmi þegar beiðni kemur fram um nauðungarsölu á því, heldur verður það einnig að vera þar þegar salan sjálf á að fara fram. Þessi skilyrði ákvæðisins geta haft í för með sér að gerðarbeiðandi verði að grípa til sérstakra ráðstafana til að tryggja að skip eða loftfar fari ekki brott úr umdæmi frá því hann setur beiðni sína fram og þar til sala er gengin um garð, en hér getur verið um nokkurn tíma að ræða, til dæmis vegna birtingar auglýsinga, sbr. 1. mgr. 20. gr. Í frumvarpinu eru engar sérreglur um heimildir til að kyrrsetja eignir við þessar aðstæður, heldur er gengið út frá því að gerðarbeiðandi verði að grípa til almennra úrræða ef þörf krefur í þessu skyni. Gerðarbeiðandi gæti þannig leitað kyrrsetningar eftir almennum reglum og fengið eignina tekna úr vörslum gerðarþola, sbr. 3. mgr. 19. gr. laga nr. 31/1990, eða eftir atvikum fengið fjárnám fyrir kröfu sinni í eigninni og leitað eftir vörslusviptingu, sbr. 2. mgr. 56. gr. laga nr. 90/1989. Í þriðja lagi má vekja athygli á því að í niðurlagi 4. mgr. 18. gr. er mælt fyrir um þá afleiðingu af því að erlent skip eða loftfar fari úr umdæmi, þar sem krafist hefur verið nauðungarsölu á því, að nauðungarsalan frestist sjálfkrafa. Brottförin hefur með öðrum orðum ekki þá afleiðingu að nauðungarsalan falli niður, en af þessum sökum mætti taka aðgerðir upp á ný ef skipið eða loftfarið kæmi aftur að landi í umdæminu. Frestun af þessari ástæðu gæti hins vegar ekki staðið nema þann tíma sem er mælt fyrir um í 2. mgr. 27. gr. og félli nauðungarsalan niður að honum liðnum.

Um 19. gr.


    Í 19. gr. er eins og í núgildandi lögum gengið út frá þeirri aðalreglu að sýslumaður gefi út auglýsingu um nauðungarsölu til birtingar í Lögbirtingablaði. Þetta er honum ætlað að gera í framhaldi af því að hann hafi gengið úr skugga um að beiðni um nauðungarsölu standist þær kröfur sem koma fram í 13. gr. Líkt og í núgildandi lögum tekur þessi aðalregla þó aðeins til fasteigna og annarra eigna eða réttinda sem verður ráðstafað eftir ákvæðum 2. þáttar frumvarpsins, en við nauðungarsölu á eign, sem reglur 3. þáttar taka til, þarf ekki að auglýsa nauðungarsölu nema eign verði seld á uppboði og verður slík auglýsing þá birt í dagblaði eða á annan samsvarandi hátt, sbr. 64. gr. Þá ber einnig að geta þess að aðalreglan um að auglýst verði beiðni um nauðungarsölu skv. 2. þætti í Lögbirtingablaði sætir undantekningum skv. 3. mgr. 19. gr., sem verður vikið nánar að hér á eftir.
    Í 1. mgr. 19. gr. kemur fram hvers efnis auglýsing um nauðungarsölu eigi að vera. Reglurnar um þetta taka mið af því hvernig þessum auglýsingum hefur verið hagað í framkvæmd, en gefa þó svigrúm til að stytta þær nokkuð frá því sem nú er. Ákvæði 1. mgr.19. gr. svara ekki með öllu til 1. mgr. 22. gr. laga nr. 57/1949, þar sem er að finna núverandi fyrirmæli um þessar auglýsingar, en þeim hefur ekki verið fylgt í þaula í framkvæmd undanfarna áratugi. Verður ekki séð að einstök atriði 1. mgr. 19. gr. þarfnist sérstakra skýringa.
    Í reglum 1. mgr. 19. gr. er efni auglýsingar um nauðungarsölu lýst af tilliti til tilvika, þar sem aðeins hefur komið fram ein beiðni um nauðungarsölu á viðkomandi eign. Sú staða getur hins vegar verið uppi að sýslumanni hafi borist tvær eða fleiri beiðnir um nauðungarsölu á sömu eign áður en auglýsing hefur verið gefin út vegna einhverrar þeirra og að meðferð þessara beiðna verði sameinuð samkvæmt reglum 14. gr. Í 2. mgr. 19. gr. er því lýst hvers efnis auglýsing verði þegar þannig stendur á, en gert er ráð fyrir því að þá verði beggja eða allra gerðarbeiðenda getið í auglýsingunni og samanlagðrar fjárhæðar sem þeir leita fullnustu á, án þess að greint verði hve há krafa hvers þeirra sé. Ef beiðnirnar varða ekki að öllu leyti sömu eign, en meðferð þeirra verður þó sameinuð á grundvelli 2. eða 3. mgr. 14. gr., er gert ráð fyrir því að auglýsingin greini frá eignunum sem einni heild eftir því sem beiðnirnar leiða í sameiningu til. Að öðru leyti ber að árétta að eftir orðalagi 2. mgr. 19. gr. er sýslumanni ekki skylt að geta með þessum hætti í auglýsingu beggja eða allra beiðnanna, sem liggja fyrir við gerð hennar, og yrði því ekki talinn annmarki á auglýsingunni þótt þar kæmu aðeins fram atriði varðandi eina beiðni.
    Í 3. mgr. 19. gr. koma eins og áður segir fram undantekningar frá þeirri reglu, að auglýsa þurfi í Lögbirtingablaði um beiðnir um nauðungarsölu skv. 2. þætti frumvarpsins. Þessar undantekningar varða nánar tiltekið þau tilvik, þar sem ný beiðni berst og meðferð hennar verður sameinuð meðferð á eldri beiðni eftir útgáfu auglýsingar um nauðungarsöluna. Ef meðferð beiðnanna verður sameinuð á grundvelli l. eða 2. mgr. 14. gr. og auglýsing hefur áður verið gefin út, leiðir af fyrirmælum 3. mgr. 19. gr. að ekki þurfi að auglýsa um nýja beiðni. Ef sameining á meðferð beiðna styðst hins vegar við 3. mgr. 14. gr. ræðst nauðsyn auglýsingar um nýja beiðni af því, hvort auglýsing sem hefur verið gefin út nái yfir þá eign eða þann eignarhluta sem krafist er nauðungarsölu á í þeirri nýju. Hafi nauðungarsala til dæmis verið auglýst á fasteign í heild sinni, sem er þó í óskiptri sameign tveggja manna, til samræmis við beiðni sem fyrst kom fram, þyrfti ekki að auglýsa sérstaklega vegna nýrrar beiðni, sem tæki aðeins til eignarhluta annars eigandans.
    Umræddar heimildir í 3. mgr. 19. gr. til að láta hjá líða að auglýsa um beiðni um nauðungarsölu byggja á því að megintilgangur auglýsingar sé að gera öðrum en gerðarbeiðanda og gerðarþola kunnugt að nauðungarsala sé að fara í hönd á tiltekinni eign. Er þá gengið út frá því að það megi almennt einu gilda fyrir aðra hver hafi krafist nauðungarsölunnar og til fullnustu á hverri fjárhæð. Þessu til samræmis er ákvæðum 3. mgr. 19. gr. hagað þannig að nægilegt sé að auglýsing birtist í öndverðu með lögmætum hætti, en á grundvelli hennar megi halda áfram aðgerðum án tillits til þess hversu margir nýir gerðarbeiðendur komi til skjalanna á síðari stigum eða hvort einhverjir þeirra heltist úr lestinni. Í niðurlagi 3. mgr. 19. gr. er þetta áréttað frekar með því að taka fram að upphafleg auglýsing nægi til að halda aðgerðum áfram eftir nýrri beiðni þótt beiðnin, sem var auglýst út af í byrjun, falli niður eða verði hrundið af sýslumanni skv. 22. gr. eða fyrir dómi.

Um 20. gr.


    Í 20. gr. koma fram reglur um birtingu auglýsingar um nauðungarsölu og þær sérstöku tilkynningar sem þarf að koma á framfæri til viðbótar við auglýsingu við sérstakar aðstæður.     Í 1. mgr. 20. gr. kemur fram að auglýsing að hætti 19. gr. þurfi að birtast einu sinni í Lögbirtingablaði. Birtingin þarf að eiga sér stað fjórum vikum áður en sýslumaður tekur nauðungarsöluna formlega fyrir í fyrsta sinn, ef um er að ræða fasteign, önnur réttindi skv. 1. mgr. 17. gr. eða skrásett skip, en með sex vikna fyrirvara þegar nauðungarsala á að fara fram á skrásettu loftfari. Af einstökum atriðum í þessu sambandi má nefna að dregið er hér úr fjölda birtinga auglýsingar og frestir í þeim efnum eru styttir frá því sem er mælt fyrir í 2. mgr. 22. gr. laga nr. 57/1949, en samkvæmt þeirri reglu verður auglýsing að birtast þrívegis og fyrsta birting verður að vera með sex vikna fyrirvara áður en málefnið er tekið fyrir í fyrsta sinn. Sérregla 1. mgr. 20. gr. frumvarpsins um sex vikna frest frá birtingu auglýsingar fram til fyrirtöku á nauðungarsölu á skrásettu loftfari á rætur að rekja til ákvæða sáttmála um alþjóðlega viðurkenningu á réttindum í loftförum, sem var gerður í Genf 19. júní 1948 og íslenska ríkið hefur gerst aðili að, en þessi frestur er þar bundinn sem ófrávíkjanlegur lágmarksfrestur.
    Í 2. mgr. 20. gr. er sérregla varðandi aðstöðuna þegar gerðarþoli er erlendur ríkisborgari eða erlent félag sem á ekki heimilisvarnarþing hér á landi og ekki hefur orðið af tilkynningu til hans skv. 16. gr. vegna skorts á vitneskju um dvalarstað hans. Þegar þannig stendur á er ráðgert að sýslumaður sendi utanríkisráðuneytinu afrit af auglýsingu um nauðungarsöluna, en það komi afritinu síðan á framfæri við utanríkisráðuneyti í heimalandi gerðarþola. Þessi regla er sett til að vega nokkuð upp á móti því að gerðarþola sé ekki send tilkynning að hætti 16. gr. og þeirri aðstöðu að ekki sé mjög sennilegt að hann fylgist náið með auglýsingum í Lögbirtingablaði, en ætlast er til þess að stjórnvöld í heimalandi gerðarþola geti leitað hann uppi til að koma afriti auglýsingarinnar á framfæri. Ákvæði 2. mgr. 20. gr. eru hliðstæð 4. mgr. 22. gr. laga nr. 57/1949, sbr. lög nr. 12/1987.
    Í 3. mgr. 20. gr. er lagt fyrir gerðarbeiðanda, sem hefur krafist nauðungarsölu á loftfari sem er skrásett erlendis, að fá birta auglýsingu um hana í því ríki þar sem loftfarið er skráð, en um háttinn á þeirri auglýsingu færi þá eftir reglum í viðkomandi ríki um birtingu auglýsingar um nauðungarsölu. Þessi sérregla á rætur að rekja til ákvæða sem þær geta átt við.
    Í 4. mgr. 20. gr. er loks kveðið á um skyldu gerðarbeiðanda, sem krefst nauðungarsölu á erlendu skipi eða loftfari, til að tilkynna erlendum rétthöfum í viðkomandi eign um nauðungarsöluna, en þetta ber honum að gera með sendingu ábyrgðarbréfa þessa efnis. Í ákvæðinu er þó tekið fram að þessi skylda sé aðeins gagnvart þeim erlendu rétthöfum sem verður náð til á grundvelli framkominna gagna, en með framkomnum gögnum er hér einkum átt við gögn frá erlendri réttindaskrá, sem gerðarbeiðanda ber að leggja fyrir sýslumann skv. 4. mgr. 11. gr. Þessi regla er byggð á því að erlendir rétthafar í erlendu skipi eða loftfari hefðu almennt enga ástæðu til að vænta nauðungarsölu á því hér á landi og hefðu heldur ekki tök á því að fylgjast með slíku. Sambærileg skylda er nú lögboðin varðandi nauðungaruppboð á erlendum loftförum í 1. gr. laga nr. 20/1966 og einnig er mælt fyrir um hana í fyrrnefndum alþjóðasamningi frá 19. júní 1948. Rétt þykir eftir eðlisrökum að baki þessari reglu að hún verði einnig látin taka til nauðungarsölu á erlendu skipi, svo sem er gert í 4. mgr. 20. gr. frumvarpsins, en að þessu leyti á ákvæðið sér ekki hliðstæðu í núgildandi lögum.
    Rétt er að taka fram að ákvæði 16. gr. og 2.–4. mgr. 20. gr. telja með tæmandi hætti þær sérstöku tilkynningar sem þarf að beina til aðila að nauðungarsölu áður en hún verður tekin fyrir, þegar hún fer eftir reglum 2. þáttar frumvarpsins. Í 26. og 35. gr. eru hins vegar fyrirmæli um frekari tilkynningar sem ber að gæta að á síðari stigum nauðungarsölu skv. 2. þætti.

Um 21. gr.


    Í 21. gr. koma fram reglur um formlega fyrirtöku sýslumanns á beiðni um nauðungarsölu, sem færi fram að undangenginni auglýsingu í Lögbirtingablaði og á þeim stað og tíma sem var auglýst. Þessi fyrirtaka er fyrsta formlega athöfnin sem er ráðgert að eigi sér stað við framkvæmd nauðungarsölu skv. 2. þætti frumvarpsins, en við hana yrði gerðarbeiðandi að mæta, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 15. gr., um hana yrði að bóka í gerðabók, sbr. 25. gr. Gerðarþoli ætti kost á að mæta þar til að afla sér upplýsinga, koma fram mótbárum, kröfum eða óskum og leita eftir atvikum samninga við gerðarbeiðanda. Athafnir sýslumanns í tengslum við nauðungarsölu fram að þessari fyrirtöku eru öðru marki brenndar, því þær ættu sér stað að aðilunum fjarstöddum og án bókana eða annarra formlegra aðgerða.
    Samkvæmt upphafsorðum 1. mgr. 21. gr. á sýslumaður að taka beiðni fyrir með þessum hætti á starfstofu sinni, en ætla má að fyrirtökum í þessu skyni yrði hagað með hliðstæðum hætti og nú er gert í framkvæmd, þannig að einhver fjöldi beiðna yrði tekinn fyrir í einni lotu við sömu fyrirtöku. Það er tekið sérstaklega fram í 1. mgr. 21. gr. að ekki verði af fyrirtöku ef beiðni um nauðungarsöluna er þegar fallin niður, en með þessu er sýslumaður leystur undan því að þurfa að færa inn í gerðabók upplýsingar um beiðni, sem hefur að vísu verið tilkynnt um og auglýst í Lögbirtingablaði, en frekari aðgerðir fara ekki fram eftir.
    Önnur fyrirmæli 1. mgr. 21. gr. lúta að framlagningu gagna um nauðungarsölu við umrædda fyrirtöku og merkingu þeirra, en reglur um þetta taka mið af tilhögun í þessum efnum í núverandi framkvæmd og þarfnast ekki frekari skýringa.
    Í upphafi 2. mgr. 21. gr. koma fram reglur um skyldur sýslumanns til að veita gerðarþola eða umboðsmanni hans upplýsingar, ef hann mætir við fyrirtöku, og eftir atvikum leiðbeiningar um málefnið. Samkvæmt 2. mgr. 21. gr. hvílir skylda á gerðarþola til að veita upplýsingar við þetta tækifæri eftir því sem sýslumaður krefst þeirra og þær varða framgang nauðungarsölunnar. Er tekið fram að gerðarþola beri að greina satt og rétt frá, en brot í þeim efnum gæti varðað refsingu skv. 146. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
    Að öðru leyti en nú hefur verið greint kemur ekki fram í 21. gr. hvað verði gert við fyrirtöku. Kostirnir í þeim efnum skýrast hins vegar frekar í næstu ákvæðum frumvarpsins. Þannig er í 22. gr. gert ráð fyrir því að mótmæli geti komið fram af hendi gerðarþola eða eftir atvikum þriðja manns, sem sýslumaður yrði þá að taka afstöðu til. Þar er einnig tekið tillit til þess að sýslumaður gæti orðið þess var við fyrirtökuna að verulegir annmarkar séu á málatilbúnaði gerðarbeiðandans, sem hafi yfirsést fram að þessu, eða að gallar séu á undirbúningi nauðungarsölunnar. Í 22. gr. kemur fram að afleiðingar af ágreiningi eða annmörkum á málatilbúnaði eða undirbúningi nauðungarsölu geti almennt orðið annaðhvort þær, að sýslumaður ákveði að stöðva frekari aðgerðir við nauðungarsölu þannig að þær verði ekki teknar upp á ný nema eftir dómsúrlausn eða að hann ákveði að aðgerðir haldi áfram með almennum hætti. Í 23. gr. er síðan ráðgert að óskir geti komið fram við þessa fyrirtöku um að nauðungarsala fari fram á almennum markaði samkvæmt ákvæðum VI. kafla frumvarpsins. Ef nauðungarsalan verður hvorki stöðvuð við fyrirtöku vegna reglna 22. gr. né henni beint að því að ráðstafa eign eftir reglum VI. kafla, kemur fram í 24. gr. að sýslumaður ákveði við fyrirtökuna hvenær uppboð byrji á eigninni. Með þessum hætti markast meira eða minna hvað geti gerst við fyrirtöku skv. 21. gr., en í ljósi núverandi framkvæmdar er sérstök ástæða til að taka fram að sá kostur er ekki fyrir hendi í reglum frumvarpsins, að nauðungarsölunni verði frestað til sams konar fyrirtöku á ný. Um þetta var fjallað nánar í II. kafla almennra athugasemda við frumvarpið, sem hér má vísa til.

Um 22. gr.


    Þessi grein frumvarpsins geymir aðalreglur þess um það, hvernig sýslumaður gætir að lögmæti aðgerða við framkvæmd nauðungarsölu og bregst við ágreiningi sem þar rís. Í 1. og 2. mgr. 22. gr. er orðalagi að vísu hagað með þeim hætti, að þargreindum reglum verði beitt við fyrirtöku beiðni um nauðungarsölu skv. 21. gr., en þessar reglur hafa þó víðtækara gildi, því fram kemur í 6. mgr. 22. gr. að þær taki einnig til aðgerða sýslumanns á síðari stigum við nauðungarsölu.
    Í l. mgr. 22. gr. koma fram reglur um skyldu sýslumanns til að gefa því gaum af sjálfsdáðum að fyrirmælum frumvarpsins um undirbúning og framkvæmd nauðungarsölu sé fylgt, en verði misbrestur í þeim efnum er mælt fyrir um að hann geti stöðvað frekari aðgerðir við hana. Í 2. mgr. 22. gr. er hins vegar kveðið á um hvernig sýslumaður taki afstöðu til ágreinings sem rís við framkvæmd nauðungarsölu, en ágreiningurinn gæti hvort heldur varðað réttmæti heimildar gerðarbeiðanda til nauðungarsölu eða hvernig verði staðið að framkvæmd hennar. Sýslumanni er hér veitt það úrræði að stöðva framkvæmd nauðungarsölunnar vegna ágreinings, en það ætti einkum við ef ágreiningur er um heimild gerðarbeiðanda. Bæði 1. og 2. mgr. 22. gr. heimila þannig sýslumanni að stöðva frekari framkvæmd nauðungarsölu, en þótt það komi þar ekki fram berum orðum verður að líta svo á að sýslumaður geti einnig ákveðið að aðgerðum við nauðungarsölu verði haldið áfram í einhverri skemmri mynd en gerðarbeiðendur æskja, eða með öðrum orðum að aðgerðir verði stöðvaðar að vissu marki. Sýslumaður gæti þannig fallist á mótmæli gerðarþola gegn kröfu eins gerðarbeiðanda og stöðvað framkvæmd nauðungarsölu á grundvelli beiðni hans, en haldið allt að einu áfram aðgerðum á grundvelli beiðnar annars gerðarbeiðanda. Sýslumaður gæti einnig fallist á að ekki séu skilyrði til að ráðstafa öllum þeim eignum, sem gerðarbeiðandi hefur krafist nauðungarsölu á í beiðni sinni, og stöðvað framkvæmd nauðungarsölunnar að því leyti, en talið rétt að hún fari fram á einhverjum eignanna.
    Það úrræði sem sýslumanni er veitt með 22. gr., að stöðva framkvæmd nauðungarsölu að einhverju leyti eða öllu, hefur þá augljósu merkingarlegu afleiðingu í för með sér að ekki verði af frekari aðgerðum að sama marki. Áhrif stöðvunar eru þó víðtækari, því skv. 4. tölul. 2. mgr. 15. gr. telst beiðni um nauðungarsölu fallin niður ef sýslumaður hefur ákveðið að stöðva aðgerðir vegna hennar og ákvörðun hans um það er ekki borin undir dóm skv. XIII. kafla frumvarpsins innan þess tíma sem er markaður til þess í 2. mgr. 73. gr. Ástæða þess að ákvæði 22. gr. heimila sýslumanni aðeins að stöðva aðgerðir, en ekki að fella þær niður, er sú að heimilað er að bera ákvörðun sem þessa undir dómstóla, sbr. 3. og 4. mgr. 22. gr. og 13. kafla frumvarpsins. Meðan dómsúrlausn er ófengin eða frestur til að leita hennar er ekki liðinn undir lok er ófært að fyrir liggi ákvörðun um að fella nauðungarsöluna niður, enda mundu vandkvæði fylgja því að hefja aðgerðir við hana á nýjan leik ef dómstólar kæmust að gagnstæðri niðurstöðu við sýslumann. Þykir þannig til einföldunar að mæla fyrir um stöðvun aðgerða, sem geti síðan sjálfkrafa leitt til þess að beiðni teljist fallin niður ef ekki er reynt að fá ákvörðun sýslumanns hrundið innan viðeigandi frests.
    Í 1. mgr. 22. gr. er sem áður segir mælt fyrir um þær gætur sem sýslumanni er ætlað að hafa á því að fyrirmælum frumvarpsins um formsatriði við undirbúning og framkvæmd nauðungarsölu sé fylgt. Í ákvæðinu er tekið fram að ef sýslumaður verður var við verulega annmarka í þessum efnum, þegar hann tekur beiðni um nauðungarsöluna fyrir skv. 21. gr., ber honum að stöðva frekari aðgerðir við hana. Eins ber honum að fara að ef hann verður var við ágalla, sem hefðu átt að varða höfnun beiðninnar við frumkönnun á henni skv. 13. gr. Þeir annmarkar á undirbúningi eða framkvæmd nauðungarsölunnar, sem geta leitt til stöðvunar aðgerða, eru taldir í 1. mgr. 22. gr. í tilvísun til ákvæða 16. gr., sem varðar tilkynningu til gerðarþola um framkomna beiðni, 19. gr., sem geymir reglur um efni og nauðsyn auglýsingar um nauðungarsölu, og 20. gr., þar sem mælt er fyrir um birtingu auglýsingar og sérstakar tilkynningar um nauðungarsölu sem þarf að koma á framfæri við tilteknar aðstæður. Annmarkar í þessum atriðum þurfa að vera verulegir, eins og berum orðum kemur fram í 1. mgr. 22. gr., til þess að þeir leiði til stöðvunar aðgerða. Ef annmarkarnir eru ekki svo miklir er sýslumanni heimilað að fresta aðgerðum til að ráða bóta á þeim, en þetta gæti til dæmis átt við ef láðst hefur að tilkynna einum af þremur gerðarþolum um beiðni að hætti 16. gr. og hans hefur þó allt að einu verið getið í auglýsingu um nauðungarsöluna. Þeir formgallar á undirbúningi nauðungarsölu, sem eru taldir í umræddri tilvísun 1. mgr. 22. gr., varða eingöngu atriði sem eru undanfari að formlegri fyrirtöku skv. 21. gr. Eins og áður er getið verður 1. mgr. 22. gr. þó beitt á síðari stigum við framkvæmd nauðungarsölu, sbr. 6. mgr. greinarinnar. Á þeim síðari stigum yrði síður ástæða til að gefa þessum upphafsatriðum gaum, en í stað þeirra kæmu þá samsvarandi formsatriði við undirbúning frekari aðgerða og yrði sýslumaður þá að huga að þeim með sama hætti. Fyrirmæli 1. mgr. 22. gr. geyma þannig ekki talningu þeirra atriða sem gæti reynt á með þessum hætti síðar við framkvæmd nauðungarsölunnar, en um þau mætti hafa hliðsjón af því sem kemur þó fram í ákvæðinu og hér hefur verið getið.
    Í 2. mgr. 22. gr. er mælt fyrir um hvernig sýslumaður eigi að bregðast við ágreiningi sem rís um hvort nauðungarsala fari fram eða hvernig hún verði framkvæmd. Ágreiningur af þessum toga gæti jöfnum höndum snúið að réttmæti kröfu gerðarbeiðanda og að formskilyrðum fyrir nauðungarsölu, með því að í báðum tilvikum reyndi á hvort nauðungarsala færi fram. Ágreiningur gæti einnig staðið um einstök atriði varðandi framkvæmd nauðungarsölu, til dæmis hvort uppboði verði frestað, hvar uppboð verði haldið eða hvort leitað verði í einu lagi boða í margar eignir í senn. Hér gætu því komið upp fjölbreytileg atriði, en hver sem þau væru er sýslumanni ætlað að taka afstöðu til þeirra þegar í stað með ákvörðun, sem yrði bókað um í gerðabók. Slíka ákvörðun þyrfti sýslumaður ekki að rökstyðja, hvorki skriflega í gerðabók né munnlega við aðilana. Ákvörðun sýslumanns gæti í einhverjum tilvikum lotið að því hvort yfirleitt verði af nauðungarsölunni, til dæmis ef gerðarþoli ber brigður á að hann standi í skuld við gerðarbeiðanda sem nauðungarsölu er krafist til að fá fullnægt. Í þeim tilvikum kvæði sýslumaður á um hvort hann stöðvi frekari aðgerðir við nauðungarsöluna eða haldi þeim áfram. Ákvörðun sýslumanns gæti einnig orðið formlegs eðlis, til dæmis þar sem hann tæki afstöðu til ágreinings um hvort leitað verði boða í tvær eignir í senn á grundvelli 30. gr. eða hvora fyrir sig.
    Reglur 2. mgr. 22. gr. geyma almenn fyrirmæli um hvernig sýslumaður taki afstöðu til ágreiningsatriða sem koma upp við framkvæmd nauðungarsölu og gera engan greinarmun á því milli hverra ágreiningurinn standi. Í 2. málsl. ákvæðisins er vikið sérstaklega að meðferð mótmæla af hendi gerðarþola eða þriðja manns gegn kröfum gerðarbeiðanda og má vissulega ætla að þar sé nefnd ein tíðasta rótin að ágreiningi sem sýslumaður þyrfti að taka afstöðu til. Með þessu er þó ekki verið að takmarka hverjir geti átt hlut að ágreiningsefnum, enda geta þau einnig staðið milli gerðarbeiðanda og sýslumanns ef sá síðarnefndi hyggst framkvæma nauðungarsölu á einhvern hátt sem sá fyrrnefndi vill ekki fella sig við. Sýslumaður yrði hér líkt og í öðrum tilvikum að taka afstöðu til krafna gerðarbeiðanda með ákvörðun sinni.
    Að öðru jöfnu legði sýslumaður mat á ágreiningsefni með því einu að taka afstöðu til lagalegra atriða sem tengjast því, þar á meðal til beitingar reglna þessa frumvarps, en í því mati binda ákvæði 2. mgr. 22. gr. ekki hendur hans á neinn hátt. Á hinn bóginn er ráðgert í 2. mgr. 22. gr. að einnig geti komið til kasta sýslumanns að taka ákvörðun um ágreiningsatriði, sem verða ekki leyst með því einu að taka afstöðu til skýringar lagareglna, heldur að hann verði að leggja mat á líkindi fyrir réttmæti staðhæfingar aðila. Þetta gæti til dæmis komið upp ef gerðarþoli héldi fram gegn mótmælum gerðarbeiðanda að hann hefði þegar greitt kröfu sem væri leitað fullnustu á með nauðungarsölu. Við þessar aðstæður er ráðgert í 2. mgr. 22. gr. að sýslumaður meti hvort slík óvissa hafi komið upp um réttindi gerðarbeiðanda vegna mótmæla gerðarþola, að það verði að telja varhugavert að nauðungarsalan fari fram. Sýslumanni er ekki lagt á vald að meta þetta með óbundnar hendur, því orðalag 2. málsl. 2. mgr. 22. gr., sem hér reynir á, gefur líkindi fyrir niðurstöðu gerðarbeiðanda í hag. Í þessu mati yrði sýslumaður að gæta að því að hann sé ekki bær um að endurmeta atriði sem dómstólar hafa áður tekið afstöðu til, þannig að ef leitað er fullnustu á dæmdri kröfu yrðu ekki bornar brigður á réttmæti dómsins. Ef dómur væri ekki fyrir kröfu gerðarbeiðanda yrði sýslumaður að hafa í huga, að líkindi verði að teljast fyrir því að fyrra bragði að krafa gerðarbeiðanda sé rétt, enda lögbundið að fullnægja megi tilteknum tegundum ódæmdra krafna með nauðungarsölu og þá væntanlega haft fyrir augum að almennt megi treysta því að þær kröfur séu réttar. Enn yrði sýslumaður að gefa því gaum að gerðarbeiðandi bæri skaðaábyrgð án tillits til sakar á réttmæti kröfu sinnar, sbr. 1. mgr. 86. gr., og gerðarþola og þriðja manni standi enn fremur opin leið til að fá leyst úr um réttmæti kröfu gerðarbeiðanda að söluaðgerðum afstöðnum, sbr. XIV. kafla frumvarpsins. Að öllu þessu samanlögðu yrðu mótmæli gerðarþola eða þriðja manns gegn efnislegu réttmæti kröfu gerðarbeiðanda að vera studd verulega haldgóðum rökum til þess að sýslumanni væri rétt að stöðva frekari aðgerðir við nauðungarsölu vegna þeirra.
    Í 3. og 4. mgr. 22. gr. koma fram reglur um heimildir aðila að nauðungarsölunni til að bera ákvörðun, sem sýslumaður hefur tekið skv. 1. eða 2. mgr. 22. gr., undir úrlausn héraðsdómara áður en lengra yrði haldið við framkvæmd nauðungarsölunnar. Í þessum efnum er gerður verulegur munur á stöðu gerðarbeiðenda annars vegar og annarra aðila að nauðungarsölunni hins vegar. Eftir almennum reglum 22. gr. nýtur gerðarbeiðandi óskertrar heimildar til að bera ákvörðun sýslumanns undir héraðsdóm þegar í stað eftir ákvæðum 13. kafla frumvarpsins, en skv. 3. mgr. 22. gr. yrði gerðarbeiðandi eftir atvikum að kaupa þetta því verði að ekki verði af frekari aðgerðum við nauðungarsöluna, að því leyti sem þær væru háðar ákvörðuninni, fyrr en úrlausn dómstóla væri fengin. Samkvæmt 4. mgr. 22. gr. er réttur annarra en gerðarbeiðanda til að bera ákvarðanir sýslumanns þegar undir dómstóla hins vegar verulega takmarkaður. Þetta á jafnt við um stöðu gerðarþola í þessum efnum og aðila að nauðungarsölunni skv. 3. og 4. tölul. 2. gr. Heimild þeirra til að leggja þessi atriði þegar í stað undir úrlausn dómstóla samkvæmt reglum XIII. kafla frumvarpsins er nánar tiltekið háð því að gerðarbeiðendur séu allir samþykkir því að þeir leiti úrlausnar með þessum hætti, eða eftir atvikum að einn tiltekinn gerðarbeiðandi, sem ágreiningsefnið snýr eingöngu að, sé þessu samþykkur. Ef samþykki gerðarbeiðenda fengist fyrir því að ágreiningsefni yrði borið undir dóm með þessum hætti, hefði það í för með sér að framkvæmd nauðungarsölunnar mundi stöðvast að því leyti sem hún væri háð ágreiningnum. Gerðarþola og aðilum skv. 3. og 4. tölul. 2. gr. er þó einnig veitt frekari heimild í 4. mgr. 22. gr. til þess að fá leyst þegar í stað úr kröfum sínum um ákvörðun sýslumanns fyrir dómi, með því að ef gerðarbeiðandi leitar sjálfur úrlausnar héraðsdómara um ákvörðunina, geta aðrir aðilar borið upp kröfur sínar fyrir dómi um sömu ákvörðun. Takmörkunin, sem hér er gerð á rétti annarra en gerðarbeiðenda til að bera ágreiningsatriði undir dóm eftir XIII. kafla frumvarpsins, á rætur að rekja til sömu sjónarmiða og búa að baki sams konar reglu í 27. gr. laga nr. 90/1989 um meðferð ágreinings sem rís við framkvæmd aðfarargerðar. Þykir því ekki ástæða til að tíunda hér einstakar röksemdir fyrir þessari tilhögun, en þess má geta að gengið er út frá því að almenn leið gerðarþola og aðila að nauðungarsölu skv. 3. og 4. tölul. 2. gr. til að fá leyst úr kröfum sínum varðandi nauðungarsöluna fyrir dómstólum verði eftir reglum XIV. kafla frumvarpsins, sem þessum aðilum er jafnan frjálst að nýta sér þegar söluaðgerðum sem slíkum er lokið. Þessu til viðbótar er rétt að vekja athygli á því, að umrædd 4. mgr. 22. gr. geymir aðeins almenna reglu um takmörkun á aðgangi annarra en gerðarbeiðenda að því að fá leyst úr ágreiningsatriðum fyrir dómi eftir reglum XIII. kafla frumvarpsins. Í nokkrum sérákvæðum frumvarpsins er vikið frá þessari takmörkun, sbr. 47., 48. og 52. gr.
    Í 5. mgr. 22. gr. er að finna fyrirmæli um hvernig komi til þess að aðgerðum við nauðungarsölu verði fram haldið ef þær hafa áður verið stöðvaðar vegna ákvæða 1.–4. mgr. Telja verður að þessi regla skýri sig sjálf.

Um 23. gr.


    Í 23. gr. er að finna heimild til þess að nauðungarsala fari fram með þeim hætti að leitað verði tilboða í fasteign, skip eða loftfar á almennum markaði, líkt og ef eignin væri boðin til sölu í frjálsum viðskiptum, en áþekka heimild er að finna til ráðstöfunar á lausafjármunum með þessum hætti í 62. gr. Ákvæði 23. og 62. gr. lýsa skilyrðum fyrir þessum hætti við nauðungarsölu, en í VI. kafla frumvarpsins koma fram reglur um hvernig hún verði framkvæmd.
    Þessar reglur eiga sér ekki hliðstæðu í núgildandi lögum, en vikið var nokkuð að ástæðunum fyrir því að þær séu lagðar til í I. og II. kafla almennra athugasemda við frumvarpið. Í meginatriðum felst í 23. gr. að hvort heldur gerðarþoli eða gerðarbeiðandi geti átt frumkvæði að sölu á almennum markaði með því að setja fram ósk um hana við fyrirtöku skv. 21. gr. eða á síðari stigum, þó áður en uppboð byrjar á eigninni, sbr. 3. mgr. 23. gr. Samkvæmt 23. gr. verður þessi leið aldrei farin nema með samþykki gerðarþola og að meginreglu verða gerðarbeiðendur einnig að vera henni samþykkir. Þá er aðalreglan sú að aðrir rétthafar í eign megi ekki leggjast gegn þessum hætti við ráðstöfun eignar. Frá skilyrðinu um samþykki gerðarbeiðenda og að aðrir rétthafar megi ekki vera andsnúnir almennri markaðssölu er vikið í 2. mgr. 23. gr., þar sem sýslumanni er heimilað að verða við ósk um þennan hátt við nauðungarsölu án tillits til þeirra skilyrða ef hann telur raunhæft að ráðstöfun skv. VI. kafla geti tekist og að engu muni breyta um líkindi fyrir því, að sá sem mótmælir fái fullnustu á kröfu sinni, hvort eignin verði seld með þessum hætti eða á uppboði. Samkvæmt 6. kafla færi almenn markaðssala fram með þeim hætti að sýslumaður fæli, í samráði við aðila að nauðungarsölunni, einum eða fleiri fasteignasölum eða lögmönnum að leita tilboða í eignina. Komi fram viðunandi tilboð í hana að mati sýslumanns er gert ráð fyrir því að hann kveðji aðilana á sinn fund og beri þar tilboðið upp við þá. Ef aðilar sætta sig ekki við tilboðið gefst kostur á að þeir bjóði betur eða gangi eftir atvikum inn í boðið. Sýslumaður ætti þó jafnan lokaorðið um hvort tilboði verði tekið og gæti gert það gegn óskum aðilanna, þar á meðal gerðarþola. Verður að telja þetta nauðsynlegt til þess að úrræði þessu verði ekki misbeitt í því skyni að fresta framgangi nauðungarsölu með viðleitni til sölu, sem enginn vilji væri til að eigi sér stað í reynd. Tilteknir frestir eru einnig settir vegna tilrauna til almennrar markaðssölu í ákvæðum VI. kafla, þannig að ef þær takast ekki á vissum tíma yrði ráðstöfun eignar að eiga sér stað á uppboði. Ef sala tækist á hinn bóginn hefði hún sömu áhrif og nauðungarsala endranær að því leyti, að ófullnægð réttindi í eigninni féllu niður, og skiptir engu í því sambandi hvort ófullnægðir veðhafar hafi verið samþykkir sölunni eða ekki.
    Reglurnar sem eru lagðar til í þessum efnum eiga sér að nokkru hliðstæðu í nýmælum 129. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, þar sem skiptastjóra við gjaldþrotaskipti er veitt heimild til að ráðstafa eign með sölu á almennum markaði þótt söluverð hennar hrökkvi ekki fyrir áhvílandi veðskuldum og höftum. Við samningu frumvarpsins hefur enn fremur verið höfð hliðsjón af reglum um sambærilegar heimildir í norrænni löggjöf. Í frumvarpinu er þó gengið mun lengra í þessum efnum en er gert til dæmis í danskri og sænskri löggjöf. Heimildir til ráðstöfunar af þessum toga í 51. kafla dönsku réttarfarslaganna, retsplejeloven, eru ekki tíundaðar ítarlega í lagaákvæðum, en þær byggja á þeirri forsendu að uppboðshaldari skipi fasteignasala til að meta eign, áður en uppboð hefst á henni, og að sá leiti tilboða í eignina á skömmum fresti ef hann telur unnt að koma henni í verð með þeim hætti. Þeim sem leitar tilboðanna er lagt í hendur að bera þau undir veðhafa í eigninni án milligöngu uppboðshaldara, en sá meginmunur er á heimildum til að selja eign með þessum hætti í dönsku lögunum og ákvæðum þessa frumvarps, að þar verður eignin ekki seld á þennan hátt nema annaðhvort að söluverðið hrökkvi fyrir öllum áhvílandi veðskuldum og höftum eða að þeir, sem fá ekki fullnustu af söluverðinu, falli frá réttindum sínum í eigninni. Þetta er hins vegar ekki skilyrði fyrir almennri markaðssölu eftir reglum þessa frumvarps, eins og áður var greint. Fyrirmæli sænskra laga, sem koma fram í 12. kafla laga um fullnustugerðir, utsökningsbalk, eru mun líkari ákvæðum frumvarpsins en umræddar danskar reglur. Í sænsku lögunum er þó ekki kveðið að teljandi marki á um hvernig verði staðið að söluaðgerðum og ákvarðanatöku um tilboð.
    Heiti frumvarpsins á þessum hætti við nauðungarsölu, að þetta sé sala á almennum markaði, er lagt til í ljósi þess að öflun og gerð tilboða í eign færi fram með líkum hætti og í frjálsum viðskiptum. Eignin yrði auglýst og sýnd, líkt og yfirleitt er gert í frjálsum viðskiptum, og tilboð yrði gert á áþekkan hátt og við þær aðstæður. Skilmálar fyrir sölu væru á hinn bóginn ekki alls kostar sambærilegir þeim, sem tíðkast almennt við frjálsa sölu eigna, sbr. 1. mgr. 42. gr. Þrátt fyrir síðastnefnt atriði svipar þessari aðferð við ráðstöfun eignar svo mjög til frjálsra viðskipta gagnvart þeim, sem hefur milligöngu um sölutilraunir, og þeim, sem gera boð í eignina, að rétt þykir að gefa þessu úrræði heiti sem undirstrikar þetta eðli þess.
    Eins og áður segir miða ákvæði 23. gr. við það að ósk um sölu á almennum markaði geti komið fram hvort heldur við fyrirtöku á nauðungarsölu skv. 21. gr. eða á síðari stigum, sbr. 3. mgr. 23. gr. Hafi gerðarþoli eða gerðarbeiðandi hug á því að hlutast til um þessa aðgerð við ráðstöfun eignar síðar en við fyrirtöku skv. 21. gr., yrði það að gerast á tíma sem hefði áður verið ákveðinn til að taka nauðungarsöluna formlega fyrir til að halda uppboð á eigninni, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 27. gr. Ósk um þetta yrði hins vegar að koma fram í síðasta lagi þegar nauðungarsalan yrði tekin fyrir til að byrja uppboð á eigninni, svo sem fram kemur í 3. mgr. 23. gr.
    Heimildir 23. gr. eru ekki bundnar við ráðstöfun á tilteknum tegundum eigna sem falla undir fyrirmæli 2. þáttar frumvarpsins. Þær taka því jöfnum höndum til ráðstöfunar á fasteignum, öðrum fasteignarréttindum skv. 1. mgr. 17. gr., skrásettum skipum og skrásettum loftförum. Þó má ætla að fyrst og fremst gæti komið til kasta 23. gr. við nauðungarsölu á fasteignum og þá einna helst þegar um íbúðarhúsnæði væri að ræða.
    Í 1. mgr. 23. gr. koma fram almenn skilyrði fyrir því að reynt verði að ráðstafa eign á þann hátt sem hér um ræðir. Eftir orðalagi ákvæðisins er sýslumanni skylt að taka ósk um almenna markaðssölu til greina ef skilyrðum 1. mgr. 23. gr. er fullnægt. Þessi skilyrði eru eftirfarandi:
     1.      Ósk í þessum efnum verður að koma fram af hendi gerðarþola eða gerðarbeiðanda. Þótt ætla megi að gerðarþoli hlyti yfirleitt að eiga frumkvæði að þessu þykir ekki rétt að útiloka gerðarbeiðanda frá því, enda getur hann haft hagsmuni af því að sala fari frekar fram á þennan hátt en við uppboð. Gerðarbeiðandi gæti haft slíka hagsmuni af tilliti til þess, að hærra verð gæti fengist fyrir eignina við sölu á almennum markaði en við uppboð og líkindi þannig aukist fyrir því að hann fái fullnustu á kröfu sinni. Þá er ekki síður um það að ræða, að gerðarbeiðandi kann að standa frammi fyrir því að þurfa sjálfur að kaupa eignina við uppboð til þess að fá fullnustu á kröfu sinni með því að selja eignina aftur í frjálsum viðskiptum. Gæti þá verið til einföldunar fyrir gerðarbeiðanda að almenn markaðssala færi strax fram þannig að hann losni undan því að kaupa eignina sjálfur við uppboð til þess eins að selja hana rakleitt í framhaldi af því.
     2.      Ef gerðarþoli ber fram óskina um almenna markaðssölu verður gerðarbeiðandi eða gerðarbeiðendur, séu þeir fleiri en einn, að lýsa sig samþykka óskinni við fyrirtöku á nauðungarsölunni, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 23. gr. Frá skilyrðinu um samþykki gerðarbeiðenda má þó víkja skv. 2. mgr. 23. gr. Ef einn af gerðarbeiðendum ber fram óskina verður gerðarþoli að vera henni samþykkur og einnig aðrir gerðarbeiðendur. Frá skilyrðinu um samþykki annarra gerðarbeiðenda má þó aftur víkja skv. 2. mgr. 23. gr., en á hinn bóginn er ófrávíkjanlegt að gerðarþoli samþykki óskina. Þetta fortakslausa skilyrði um samþykki gerðarþola stafar af því, að yfirleitt væri með öllu tilgangslaust að reyna sölu á almennum markaði gegn vilja hans, enda gæti hann brugðið fæti fyrir hana með ýmsu móti, til dæmis með því að neita að sýna væntanlegum kaupendum eignina. Eins væri ófært að ætlast til þess að gerðarþoli sæti gegn vilja sínum þeim átroðningi sem getur fylgt sýningu eignar. Þá er þess ekki síst að geta að gerðarþoli getur talið hag sínum betur borgið með sölu á uppboði, til dæmis ef veðskuldir hvíla á eigninni langt umfram markaðsvirði hennar og allt eins sé líklegt að veðhafar muni bjóða betur í hana á uppboði en mætti vænta að fengist fyrir hana með tilboði á almennum markaði.
     3.      Sá sem ber fram ósk um almenna markaðssölu þarf að hafa tilkynnt aðilum að nauðungarsölunni skv. 3. og 4. tölul. 2. gr., sem er vitað hvar verði náð til, um að hann ætli að hafa þessa ósk uppi við tiltekna fyrirtöku á nauðungarsölunni. Samkvæmt 2. tölul. l. mgr. 23. gr. þarf að meginreglu að koma slíkri tilkynningu á framfæri með sannanlegum hætti og með viku fyrirvara. Það skilyrði kemur fram fyrir almennri markaðssölu í þessu ákvæði að enginn þessara aðila megi mótmæla við fyrirtöku að þessi háttur verði hafður á ráðstöfun eignarinnar. Þetta skilyrði er þó undanþægt skv. 2. mgr. 23. gr.
     4.      Í 3. tölul. 1. mgr. 23. gr. er að auki sett það skilyrði fyrir almennri markaðssölu, að sá sem óskar hennar setji tryggingu fyrir kostnaði sem tilraunir til hennar kunna að leiða til ef þær bera ekki árangur. Með þessu er meðal annars haft í huga að fasteignasalar áskilja sér að öðru jöfnu þóknun fyrir að verðmeta eign við upphaf sölutilrauna og rétt til að fá greiddan kostnað af auglýsingu eignar, en þótt sala takist ekki verður ekki komist undan greiðslu á þessum kostnaði. Verður að telja nauðsynlegt að sá sem hlutast til um þennan hátt við nauðungarsölu eignar beri áhættuna af útgjöldum, en rétt er að taka fram að hér yrði almennt ekki um teljandi fjárhæð að ræða. Ef sala tækist á hinn bóginn yrði kostnaður greiddur af söluverði, sbr. 1. mgr. 50. gr., og yrði þá ekki gengið á tryggingu af þessum toga.
    Eins og minnst hefur verið á hér að framan er gert ráð fyrir því að sýslumanni sé skylt að verða við ósk um almenna markaðssölu eignar, ef öllum umræddum skilyrðum 1. mgr. 23. gr. er fullnægt. Í 2. mgr. 23. gr. felst á hinn bóginn heimild handa sýslumanni til að taka ósk sem þessa til greina þótt á þetta kunni að vanta. Nánar tiltekið getur sýslumaður ákveðið að almenn markaðssala fari fram án samþykkis gerðarbeiðenda og gegn mótmælum aðila að nauðungarsölunni skv. 3. eða 4. tölul. 2. gr. Skilyrði fyrir þessu eru tvíþætt. Annars vegar verður sýslumaður að telja raunhæft að almenn markaðssala geti tekist, en við mat á þessu yrði hann meðal annars að taka tillit til líkinda fyrir því að kaupandi fáist að eigninni innan hóflegs tíma miðað við allar aðstæður og til þess hvort telja megi horfur á að gerðarþoli sýni fulla samvinnu um að koma eigninni í verð. Hins vegar verður sýslumaður að telja að það breyti engu fyrir hagsmuni þess, sem samþykkir ekki almenna markaðssölu eða mótmælir henni, hvort eignin verði seld með þeim hætti eða á uppboði. Samkvæmt orðum 2. mgr. 23. gr. yrði sýslumaður að taka hér mið af því hvort líkindi fyrir því, að hlutaðeigandi fái fullnustu á kröfu sinni við nauðungarsöluna, séu önnur og meiri ef eigninni yrði ráðstafað á uppboði. Í þessu felst að ef sýslumaður telur sýnt að hlutaðeigandi fái fullnustu, á hvorn veginn sem yrði farið að, hafi afstaða hans til almennrar markaðssölu engin áhrif. Að sama skapi yrði að líta fram hjá afstöðu hlutaðeiganda ef engin raunhæf líkindi væru fyrir því að eignin gæti selst gegn verði sem nægði til þess að hann fengi eitthvað í sinn hlut af söluverðinu.
    Ef ósk um nauðungarsölu á almennum markaði yrði tekin til greina kæmi til kasta reglna VI. kafla frumvarpsins um frekari aðgerðir, en þeim reglum er lýst nánar hér á síðari stigum.

Um 24. gr.


    Í 24. gr. er mælt fyrir um lyktir fyrirtöku á nauðungarsölu skv. 21. gr., ef þar kemur hvorki til stöðvunar á frekari aðgerðum vegna ákvæða 22. gr. né til sölu á almennum markaði skv. 23. gr. Í þeirri aðstöðu er um þann eina kost að ræða, að sýslumaður ákveði tíma til að byrja uppboð á viðkomandi eign. Er þannig, eins og áður hefur verið tekið fram, ekki gert ráð fyrir því að ákvörðun um frekari aðgerðir verði frestað til nýrrar fyrirtöku að hætti 21. gr. Á hinn bóginn má árétta að ákvörðun um byrjun uppboðs bindur ekki hlutaðeigendur meira en svo, að, þeirri aðgerð má slá á frest án formlegrar fyrirtöku á nauðungarsölunni, sbr. 1. mgr. 27. gr.
    Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. kemur í hlut sýslumanns að ákveða hvenær uppboð byrji á eign, en tekið er þó fram að það beri eftir föngum að taka tillit til óska gerðarbeiðenda í þeim efnum. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að miðað við reynslu í núverandi framkvæmd yrði sýslumaður að öðru jöfnu að ákveða stund til þessara þarfa nokkuð fram í tímann vegna almennra anna á þessum vettvangi og gæti yfirleitt ekki stytt þann biðtíma svo neinu teljandi nemi þótt gerðarbeiðendur leggi áherslu á að flýta aðgerðum. Á hinn bóginn væri unnt að fara að óskum gerðarbeiðenda ef þeir óskuðu eftir lengri biðtíma fram að byrjun uppboðs en mundi leiða af þörfum sýslumanns.
    Í 1. mgr. 24. gr. er gengið út frá því að ákvörðun sýslumanns um tíma til að byrja uppboð á eign verði almennt ekki breytt nema á þann hátt að gerðarbeiðendur óski síðar eftir því að þeirri aðgerð verði slegið á frest samkvæmt áðurnefndri 1. mgr. 27. gr. Undantekning er þó gerð frá þessu í 2. mgr. 24. gr. Þar er gert ráð fyrir því að sú staða geti komið upp, að gerðarbeiðandi hafi óskað eftir að óvenjulega langur tími líði fram til byrjunar uppboðs og sýslumaður hafi tekið þá ósk til greina við fyrirtöku skv. 21. gr. Ef ný beiðni bærist eftir það frá öðrum gerðarbeiðanda yrði að telja óeðlilegt að hann yrði algerlega bundinn af slíkri ákvörðun. Því er ráðgert í 2. mgr. 24. gr. að sýslumaður megi endurskoða ákvörðun, sem hann hefur tekið um tíma til byrjunar uppboðs við fyrirtöku skv. 21. gr., ef nýr gerðarbeiðandi óskar eftir því. Það skilyrði er þó sett fyrir endurskoðun fyrri ákvörðunar, að biðtíminn eftir byrjun uppboðs sé meiri en nýi gerðarbeiðandinn hefði mátt vænta ef hann hefði verið einn um að krefjast nauðungarsölu. Með þessu er tekið mið af því að sá sem æskir nauðungarsölu á eign, sem önnur beiðni liggur ekki þegar fyrir um, yrði almennt að reikna með því að athugun á beiðni hans, tilkynningar um hana, gerð auglýsingar um nauðungarsölu og frestir frá birtingu hennar í Lögbirtingablaði fram að fyrirtöku á nauðungarsölu taki einhvern tiltekinn tíma. Ef sá tími væri að mun skemmri en bið eftir byrjun uppboðs við þær aðstæður, sem um ræðir í 2. mgr. 24. gr., ætti nýr gerðarbeiðandi rétt á því að sýslumaður endurskoði fyrri ákvörðun sína þannig að byrjað yrði á uppboði fyrr en áður hafði verið slegið föstu. Gert er ráð fyrir því í niðurlagi 2. mgr. 24. gr. að sýslumaður tilkynni gerðarþola og fyrri gerðarbeiðanda um slíka breytingu á fyrri ákvörðun um tíma til byrjunar uppboðs, en ekki er ætlast til þess að sýslumaður taki nauðungarsöluna formlega fyrir til ákvörðunar um þetta.

Um 25. gr.


    Í 25. gr. eru fyrirmæli um bókanir í gerðabók sýslumanns um atriði sem varða fyrirtöku beiðni um nauðungarsölu skv. 21.–24. gr. Í þessum efnum er gert ráð fyrir því að bókunum verði hagað með áþekkum hætti og nú er gert í framkvæmd og verður því ekki séð að þetta ákvæði þarfnist sérstakra skýringa.

Um 26. gr.


    Í 5. kafla frumvarpsins, sem hefst á ákvæðum 26. gr., koma fram reglur þess um nauðungarsölu á fasteignum, öðrum réttindum skv. 1. mgr. 17. gr., skrásettum skipum og skrásettum loftförum á uppboði. Reglur V. kafla taka í mörgum atriðum mið af núverandi framkvæmd í þessum efnum.
    Í 26. gr. er mælt fyrir um tilkynningar og auglýsingar um byrjun uppboðs, ef afráðið hefur verið að sá háttur verði hafður á nauðungarsölu eignarinnar, sbr. 24. gr.
    Í 1. mgr. 26. gr. er ráðgert að sýslumaður tilkynni gerðarþola bréflega um ákvörðun sem hefur verið tekin um tíma til byrjunar uppboðs, ef gerðarþoli hefur ekki verið staddur við fyrirtöku þar sem ákvörðunin var kynnt. Tilkynningu sem þessa ætti að senda rakleitt í kjölfar fyrirtöku skv. 21. gr., þótt nokkur tími ætti eftir að líða þar til byrjað yrði á uppboði, enda hefði gerðarþoli þá rýmri tíma til að varna uppboði með greiðslu eða samningum við gerðarbeiðendur. Í 1. mgr. 26. gr. er ekki áskilið að þessi bréflega tilkynning verði send með nánar tilteknum hætti og er því lagt á vald sýslumanns að ákveða hvernig þetta verði gert, en ætlast verður til þess að sú leið verði valin sem þyki vænlegust hverju sinni til að tryggja að gerðarþola berist vitneskja um byrjun uppboðsins. Í niðurlagi 1. mgr. 26. gr. er mælt fyrir um að það standi ekki í vegi frekari aðgerðum við uppboð, að þessi tilkynning verði ekki send, ef ekki er kunnugt um hver gerðarþoli sé eða hvar megi koma tilkynningunni á framfæri við hann. Skilyrði fyrir þessari undantekningu verður að skýra með hliðsjón af ákvæðum 2. mgr. 16. gr., sem áður hefur verið fjallað um.
    Í 2. mgr. 26. gr. er kveðið á um að sýslumaður fái birta sérstaka auglýsingu um byrjun uppboðs í dagblaði eða á annan sambærilegan hátt með að minnsta kosti þriggja daga fyrirvara. Í ljósi heimildar 1. mgr. 27. gr. til að slá byrjun uppboðs á frest yrði ekki ákjósanlegt að birta slíka auglýsingu með verulega meiri fyrirvara en ákvæði 2. mgr. 26. gr. áskilja, því ella væri hætt við að auglýsing væri þegar birt með viðeigandi kostnaði áður en gerðarbeiðendur hefðu endanlega gert upp hug sinn um hvort þeir vilji láta uppboðið byrja þessu sinni.
    Í núverandi framkvæmd er almennt staðið á áþekkan hátt að undirbúningi fyrsta uppboðs á fasteignum og skipum og mælt er fyrir um í 26. gr. frumvarpsins.

Um 27. gr.


    Eins og getið var í athugasemdum við 24. gr. miða reglur frumvarpsins að því, ef nauðungarsala á eign á að fara fram á uppboði, að tími til að byrja uppboðið verði ákveðinn við fyrirtöku skv. 21. gr. Í 1. mgr. 27. gr. koma hins vegar fram reglur um atvik sem leiða til
þess að byrjun uppboðs verði slegið á frest, en í meginatriðum getur önnur af tveimur ástæðum verið fyrir slíkri frestun. Annars vegar yrði byrjun uppboðs frestað ef allir gerðarbeiðendur óska eftir því. Að öðru jöfnu má ætla að þar byggi að baki að gerðarþoli hefði leitað eftir frestun við hvern og einn gerðarbeiðanda, eftir atvikum í tengslum við samningaumleitanir um uppgjör krafna þeirra, en gerðarbeiðendum væri þó vitanlega frjálst að fara þessa leið án tilefnis af hendi gerðarþola ef þeir teldu ástæðu til. Í þessu sambandi verður að árétta að ekki nægir til frestunar að einn gerðarbeiðandi æski hennar eða meiri hluti þeirra, því eftir orðum 1. mgr. 27. gr. verður byrjun uppboðs ekki slegið á frest nema gerðarbeiðendur séu allir á einu máli um það. Hins vegar kemur fram í 1. mgr. 27. gr. að það leiði til frestunar á byrjun uppboðs ef aðgerðir við nauðungarsölu geta ekki farið fram vegna búskipta, greiðslustöðvunar eða nauðasamningsumleitana. Í þessu felst nánar tiltekið tilvísun til ákvæða 3. mgr. 4. gr. laga nr. 20/1991 og 2. mgr. 22. gr., 2. mgr. 40. gr. og 4. mgr. 116. gr. laga nr. 21/1991, sem hafa í för með sér takmarkanir á því að nauðungarsölu verði komið fram á eign dánarbús, þrotabús eða þess sem hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings. Ef hindranir samkvæmt þessum lagafyrirmælum stæðu í vegi nauðungarsölu yrði sýslumaður að fresta byrjun uppboðs ótilkvaddur og hefði afstaða gerðarbeiðenda engin áhrif í þeim efnum.
    Ef ástæða væri til að fresta byrjun uppboðs samkvæmt framansögðu er mælt svo fyrir í 1. mgr. 27. gr. að sýslumaður ákveði nýjan tíma til þeirrar aðgerðar og tilkynni það gerðarþola og gerðarbeiðendum og auglýsi síðan í fyllingu tímans um byrjun uppboðs eftir reglum 2. mgr. 26. gr. Í 1. mgr. 27. gr. kemur fram að sýslumaður ráði þessum atriðum að meginreglu til lykta án formlegrar fyrirtöku á nauðungarsölunni og gildir þá einu hvort hann hafi áður tilkynnt gerðarþola um tíma til byrjunar uppboðs eða fengið birta auglýsingu um það. Í ákvæðinu er þó gert ráð fyrir því að sýslumaður verði að taka nauðungarsöluna formlega fyrir á áður ákveðnum tíma, ef aðili að henni hefur tilkynnt honum að hann vilji koma þar fram mótmælum gegn framgangi hennar, sbr. 2. mgr. 22. gr., eða ósk um sölu á almennum markaði, sbr. 3. mgr. 23. gr.
    Reglur 1. mgr. 27. gr. um heimildir til að fresta byrjun uppboðs taka mið af venjum í núverandi framkvæmd um frestun fyrsta uppboðs á fasteign eða skipi að öðru leyti en því, að eftir núgildandi reglum verður ekki komist hjá því að taka uppboðið formlega fyrir þótt það sé gert í því skyni einu að færa til bókar ákvörðun um frestun þess. Má gera ráð fyrir því að afnám formlegrar fyrirtöku nauðungarsölu til bókunar um frestun hennar verði til verulegrar einföldunar og sparnaðar í framkvæmd.
    Þótt ákvæði 1. mgr. 27. gr. veiti gerðarbeiðendum verulegt svigrúm til að fresta byrjun uppboðs er frelsi þeirra takmarkað nokkuð með fyrirmælum 2. mgr. 27. gr. Þar kemur nánar tiltekið fram sú meginregla, að ef uppboð hefur ekki byrjað á eign innan árs frá fyrirtöku nauðungarsölunnar skv. 21. gr. teljist allar beiðnir um hana sjálfkrafa fallnar niður. Gildir einu í þeim efnum hvort einstaka beiðnir hafi nýlega borist sýslumanni, því tímalengdin frá fyrirtöku fyrstu beiðninnar ræður niðurlögum þeirra allra. Ekki er unnt að víkja frá þessu með sammæli aðilanna. Þessi regla á sér ekki hliðstæðu í núgildandi lögum, en segja má að hún sé lögð til að gefnu tilefni í núverandi framkvæmd. Þar eru þess mörg dæmi að nauðungaruppboði hafi verið hleypt af stokkunum vegna einnar beiðni og nýjar beiðnir hafi síðan borist um uppboð á sömu eign, sem hafa verið teknar til meðferðar í sama máli. Í kjölfarið falla síðan elstu beiðnirnar koll af kolli niður vegna greiðslu eða samninga, en jafnharðan berast alltaf nýjar beiðnir, þannig að málið heldur áfram á grundvelli þeirra. Dæmi eru af því að sama nauðungaruppboði hafi verið haldið áfram í þrálátum frestum á annan áratug með þessum hætti og þá að jafnaði á grundvelli nýlegra beiðna hverju sinni. Þessi aðstaða hefur leitt til óviðunandi vandkvæða í framkvæmd og óvissu um ýmis atriði varðandi réttaráhrif aðgerðanna.
    Frá umræddri meginreglu 2. mgr. 27. gr. eru þó gerðar undantekningar, bæði í ákvæðinu sjálfu og í 3. mgr. sömu greinar. Í 2. mgr. 27. gr. er þannig mælt fyrir um að það leiði ekki til niðurfellingar nauðungarsölu þótt ár líði frá fyrirtöku skv. 21. gr. áður en uppboð byrjar, ef tafir í þeim efnum stafa með nánar tilteknum hætti af rekstri dómsmáls, heimild til greiðslustöðvunar eða heimild til nauðasamningsumleitana. Þá er í 3. mgr. 27. gr. mælt fyrir um þá undantekningu frá meginreglunni, að ef nauðungarsala fer fram eftir beiðnum tveggja eða fleiri gerðarbeiðenda og það hefur þurft að auglýsa sérstaklega í Lögbirtingablaði um fleiri en eina beiðni, sbr. 3. mgr. 19. gr., þá miðist ársfresturinn skv. 2. mgr. 27. gr. við þann tíma þegar síðasta beiðnin, sem var auglýst um, var tekin fyrir skv. 21. gr. Í ljósi þess hve sjaldgæft væri samkvæmt reglum 3. mgr. 19. gr. að það þyrfti að auglýsa í Lögbirtingablaði um fleiri en eina beiðni um nauðungarsölu á sömu eign eða tengdum eignum má ætla að mjög lítið gæti reynt á þessa undantekningarreglu.

Um 28. gr.


    Samkvæmt 28. gr. á dómsmálaráðherra að setja almenna skilmála fyrir uppboðssölu á eignum, sem fyrirmæli 2. þáttar frumvarpsins taka til, og ber að birta þá í Stjórnartíðindum. Er byggt á því í 2. mgr. 28. gr. að þessir almennu skilmálar teljist alltaf gilda við uppboð á fasteignum, öðrum fasteignarréttindum skv. 1. mgr. 17. gr., skrásettum skipum og skrásettum loftförum ef ekki er ákveðið að víkja frá þeim skv. 29. gr. við uppboð á tiltekinni eign. Í II. kafla almennra athugasemda við frumvarpið er greint frá núgildandi reglum um ákvörðun uppboðsskilmála og ástæðunum fyrir því að tillögur séu gerðar með 28. gr. um breytingar í þeim efnum. Skal vísað hér til þeirrar umfjöllunar.
    Í 1. mgr. 28. gr. er talið upp í tólf töluliðum hvað eigi að koma fram í almennum uppboðsskilmálum, en ljóst er af aðfararorðum að þeirri talningu að hún er ekki tæmandi um þau atriði sem ráðherra má ákveða þar. Sumir töluliðir 1. mgr. 28. gr. eru því marki brenndir að efni þeirra er bindandi um tiltekin atriði í skilmálunum, meðan aðrir töluliðir leggja í hendur ráðherra að ákveða hvernig fari um viss atriði. Má þannig vænta að almennir skilmálar yrðu að mörgu leyti efnislega samhljóða ákvæðum 1. mgr. 28. gr., en þó verður að ætla að þar yrði nýttur kostur á að hafa texta nokkuð fyllri, þannig að greint yrði fullum fetum frá atriðum sem ákvæði 1. mgr. 28. gr. vísa til annarra reglna frumvarpsins um.
    Til skýringar á einstökum atriðum í 1. mgr. 28. gr. skal nú litið eftir þörfum til hvers töluliðar ákvæðisins fyrir sig.
    Í 1. tölul. kemur fram að það beri að ákveða í almennum skilmálum að eign sé seld svo farin sem hún er þegar uppboði lýkur. Þessi skilmáli við uppboð á sér langa hefð og er nú mælt fyrir um hann í 4. mgr. 18. gr. laga nr. 57/1949.
    Í 2. tölul. er ráðgert að ráðherra ákveði í almennum skilmálum hversu lengi þeir sem bjóði í eign verði taldir bundnir við boð sín, en enginn rammi er hér settur í þeim efnum. Um þetta atriði eru nú bein fyrirmæli í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 57/1949, sbr. lög nr. 12/1987, þar sem kemur fram að bjóðendur séu bundnir í þrjár vikur frá því síðasta uppboði á eign er slitið og gildir sú regla jafnt um bjóðendur á fyrsta, öðru og eftir atvikum þriðja nauðungaruppboði.
    Í 3. tölul. er mælt fyrir um að það beri að taka fram í almennum skilmálum að sýslumanni sé óskylt að taka hæsta boði í eign og að hann geti hafnað öllum framkomnum boðum við þær aðstæður sem er mælt fyrir um í 5. mgr. 36. gr. Um heimildir sýslumanns til að virða hæsta boð að vettugi er að finna reglur í 2. mgr. 39. gr. frumvarpsins, en efnislega eru þær á þann veg að hæsta boði verði alltaf tekið nema sérstök ástæða sé til að draga í efa að það verði efnt, enda hafi þá bjóðandi ekki sett tryggingu fyrir boði sínu. Heimildin í 5. mgr. 36. gr. til að hafna öllum boðum . tekur til tilvika, þar sem nauðungarsölu hefur verið krafist skv. 6. gr. frumvarpsins til að fullnægja peningakröfu og framkomin boð nægja ekki til þess að neinn gerðarbeiðandi fái greitt upp í kröfu sína, en við þær aðstæður yrði nauðungarsalan talin árangurslaus og bæri að fella hana niður.
    Í 4. tölul. er tekið mið af því, að reglur 39. gr. fela í sér að sýslumaður taki afstöðu til framkominna boð innan skamms tíma frá því uppboði lýkur og tilkynni síðan þeim, sem hann hyggst taka boði frá, að boðið verði samþykkt ef greiðsla berst í samræmi við uppboðsskilmála innan tiltekins tíma. Í 39. gr. er ekki mælt frekar fyrir um það hver sú greiðsla eigi að vera, sem verði að inna af hendi til að boð teljist samþykkt, heldur er þar ráðgert að þetta fari eftir ákvæðum uppboðsskilmála. Með 4. tölul. 1. mgr. 28. gr. er ráðherra falið að ákveða nánar í almennum skilmálum hversu hátt hlutfall bjóðandi þurfi að greiða af boði sínu við samþykki þess og hvernig eftirstöðvar boðsins verði síðan inntar af hendi. Í ákvæðinu er ekki takmarkað frekar hvers efnis almennir skilmála megi vera um þessi atriði. Í núverandi framkvæmd er hefð fyrir þeim skilmálum að bjóðanda beri að greiða fjórðung boðs síns við samþykki þess, en eftirstöðvar uppboðsverðs í einu lagi tveimur mánuðum síðar.
    Í 5. tölul. kemur fram að það beri að taka upp í almenna skilmála hverjar afleiðingar séu af vanefndum kaupanda, en efnislega felur þessi töluliður í sér ágrip af reglum 47. gr. frumvarpsins. Lagt er til að þetta verði tekið upp í almenna skilmála til áréttingar við bjóðendur, þótt nánar sé mælt fyrir um þetta í ívitnuðu ákvæði frumvarpsins.
    Í 6. tölul. er ráðgert að fram komi í almennum skilmálum að áhætta af seldri eign færist yfir á kaupanda við samþykki boðs hans og einnig að þar verði tekið fram að kaupandi eigi að meginreglu rétt til umráða yfir eigninni frá sama tíma, en þó með þeirri undantekningu sem leiðir af fyrirmælum 3. mgr. 55. gr. frumvarpsins.
    Í 7. tölul. kemur fram að ætlast sé til þess að fram komi efnislega í almennum skilmálum hverjar skyldur kaupanda geti orðið til greiðslu vaxta af söluverði. Reglur frumvarpsins fela í sér að skylda til greiðslu vaxta komi aðeins til vegna vanefnda af hendi kaupanda, sbr. 1. mgr. 47. gr., svo og til jöfnunar á vaxtamun ef kaupandi greiðir boð sitt með yfirtöku áhvílandi veðskulda á eigninni, sbr. 2. og 3. mgr. 40. gr., en þessu yrði væntanlega að lýsa nánar í almennum skilmálum.
    Í 8. tölul. er lagt á vald ráðherra að ákveða í almennum skilmálum hvort kaupandi beri kostnað af sölunni til viðbótar við boð sitt eða hvort boð hans feli í sér heildarverð, sem kostnaðurinn yrði þá greiddur af. Í ljósi ákvæða 1. mgr. 50. gr. yrði hér almennt aðeins um að ræða sölulaun vegna uppboðs í ríkissjóð, en sú greiðsla yrði ákveðin eftir reglum um aukatekjur ríkissjóðs.
    Í 9. tölul. er ráðgert að fram komi í almennum skilmálum hvernig fari um rétt kaupanda til afsals fyrir eigninni, en þessi réttur ræðst af ákvæðum 1. mgr. 56. gr. frumvarpsins.
    Í 10. tölul. er miðað við að réttur til arðs af eign og skylda til greiðslu gjalda vegna hennar og vaxta af veðkröfum, sem kunna að fylgja henni, færist yfir á kaupanda á því tímamarki sem uppboði lýkur á eign. Þetta ákvæði gefur ráðherra ekki svigrúm til að víkja í almennum skilmálum frá þeirri skipan sem hér um ræðir, en hún tengist mjög ákvæðum 3. mgr. 50. gr. og 2. mgr. 53. gr. sem snúa að rétti veðhafa til greiðslu vaxta af kröfum sínum við úthlutun söluverðs.
    Í 11. tölul. er gert ráð fyrir því að tekið verði fram í almennum skilmálum að kaupandi verði að una við að fá eignina með kvöðum og höftum, sem kunna að hvíla á henni, að því leyti sem söluverð eignarinnar nægir til greiðslu upp í réttindi sem standa þeim að baki í réttindaröð. Með kvöðum og höftum er í þessu sambandi einkum átt við óbein eignarréttindi sem varða annað en tilkall rétthafans til greiðslu peninga, til dæmis samningsbundna kvöð um umferðarrétt, lögbundinn forkaupsrétt, ítaksréttindi og afnotarétt. Misjafnt er hver staða réttinda af þessum toga er gagnvart öðrum réttindum sem hvíla á eign. Í sumum tilvikum yrðu þau talin ganga fyrir öllum öðrum réttindum í eigninni, til dæmis á grundvelli beinna fyrirmæla laga, en í ljósi ákvæða 11. tölul. l. mgr. 28. gr. yrði kaupandi alltaf að sæta því að slíkt fylgdi eigninni í kaupunum. Í öðrum tilvikum yrði rétthæð kvaða og hafta að ráðast af þinglýsingarreglum, þannig að veðkröfur gætu til að mynda staðið þeim framar í réttindaröð. Þetta getur til dæmis átt við um leigusamninga og önnur samningsbundin afnotaréttindi, sbr. 31. gr. laga nr. 39/1978. Undir þessum kringumstæðum reyndi á það hvort fyrirmæli 11. tölul. 1. mgr. 28. gr. hefðu í för með sér að réttindin féllu brott eða ekki, en niðurstaðan í þeim efnum ræðst af því hvort söluverð eignarinnar nægi til að greiða réttlægri kröfur en þessi réttindi. Til skýringar á þessu má taka það dæmi að á fasteign hvíli á fjórum fyrstu veðréttum jafnmörg þinglýst veðskuldabréf, sem eru samtals að eftirstöðvum 8.000.000 kr. Að baki þeim hefur verið þinglýst húsaleigusamningi til tíu ára, en að baki honum hvílir síðan þinglýst veðskuldabréf á fimmta veðrétti að eftirstöðvum 2.000.000 kr. Afdrif leigusamningsins í þessu dæmi ráðast af því hvort söluverð eignarinnar nægir til greiðslu upp í veðskuldabréfið á fimmta veðrétti, þ.e. réttindin sem koma aftan við leigusamninginn í réttindaröð. Ef söluverð eignarinnar yrði innan við 8.000.000 kr. mundi það leiða af ákvæðum 11. tölul. 1. mgr. 28. gr., sbr. 2. mgr. 56. gr. frumvarpsins, að leigusamningurinn félli niður. Ef söluverðið yrði hins vegar 8.000.001 kr. væri fengin stök króna til að greiða upp í áðurnefnt veðskuldabréf á fimmta veðrétti, sem stendur að baki húsaleigusamningnum í réttindaröð. Þetta hefði þá afleiðingu í för með sér samkvæmt orðum 11. tölul. 1. mgr. 28. gr. að kaupandinn yrði að sæta því að leigusamningurinn stæði áfram á eigninni og rynni sitt tímaskeið á enda.
    Í 12. tölul. er loks gert ráð fyrir því að fram komi í almennum skilmálum fyrirmæli um það innan hvers tíma kaupandi verði að hafa uppi kröfur vegna vanefnda í hans garð. Þessi tímamörk eru bundin í 1. mgr. 48. gr. með sama hætti og er lýst í ákvæðum 12. tölul.

Um 29. gr.


    Eins og getið var í athugasemdum við 28. gr. er þar gengið út frá því að dómsmálaráðherra setji almenna skilmála fyrir uppboði á eignum, sem verður ráðstafað eftir reglum 2. þáttar frumvarpsins, og að þeir skilmálar gildi alltaf ef annað er ekki ákveðið sérstaklega við tiltekið uppboð, sbr. 2. mgr. 28. gr. Í 1. tölul. 2. mgr. 31. gr. kemur fram að almennir uppboðsskilmálar eigi að jafnaði að liggja fyrir þegar uppboð er haldið, þannig að bjóðendur geti kynnt sér þá, og að greina eigi frá því áður en boða verður leitað ef vikið er þar frá almennu skilmálunum. Heimildirnar til að víkja frá almennum skilmálum, sem er þannig gert ráð fyrir í 28. og 31. gr., koma fram í 29. gr. frumvarpsins. Þessar heimildir ná almennt til allra atriða uppboðsskilmála, jafnt þeirra sem ráðherra er veitt vald til að kveða á um í almennum skilmálum og þeirra sem ákvæði l. mgr. 28. gr. binda hendur hans um.
    Í 29. gr. er ráðgert að ákvörðun um frávik frá almennum uppboðsskilmálum geti borið að með tvennum hætti. Annars vegar kemur fram í 1. mgr. 29. gr. að þetta geti átt rætur að rekja til kröfu aðila að nauðungarsölunni og hins vegar er mælt fyrir um það í 2. mgr. 29. gr. að sýslumaður taki ákvörðun um þetta án kröfu ef almennir skilmálar henta ekki við uppboð á viðkomandi eign. Í báðum tilvikum er ætlast til þess að ákvörðun um að víkja frá almennum skilmálum verði bókuð í gerðabók og verði tekin sem fyrst við framkvæmd nauðungarsölunnar, en þó megi gera þetta allt fram að því að lokið sé að leita boða í eignina, enda verði þá áður framkomin boð ekki bindandi fyrir þá sem gerðu þau ef skilmálum er raskað svo máli skipti fyrir þá. Þá er í báðum tilvikum mælt fyrir um að það lúti ákvörðun sýslumanns hvort vikið verði frá almennum skilmálum, en heimildir hans til ákvörðunar um það eru takmarkaðar af ákvæðum 3. mgr. 29. gr. Verður ekki séð að einstök atriði 29. gr. þarfnist frekari skýringa en nú hafa komið fram.

Um 30. gr.


    Í 30. gr. koma fram sérreglur sem heimila sýslumanni að leita boða í eignir við uppboð með afbrigðilegum hætti þegar beiðni um nauðungarsölu nær til fleiri eigna en einnar eða meðferð beiðna hefur verið sameinuð með þeim afleiðingum að nauðungarsalan taki í einu lagi til tveggja eða fleiri sjálfstæðra eigna. Rótin að því að beiðni um nauðungarsölu nái til fleiri eigna en einnar yrði tíðast sú, að gerðarbeiðandi styðji rétt sinn við veðskuldabréf, þar
sem honum hafa verið sett að veði fasteign, skip eða loftfar með lausafjármunum sem fylgja slíkri eign, en eins og kom fram í athugasemdum við 17. gr. gæti gerðarbeiðandi krafist nauðungarsölu á eignunum í einu lagi eftir 3. mgr. þess ákvæðis. Sameining á meðferð tveggja eða fleiri beiðna um nauðungarsölu, sem tækju að einhverju leyti eða öllu til mismunandi eigna, ætti sér stoð í 3. mgr. 14. gr., sem áður hefur verið fjallað um.
    Ef nauðungarsala tekur í senn til fleiri eigna en einnar, sem mætti þó ráðstafa hverri fyrir sig, má segja að ákvæði 30. gr. veiti sýslumanni þrjá kosti til að velja úr þegar uppboð fer fram. Hann gæti í fyrsta lagi farið þá leið, sem ákvæði frumvarpsins mæla að vísu ekki beinlínis fyrir um en má telja sjálfgefna ályktun af orðum 30. gr., að bjóða eignirnar einfaldlega allar upp í einu lagi. Sýslumaður gæti í öðru lagi farið þá leið, sem er mælt fyrir um í 1. mgr. 30. gr., að bjóða hverja eign upp fyrir sig eða eftir atvikum að bjóða nokkrar þeirra upp í senn og svo aðrar sjálfstætt. Heimildin til þessa er þó háð því skilyrði 1. mgr. 30. gr., að sýslumaður telji að hærri boð muni fást samanlagt í eignirnar á þennan hátt en með því að bjóða þær upp saman. Í þriðja lagi getur sýslumaður ákveðið að neyta heimildar 2. mgr. 30. gr. til þess að leita boða í eignirnar á tvo vegu, annars vegar með því að kalla eftir boðum í þær allar í einu og hins vegar með því að leita boða í hverja um sig. Á þennan hátt fengi sýslumaður beinan samanburð á því hvor leiðin leiði til betri árangurs og gæti þá tekið boði eða boðum eftir því hvor kosturinn hafi gefið betri raun.
    Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að ákjósanlegt sé eða jafnvel nauðsynlegt að fara þær leiðir sem 1. og 2. mgr. 30. gr. heimila. Eitt nærtækasta tilefnið kemur fram í 3. mgr. 30. gr., þar sem kemur fram að ef bjóða á upp fleiri en eina eign og boða er leitað í hverja fyrir sig þá verði aðeins ráðstafað þeim fjölda þeirra sem þarf til að fullnægja kröfum gerðarbeiðenda. Ef hugsanlegt er að ekki þurfi að ráðstafa öllum eignunum til fullnustu handa gerðarbeiðendum væri ótækt að bjóða þær allar upp í einu lagi nema gerðarþoli óskaði þá gagngert eftir því. Eins má nefna að ástæða gæti verið til að leita sjálfstæðra boða í eignir samkvæmt ákvæðum l. eða 2. mgr. 30. gr. ef réttindi eru ekki þau sömu í öllum eignunum, enda gæti þá reynst örðugt að ráða fram úr því hvað hver rétthafi eigi að fá í sinn hlut, þótt reyndar sé að finna annað úrræði til lausnar á slíkum vandkvæðum í 2. mgr. 50. gr. frumvarpsins.

Um 31. gr.


    Ákvæði 31.–34. gr. fjalla um byrjun uppboðs á eign, sem verður ráðstafað með nauðungarsölu eftir reglum 2. þáttar, en samkvæmt frumvarpinu er byrjun uppboðs heitið á fyrri af tveimur áföngum sem yrði að öðru jöfnu beitt til að koma eign í verð á þennan hátt. Eins og minnst var á í II. kafla almennra athugasemda við frumvarpið er hér gert ráð fyrir þeirri breytingu að uppboð fari fram í einum eða tveimur áföngum í stað þess að áfangarnir geti orðið þrír, eins og eftir núgildandi lögum. Byrjun uppboðs eftir ákvæðum frumvarpsins kæmi þannig í stað fyrsta og eftir atvikum annars uppboðs eftir núgildandi reglum, en framhald uppboðs samkvæmt frumvarpinu svarar til þess áfanga, þar sem endanleg sala á sér stað eftir reglum laga nr. 57/1949, sem oftast er ýmist annað uppboð, þegar um skip eða loftfar er að ræða, eða þriðja uppboð þegar fasteign er ráðstafað. Tilhögun frumvarpsins í þessum efnum er einnig önnur frá þeirri sem núgildandi lög ráðgera að því leyti, að framhald uppboðs samkvæmt frumvarpinu er í bókstaflegum skilningi áframhald af því sem gerist við byrjun uppboðs. Þannig kemur til dæmis fram í 4. mgr. 36. gr. að við framhald uppboðs eigi að leita boða frá því marki sem hafði verið náð við byrjun uppboðsins. Eftir núgildandi reglum eru áfangarnir hins vegar hver öðrum óháðir að því leyti, að hverju sinni er ætlast til þess að byrjað sé að leita boða frá grunni, en þess ber þó að gæta að þeir sem gera til dæmis boð við fyrsta uppboð eru bundnir við þau um tiltekinn tíma eftir lok þriðja uppboðs, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 57/1949, sbr. lög nr. 12/1987. Er þannig ef til vill nærtækt að segja að fremur sé um orðalagsmun að ræða en eðlismun að þessu leyti milli frumvarpsins annars vegar og núgildandi laga hins vegar.
    Í 1. mgr. 31. gr. kemur fram að sýslumaður taki nauðungarsölu formlega fyrir á starfstofu sinni til þess að byrja uppboð á þeim tíma, sem áður var ákveðinn og auglýst um, enda hafi nauðungarsalan þá ekki fallið niður frá því sú ákvörðun var tekin eða uppboðinu verið frestað, sbr. 1. mgr. 27. gr. Er einnig mælt fyrir um að sýslumaður leggi þá fram ný gögn, sem hafa borist honum eftir fyrirtöku skv. 21. gr., og kynni þau gerðarþola ef hann mætir sjálfur eða einhver fyrir hans hönd.
    Samkvæmt 2. mgr. 31. gr. ber sýslumanni að veita viðstöddum tilteknar upplýsingar áður en hann hefst handa við að leita boða við byrjun uppboðs. Í þessu ákvæði er talið upp í sex töluliðum hver þau atriði séu, sem ber að gæta að í þessum efnum, en í einu lagi má segja að þau varði atvik sem geti ráðið forsendum fyrir boðum í eignina. Telja verður að einstök atriði í 2. mgr. 31. gr., svo og í 3. mgr. greinarinnar, skýri sig sjálf.

Um 32. og 33. gr.


    Í þessum greinum frumvarpsins koma í meginatriðum fram reglur um hvernig boða verði leitað í eign við byrjun uppboðs, hverjir megi gera boð og hvers efnis þau geti verið. Í flestum atriðum eiga ákvæðin um þetta sér samsvörun í núgildandi lögum eða framkvæmd.
    Í 1. mgr. 32. gr. kemur fram að sýslumaður byrji að leita boða í eign þegar hann hefur gætt að þeim atriðum sem er mælt fyrir um í 2. og 3. mgr. 31. gr. Á þessu tímamarki má heita að sala eignarinnar hefjist í bókstaflegum skilningi, en miðað er við það í 3. mgr. 23. gr. að þá megi í síðasta lagi koma fram ósk um nauðungarsölu eignarinnar á almennum markaði.
    Í 2. og 3. mgr. 32. gr. koma fram reglur sem útiloka tiltekna menn frá því að gera boð í eign á uppboði. Í 2. mgr. er lagt bann við því að sýslumaður, fulltrúi hans sem heldur uppboðið eða starfsmaður hans, sem gegnir þar störfum, geri sjálfur boð í eignina eða láti annan mann gera það fyrir sína hönd. Ef boð kæmu fram í andstöðu við þessa reglu yrðu þau virt að vettugi. Þetta ákvæði á sér nokkra samsvörun í 6. mgr. 2. gr. laga nr. 57/1949, en gengur þó lengra við útilokun boða frá öðrum en þeim sem heldur uppboðið. Í 3. mgr. 32. gr. frumvarpsins er síðan tekið fram að boð frá gerðarþola sjálfum verði virt að vettugi ef nauðungarsölunnar er krafist til fullnustu peningakröfu skv. 6. gr. Sambærilega reglu er ekki að finna í núgildandi lögum, en hún styðst við þau augljósu eðlisrök að þess verði fráleitt vænst að gerðarþoli geti efnt boð í eignina ef honum hefur ekki tekist að varna nauðungarsölu með því að greiða skuldheimtu mönnum. Ekki má gagnálykta frá reglum 2. og 3. mgr. 32. gr. á þann veg, að boð frá öllum öðrum en þar greinir verði tekin til álita, enda leiðir til dæmis af almennum reglum laga að einnig yrði að virða að vettugi boð frá manni sem væri sýnilega ófær um að ráða gerðum sínum.
    Í 4. og 5. mgr. 32. gr. koma fram reglur sem svara til ákvæða 9. gr. laga nr. 57/1949. Verður ekki séð að þær þarfnist sérstakra skýringa.
    Í 6. mgr. 32. gr. er sýslumanni heimilað að krefja bjóðanda um rök fyrir því að hann geti staðið við framkomið boð, að því viðlögðu að ekki verði tekið mark á því. Sýslumanni er hér einnig heimilað að áskilja að bjóðandi setji tryggingu í tilteknu formi og innan viss frests fyrir því að boðið verði efnt, ef líta eigi til boðsins við ákvörðun um hverju boði verði tekið. Um fyrra atriðið, sem hér er nefnt, er ekki að finna fyrirmæli í núgildandi lögum, enda má ætla að sjaldan yrði tilefni til að krefja bjóðanda um rök fyrir greiðslugetu hans án þess að tilefni væri frekar til að krefja hann um tryggingu. Síðarnefnda heimildin, til að krefja bjóðanda um tryggingu fyrir boði, á sér hliðstæðu í 1. mgr. 18. gr. laga nr. 57/1949.
    Fyrirmæli 33. gr. svara efnislega til reglna 1. mgr. 27. gr. laga nr. 57/1949, að því leyti sem ástæða hefur þótt til að taka upp í frumvarpið einstök atriði umrædds ákvæðis núgildandi laga. Þess ber þó að geta að í niðurlagi 3. mgr. 33. gr. er tekið berum orðum fram að sýslumaður megi alltaf lýsa eftir lægri boðum en það sem hefur hæst komið fram, en í framkvæmd hefur einhver vafi verið uppi um hvort þetta megi með því að ekki er mælt beinlínis fyrir um það núgildandi lögum. Að vísu er fátítt að ástæða sé til að leita lægri boða, en þetta getur þó þjónað tilgangi ef til dæmis verulegur munur er á hæsta og næsthæsta boði og greiðslugeta hæstbjóðanda þykir ekki hafin yfir tvímæli.

Um 34. gr.


    Í 34. gr. er mælt fyrir um tvenns konar tilvik, þar sem aðgerðum yrði þegar lokið við fyrri áfanga uppboðs. Annars vegar kemur fram í 1. mgr. 34. gr. að beiðnir um nauðungarsölu teljist fallnar niður ef ekkert boð kemur fram í eign við byrjun uppboðs, en í tilviki sem þessu yrði nauðungarsala talin árangurslaus. Áþekka reglu má finna í 1. mgr. 28. gr. laga nr. 57/ 1949. Hins vegar er mælt fyrir um það í 2. mgr. 34. gr. frumvarpsins að ljúka megi uppboði þegar í stað eftir að boð hafa komið fram við byrjun uppboðs, ef mætt er af hálfu allra aðila skv. 2. gr. og því er lýst yfir að þeir uni við að ekki verði leitað frekari boða í eignina en þá hafa komið fram. Tekið er fram að það megi fara eins að, þótt slík yfirlýsing komi ekki fram af hálfu veðhafa, ef sýslumaður telur sýnt að það megi taka einhverju framkomnu boði og að það hrökkvi til greiðslu kröfu hlutaðeigandi veðhafa. Þessi ákvæði 2. mgr. 34. gr. eiga sér að nokkru hliðstæðu í 1. mgr. 29. gr. laga nr. 57/1949, sbr. lög nr. 12/1987, þar sem er heimilað að ljúka uppboði án þess að annað og eftir atvikum þriðja uppboð fari fram. Málalok með þessum hætti eru fremur sjaldgæf, en þau geta þó til dæmis komið til ef veðhafi á verulega háa kröfu og býður þegar í byrjun fjárhæð sem svarar til líklegs markaðsverðs eignar.
    Þótt málalok að hætti 34. gr. yrðu væntanlega sjaldgæf, fela reglur ákvæðisins að vissu marki í sér skýringu á því hvers vegna sé gengið út frá því að uppboð fari fram í tveimur áföngum. Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. færi framhald uppboðs að öðru jöfnu fram við eignina sem er verið að ráðstafa, þannig að bjóðendum gæfist þá meðal annars kostur á að kynna sér útlit hennar og ástand, en oft er þess varla að vænta að teljandi boð komi fram í eign að henni óséðri. Framkvæmd uppboðs á vettvangi eignarinnar fylgir hins vegar talsvert óhagræði og kostnaður. Af þessari ástæðu má telja eðlilegt að reynt sé á það með einfaldari og um leið ódýrari hætti hvort ástæða sé til að fara þá leið. Á hvorn veginn sem væri yrði ástæðulaust að fara á vettvang, ef þar væri ekki að vænta neinna boða eða aðilarnir væru þeirrar skoðunar að hærri boð muni ekki fást með þeim hætti.

Um 35. gr.


    Í 35. og 36. gr. er að finna reglur um fyrrnefnt framhald uppboðs. Í 1. mgr. 35. gr. kemur fram að uppboði verði fram haldið eftir þessum reglum ef málalok hafa ekki fengist við byrjun uppboðs eftir nýnefndum ákvæðum 34. gr. Því til viðbótar ber þó vitanlega að hafa í huga að ekki yrði af framhaldi uppboðs ef framkomnar beiðnir um nauðungarsölu féllu niður áður en að því kæmi.
    Eins og nefnt var í athugasemdum við 31. gr. svarar framhald uppboðs eftir reglum frumvarpsins í öllum meginatriðum til annars eða eftir atvikum þriðja uppboðs eftir ákvæðum núgildandi laga. Þetta er þá með öðrum orðum fullnaðartilraun til þess að kalla fram hærri boð en hafa áður fengist, eftir atvikum með því að halda uppboðið við eignina sjálfa, og jafnframt er biðtími eftir framhaldi uppboðs síðasta raunhæfa svigrúmið sem gerðarþoli hefur til að reyna að koma í veg fyrir að sala fari fram. Reglum frumvarpsins um framhald uppboðs svipar þannig nokkuð til ákvæða um lokaáfanga uppboðs, ýmist annars eða þriðja uppboðs, í lögum nr. 57/1949 eins og þeim var breytt með lögum nr. 12/1987.
    Í 1. og 2. mgr. 35. gr. kemur fram að sýslumaður eigi að öðru jöfnu að ákveða tíma til framhalds uppboðs þegar hann lýkur að leita boða í eign við byrjun þess. Í þessum efnum er mælt fyrir um tiltekinn frest, því framhald uppboðs verður að meginreglu að eiga sér stað innan fjögurra vikna frá því lokið var að leita boða í eignina við byrjun uppboðsins. Frá fyrirmælum um þennan frest er þó gerð undantekning, ef óviðráðanleg atvik girða fyrir að
uppboði verði fram haldið innan hans, en við þær aðstæður ber sýslumanni að ákveða tíma til þessarar aðgerðar innan fjögurra vikna frá því honum verður kunnugt um að slík hindrun sé úr vegi. Óviðráðanleg atvik í þessum skilningi gætu til dæmis talist fyrir hendi, ef gerðarþoli fengi heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings, bú hans væri tekið til gjaldþrota skipta eða hann létist, en í þeim tilvikum stæðu fyrirmæli laga nr. 20/1991 og 21/1991 almennt í vegi fyrir að nauðungarsala færi fram. Eins gæti talist til óviðráðanlegra atvika í þessu sambandi að ágreiningur um nauðungarsöluna yrði borin undir héraðsdóm eftir reglum 13. kafla frumvarpsins. Enn mætti nefna í dæmaskyni að ófærð gæti fyrirbyggt að komist yrði á uppboðsstað eða verkfall opinberra starfsmanna gæti útilokað að uppboð fari fram. Fresturinn til framhalds uppboðs, sem hér um ræðir, er sá sami og nú gildir varðandi tímann sem má líða milli annars og þriðja uppboðs skv. 3. mgr. 29. gr. laga nr. 57/1949, sbr. lög nr. 12/1987, en í framkvæmd hefur einnig verið litið svo á að óviðráðanleg atvik á borð við þau, sem voru nefnd hér á undan, heimili að lengri tími líði milli uppboða þótt ekki sé vikið að því í núgildandi lögum.
    Í 3.–5. mgr. 35. gr. og einnig að nokkru í 2. mgr. er mælt fyrir um tilkynningar og auglýsingar sem sýslumanni ber að sinna áður en komið er að framhaldi uppboðs. Í 3. mgr. kemur fram að sýslumanni beri að tilkynna öllum aðilum að nauðungarsölunni skv. 2. gr. um ákvörðun tíma til framhalds uppboðs, þegar í kjölfarið af því að hún hafi verið tekin, og að þetta þurfi að gera með ábyrgðarbréfi, símskeyti eða öðrum jafntryggum hætti. Frá þessari tilkynningarskyldu er þó vikið ef aðili hefur verið staddur við byrjun uppboðs og ákvörðun um framhald þess hefur verið kynnt þar, sbr. 2. mgr. 35. gr., eða ókunnugt er hver aðilinn sé eða hvar verði náð til hans, sbr. 3. mgr. 35. gr. Ókunnugleiki um gerðarþola hefði þó aðrar afleiðingar, því sýslumaður yrði þá að fá birta sérstaka auglýsingu um framhald uppboðs í Lögbirtingablaði með viku fyrirvara, sbr. 4. mgr. 35. gr. Þessu til viðbótar kemur fram í 5. mgr. 35. gr. að auglýsa verði um þetta í dagblaði eða á annan sambærilegan hátt eftir fyrirmælum 2. mgr. 26. gr. og taka þá sérstaklega fram að um framhald uppboðs sé að ræða. Fyrirmæli 35. gr. um þennan undirbúning að framhaldi uppboðs eru í flestum atriðum í samræmi við verklag sem er almennt fylgt í framkvæmd við undirbúning samsvarandi aðgerða eftir ákvæðum 22. og 29. gr. laga nr. 57/1949, sbr. lög nr. 12/1987. Ástæða er þó til að vekja athygli á því að í frumvarpinu er tekið af skarið um að sýslumaður beini ekki sérstökum tilkynningum um aðgerðir við nauðungarsölu að öðrum en gerðarþola og gerðarbeiðendum fyrr en komið er að framhaldi uppboðs, sbr. 3. mgr. 35. gr., en í framkvæmd hefur ekki verið samræmi um það á hverju stigi beri að senda slíkar tilkynningar skv. 3. mgr. 22. gr. fyrrnefndra laga.

Um 36. gr.


    Í 2.–5. mgr. 36. gr. koma fram sérreglur um framkvæmd við framhald uppboðs, en skv. 1. mgr. greinarinnar verður farið eftir reglum um byrjun uppboðs í öðrum atriðum.
    Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. er óundanþægt að framhaId uppboðs á fasteign eða réttindum yfir fasteign, sbr. 1. mgr. 17. gr., fari fram á fasteigninni sjálfri. Við framhald uppboðs á skrásettu skipi eða loftfari á hins vegar undir sýslumann hvort leitað verði boða við eignina sjálfa. Í 2. mgr. 36. gr. er gengið út frá því að sýslumaður ákveði yfirleitt að aðgerðir byrji að minnsta kosti þessu sinni á starfstofu hans, en þar verði þá ákveðið hvort þær verði fluttar þangað sem eignin er. Stafar þetta af því að eðli máls samkvæmt getur verið óvissa við gerð auglýsinga og tilkynninga um framhald uppboðs hvar eignin verði niður komin á uppboðsdegi og því varlegast að ætla að aðgerðin hefjist á starfstofu sýslumanns. Við sölu á þessum eignum er að auki lítil ástæða til að telja að skoðun þeirra hafi teljandi áhrif á fjárhæð boða, en gagnstæð sjónarmið ættu almennt við um fasteignir. Er því tekið fram í niðurlagi 2. mgr. 36. gr. að framhald uppboðs verði ekki flutt að skipi eða loftfari nema sýslumaður telji að hærri boð muni fást með þeim hætti. Þessar reglur um uppboðsstað eru efnislega þær sömu og nú verða leiddar af 23. gr. og 3. mgr. 29. gr. laga nr. 57/1949, sbr. lög nr. 12/1987.
    Í 3. mgr. 36. gr. er mælt fyrir um skyldu umráðamanns eignar til að veita sýslumanni og öðrum sem eru staddir við framhald uppboðs aðgang að henni til skoðunar. Er tekið fram að sýslumaður geti sjálfur beitt valdi til að framfylgja þessari skyldu eða falið lögreglumönnum að gera að. Þessi regla á sér hliðstæðu í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 57/1949.
    Í 4. mgr. 36. gr. kemur fram, eins og minnst var á í upphafi athugasemda við 31. gr., að sýslumaður leiti boða við framhald uppboðs á þann hátt að boðin hefjist þessu sinni við þá fjárhæð, sem kom hæst fram við byrjun uppboðs. Að öðru leyti yrði boða leitað hér eftir almennum reglum 32. og 33. gr.
    Í 5. mgr. 36. gr. kemur loks fram að hafi nauðungarsölunnar verið krafist samkvæmt heimild í 1. mgr. 6. gr. til fullnustu á peningakröfum teljist beiðnir um hana fallnar niður ef ekki koma fram hærri boð en svo, að enginn gerðarbeiðandi geti fengið neitt í sinn hlut af söluverði. Efnislega leiðir þessi regla til sömu niðurstöðu og felst í ákvæðum 1. mgr. 28. gr. laga nr. 57/1949, en hún tryggir meðal annars að réttlágir veðhafar geti ekki knúið fram nauðungarsölu þeim rétthærri til tjóns.

Um 37. gr.


    Með þeim aðdraganda að nauðungarsölu eignar á uppboði og framkvæmd þess, sem ákvæði frumvarpsins mæla fyrir um og hefur verið lýst hér að framan, má vænta að stuðlað sé að því, eins og frekast er kostur í reglum sem þessum, að þar fáist almennt viðunandi verð fyrir eign miðað við til dæmis ástand hennar og staðsetningu, eftirsókn eftir henni á almennum markaði og greiðslukjör handa kaupanda við uppboð. Ætla verður að það tryggi einnig frekar að viðunandi boð fáist við uppboð, að veðhafar hafa augljósa hagsmuni af því að eign verði seld gegn því verði að þeir fái fullnustu krafna sinna, en reynslan í framkvæmd hefur löngum verið sú að eignir, sem er ráðstafað við nauðungarsölu, séu oftar en ekki veðsettar fyrir fullu markaðsverði ef ekki meira en það. Það verður hins vegar seint tryggt með þessu móti að þau tilvik komi ekki upp, þar sem bersýnilegt má telja að framkomin boð séu lægri en efni eru til.
    Til að mæta þeim aðstæðum, sem geta komið upp samkvæmt framansögðu, er lagt til í 37. gr. að tekin verði upp sérstök heimild handa sýslumanni til að endurtaka aðgerðir við framhald uppboðs ef framkomin boð í eign, sem kemur til álita að taka, eru svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði hennar, jafnvel þótt tekið sé tillit til hugsanlegra áhrifa ákvæða 57. gr. á réttarstöðu veðhafa sem hefur orðið hæstbjóðandi í eign við uppboð. Þessarar heimildar 37. gr. yrði ekki neytt nema til að endurtaka uppboð á eign einu sinni og er notkun hennar háð nokkuð ströngum skilyrðum. Þau eru nánar tiltekið í fyrsta lagi að sýslumaður telji mega rekja til sérstakra aðstæðna að boð hafi ekki orðið hærri en raun varð á. Til sérstakra aðstæðna í þessum skilningi má til dæmis telja að uppboð hafi farið fram í dreifbýli á árstíma sem samgöngur eru örðugar, að veðhafi sem hafði verulegra hagsmuna að gæta og má telja víst að hefði gert hærri boð en aðrir í eignina hafi haft forföll eða að þýðingarmiklar upplýsingar hafi skort um grundvallaratriði sem varða verðgildi eignarinnar. Í öðru lagi er það skilyrði sett í 1. mgr. 37. gr. að sýslumaður telji rökstudda ástæðu til að ætla að enn geti komið fram hærri boð í eignina, en tilteknar staðreyndir þyrftu þannig að liggja fyrir sem gæfu tilefni til slíkrar ályktunar en ekki getgátur einar. Þá er í þriðja lagi mælt fyrir um það í 1. mgr. 37. gr. að sýslumaður geti ekki farið þessa leið ef gerðarþoli og aðrir aðilar, sem eru staddir við framhald uppboðs, eru á einu máli um annað. Eins og ráða má af þessum skilyrðum fer fjarri að ákvæði 37. gr. geymi almenna heimild til að endurtaka uppboð, heldur ber að líta svo á að þar sé að finna eins konar neyðarreglu til að koma í veg fyrir óviðunandi málalok.
    Ef þessum skilyrðum er fullnægt er boðið í 1. mgr. 37. gr. að sýslumaður verði að taka ákvörðun um að endurtaka uppboð innan viku frá því aðgerðum við framhald þess var lokið, en að öðru jöfnu ætti þetta þó að eiga sér stað áður en framhaldi uppboðs er lokið, eins og má ráða af orðum ákvæðisins. Við endurtekningu uppboðs yrði farið eftir fyrirmælum 35. og 36. gr., svo sem fram kemur í 2. mgr. 37. gr., að því undanteknu að frestir í þessum efnum eiga að vera eins skammir og hægt er.
    Í 3. mgr. 37. gr. er tekið fram að ákvörðun sýslumanns um að endurtaka uppboð, hvort heldur um að það verði gert eða ekki, verði ekki borin undir héraðsdóm eftir reglum XIII. kafla frumvarpsins. Þessa reglu verður að telja nauðsynlega til að tryggja að ágreiningur um hvort þessi leið verði farin hafi ekki í för með sér auknar tafir á málalokum.
    Ákvæði 37. gr. eiga sér ekki hliðstæðu í núgildandi lögum.

Um 38. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um bókanir í gerðabók um atburði við framkvæmd uppboða skv. 30.–37. gr. Verður ekki séð að hún þarfnist sérstakra skýringa.

Um 39. gr.


    Í 39. gr. koma fram reglur um samþykki boðs sem hefur komið fram á uppboði, en með því samþykki sýslumanns komast á kaup um eignina við þann sem boð er samþykkt frá.
    Í 1. mgr. 39. gr. kemur fram að sýslumaður ákveði eftir lok uppboðs hverju boði hann taki í eignina og að þetta skuli gert svo tímanlega að bjóðendur séu enn bundnir við boð sín samkvæmt uppboðsskilmálum. Um þessa reglu má geta þess í fyrsta lagi að hún leggur á vald sýslumanns að taka ákvörðun um boðin og er ekki ætlast til að aðilar að nauðungarsölunni hafi uppi kröfur eða ráðleggingar um hverju boði verði tekið eða að sýslumaður ráðfæri sig við þá varðandi ákvörðun um þetta. Í öðru lagi segir í reglunni að sýslumaður taki þessa ákvörðun þegar uppboði er lokið. Samkvæmt 4. mgr. 36. gr. lýkur framhaldi uppboðs þegar sýslumaður lætur hamar falla til marks um að ekki verði leitað frekari boða og er þetta þau tímamörk sem ákvæði 1. mgr. 39. gr. miða við, nema í þeim undantekningartilvikum að framhald uppboðs þurfi ekki að fara fram og því ljúki skv. 2. mgr. 34. gr. eða framhald uppboðs verði endurtekið skv. 37. gr. Samkvæmt 1. mgr. 39. gr. gæti sýslumaður þannig lýst því yfir þegar við lok uppboðs að bjóðendum viðstöddum að tiltekið boð verði samþykkt ef greiðsla samkvæmt því berst innan tiltekins tíma, sbr. 3. mgr. 39. gr. Má telja þessa tilhögun æskilega og til hagræðis ef sýslumaður þarf ekki að krefja bjóðanda um tryggingu skv. 6. mgr. 32. gr. eða framkvæma frekari athugun á boðum. Í þriðja lagi kemur fram í 1. mgr. 39. gr. að sýslumanni beri í síðasta lagi að taka afstöðu til boða áður en sá tími er liðinn, sem bjóðendur eru bundnir við þau samkvæmt uppboðsskilmálum, en lengd þess tíma er ekki ákveðinn í frumvarpinu, heldur er ætlast til þess að hann verði markaður í almennum uppboðsskilmálum, sbr. 2. tölul. l. mgr. 28. gr. Í þessu sambandi er vert að benda á að varhugavert getur verið að draga að gefa yfirlýsingu um að boð verði samþykkt til loka þessa frests, enda til í dæminu að bjóðandi standi ekki við boð sitt. Er ráðgert í 4. mgr. 39. gr. að undir þeim kringumstæðum taki sýslumaður önnur boð til álita á ný, en lítill fengur væri í því að komast þá að raun um að annað boð sé viðunandi ef sá sem gerði það er ekki lengur bundinn við það eftir uppboðsskilmálum. Má því telja æskilegt að afstaða sé tekin til boða sem fyrst eftir lok uppboðs, þannig að svigrúm yrði til þess að reyna á fleiri boð en eitt innan þess tíma, sem bjóðendur eru bundnir, ef þess þyrfti með.
    Í 2. mgr. 39. gr. er mælt fyrir um að hæsta boði verði alltaf tekið nema sýslumaður telji sérstaka ástæðu til að draga í efa að það verði efnt, enda hafi þá hæstbjóðandi sett tryggingu fyrir því ef sýslumaður hefur krafist hennar. Reglan er þannig sú að það eigi að taka hæsta boðinu og eftir atvikum að krefja hæstbjóðanda um tryggingu, en frá þessu gæti þó sýslumaður vikið ef atvik benda til að ósennilegt sé að boðið verði efnt og væri honum þá óskylt að reyna á það hvort hæstbjóðandi gæti sett tryggingu fyrir boðinu. Ef gengið yrði fram hjá hæsta boði er ætlast til þess í 2. mgr. 39. gr. að næsthæsta boð verði metið með þessum sama hætti og þannig koll af kolli ef með þarf. Ef tvö boð eða fleiri hafa verið jafnhá kemur fram í niðurlagi 2. mgr. að sýslumaður velji milli þeirra með hliðsjón af líkindum fyrir efndum.
    Í 3. mgr. 39. gr. greinir frá því hvernig staðið verði nánar að samþykki boðs. Þar kemur fram að þegar sýslumaður hefur komist að niðurstöðu um hverju boði verði tekið, tilkynni hann bjóðanda ákvörðun sína og að boðið verði talið samþykkt ef greiðsla, sem ber að inna af hendi samkvæmt því í ljósi uppboðsskilmála, berst honum á tilteknum tíma. Þessari tilkynningu á sýslumaður að koma á framfæri með tryggum hætti, eins og segir í ákvæðinu, en eins og áður var nefnt gæti sýslumaður gert þetta um leið og framhaldi uppboðs lýkur og bókað í gerðabók að tilkynningu þessa efnis hafi þá verið komið á framfæri við viðstaddan bjóðanda. Ef bjóðandinn greiðir síðan á tilsettum tíma telst boð hans sjálfkrafa samþykkt. Þó er tekið fram í niðurlagi 3. mgr. 39. gr. að sýslumaður geti skilyrt þessa yfirlýsingu sína á þann hátt, að bjóðandinn verði um leið að setja tryggingu fyrir frekari greiðslum á boði sínu, og teldist þá boðið ekki samþykkt við það eitt að greiðslan yrði innt af hendi, heldur þyrfti trygging einnig að vera sett um leið. Hér er ráðgert að afhending greiðslunnar og eftir atvikum tryggingar nægi til þess að boð sé samþykkt og að sýslumaður þurfi þannig ekki að gera neina frekari formlega ráðstöfun því til staðfestingar. Rétt er að vekja athygli á því að í 3. mgr. 39. gr. segir að greiðsla þurfi að berast á tilteknum tíma, en ekki innan tiltekins tíma. Með þessu er haft í huga að nauðungarsala getur fallið niður allt fram að samþykki boðs, sbr. 15. gr., og er hugsanlegt að gerðarþoli geti enn náð samningum við gerðarbeiðendur um að afturkalla kröfur sínar í því skyni þótt uppboði sé lokið á eign. Ef horfur væru á að gerðarþoli hygðist reyna þetta eftir lok uppboðs væri óeðlilegt áð leggja í hendur bjóðanda hvenær hann innti af hendi greiðslu til að boð teldist sjálfkrafa samþykkt, til dæmis á tíu daga tímabili. Við þær aðstæður væri eðlilegra að sýslumaður tæki fram í yfirlýsingu sinni til bjóðanda að greiðsla eigi að koma fram á tilteknum tíma, þannig að gerðarþola gæti gefist svigrúm til að komast hjá sölunni innan þess tíma. Ef engar slíkar horfur væru hins vegar mætti sýslumaður að meinalausu gefa bjóðanda kost á að koma fram greiðslunni innan vissra tímamarka.
    Í 4. mgr. 39. gr. er mælt fyrir um afleiðingarnar af því að sá, sem sýslumaður hefur tilkynnt að boð verði samþykkt frá, inni ekki af hendi greiðslu sína. Kemur fram að sýslumaður taki þá önnur boð til álita á ný, en ef ekkert annað boð þykir koma til greina verði eignin boðin upp á ný eins og um framhald uppboðs væri að ræða. Í niðurlagi ákvæðisins er kveðið á um bótaskyldu þess sem vanefnir boð sitt. Um einstök atriði í þessu sambandi má benda á að tilkynning sýslumanns skv. 3. mgr. 39. gr. bindur hann ekki ef greiðsla berst ekki á réttum tíma. Sýslumaður þarf því ekki að tilkynna bjóðandanum að fallið sé frá því að samþykkja boð hans, enda felur 3. mgr. í sér að samþykkið sem slíkt hefur ekki verið veitt með yfirlýsingunni einni, heldur þarf greiðsla að berast frá bjóðanda til þess að kaupin komist á. Þá má nefna að ef vanefndir verða með þeim hætti, sem greinir í 4. mgr. 39. gr., er ætlast til þess að sýslumaður hugi þegar að öðrum framkomnum boðum, en þess verður að vænta að staðið sé svo tímanlega að verkum í þessum efnum að aðrir bjóðendur séu þá enn bundnir við boð sín. Fyrst og fremst er ráðgert í 4. mgr. að sýslumaður taki öðru boði, ef þessi staða kemur upp, og að hugað verði í framhaldinu að því hvort bótakrafa verði höfð uppi samkvæmt niðurlagsorðum ákvæðisins. Vanefndauppboð eftir 4. mgr. 39. gr. ætti því að vera undantekning, en til þess gæti þurft að grípa ef verulegur munur væri á því boði, sem stóð til að taka og var vanefnt, og því sem kom næst að fjárhæð. Eftir orðalagi 4. mgr. 39. gr. hlutast sýslumaður til um vanefndauppboð ótilkvaddur, en að þessu leyti er ákvæðið annars efnis en núgildandi regla um slík uppboð í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 57/1949, þar sem er mælt að vanefndauppboð fari fram eftir kröfu uppboðsbeiðanda eða veðhafa sem á gjaldfallna kröfu. Verður að telja óeðlilegt að sýslumaður hafi ekki forræði á þessu, þar sem ákvörðunarvald um samþykki boðs er í hans höndum og á honum hvílir að innheimta söluverð eignar, sbr. 1. mgr. 46. gr.
    Fyrirmæli 5. mgr. 39. gr. um heimild bjóðanda til að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt boði eru ekki í öllum atriðum eins og núgildandi regla í 31. gr. laga nr. 57/1949. Í því ákvæði laganna er aðeins gert ráð fyrir því að boð verði framselt eftir samþykki þess og að uppboðsskilmálum þurfi þá að vera fullnægt um leið af hendi kaupanda. Í frumvarpinu er á hinn bóginn gengið út frá því að framselja megi boð án tillits til þess hvort það hafi enn verið samþykkt, en við framsalið verði bæði upphaflegi bjóðandinn og framsalshafinn ábyrgir fyrir efndum boðsins.

Um 40. gr.


    Í þessari grein frumvarpsins er að finna reglur um hvernig kaupandi standi skil á söluverði eignar eftir að boð hans hefur verið samþykkt samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 39. gr. Reglur 40. gr. eiga sér ekki hliðstæðu í núgildandi lögum.
    Í 1. mgr. 40. gr. er mælt fyrir um það í hverju formi kaupandi geti innt greiðslu sína af hendi. Grunnreglan í þessum efnum kemur fram í upphafsorðum ákvæðisins, þar sem segir að þetta verði gert með peningum ef annað er ekki ákveðið í uppboðsskilmálum. Þótt það sé ekki orðað í þessu ákvæði er ætlast til þess að peningagreiðslan sé afhent sýslumanni, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 40. gr. Að þessari grunnreglu frágenginni kemur fram í 40. gr. að kaupandi eigi einnig aðra kosti en að greiða sýslumanni söluverðið eða að greiða það með peningum. Þessir kostir eru eftirfarandi:
     1.      Kaupandi getur greitt með sinni eigin kröfu um greiðslu af söluverðinu, svo sem kemur fram í 1. málsl. 1. mgr. 40. gr. Þetta er vitanlega háð því að kaupandinn njóti veðréttar eða annars konar tryggingarréttar í eigninni fyrir peningakröfu sinni og að söluverðið hrökkvi fyrir greiðslu kröfunnar eftir stöðu hennar í réttindaröð að einhverju leyti eða öllu. Í framkvæmd hefur að jafnaði verið tekið svo til orða í þessum tilvikum, að kaupandi taki undir sjálfum sér hluta söluverðsins, en þetta orðbragð er til dæmis notað í 2. mgr. 40. gr. frumvarpsins.
     2.      Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 40. gr. getur kaupandi einnig farið þá leið við greiðslu söluverðs að inna af hendi peningagreiðslu til einhvers þess sem á hluta þess í vændum við úthlutun. Kaupandinn gæti þannig farið þá leið að greiða til dæmis veðhafa kröfu hans að öllu leyti eða tilteknu marki án milligöngu sýslumanns. Með því að afhenda sýslumanni sönnun fyrir greiðslunni losnar kaupandinn undan skyldu til að afhenda honum peninga að því leyti. Þessi háttur á greiðslu tíðkast nokkuð í núverandi framkvæmd, ýmist í þeirri mynd að kaupandi greiði veðhafa að fullu með peningum án milligöngu uppboðshaldara, að kaupandi greiði veðhafa vanskil af kröfu hans með peningum gegn því að eftirstöðvar skuldar við hann hvíli áfram á eigninni eða semji við hann um greiðslu í öðru formi gegn kvittun fyrir því að hafa gert upp kröfur hans.
     3.      Í sama ákvæði kemur einnig fram að kaupandi geti greitt söluverðið með því að semja við veðhafa eða aðra þá sem njóta réttar til greiðslu af söluverðinu um að hann taki að sér skuldbindingar við þá gegn því að þær njóti áfram veðréttar eða annars tryggingarréttar í eigninni. Þetta er algengt í núverandi framkvæmd og þá tekið svo til orða að kaupandi yfirtaki áhvílandi skuldir. Þessu fylgir oftast að kaupandinn greiði um leið vanskil af slíkum skuldbindingum með peningum, en sú peningagreiðsla teldist þá greiðsla á söluverði samkvæmt því sem segir í 2. lið hér á undan.
     4.      Loks er gert ráð fyrir því í 4. mgr. 40. gr. að kaupandi geti greitt söluverðið með skuldajöfnuði á kröfu sinni á hendur gerðarþola, að því leyti sem gerðarþoli kann að eiga rétt til hluta af söluverðinu. Þessi háttur á greiðslu er háður vissum skilyrðum, sem verður vikið nánar að hér á eftir, en ekki getur reynt á þetta nema söluverðið sé hærra en þarf til að fullnægja öllum áhvílandi skuldbindingum á eigninni, þannig að gerðarþoli eigi rétt á afgangi þess.
    Vænta má að þeir kostir, sem kaupandi hefur til að greiða söluverð á annan hátt en með peningagreiðslu til sýslumanns samkvæmt framangreindu, yrðu nýttir með samsvarandi hætti og hefur verið í framkvæmd til þessa, en einkum á þetta þó við um þá tilhögun sem er getið í 1. og 3. lið. Um þessa kosti er þó rétt að vekja athygli á því að kaupandi gæti aldrei nýtt þá til að greiða söluverðið í heild sinni, því samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 40. gr. yrði hann alltaf að greiða með peningum þann hluta þess, sem yrði varið til að greiða kostnað af nauðungarsöl unni. Þá er einnig ástæða til að vekja athygli á því að kaupandi tæki vissa áhættu með því að fara þær leiðir sem hér um ræðir, en um hana er fjallað nánar hér á eftir í tengslum við 2. mgr. 40. gr.
    Bæði í 2. og 3. mgr. 40. gr. er rætt um atriði í tengslum við tilvik þar sem kaupandi efnir boð sitt eða skyldur sínar með öðru en peningagreiðslu. Með þessum orðum er átt við það að kaupandi nýti sér þá kosti sem voru taldir í 1.–4. lið hér að framan. Efndir með öðru en peningum er þannig notað sem samheiti í þessum ákvæðum til að komast hjá því að telja upp alla kostina hverju sinni sem það gæti átt við.
    Í 2. mgr. 40. gr. er gerður almennur fyrirvari um gildi þess að kaupandi efni boð sitt með öðru en peningum í áðurnefndum skilningi. Sá fyrirvari felst nánar tiltekið í því að kaupandinn teljist ekki losna endanlega undan skyldum sínum með greiðslu í þessu formi nema að því marki, sem kröfurnar sem hann efnir án peningagreiðslu til sýslumanns, verða viðurkenndar við úthlutun söluverðs. Kaupandinn ber þannig áhættuna af réttmæti krafna og fjárhæðum þeirra ef hann til dæmis greiðir veðhafa milliliðalaust eða semur við veðhafa um að taka að sér skuldbindingar samkvæmt skuldabréfi sem hvílir á eigninni. Ef krafa veðhafa í þessum dæmum reyndist síðan lægri en var gert ráð fyrir eða jafnvel ekki koma til álita að neinu leyti við úthlutun söluverðs mundi greiðsla kaupandans til veðhafans eða samningur við veðhafann ekki nýtast kaupandanum eins og hann ætlaðist til sem greiðsla á söluverðinu. Kaupandinn yrði því að greiða sýslumanni það sem á vantaði með peningum eða taka það að auki að sér í öðru formi. Einkum væri ástæða til varfærni af hendi kaupanda varðandi uppgjör vaxta og kostnaðar af kröfum veðhafa og annarra rétthafa, en í þeim efnum yrði öðru fremur að hafa í huga ákvæði 10. tölul. 1. mgr. 28. gr. og 3. og 4. mgr. 50. gr. frumvarpsins.
    Af öðrum atriðum í 2. mgr. 40. gr. er vert að benda á að þar kemur fram að sýslumaður geti krafið kaupanda um tryggingu ef kaupandinn leggur fyrir hann gögn um greiðslu sína á söluverði með öðru en peningum. Þessi trygging yrði nánar tiltekið áskilin fyrir mismuninum á því, sem kaupandi hefur til dæmis greitt einstökum veðhöfum milliliðalaust eða samið um við þá, og því, sem þessir veðhafar koma endanlega til með að eiga tilkall til við úthlutun söluverðs. Tryggingin yrði því til viðbótar að ná til greiðslu á vöxtum af mismuninum. Í ákvæðinu kemur fram að sýslumaður krefjist slíkrar tryggingar ef hann telur óvissu um það að hverju marki einstakar kröfur verði viðurkenndar við úthlutunina, en vanræksla kaupanda á að setja tryggingu jafngildi vanefnd á greiðslu söluverðs af hans hendi. Sýslumaður yrði að leggja mat á það hverju sinni hvort slík óvissa teldist fyrir hendi, eftir atvikum með því að huga að framkomnum gögnum um viðkomandi kröfur. Kaupandi yrði hins vegar aldrei laus undan áðurnefndri áhættu sinni og skyldu til að greiða söluverðið þótt sýslumaður léti hjá líða að krefja hann um tryggingu og síðar kæmi á daginn að tilefni hefði verið til hennar.
    Í 3. mgr. 40. gr. kemur fram sérregla um það hvernig kaupandi geti nýtt sér heimildir sínar til að greiða söluverð með öðru en peningum, þegar uppboðsskilmálar kveða á um að söluverðið skuli innt af hendi með tilteknum greiðslukjörum. Eins og kom fram í umfjöllun um ákvæði 4. tölul. 1. mgr. 28. gr. hér að framan er gert ráð fyrir því að greiðslukjör verði ákveðin í almennum uppboðsskilmálum. Var þess einnig getið þar að í núverandi framkvæmd tíðkast að kaupandi þurfi að greiða fjórðung söluverðs við samþykki boðs, en eftirstöðvar þess tveimur mánuðum síðar. Ef gengið yrði út frá því í dæmaskyni að almennir uppboðsskilmálar geymdu ákvæði um sams konar greiðslukjör og hér var getið, hlýtur sú spurning að vakna hvort kaupandi geti greitt fjórðung boðs síns við samþykki þess með öðru en peningum, til dæmis með því að leggja fram yfirlýsingu frá einum veðhafa um að kaupandinn hafi yfirtekið skuldbindinguna við hann, og geti svo ætlast til þess að peningar verði fyrst inntir af hendi að tveimur mánuðum liðnum til greiðslu eftirstöðva söluverðs. Þessu svara fyrirmæli 3. mgr. 40. gr. neitandi og kemur þar öðru fremur tvennt til. Annars vegar mundi skorta á að kaupandi sýndi nægilega fram á getu sína með þessum hætti til að greiða eftirstöðvar boðs síns á síðari stigum, meðan hann nyti þó almennt arðs af eigninni og umráða hennar frá fyrra tímamarki, sbr. 6. og 10. tölul. 1. mgr. 28. gr. og 1. mgr. 55. gr. Hins vegar yrði greiðsla með þessu móti til mismununar á rétthöfum í eigninni, því í áðurnefndu dæmi fengi einn veðhafi greiðslu sína þegar í stað, meðan aðrir yrðu að bíða eftir sínu um nokkurn tíma án neinna vaxta, sbr. 3. mgr. 50. gr. og 2. mgr. 53. gr. Í 3. mgr. 40. gr. er viðurkennt að kaupandi geti nýtt sér að vissu marki greiðslu með öðru en peningum, sem hann hefur þegar innt af hendi eða samið um, þegar hann greiðir inn á söluverðið í samræmi við uppboðsskilmála. Kaupanda mundi þó aðeins nýtast þetta hlutfallslega. Til að skýra ákvæði 3. mgr. 40. gr. um þetta frekar má taka dæmi af beitingu þeirra og ganga þá frá því að uppboðsskilmálar séu þeir, sem áður er getið, þ.e. að kaupanda beri að greiða fjórðung söluverðs við samþykki boðs og eftirstöðvar þess tveimur mánuðum síðar. Í þessu dæmi má ganga út frá því að söluverð eignar hafi verið 10.000.000 kr. og þegar komið er að samþykki boðs hafi kaupandi náð samningum við einn veðhafa um að yfirtaka skuld við hann að fjárhæð 4.000.000 kr., en að öðru leyti sé óráðið hvort greiðslur eigi sér stað með öðru en peningum. Ákvæði 3. mgr. 40. gr. leyfa kaupanda í þessu dæmi ekki að efna skyldu sína við samþykki boðs að öllu leyti með yfirtöku skuldar við veðhafann. Þess í stað yrði sú leið farin að það, sem er þegar ráðið að greiðist með öðru en peningum, verður dregið frá söluverðinu, eða svo framangreint dæmi sé notað, 4.000.000 kr. verða dregnar frá 10.000.000 kr. Kaupanda ber síðan að greiða með peningum sama hlutfall af mismuninum og uppboðsskilmálar leggja honum á herðar að greiða af söluverðinu við samþykki boðs. Í þessu dæmi leggja uppboðsskilmálar á herðar kaupanda að greiða fjórðung söluverðs við samþykki boðs og leiðir því af reglu 3. mgr. 40. gr. að honum ber að greiða með peningum fjórðung af áðurnefndum mismun, sem var 6.000.000 kr. Kaupandinn verður því að greiða með peningum 1.500.000 kr., en getur síðan nýtt sér fjórðunginn af yfirteknu veðskuldinni við þessa fyrstu greiðslu sína, eða 1.000.000 kr. Að þessu tvennu samanlögðu greiddi kaupandi þannig fjórðung boðs síns, eða 2.500.000 kr. Með þessum hætti verður að telja að framangreindum markmiðum 3. mgr. 40. gr. sé náð, því bæði verður kaupandi að staðfesta greiðslugetu sína með peningagreiðslu og jafnræði næst frekar milli þess veðhafa, sem kaupandinn yfirtekur skuldbindingu við, og þeirra rétthafa sem fá greiðslur í fyllingu tímans af því sem kaupandinn innir af hendi með peningum.
    Um ákvæði 3. mgr. 40. gr. má að öðru leyti benda á tvennt. Annars vegar felst í þeim að kaupandi geti efnt skyldur sínar við samþykki boðs að öllu leyti með öðru en peningum, ef þegar er ljóst að söluverðið verði allt greitt með sama hætti, en hér verður þó að gæta að því að hann yrði þó alltaf að greiða með peningum þá fjárhæð sem yrði varið til greiðslu kostnaðar af nauðungarsölunni, sbr. 1. mgr. 40. gr. Hins vegar kemur fram í niðurlagi 3. mgr. 40. gr. að jafna eigi vaxtamun þegar upp er staðið. Sá munur gæti verið kaupandanum í hag, t.d. með því að hann hafi greitt hlutfallslega of mikið með peningum við samþykki boðs síns, sem hann tapar þá vöxtum af að sama skapi, en þann mun mætti þá nota til skuldajafnaðar við greiðslu eftirstöðva söluverðsins. Munurinn gæti einnig verið kaupanda í óhag með því að hann hafi greitt of lítið með peningum við samþykki boðs, t.d. vegna þess að veðkrafa sem hann yfirtekur verður viðurkennd með lægri fjárhæð við úthlutun söluverðs en hafði verið gert ráð fyrir, en í því tilviki yrði kaupandi að greiða vexti að því marki sem peningagreiðsla hans við samþykki boðs var lægri en rétt hefði verið. Við uppgjör vaxta í þessu sambandi yrði að miða við þá vexti sem söluverðið ber eða hefði borið á bankareikningi, sbr. 2. mgr. 46. gr.
    Í 4. mgr. 40. gr. er að finna fyrirmæli um rétt kaupanda til að greiða hluta söluverðs með því að skuldajafna með kröfu sinni á hendur gerðarþola við fjárhæð sem gerðarþola kann að bera af söluverðinu. Eins og vikið var að hér fyrr í athugasemdum við þessa grein kæmi þessi kostur aðeins til álita í tilvikum, þar sem söluverðið reynist vera hærra en þarf til að fullnægja öllum áhvílandi réttindum á eign, en við þær aðstæður ætti gerðarþoli rétt á því sem stæði eftir af söluverðinu að greiddum öllum kröfum. Ef gerðarþoli ætti þannig tilkall til hluta söluverðs og kaupandinn ætti peningakröfu á hendur honum, heimila ákvæði 4. mgr. 40. gr. að kaupandinn noti þessa kröfu sína til að greiða viðkomandi hluta söluverðsins. Þessi heimild kaupandans er þó háð því skv. 4. mgr. 40. gr., að almennum skilyrðum fyrir skuldajöfnuði þurfi að vera fullnægt og að kaupandinn hafi eignast kröfu sína á hendur gerðarþola áður en uppboðinu var lokið. Með fyrrnefnda atriðinu er skírskotað til reglna á sviði kröfuréttar um skilyrði skuldajafnaðar. Með því síðarnefnda er leitast við að hindra að kaupandinn taki sig til við þessar aðstæður og festi kaup á kröfur á hendur gerðarþola eftir lok uppboðs, eftir atvikum með afföllum, gagngert til þess að geta skuldajafnað þeim.
    Í 5. mgr. 40. gr. kemur fram regla um að kaupandi greiði ekki vexti af söluverðinu nema mælt sé fyrir um það í uppboðsskilmálum eða vanefndir verða af hans hendi, sbr. 1. mgr. 47. gr., en um undantekningar frá þessu er þó vísað til ákvæða 2. og 3. mgr. 40. gr., sem eins og áður var lýst geyma sérreglur um hugsanlega skyldu kaupanda til greiðslu vaxta. Fyrirmæli 5. mgr. 40. gr. eru í reynd sett til áréttingar í þessum efnum, en væntanlega yrði komist að sömu niðurstöðu á grundvelli almennra reglna ef þetta væri ekki tekið berum orðum fram.

Um 41. gr.


    Í 41.–45. gr., sem mynda VI. kafla frumvarpsins, koma fram reglur þess um framkvæmd nauðungarsölu á almennum markaði. Um skilyrðin fyrir slíkri ráðstöfun og aðdragandann að því að gripið sé til hennar eru ákvæði annars vegar í 23. gr., sem hefur áður verið fjallað um og snýr að ráðstöfun eigna sem eiga undir 2. þátt frumvarpsins, og hins vegar í 62. gr., sem varða nauðungarsölu á lausafjármunum með þessum hætti. Rétt er þó að vekja athygli á því að í 62. gr. er einnig mælt fyrir um tiltekin afbrigði frá almennum reglum VI. kafla við ráðstöfun lausafjármuna.
    Í 41. gr. er mælt fyrir um fyrstu aðgerðir sýslumanns eftir að ósk um að nauðungarsala fari fram á almennum markaði hefur verið tekin til greina. Í 1. mgr. kemur fram að sýslumaður boði alla aðila að nauðungarsölunni, sem verður náð til eftir framkomnum gögnum, til fyrirtöku á starfstofu sinni, en boðun á að koma á framfæri með tryggum hætti eins og má leiða af niðurlagi þessa ákvæðis. Samkvæmt 2. og 3. mgr. 41. gr. er hér um formlega fyrirtöku að ræða, sem verður bókað um í gerðabók, og fer hún fram í því skyni að aðilar fái meðal annars kost á að láta uppi álit sitt í tilteknum efnum áður en sýslumaður tekur nánari ákvarðanir um aðgerðir. Í 1. mgr. 45. gr. kemur fram að sá, sem hefur óskað eftir að eigninni verði ráðstafað á almennum markaði, þurfi að meginreglu að mæta til þessarar fyrirtöku að því viðlögðu að frekari aðgerðir með þessum hætti fari ekki fram og eignin verði boðin upp. Þá kemur fram í 2. mgr. 41. gr. að við þessa fyrirtöku eigi sýslumaður að leita tillagna aðilanna um einstök atriði, sem fyrirmæli 42. gr. taka til, en með þessu er þá átt við að aðilarnir geri tillögur um skilmála, sem verði beitt við sölu eignarinnar, tilhögun sölunnar ef hún nær til margra eigna í senn og hverjum verði falið að leita boða í eignina. Eins og ráða má af niðurlagi 2. mgr. 41. gr. eru tillögur aðilanna ekki bindandi fyrir sýslumann, sem á þannig lokaorðið við ákvarðanatöku í þessum efnum. Þess má þó vænta að sýslumaður hagi þessu í öllum meginatriðum eftir því sem aðilar leggja til, en tilefni væri til dæmis til að víkja frá því ef aðgerðir eftir tillögum þeirra gætu orðið til tjóns fyrir einstaka aðila eða sýslumaður teldi óraunhæft að eign seldist með þeim aðgerðum sem aðilar leggja til. Þá má vekja athygli á því að aðili að nauðungarsölunni gæti óskað eftir því við þessa fyrirtöku að virðing fari fram á eigninni eftir reglum 2. mgr. 5. gr., en aðili kynni að telja þörf á þessu til þess að fyrir liggi formlegt verðmat á henni til samanburðar við tilboð sem síðar berast. Loks skal þess getið að í 1. mgr. 44. gr. er ráðgert að aðili geti lýst því yfir við þessa fyrirtöku að hann leggi í hendur sýslumanns að taka afstöðu til tilboða í eignina án frekara samráðs við sig. Þetta gæti orðið til hagræðis fyrir bæði aðilann og sýslumann, því ekki þyrfti að boða hlutaðeiganda til fyrirtöku til umfjöllunar um tilboð, en helst má ætla að aðili færi þessa leið ef staða hans í réttindaröð væri slík að tryggt væri að hann fái greiðslu eða það þætti með öllu útilokað.

    

Um 42. gr.


    Í 1. mgr. 42. gr. eru ákvæði um þá skilmála sem er ætlast til að verði að jafnaði beitt þegar eign er boðin til sölu á almennum markaði. Segir að þessir skilmálar skuli svara til tiltekinna ákvæða 1. mgr. 28. gr., þar sem efni almennra uppboðsskilmála er afmarkað að nokkru leyti. Þessi vísan til ákvæða 1. mgr. 28. gr. felur í sér að skilmálar við almenna markaðssölu ættu að öðru jöfnu að vera þessir:
     1.      að eignin sé seld í því ástandi sem hún er þegar tilboð er gert,
     2.      að frjálst sé að hafna tilboðum og skylt sé að gera það ef enginn gerðarbeiðandi fengi neitt í sinn hlut af því verði sem er boðið,
     3.      að vanefndir kaupanda hefðu sömu afleiðingar og við nauðungarsölu á uppboði,
     4.      að kaupandi þurfi að hlíta því að dregist geti að hann fái afsal fyrir eigninni vegna fyrirmæla 56. gr.,
     5.      að tilboð eigi að miða við að kaupandi taki á sig gjöld sem falla til af eigninni frá því hann gerir tilboðið, að hann beri frá sama tíma vexti og verðbætur af veðskuldum sem fái að hvíla áfram á eigninni og að hann njóti upp frá því arðs af henni,
     6.      að kaupandi þurfi að sætta sig við kvaðir og höft á eigninni að því marki sem leiðir af reglum 11. tölul. 1. mgr. 28. gr. og 2. mgr. 56. gr.,
     7.      að kaupandi afsali sér rétti til að hafa uppi kröfur vegna kaupanna eftir að greiðslum er lokið samkvæmt úthlutunargerð á söluverðinu.
    Að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir því að tilboða verði yfirleitt leitað við nauðungarsölu á almennum markaði með fyrirfram gefnum skilmálum um efni þeirra. Þannig er til dæmis ekki bundið með líkum hætti og í almennum uppboðsskilmálum hve lengi tilboð þurfi að standa, hvenær áhætta af eigninni færist á kaupanda eða hvenær hann taki við umráðum hennar. Greiðsluskilmálar eru heldur ekki bundnir verulega, en þó er tekið fram í 1. mgr. 42. gr. að þegar tilboða sé leitað eigi að jafnaði að stefna að því að greiðslur berist innan áþekks tíma og yrði við sölu á uppboði eftir almennum skilmálum á þeim vettvangi. Er því bætt við í ákvæðinu að þetta megi eftir atvikum gerast með því að kaupandi greiði söluverðið með verðbréfum sem megi koma greiðlega í verð.
    Vert er að undirstrika að ákvæði 1. mgr. 42. gr. fela í raun aðeins í sér leiðbeiningarreglur, enda leiðir af áðurnefndum ákvæðum 2. mgr. 41. gr. að aðilar að nauðungarsölunni geti gert tillögur um aðra skilmála, sem sýslumaður hefði ákvörðunarvald um. Er þetta áréttað í 1. mgr. 42. gr. með því að tekið er fram að það megi víkja frá þessum almennu reglum með þeim hætti sem kemur fram í 29. gr.
    Í 2. mgr. 42. gr. kemur fram að reglum 30. gr. verði beitt við nauðungarsölu á almennum markaði eftir því sem þær geti átt við. Í þessu felst nánar tiltekið að ef nauðungarsala nær til dæmis í senn til fasteignar og til véla og tækja sem hafa verið sett að veði með henni, þá megi ákveða að leita boða í allar eignirnar í einu lagi, í fasteignina út af fyrir sig og í hverja vél og hvert tæki fyrir sig eða í tilteknum einingum. Einnig mætti láta hjá líða að gera áskilnað í þessum efnum, þannig að bjóðendur hefðu frjálsar hendur.
    Í 3. mgr. 42. gr. er greint frá því til hverra eigi að leita um að afla tilboða í eign. Er ráðgert að þetta verði að jafnaði falið einum eða fleiri fasteignasala eða lögmanni, en með þessu orðalagi er þó heimilt að leita til annarra eftir því sem aðstæður krefja. Í þessu ákvæði er síðan tekið fram að þeir, sem er falið þetta verk, leiti tilboða í eignina eins og ef um frjálsa sölu hennar væri að ræða. Þessi ummæli verður að vísu að skilja með þeim fyrirvara, að áðurlýst ákvæði 1. mgr. 42. gr. takmarka í reynd skilmálana sem þýðir að byggja tilboð á, þannig að hér gæti ekki orðið fullkomin samsvörun við sölu eignar í frjálsum viðskiptum. Á hinn bóginn árétta þessi orð að verklagið í þessum efnum yrði hliðstætt því sem tíðkast yfirleitt í viðskiptum á viðkomandi sviði. Fasteignasali myndi þannig hefjast handa með skoðun fasteignar og verðlagningu hennar, eignin yrði auglýst með sama hætti og almennt gerist, upplýsingar yrðu veittar um eignina og hún yrði sýnd á venjulegan hátt og tilboð yrðu gerð með aðstoð fasteignasalans, sem kæmi þeim síðan á framfæri við sýslumann.
    Eins og getið var í athugasemdum við 41. gr. er mælt fyrir í 4. mgr. 42. gr. um heimild aðila að nauðungarsölunni til að óska eftir því við sýslumann að virðing fari fram á eign samkvæmt 2. mgr. 5. gr. Að jafnaði mætti ætla að slíkrar virðingar yrði ekki þörf, enda kæmi almennt í hlut þess, sem leitar tilboða í eignina, að mynda sér skoðanir í þessum efnum og veita sýslumanni og aðilum upplýsingar um þær eftir þörfum. Aðili kynni á hinn bóginn að telja slíkt verðmat milligöngumannsins umdeilanlegt eða vissara vegna eigin hagsmuna að fá formlegt álit annarra sér til halds og trausts. Er af þessum sökum ráðgert að aðilinn geti óskað eftir virðingu, sem sýslumanni er þó óskylt að verða við, til dæmis ef virðing þætti bersýnilega tilgangslaus. Eftir 4. mgr. 42. gr. yrði aðilinn ekki aðeins að leggja út greiðslu fyrir öflun virðingargerðar, heldur mætti hann að öðru jöfnu allt eins reikna með að þurfa að bera kostnaðinn sjálfur að endingu. Er aðeins gert ráð fyrir því að þessi útgjöld verði endurkræf, ef ráðstöfun eignarinnar tekst og sýslumaður getur fallist á að réttmæt ástæða hafi verið til þessarar aðgerðar. Yrði tæplega að vænta að slík réttmæt ástæða þætti fyrir hendi nema virðing hafi leitt í ljós að verulega rangar hugmyndir hafi áður verið uppi um verðgildi eignarinnar.

Um 43. gr.


    Í 43. gr. er kveðið á um tvenns konar afleiðingar af því, að aðgerðir við nauðungarsölu á almennum markaði hafi farið í hönd.
    Í 1. mgr. 43. gr. kemur fram að frá því að nauðungarsalan er tekin fyrir eftir reglum 41. gr. og meðan aðgerðir við hana falla ekki niður skv. 45. gr., þá sé sýslumaður einn bær um að ráðstafa eigninni sem hún tekur til með löggerningi og að stofna á þann hátt til réttinda yfir henni. Er tekið fram að löggerningur sýslumanns um eignina hafi sömu áhrif og ef hann hefði umboð gerðarþola til ráðstöfunarinnar. Í þessum fyrirmælum felst það mikilvæga eðliseinkenni nauðungarsölu eftir reglum VI. kafla, að sýslumaður hefur einn með höndum rétt til að ráðstafa eigninni, sem gerðarþoli hefur þannig glatað með því að óska sjálfur eftir nauðungarsölu á almennum markaði eða samþykkja ósk gerðarbeiðanda um hana. Sýslumanni er þannig veitt vald til að ráðstafa eigninni eins og hann hefði fengið ótakmarkað umboð gerðarþolans til þess. Þetta vald er þó víðtækara en ef umboð byggi því að baki að því leyti til að gerðarþoli ætti þess ekki kost að falla frá ósk sinni um ráðstöfun eða samþykki fyrir henni og hann hefði ekkert forræði á því hverjar ráðstafanir sýslumaður mundi gera. Gerðarþoli og aðrir aðilar að nauðungarsölunni hefðu aðeins tillögurétt um ráðstafanir og gætu ekki bundið sýslumann með óskum sínum, sbr. einkum 41. og 44. gr., þótt vitanlega megi ganga út frá því að sýslumaður fylgi eftir því sem er unnt tillögum sem koma fram. Þessa reglu verður að telja óhjákvæmilega til að tryggja að ráðstöfun á almennum markaði geti náð fram að ganga, enda væri veruleg hætta á misnotkun á þessari heimild að öðrum kosti.
    Í 2. mgr. 43. gr. er lagt bann við því að fjárnám, kyrrsetning eða löggeymsla verði gerð í eign eftir að aðgerðir við nauðungarsölu á henni á almennum markaði hafa farið í hönd. Tekið er fram í niðurlagi þessa ákvæðis að þetta bann girði ekki fyrir að skuldheimtumenn gerðarþola geti fengið slíkri gerð beint að hugsanlegum rétti hans til hluta söluverðs. Þessum reglum er ætlað að þjóna þeim tilgangi að koma í veg fyrir að veðbönd aukist á eigninni meðan reynt er að koma henni í verð, enda yrði óhægara um vik að ráðstafa henni eftir því sem veðhafar yrðu fleiri og kröfur þeirra hærri. Hagsmunir skuldheimtumanna yrðu á hinn bóginn ekki fyrir borð bornir, því eins og áður er getið heimilar 2. mgr. 43. gr. að þeir geti leitað fullnustu í tilkalli gerðarþola til hlutdeildar í söluverði. Skuldheimtumenn fengju ekki veðréttindi í eigninni sjálfri með þeim hætti, heldur tryggingu í kröfurétti gerðarþola til greiðslu af söluverðinu. Slíkur réttur gerðarþola er ekki raunhæfur nema eign seljist á hærra verði en þarf til að fullnægja öllum réttindum sem hvíla á henni. Mundi trygging, sem skuldheimtumenn fengju í þeim kröfurétti gerðarþola, þannig í reynd beinast að veðbandslausum hluta andvirðis eignarinnar.

Um 44. gr.


    Í 44. gr. koma fram reglur um hvernig afstaða verði tekin til tilboða sem berast í eign við nauðungarsölu hennar á almennum markaði. Í meginatriðum er ráðgert að tilboð berist sýslumanni sem leggur mat á það í byrjun hvort tilefni sé til að gefa því gaum. Telji hann tilboð viðunandi boðar hann aðila að nauðungarsölunni til fyrirtöku, ef þeir hafa ekki fyrir fram lýst yfir að þeir samþykki að sýslumaður taki afstöðu til tilboða án samráðs við sig, sbr. 1. mgr. 44. gr., og kynnir þeim þar tilboðið. Ef aðilarnir eru ekki sömu skoðunar og sýslumaður um ágæti tilboðs verður þeim, sem eru við fyrirtökuna, gefinn kostur á að gera betri boð og eftir atvikum að ganga inn í framkomið boð. Að því búnu ákveður sýslumaður hvort hann taki boði sem hefur þá komið fram, hvort heldur frá aðilum eða upphaflega tilboðið, en sýslumaður getur látið það hjá líða þannig að haldið verði áfram að leita boða á almennum markaði.
    Í 1. mgr. 44. gr. er að finna reglu sem var minnst á hér áður í athugasemdum við 41. gr., en samkvæmt henni getur aðili að nauðungarsölunni lýst því yfir við fyrirtöku samkvæmt síðastnefndu ákvæði að hann uni við að sýslumaður taki afstöðu sem tilboða sem berast án frekara samráðs við sig. Ætlunin með þessu er sú að aðili geti á þennan hátt afsalað sér rétti til að vera boðaður til fyrirtöku um framkomið tilboð og þar með til að láta uppi álit sitt á tilboði. Þessi regla er lögð til hér til hagræðingar, þannig að til dæmis veðhafi á fyrsta veðrétti, sem mætti telja greiðslu til sín vísa, geti komið sér undan því að verða dreginn inn í umfjöllun um atriði, sem varða aðeins hagsmuni réttlægri veðhafa og gerðarþola. Að sama skapi gæti þetta átt við ef eign er það mikið veðsett að réttlægstu veðhafarnir sjái í hendi sér að útilokað sé að nægilega hátt tilboð geti nokkurn tímann komið fram til að þeir fái fullnustu. Þessi regla gæti fyrst og fremst átt við um veðhafa, en það er á engan hátt útilokað í orðum hennar að gerðarþoli geti til dæmis látið þessa afstöðu uppi. Í niðurlagi 1. mgr. 44. gr. er því síðan bætt við að aðili geti skilyrt yfirlýsingu sína þannig að hún hafi aðeins áhrif ef fjalla á við fyrirtöku um boð yfir ákveðinni lágmarksfjárhæð. Með þessum hætti gæti veðhafi notið framangreinds hagræðis, en um leið tryggt sér rétt til boðunar ef tilboð kynni að varða hagsmuni hans. Þetta gæti til dæmis átt við ef veðhafi fengi ekki fullnustu nema boð í eignina væri komið upp fyrir 6.000.000 kr., en það söluverð mundi nægja til að fullnægja kröfum hans og rétthærri veðhafa. Veðhafinn í þessu dæmi gæti skilyrt yfirlýsingu sína skv. 1. mgr. 44. gr. á þann veg að ekki þurfi að boða hann til fyrirtöku til að fjalla um tilboð sem eru hærri en nemur þessari fjárhæð.
    Í 2. mgr. 44. gr. kemur fram að ef sýslumanni berst boð, sem honum þykir fært að taka, þá boðar hann þá aðila, sem hafa ekki gefið yfirlýsingar skv. 1. mgr., með tryggum hætti til fyrirtöku þar sem tilboðið verður tekið til umfjöllunar. Segir að taka eigi upp meginefni tilboðs í boðuninni eða láta afrit af því fylgja með boðuninni. Af upphafi 2. mgr. 44. gr. má ráða að ekki sé ætlast til þess að sýslumaður efni til fyrirtöku hverju sinni sem tilboð kynni að berast í eignina, heldur er gert ráð fyrir því að hann meti fyrst tilboð sjálfur og boði því aðeins til fyrirtöku að honum sýnist hugsanlegt að samþykkja það. Í þessu mati yrði sýslumaður aðallega að taka mið af því, hvort tilboð sé nærri því verði sem til dæmis fasteignasali, sem annast milligöngu um að afla tilboða, hefur talið hæfilegt verð fyrir eignina. Eins ætti sýslumaður að hafa fengið nokkra vitneskju við fyrirtöku skv. 41. gr. um afstöðu aðila í þessum efnum. Á þessum grunni ætti sýslumaður að öðru jöfnu ekki að eiga í erfiðleikum með að meta hvort tilefni sé til að boða til fyrirtöku vegna framkomins tilboðs.
    Í 3. mgr. 44. gr. kemur síðan fram hvernig verði staðið að ákvörðun um hvort tilboði í eignina verði tekið. Er þar ráðgert að sýslumaður kynni aðilum sem mæta efni tilboðsins og skoðanaskipti fari síðan fram um hvort því verði tekið. Þótt þess sé ekki getið í ákvæðinu má telja eðlilegt að sýslumaður gefi því gaum hvort ekki sé ástæða til að leita eftir því að sá verði einnig viðstaddur, sem hefur haft milligöngu um að leita tilboða, þannig að hann geti eftir
atvikum gert aðilum grein fyrir almennum söluhorfum í tengslum við tilboðið. Umfjöllun um tilboð gæti leitt til þeirrar niðurstöðu að sýslumaður telji rétt að hafna því, en einnig er hugsanlegt að niðurstaðan yrði sú að hann gerði gagntilboð, líkt og ef um frjáls viðskipti væri að ræða. Ef aðilar væru sáttir við tilboð og sýslumaður samsinnir þeim yrðu lyktir fyrirtökunnar þær að hann samþykkti boðið og eigninni væri þar með komið í verð. Í 3. mgr. 44. gr. er hins vegar gert ráð fyrir því að sú staða geti komið upp að sýslumaður telji mega taka tilboði, en aðilar, einn eða fleiri, væru annarrar skoðunar. Í slíkri aðstöðu leiðir af áðurnefndum ákvæðum 1. mgr. 43. gr. og niðurlagsorðum 3. mgr. 44. gr. að sýslumaður yrði að vísu óbundinn af vilja þessara aðila og gæti því tekið ákvörðun um að taka tilboði, hvað sem þeirri andstöðu liði. Sú ákvörðun gæti hins vegar orðið sýslumanni erfið og að sama skapi hætt við að aðili teldi gengið á rétt sinn með henni. Af þessum ástæðum er ráðgert í 3. mgr. 44. gr. að ef andstaða er gegn tilboði af hendi aðila, þá verði sýslumaður að gefa þeim, sem eru staddir við fyrirtöku, kost á að bjóða betur í eignina. Réttur til að bjóða með þessum hætti er ekki bundinn við aðilana eina eftir orðalagi ákvæðisins og gæti því hvort heldur aðili eða annar maður boðið, að gættum ákvæðum 2. og 3. mgr. 32. gr. Einkum er þó ætlast til að veðhafar kynnu að nýta sér þennan rétt, enda er reglan lögð til gagngert til þess að aðili að nauðungarsölunni, sem fengi ekki fullnustu af framkomnu boði og teldi unnt að afla betri boða, sýni þann hug sinn í verki með því að bjóða betur sjálfur. Þá er ráðgert í 3. mgr. 44. gr. að þegar hugsanleg boð hafa komið fram við fyrirtöku, þá gefi sýslumaður veðhöfum sem fá ekki fullnustu af hæsta boði rétt á að ganga inn í það. Yrði með þessu í raun reynt til þrautar hvort unnt sé að fá hærra boð, því ef ófullnægður veðhafi gengi inn í framkomið boð væri hann um leið að bjóða upp á niðurfærslu á ófullnægðum eftirstöðvum kröfu sinnar samkvæmt fyrirmælum 57. gr.
    Í lok 3. mgr. 44. gr. er mælt fyrir um að sýslumaður taki ákvörðun við fyrirtökuna um hvort framkomnu boði verði tekið og á þetta jafnt við, hvort sem skiptar skoðanir væru meðal aðila að nauðungarsölunni í þessum efnum eða þeir væru á einu máli um að samþykkja eigi boðið eða að hafna því. Ekki er lýst nánar í reglum VI. kafla hvað gerist þegar ákvörðun hefur verið tekin, en þess gerist þó varla þörf. Ef ákveðið væri að hafna boði hefði það í för með sér að reynt yrði áfram að leita boða eftir reglum VI. kafla eða eftir atvikum að frekari tilraunum yrði hætt og nauðungarsalan yrði að fara fram á uppboði. Ef tilboði væri hins vegar tekið yrði gerður kaupsamningur með sambærilegum hætti og í frjálsum viðskiptum, en reglum VII., VIII. og IX. kafla frumvarpsins yrði síðan beitt um innheimtu söluverðs, úthlutun þess til rétthafa og afsal til kaupanda.

Um 45. gr.


    Í 45. gr. koma fram reglur sem geta leitt til loka tilrauna við nauðungarsölu á almennum markaði á annan hátt en þann að eigninni sé komið í verð. Ýmsar ástæður geta búið að baki þessu samkvæmt hljóðan 45. gr., en ákvæðið er ekki tæmandi því nauðungarsalan gæti að auki fallið niður samkvæmt almennum reglum 15. gr., þótt það sé ekki tekið fram berum orðum hér.
    Samkvæmt 1. mgr. 45. verður aðgerðum eftir fyrirmælum VI. kafla yfirleitt hætt þegar á fyrstu stigum, ef sá sem hefur óskað eftir þeim lætur hjá líða að mæta við fyrirtöku skv. 41. gr. Með þessari reglu er leitast við að stuðla að aðhaldi gegn misbeitingu heimilda 6. kafla og þá ætlast til þess að sá sem eigi frumkvæðið að þessum aðgerðum fylgi því eftir með virkri þátttöku í þeim. Ekki þykir þó rétt að hafa þessa reglu með öllu fortakslausa, enda gæti til dæmis verið afsakanleg ástæða fyrir fjarveru hlutaðeiganda eða aðeins gæti vantað einn af fleiri aðilum sem hafa óskað eftir nauðungarsölu á almennum markaði í sameiningu.
    Þótt erfitt sé að setja því almenn mörk, hvað megi reikna með að það tæki langan tíma að koma eign í verð með nauðungarsölu á almennum markaði eða ganga eftir atvikum úr skugga
um að sala muni ekki takast, er óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir tilteknum hámarksfresti í þessu skyni í ákvæðum VI. kafla. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður, en nefna má að dráttur á nauðungarsölunni eykur jafnt og þétt áfall vaxta á kröfur veðhafa og getur orðið réttlægri veðhöfum beinlínis til tjóns. Einnig verður að taka tillit til þess að reglur 23. gr. heimila sýslumanni að ákveða að nauðungarsala fari fram á almennum markaði gegn mótmælum gerðarbeiðenda og annarra rétthafa og er ekki unnt að gefa tilraunum í þessum efnum takmarkalausan tíma í því ljósi. Enn má nefna að frestir geta leitt til aðhalds um að ástæðulausar tafir verði ekki á aðgerðum. Af þessum ástæðum eru settar tvíþættar reglur um hámarkstíma til sölutilrauna á almennum markaði í ákvæðum 2. mgr. 45. gr. Annars vegar kemur fram í 1. tölul. málsgreinarinnar að sýslumaður geti ákveðið að sölutilraunum verði hætt að liðnum þremur mánuðum frá fyrirtöku skv. 41. gr., ef aðili að nauðungarsölunni krefst þess og ekki er tilefni til að búast við að tilboðs sé að vænta í eignina. Þessi regla er fyrst og fremst lögð til með hliðsjón af réttarstöðu þeirra sem hafa lagst gegn því frá öndverðu að nauðungarsalan yrði reynd með þessum hætti og hafa ekki fengið hljómgrunn fyrir viðhorfum sínum hjá sýslumanni, sbr. 2. mgr. 23. gr. Hins vegar kemur fram í 2. tölul. 2. mgr. 45. gr. að tilraunir til sölu á almennum markaði geti aldrei staðið yfir lengur en sex mánuði frá fyrirtöku skv. 41. gr., en þessi regla er ófrávíkjanleg. Þessir frestir skv. 2. mgr. 45. gr. verða að teljast nægilega rúmir, en til hliðsjónar má benda á að í danskri löggjöf er almennur frestur til sölutilrauna á almennum markaði fjórar vikur, sem má þó framlengja ef sérstaklega stendur á.
    Í 3. mgr. 45. gr. er að finna heimild handa sýslumanni til að ákveða að fella niður tilraunir til nauðungarsölu á almennum markaði, ef gerðarþoli eða annar umráðamaður eignarinnar spillir fyrir sölutilraunum. Í dæmaskyni um tilvik, sem hér ætti undir, er nefnt í ákvæðinu að þetta geti átt við ef hlutaðeigandi verður ekki við tilmælum um að veita aðgang að eigninni til sýningar. Telja verður þessa heimild óhjákvæmilega til aðhalds við gerðarþola um að sýna af sér samvinnuþýðni í þessum efnum, enda má telja tilgangslaust að standa að tilraunum til sölu með þessum hætti ef gerðarþoli fæst ekki til að una við þær.
    Í 4. mgr. 45. gr. er almenn regla um að sýslumaður þurfi að kynna ákvörðun um að hætta aðgerðum vegna fyrirmæla 1.–3. mgr. við formlega fyrirtöku á nauðungarsölunni. Er gert ráð fyrir því að þetta gerist ýmist við fyrirtöku sem á rætur að rekja til annars tilefnis, til dæmis skv. 41. eða 44. gr., eða að gagngert sé boðað til hennar, til dæmis vegna kröfu skv. 1. tölul. 2. mgr. 45. gr. Við slíka fyrirtöku er ætlast til þess að ákvörðun verði tekin um byrjun uppboðs eftir almennum reglum V. kafla frumvarpsins, en í ljósi þessa tilgangs fyrirtökunnar má m.a. sjá að hennar yrði þörf jafnvel þótt verið væri að hætta aðgerðum skv. VI. kafla vegna reglu 2. tölul. 2. mgr. 45. gr.
    Samkvæmt 5. mgr. 45. gr. verða aðgerðir við sölu á almennum markaði ekki teknar upp öðru sinni við sömu nauðungarsölu, ef þær hafa verið reyndar og síðan verið hætt. Þessi regla gerir ekki ráð fyrir undantekningum í þessum efnum og gildir því einu af hverri ástæðu aðgerðum hefur verið hætt eða hvort aðilar hafi náð samstöðu um að reyna þær á ný. Ef það síðarnefnda yrði uppi á teningnum gætu aðilarnir einfaldlega fengið ríflegan frest á uppboði til að reyna mætti sölu á eign á frjálsum markaði eða gerðarbeiðendur eftir atvikum fellt niður beiðnir sínar og lagt síðan fram nýjar, þannig að reyna mætti aftur aðgerðir skv. VI. kafla við nýja nauðungarsölu í skilningi lokamálsgreinar 45. gr.

Um 46. gr.


    Í 46.–48. gr., sem heyra til VII. kafla frumvarpsins, eru ákvæði um innheimtu og varðveislu söluverðs, vanefndir af hendi kaupanda og vanefndir í hans garð.
    Í 1. mgr. 46. gr. er mælt fyrir um að sýslumaður innheimti söluverð, en hann megi fela öðrum verkið ef vanefndir verða af hendi kaupanda. Með þessu síðastnefnda atriði er haft í huga að það teljist ekki meðal embættisskyldna sýslumanns á vettvangi nauðungarsölu, að höfða sjálfur og reka skuldheimtumál á hendur kaupanda vegna vanefnda á greiðslu kaupverðs. Sýslumanni er því heimilað að fela til dæmis lögmanni innheimtuna og yrði kaupandi að bera kostnað af því eftir almennum reglum, sbr. 1. mgr. 47. gr.
    Samkvæmt 2. mgr. 46. gr. ber að varðveita söluverðið á reikningi við banka eða sparisjóð frá því sýslumaður fær það greitt og þar til því verður ráðstafað til rétthafa við úthlutun eftir reglum VIII. kafla. Tíminn sem söluverð yrði varðveitt á þennan hátt yrði háður annars vegar uppboðsskilmálum eða skilmálum við sölu á almennum markaði, með því að það ræðst af þeim hversu fljótt söluverðið greiðist, og hins vegar því hversu fljótt úrhlutunargerð yrði ráðin og hvort ágreiningsmál yrðu rekin fyrir dómi um nauðungarsöluna, enda girt fyrir það að nokkru í 1. mgr. 53. gr. að greitt verði eftir úthlutunargerð meðan slík mál væru óleyst. Vextir sem fengjust af söluverðinu á þessu tímabili eiga að jafnast niður á rétthafa eftir fyrirmælum 2. mgr. 53. gr.
    Í 3. mgr. 46. gr. er kveðið á um að sýslumaður komi fram sem aðili máls ef reka þarf mál fyrir dómi til innheimtu á söluverð, um kröfu kaupanda um afslátt af því eða um skaðabætur eða riftun kaupa sem hafa komist á við nauðungarsölu. Sama regla á að gilda um aðild sýslumanns við fullnustugerð þar sem leitað væri fullnustu á slíkum kröfum. Eins og fram kemur í þessu ákvæði er ætlast til þess að sýslumaður verði hér einn aðili í stað þeirra sem geta átt tilkall til greiðslu af söluverðinu, enda gæti þar verið um fjölmarga rétthafa að ræða og jafnvel óvissa um hverjir þeir væru. Þessi aðild sýslumanns er þó takmörkuð við tímabilið fram að því að útborgun söluverðs sé lokið til rétthafa eða á geymslureikninga samkvæmt reglum 53. og 54. gr. Með því að sýslumaður kæmi fram í þessum tilvikum sem aðili, en ekki sem umboðsmaður eða fyrirsvarsmaður rétthafa, mundi til dæmis dómur sem gengi í máli af þessum toga hljóða á skyldu kaupanda við sýslumann eða skyldu sýslumanns við kaupanda. Í ljósi þess að reglan byggist á hagræðissjónarmiðum væri að sjálfsögðu ófært að búa svo um hnútana að dómi, sem gengi til dæmis á hendur sýslumanni um rétt kaupanda til skaðabóta vegna vanefnda á kaupum, yrði fullnægt sem hverri annarri greiðsluskyldu sýslumanns og nyti með þeim hætti greiðsluábyrgðar ríkissjóðs. Er því tekið beinlínis fram í niðurlagi 3. mgr. 46. gr. að skyldu sem þessari verði ekki fullnægt nema með greiðslu af söluverðinu sem sýslumaður hefði undir höndum. Rétt er að endingu að benda á að fram kemur í 3. mgr. 46. gr. að sýslumaður sé aðili í þessum tilvikum í embættisnafni, en með þeim orðum er átt við það að embætti sýslumannsins sé aðilinn, til dæmis sýslumaðurinn í Reykjavík, en ekki sá maður persónulega sem gegnir því embætti.

Um 47. gr.


    Í þessari grein er fjallað um afleiðingar vanefnda kaupanda.
    Í 1. mgr. 47. gr. kemur fram regla um skyldu kaupanda til að greiða dráttarvexti af kaupverðinu ef greiðsludráttur verður og kostnað af innheimtu þess ef því er að skipta. Ákvæðið felur aðeins í sér áréttingu á atriðum sem mundu hvort eð er gilda eftir almennum reglum.
    Í 2. mgr. 47. gr. er greint frá því hvernig verði brugðist við verulegum vanefndum af hendi kaupanda, en ákvæðið tekur mið af því að slíkar vanefndir verði á greiðslu söluverðs. Sýslumanni ber þá að efna til fyrirtöku á nauðungarsölunni og kveðja þangað kaupandann og þá sem hafa krafist greiðslu af söluverðinu. Er ráðgert að sýslumaður taki ákvörðun við þessa fyrirtöku um hvað verði gert vegna vanefnda, að undangengnum umræðum viðstaddra, ef lausn fæst þar ekki með samkomulagi. Um þá tvo kosti er að ræða að kaupunum verði annaðhvort haldið upp á kaupandann, eftir atvikum með málshöfðun til heimtu söluverðs, eða að þeim verði rift. Er tekið fram í ákvæðinu að kaupandi eða aðili að nauðungarsölunni, sem hefði hagsmuna að gæta af ákvörðun um riftun, geti borið ákvörðunina undir héraðsdóm samkvæmt reglum XIII. kafla. Ef dómsmál yrði rekið vegna ákvörðunar um riftun kaupa hefði það í för með sér að ekki mætti hefjast handa um ráðstöfun eignarinnar á nýjan leik skv. 3. mgr. 47. gr. fyrr en málinu væri ráðið til lykta. Að öðru leyti má vekja athygli á því, að fyrst fyrirmæli 2. mgr. 47. gr. taka eftir hljóðan sinni til viðbragða við verulegri vanefnd, þá ber að álykta að sýslumaður sé bær um að taka ákvörðun um aðgerðir vegna minni háttar vanefnda án þess að grípa þurfi til þessara formlegra athafna.
    Í 3. og 4. mgr. 47. gr. er fjallað um sölu eignar öðru sinni eftir að kaupum yrði rift samkvæmt fyrirmælum 2. mgr. og um skaðabótaskyldu upphaflegs kaupanda. Verður ekki séð að einstök atriði í þessum ákvæðum þarfnist sérstakrar umfjöllunar.

Um 48. gr.


    Í 48. gr. eru reglur um hvernig kaupandi geti komið fram kröfum um riftun kaupa, afslátt af söluverði eða skaðabætur vegna vanefnda í sinn garð. Hvorki er í þessari grein né öðrum ákvæðum frumvarpsins fjallað nánar um hvers konar vanefndir við kaupanda geti leitt til krafna sem þessara og er þannig ætlast til þess að almennar reglur gildi í þeim efnum að því leyti sem þær geta komið til álita. Hafa verður hér í huga að ýmsar reglur frumvarpsins hafa óbein áhrif á hvað verði talin vanefnd við kaupanda. Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. og 1. mgr. 42. gr. yrði eign til dæmis almennt seld við nauðungarsölu með þeim skilmála að ábyrgð sé ekki tekin á ástandi hennar. Samkvæmt 55. og 56. gr. frumvarpsins yrði kaupandi einnig að sæta því að dráttur geti orðið á því að hann fái umráð eignarinnar eða afsal fyrir henni. Eins og þessi dæmi sýna er þannig ófært að leggja nauðungarsölu að jöfnu við frjálsa sölu og beita reglum um vanefndir við síðarnefndu aðstöðuna beinlínis við þá fyrrnefndu.
    Í 1. mgr. 48. gr. koma fram tiltekin tímamörk á því, hvenær kaupandi geti í síðasta lagi komið fram kröfu um riftun kaupa, afslátt af söluverði eða greiðslu skaðabóta af söluverðinu. Er miðað við að þetta þurfi að gerast áður en sýslumaður lýkur greiðslum eftir úthlutunargerð á söluverði til rétthafa og eftir atvikum á geymslureikninga, sbr. 53. og 54. gr., nema mælt hafi verið á annan veg í uppboðsskilmálum eða skilmálum við sölu á almennum markaði. Þótt þess sé ekki getið berum orðum í 1. mgr. 48. gr. yrðu frávik í skilmálum varðandi þessi tímamörk eftir eðli máls aðeins í þá átt að stytta frest kaupanda í þessum efnum, enda yrði til dæmis aldrei unnt að fá skaðabætur greiddar af söluverði eftir að sýslumaður hefur ráðstafað því endanlega til rétthafa. Ákvæði 1. mgr. 48. gr. binda í raun endanlega frest kaupanda til að koma fram riftunarkröfu, því kaupin gætu ekki gengið til baka eftir að söluverðið hefur verið greitt sýslumanni að fullu og hann hefur ráðstafað því úr sínum höndum. Sama máli gegnir í reynd eftir eðli máls um það, hvenær kaupandi gæti í síðasta lagi krafist afsláttar af söluverði, enda yrði af augljósum ástæðum ekki slegið af því eftir fulla greiðslu þess. Á hinn bóginn takmarka ákvæði 1. mgr. 48. gr. aðeins tímann, sem kaupandi hefur til að koma fram kröfu um skaðabætur, að því leyti sem hann mundi leita greiðslu þeirra af söluverðinu. Orðalag ákvæðisins útilokar ekki að kaupandi gæti leitað skaðabóta á síðari stigum með málsókn á hendur rétthöfum sem fengu greiðslur af söluverðinu eða gerðarbeiðanda, sbr. 86. gr., þótt fremur sé ósennilegt að sú aðstaða komi upp.
    Í 2. mgr. 48. gr. er mælt fyrir um hvernig brugðist yrði við kröfu kaupanda vegna vanefnda, en ætlast er til þess að hún verði höfð uppi við sýslumann. Eftir ákvæðinu á sýslumaður að boða kaupandann til formlegrar fyrirtöku á nauðungarsölunni, ásamt þeim sem gætu misst af greiðslu af söluverðinu með því að kröfur kaupandans yrðu teknar til greina. Ræðst þannig af aðstæðum hversu margir yrðu boðaðir til fyrirtökunnar auk kaupandans. Ef krafa hans væri um riftun kaupanna mundi hún varða alla þá, sem krefjast greiðslu af söluverðinu, en væri krafan aðeins um lítils háttar afslátt mundi hún að öðru jöfnu eingöngu varða þann veðhafa sem stæði aftast í réttindaröð innan marka söluverðsins. Samkvæmt efni 2. mgr. 48. gr. yrði leitað samkomulags um kröfur kaupandans, en takist það ekki kæmi í hlut sýslumanns að ákveða hvort eða að hverju marki kröfurnar verði teknar til greina. Þá ákvörðun gætu hvort heldur kaupandi eða aðilar að nauðungarsölunni, sem hefðu hagsmuna að gæta, borið undir dóm eftir reglum XIII. kafla, eins og tekið er fram í niðurlagi 2. mgr. 48. gr. Söluverði yrði þá ekki ráðstafað til rétthafa í frekara mæli en segir í 1. mgr. 53. gr. fyrr en lyktir slíks máls yrðu fengnar.

Um 49. gr.


    Í VIII. kafla frumvarpsins, sem 49.–54. gr. heyra til, eru reglur um úthlutun söluverðs sem fæst fyrir eign við nauðungarsölu. Í meginatriðum fela þessar reglur í sér að rétthafar verði almennt að lýsa kröfum fyrir sýslumanni um greiðslu af söluverði, en honum er ætlað að gera frumvarp til úthlutunar á því í framhaldi af því að boð sé samþykkt í eign. Reglur 50. gr. lýsa hvers efnis frumvarp eigi að vera og að nokkru marki fela þær í sér fyrirmæli um efnisleg réttindi rétthafa. Frumvarpið á síðan að kynna aðilum með tilteknum hætti og koma fram reglur í VIII. kafla um samþykki þess og meðferð ágreinings sem rís um það. Loks er kveðið á um greiðslur til rétthafa samkvæmt frumvarpi og varðveislu fjár sem enginn kallar eftir eða vafi er um tilkall til. Fyrirmæli VIII. kafla um úthlutun söluverðs eru öllu ítarlegri en reglur 34. gr. laga nr. 57/1949 um þessi efni og taka að talsverðu leyti mið af núverandi framkvæmd. Ýmis nýmæli er þó að finna í ákvæðum kaflans, sem verður vikið að eftir þörfum hér á eftir.
    Í 1. mgr. 49. gr. kemur fram sú almenna regla að þeir, sem telji til réttar til greiðslna af söluverði, verði að lýsa kröfum sínum fyrir sýslumanni innan tiltekins tíma. Ef eign er ráðstafað við nauðungarsölu á uppboði verða kröfulýsingar að koma fram áður en uppboði er lokið, sbr. 2. mgr. 34. gr., 4. mgr. 36. gr. og eftir atvikum 37. gr. Ef sala fer fram á almennum markaði verða kröfulýsingar að berast í síðasta lagi við fyrirtöku skv. 2. mgr. 44. gr., sem er efnt til í því skyni að taka afstöðu til framkomins tilboðs í eign. Sambærilega reglu er ekki að finna í núgildandi lögum, en henni er ætlað að þjóna þeim tilgangi að sem skýrust mynd fáist af réttindum yfir eign meðan enn er kostur að gera boð í hana. Upplýsingar um þetta geta varðað miklu fyrir rétthafa sem þurfa að gera boð í eign til að tryggja að hún seljist gegn nægilega háu verði til þess að þeir fái fullnustu, en óvissa um fjárhæðir rétthærri krafna gerir slíkum rétthöfum verulega erfitt fyrir í þeim efnum. Þótt þetta markmið reglunnar verði að teljast mikilsvert, þá nær hún ekki lengra en svo að hún geti talist hvatning til rétthafa til að lýsa kröfum, enda sést við skoðun á öðrum ákvæðum VIII. kafla að vanræksla á því að koma fram kröfulýsingu á réttum tíma leiðir almennt ekki til teljandi réttindamissis. Þannig leiðir af 5. mgr. 49. gr. að gerðarbeiðandi verði ekki fyrir teljandi skakkaföllum þótt hann lýsi ekki kröfu og 6. mgr. 49. gr. undanþiggur gerðarþola frá því að lýsa kröfu um greiðslu þess sem kynni að standa eftir af söluverði að fullnægðum öllum réttindum annarra yfir eign. Í 4. mgr. 50. gr. kemur fram sú meginafleiðing af vanrækslu á kröfulýsingu að rétthafi missi rétt til að fá greiddan innheimtu- eða málskostnað vegna kröfu sinnar af söluverði. Af 5. mgr. 50. gr. er hins vegar ljóst að sá, sem nýtur þinglýstra réttinda í eign, tapar ekki kröfu sinni þótt hann lýsi henni ekki, því sýslumanni ber að áætla greiðslu vegna slíkra réttinda í frumvarpi og varðveita hana síðan á geymslureikningi, sbr. 1. mgr. 54. gr. Sá sem nýtur óþinglýstra réttinda í eign glatar þeim ef hann vanrækir að lýsa kröfu vegna þeirra, en það leiðir af 2. mgr. 51. gr. og 3. mgr. 52. gr. að enn sé kostur á að hafa slíka kröfu uppi á síðari stigum en greinir í 1. mgr. 49. gr. Síðast en ekki síst felst í nefndum ákvæðum 51. og 52. gr. að hægt yrði að koma fram leiðréttingu á kröfulýsingu, til hækkunar eða lækkunar, þótt komið væri fram úr umræddum tímamörkum 1. mgr. 49. gr.
    Í 2. og 3. mgr. 49. gr. koma fram reglur um efni kröfulýsingar til sýslumanns, fylgigögn með henni og áhrif hennar til slita á fyrningu peningakröfu, sem verður að telja skýra sig nægilega sjálfar.
    Í 4. mgr. 49. gr. er sérregla um rétt þess, sem nýtur annars konar réttinda en veðréttar í eign, til að lýsa peningakröfu í söluverð hennar ef réttindi hans falla niður vegna nauðungarsölunnar. Er mælt fyrir um að fjárhæð kröfunnar eigi að taka mið af tjóni sem rétthafinn verður fyrir vegna brottfalls réttinda sinna. Aðstaðan sem hér um ræðir ætti að verða fátíð, því ef eign yrði seld eftir almennum skilmálum, sbr. 11. tölul. 1. mgr. 28. gr. og 1. mgr. 42. gr., mundu kvaðir og höft almennt hvíla áfram á henni að því leyti sem söluverð hennar hrykki til, en önnur slík réttindi, sem féllu þá brott, stæðu of aftarlega í réttindaröð til að neitt fengist greitt fyrir þau skv. 4. mgr. 49. gr. Mundi því ekki geta reynt á þessa reglu nema í undantekningartilvikum, þar sem réttindi féllu þrátt fyrir þetta niður, en sú staða gæti einkum komið upp ef vikið yrði að þessu leyti frá almennum skilmálum við sölu eignar með heimild í 29. gr., sbr. 2. mgr. 56. gr.
    Í 5. mgr. 49. gr. kemur fram að ef gerðarbeiðandi lýsir ekki kröfu í söluverð eignar, þá beri að líta svo á að kröfur hans séu óbreyttar frá því sem hefur komið fram í beiðni hans um nauðungarsöluna. Þótt það segi í þessu sambandi í ákvæðinu að gerðarbeiðandi teljist gera kröfu um greiðslu þeirrar fjárhæðar, sem kemur fram í beiðni hans, má ekki skilja regluna svo bókstaflega að þar sé átt við að útreikningur á peningakröfunni í beiðninni sé endanlega bindandi fyrir gerðarbeiðanda. Ef gerðarbeiðandi hefur tekið fram í beiðni sinni að hann krefjist áfallandi vaxta eða verðbóta af kröfu sinni eftir gerð beiðninnar yrði að taka tillit til þess við beitingu 5. mgr. 49. gr., þannig að sýslumaður yrði að reikna þá liði út við gerð frumvarps til úthlutunar á söluverðinu á grundvelli þess sem kæmi fram í beiðninni. Á hinn bóginn yrði ekki ætlast til þess að sýslumaður tæki með þessum hætti tillit til kostnaðar sem kynni að falla á kröfu gerðarbeiðanda eftir að beiðni hans var gerð, enda mundi skorta upplýsingar og grundvöll til slíks útreiknings. Þótt ákvæði 5. mgr. 49. gr. mæli með þessum hætti fyrir um sérstöðu gerðarbeiðanda verður allt að einu að hafa hugfast, að ætlast er til þess með aðalreglunni í 1. mgr. 49. gr. að gerðarbeiðendur jafnt sem aðrir rétthafar leggi fyrir sýslumann útreikning á kröfum sínum í kröfulýsingu.
    Í 6. mgr. 49. gr. er mælt fyrir um að gerðarþoli þurfi ekki að lýsa kröfu í söluverð eignar til þess að fá það greitt af því sem kynni að standa eftir að fullnægðum öllum áhvílandi réttindum á eigninni. Þessi regla væri í raun sjálfgefin þótt hún yrði ekki tekin hér upp berum orðum, því eigandi eignar hlýtur alltaf að njóta tilkalls til slíks afgangs af söluverði hennar.

Um 50. gr.


    Í þessari grein er að finna fyrirmæli um gerð og efni frumvarps til úthlutunar á söluverði sem hefur fengist fyrir eign við nauðungarsölu. Samkvæmt upphafsorðum 1. mgr. 50. gr. á sýslumaður að hefjast handa um gerð frumvarpsins þegar boð hefur verið samþykkt í eignina og án tillits til þess að hverju marki söluverðið sé greitt. Telja má æskilegt að þetta verk verði unnið sem allra fyrst eftir samþykki boðs, því lyktir um viðurkenningu og fjárhæðir einstakra veðkrafna geta greitt mjög fyrir kaupanda að því leyti sem hann ráðgerir að greiða söluverð með öðru en peningagreiðslu til sýslumanns, sbr. 40. gr.
    Í 1. mgr. 50. gr. kemur að öðru leyti fram í megindráttum hvers efnis frumvarp eigi að vera. Segir þar að við gerð frumvarps skuli miða við að söluverðið standi í heild sinni til ráðstöfunar án tillits til þess, hvort það sé enn greitt, og að það eigi að kveða þar á um ráðstöfun fjár til greiðslu kostnaðar og síðan skiptingu þess milli rétthafa eftir stöðu þeirra í réttindaröð og eftir því sem féð hrekkur til að greiða kröfur þeirra. Af einstökum atriðum í þessu sambandi má í fyrsta lagi geta þess að fjárhæðin, sem á að skipta milli rétthafa í frumvarpinu, er sú upphæð sem samþykkt boð hljóðar á. Við gerð frumvarpsins á þannig ekki að taka tillit til vaxta sem kunna að falla á söluverðið, heldur er ætlast til þess að þeim verði úthlutað við útborgun til hvers og eins rétthafa á síðari stigum, sbr. 2. mgr. 53. gr. Í öðru lagi má vekja athygli á því að ákvæði 1. mgr. 50. gr. fela í sér að sölulaun vegna nauðungarsölu gangi fyrir öllum réttindum í eign, ef hún hefur ekki verið seld með þeim skilmála að kaupandi beri þau útgjöld til viðbótar við boð sitt. Slík sölulaun gætu hvort heldur verið gjald í ríkissjóð vegna sölu eignar á uppboði eða þóknun þess sem hefur haft milligöngu um að koma eign í verð á almennum markaði. Auk sölulauna geta útgjöld vegna virðingar á eign notið þessarar stöðu við úthlutun söluverðs samkvæmt öðrum ákvæðum frumvarpsins, sbr. til dæmis 4. mgr. 42. gr. og 2. mgr. 50. gr. Annar kostnaður kæmi hér hins vegar ekki almennt til álita. Í þriðja lagi má líta til þess að í 1. mgr. 50. gr. kemur fram að sýslumaður eigi að mæla fyrir í frumvarpi um skiptingu söluverðs að frádregnum sölulaunum milli rétthafa. Er hér byggt á því að rétthafarnir verði hver fyrir sig taldir upp í frumvarpi í sömu röð og réttindi þeirra standa, að því marki sem söluverðið nægir til að greiða kröfur þeirra, og tekið fram hver fjárhæð komi í hlut hvers þeirra. Ekki þyrfti hins vegar að telja þá upp, sem fá enga greiðslu, eða taka á neinn hátt afstöðu til krafna þeirra. Í fjórða lagi má loks benda á að efnisreglur um rétthæð einstakra krafna koma almennt ekki fram í ákvæðum frumvarpsins, en hér ber þó að minnast áðurnefndrar reglu um stöðu sölulauna við úthlutun söluverðs. Er þannig byggt á því hér, líkt og í núgildandi lögum, að réttindaröðin við úthlutunina ráðist í meginatriðum af almennum reglum veðréttar og eignarréttar.
    Eins og vikið hefur verið að hér áður í tengslum við ákvæði 30. gr. kæmi til álita eftir reglum frumvarpsins að selja fleiri eignir en eina í sameiningu við nauðungarsölu. Í slíkum tilvikum er hugsanlegt að réttindi í eignunum séu ekki að öllu leyti þau sömu og væri þá ekki unnt að úthluta söluverðinu í einu lagi, heldur yrði að greina það sundur og afmarka hvað teldist hafa fengist fyrir hverja eign um sig. Í 2. mgr. 50. gr. er mælt fyrir um hvernig þessi aðgreining ætti sér stað. Er þar gengið út frá því að ef sýslumaður hefur neytt heimildar 2. mgr. 30. gr. til að leita boða annars vegar í eignirnar í einu lagi og hins vegar í hverja fyrir sig, þá eigi hann að jafnaði að skipta söluverðinu í samræmi við hlutföll milli boða sem komu fram í hverja eign fyrir sig. Til skýringar á þessu mætti taka sem dæmi að nauðungarsala hafi farið fram með uppboði á verksmiðjuhúsnæði og vélum, sem fylgja verksmiðjurekstrinum. Sýslumaður hafi með heimild í 2. mgr. 30. gr. fyrst leitað boða í fasteignina annars vegar og vélarnar hins vegar. Hæsta boð í fasteignina hafi orðið 30.000.000 kr., en í vélarnar 10.000.000 kr. Að þessu gerðu hafi sýslumaður leitað boða í allar eignirnar í senn og hæsta boð orðið 50.000.000 kr., sem hafi verið samþykkt. Í þessu tilviki yrði reglu 2. mgr. 50. gr. beitt á þann hátt að hlutföllin milli boðanna sem komu fram í fyrrnefnda tilvikinu yrðu lögð til grundvallar, þannig að 3/ 4 hlutum söluverðsins yrði ráðstafað til þeirra sem áttu réttindi í fasteigninni, en 1/ 4 hluta þess yrði varið til greiðslu á kröfum sem nutu tryggingar í vélum. Í 2. mgr. 50. gr. er gert ráð fyrir því að þessi leið verði að jafnaði farin, en þetta orðalag heimilar sýslumanni að víkja frá þessari tilhögun, sem gæti átt við ef hann teldi boð í einstakar eignir ómarktæk til þessara nota. Ef skipting söluverðs ræðst ekki með þessum hætti er mælt svo fyrir í 2. mgr. 50. gr. að sýslumaður kveðji til virðingarmann til að verðleggja viðkomandi eignir og skipti síðan söluverðinu niður á þær í samræmi við niðurstöður virðingarinnar.
    Í 3. mgr. 50. gr. er mælt fyrir um atriði varðandi tilkall veðhafa og annarra rétthafa til vaxta, verðbóta og gengisálags af kröfum sínum, að því leyti sem þeir eiga rétt til slíks, þegar þeim er ákveðin úthlutun af söluverði eignar. Nánar tiltekið kemur hér fram að við úthlutun eigi að reikna þessa liði til þess dags, sem uppboði lýkur á eign, sbr. 2. mgr. 34. gr., 4. mgr. 36. gr. eða eftir atvikum 37. gr., ef henni var komið í verð á uppboði, en til þess dags sem samþykkt tilboð var gert í eign við nauðungarsölu á almennum markaði. Þessi regla felur í sér að við úthlutun verði litið svo á að áfall vaxta, verðbóta og gengisálags hafi stöðvast á þessum tilteknu tímamörkum, þannig að rétthöfum verði ákveðnar greiðslur miðað við stöðu krafna þeirra á þeirri stundu. Vextir sem falla síðar til eða breytingar á höfuðstól skuldar vegna verðlags- eða gengisbreytinga kæmu því ekki til greiðslu af söluverði eignar. Markmiðið með þessari reglu er í fáum orðum að tryggja að sú innbyrðis staða, sem var milli rétthafa þegar boð hættu að koma fram í eign, verði lögð óbreytt til grundvallar þegar söluverðinu er skipt milli þeirra. Á þetta þannig að fyrirbyggja að réttlægstu veðhafar verði fyrir tjóni vegna áfallandi vaxta á rétthærri kröfur á tímabilinu sem liði frá sölu eignar fram að úthlutun söluverðsins. Á móti þessu kemur hins vegar að vextir sem vinnast af söluverðinu á þessu tímabili skiptast hlutfallslega milli rétthafanna við útborgun samkvæmt úthlutunargerð, sbr. 2. mgr. 53. gr., þannig að ekki verður sagt að kröfur þeirra séu vaxtalausar í eiginlegum skilningi frá sölu eignar fram að greiðslu til þeirra. Sams konar regla og hér um ræðir er ekki fyrir hendi í núgildandi lögum og hefur að einhverju marki gætt misræmis í framkvæmd um útreikning krafna að þessu leyti við úthlutun.
    Í 4. mgr. 50. gr. er að finna fyrirmæli um hvernig sýslumaður eigi að leggja mat við gerð frumvarps til úthlutunar á söluverði á kröfulýsingar, sem berast honum frá rétthöfum, svo og á beiðnir um nauðungarsölu í tilvikum þar sem sérstök kröfulýsing hefur ekki borist frá gerðarbeiðanda, sbr. 5. mgr. 49. gr. Í 4. mgr. 50. gr. segir að ef sýnt er við gerð frumvarps að krafa eigi að koma til greiðslu, að einhverju leyti eða öllu, þá eigi sýslumaður að meta af sjálfsdáðum hver fjárhæð kröfunnar verði í frumvarpinu og hvar hún standi í réttindaröð. Er tekið fram að sýslumaður leggi mat á þetta í ljósi framkominna gagna og á grundvelli laga. Honum er því ætlað í senn að gæta að því hvort nægileg gögn séu til styrktar kröfu rétthafa, jafnt fyrir henni í heild og einstökum liðum hennar, og að því hvort lagastoð sé fyrir greiðslu kröfunnar af söluverði. Við þetta mat yrði því í reynd beitt álíka aðferðum og við úrlausn einkamáls fyrir dómi, þar sem stefndi hefur ekki sótt þing. Þessu til frekari áréttingar er síðan tekið fram í 4. mgr. 50. gr. að sýslumaður lækki kröfufjárhæð í frumvarpi sínu frá því sem kemur fram í kröfulýsingu eða beiðni um nauðungarsölu, ef krafan er fyrnd að einhverju marki eða hefur glatað réttarvernd, en með þessum síðastgreindum orðum er meðal annars skírskotað til þess að krafa geti glatað réttarvernd að hluta vegna missis forgangsréttar veðhafa fyrir vöxtum, sbr. lög nr. 23/1901. Í niðurlagi 4. mgr. 50. gr. er loks að finna ákvæði, sem snýr að efnislegum réttindum rétthafa, en þar kemur fram að ef rétthafi hefur ekki lýst kröfu í söluverð innan tímamarka skv. 1. mgr. 49. gr., þá fái hann ekki greiðslu á málskostnaði eða innheimtukostnaði af söluverðinu. Þessi regla er lögð hér til að danskri fyrirmynd og á hún að þjóna þeim tilgangi að hvetja rétthafa til að koma upplýsingum um kröfur sínar á framfæri á þeim stigum nauðungarsölu, þegar enn er kostur að gera boð í eign. Mun þessi regla hafa reynst verulega hvetjandi í þessum efnum í danskri framkvæmd.
    Um efni 4. mgr. 50. gr. er að öðru leyti rétt að taka fram að í núverandi framkvæmd hefur gætt misræmis í verklagi við gerð frumvarps til úthlutunar á uppboðsverði, enda ekki við nákvæm fyrirmæli að styðjast í lögum nr. 57/1949. Mun sums staðar vera staðið þannig að verki að ekkert mat er lagt á fjárhæðir krafna við gerð frumvarps, heldur eru þær teknar óbreyttar upp úr kröfulýsingum og þá gengið út frá því að rétthafi geti komið fram athugasemdum við fjárhæðir krafna annarra, sem yrðu þá teknar til frekari skoðunar. Á öðrum stöðum hefur hins vegar verið beitt því verklagi, sem er lagt til grundvallar í 4. mgr. 50. gr., að kröfufjárhæðir sæti skoðun og eftir atvikum breytingum til lækkunar við gerð frumvarps eftir því sem fyrirliggjandi gögn um þær eða ákvæði laga þykja gefa tilefni til.
    Í 5. og 6. mgr. 50. gr. koma fram reglur sem varða afdrif krafna, sem hefur ekki verið lýst í söluverð þegar frumvarp er gert til úthlutunar á því. Þessi ákvæði gera greinarmun á því hvort réttindum, sem kröfurnar tengjast, hefur verið þinglýst á viðkomandi eign eða ekki. Í S. mgr. kemur fram að ef réttindum hefur verið þinglýst, en kröfu er ekki lýst í skjóli þeirra, þá eigi sýslumaður allt að einu að gera ráð fyrir greiðslu á kröfunni ef réttindin njóta þeirrar stöðu í réttindaröð að það komi til álita. Í þessu felst að krafa glatast ekki þótt henni sé ekki lýst, ef réttindum sem hún tengist hefur verið þinglýst. Þannig mundi til dæmis ekki tapast krafa samkvæmt þinglýstu veðskuldabréfi þótt henni sé ekki lýst fyrir sýslumanni áður en hann gerir frumvarp til úthlutunar á söluverði. Um fjárhæðina, sem ber að ráðgera í frumvarpi vegna slíkrar kröfu, er mælt á þann veg í 5. mgr. 50. gr. að sýslumaður eigi að miða við hvað krafan gæti hæst orðið eftir þinglýstu skjali um réttindin ef kröfueigandinn gæfi sig síðar fram. Við útreikning á þessu yrði að öðru jöfnu að byggja á því að höfuðstóll kröfu geti verið með öllu ógreiddur að viðbættum verðbótum eða gengistryggingu ef því er að skipta. Enn fremur að það leiði af lögum nr. 23/1901 að samningsbundnir vextir af kröfunni, ef um þá er að ræða, geti fylgt höfuðstólnum að rétthæð, hafi þeir fallið í gjalddaga á einu ári áður en frumvarp er gert, og dráttarvextir af kröfunni vegna sama tímabils. Á hinn bóginn þyrfti ekki að gera ráð fyrir greiðslu málskostnaðar eða innheimtukostnaðar af kröfunni vegna fyrirmæla lokamálsliðar 4. mgr. 50. gr. eða vaxta, verðbóta eða gengisálags eftir þau tímamörk sem greinir í 3. mgr. 50. gr.
    Ef sýslumaður þarf að ákveða greiðslu á vanlýstri kröfu samkvæmt reglum 5. mgr. 50. gr., fela önnur ákvæði frumvarpsins í sér frekari fyrirmæli um afdrif fjárins. Þannig er ráðgert í 2. mgr. 51. gr. og 4. mgr. 52. gr. að kröfueigandinn kunni að gefa sig fram við sýslumann áður en greitt er eftir úthlutunargerð og yrði þá úthlutun vegna kröfunnar leiðrétt til lækkunar í samræmi við framkomin gögn. Þá er ráðgert í 1. mgr. 54. gr. að fjárhæðin verði lögð á bankareikning til varðveislu, ef kröfueigandinn hefur ekki gefið sig fram áður en greiðslur eiga sér stað á grundvelli úthlutunargerðar, og gæti hann því enn gefið sig fram við sýslumann og kallað eftir fénu, en kröfueigandanum er þó settur tiltekinn frestur í þeim efnum. Að þeim fresti liðnum yrði fénu hins vegar varið til þarfa annarra aðila að nauðungarsölunni, sbr. 3. mgr. 54. gr.
    Samkvæmt 6. mgr. 50. gr. gegnir ólíku máli um kröfur ef réttindum vegna þeirra hefur ekki verið þinglýst á viðkomandi eign. Þannig kemur fram sú regla í ákvæðinu að ekki verði tekið tillit til óþinglýstra réttinda við gerð frumvarps til úthlutunar á söluverði nema kröfu hafi verið lýst í skjóli þeirra. Áhrifa þessarar reglu mundi einkum gæta varðandi kröfur sem njóta lögveðréttinda, enda er mjög fátítt að slíkum réttindum sé þinglýst. Rétthafi ætti á hættu réttindamissi vegna vanlýsingar kröfu, en í því sambandi ber þó að hafa í huga að hann ætti enn kost á að koma fram kröfu sinni, þótt frumvarp hafi verið gert til úthlutunar á söluverði, meðan greiðslum er ekki lokið samkvæmt úthlutunargerð, sbr. 2. mgr. 51. gr. og 3. mgr. 52. gr.
    Í 7. mgr. 50. gr. er loks mælt fyrir um hvernig verði farið með umdeilda eða skilyrta kröfu við gerð frumvarps til úthlutunar á söluverði, ef hún nýtur þeirrar stöðu í réttindaröð að til álita komi að hún fáist greidd. Er miðað við að sýslumaður ráðgeri greiðslu á slíkri kröfu og þá með þeirri fjárhæð sem megi telja að hún gæti hæst numið. Ef ekki væri útkljáð um kröfuna þegar komið væri að greiðslum samkvæmt úthlutunargerð, yrði fé fyrir kröfunni geymt á bankareikningi þar til lyktir yrðu fengnar um réttindi til greiðslunnar á öðrum vettvangi, sbr. 2. mgr. 54. gr.

Um 51. gr.


    Í l . mgr. 51. gr. kemur fram hvernig sýslumaður eigi að kynna þeim, sem hafa hagsmuna að gæta, frumvarp til úthlutunar á söluverði. Er mælt fyrir um að honum beri að senda öllum aðilum að nauðungarsölunni, sem er vitað hvar verði náð til, eintak af frumvarpinu með tryggum hætti. Er einnig tekið fram að sýslumanni beri að ákveða frest í frumvarpinu til að koma fram mótmælum gegn því og að fresturinn megi ekki vera skemmri en tvær vikur frá því frumvarpið er sent aðilunum með þessum hætti. Leiðir af þessum fyrirmælum um frest til mótmæla að standa yrði þannig að verkum í framkvæmd, að eintök af frumvarpi yrðu send öllum aðilum á sama tíma eða að minnsta kosti með þeim hætti að síðustu eintökin færu frá sýslumanni með nægilegum fyrirvara. Í texta frumvarpsins yrði að koma skírlega fram hvenær fresti til að afhenda mótmæli væri lokið.
    Eins og kom fram í athugasemdum við ákvæði 50. gr. er gert ráð fyrir því í 2. mgr. 51. gr. að kröfur geti enn borist um greiðslur af söluverði, þótt sýslumaður hafi gert frumvarp til úthlutunar og sent það út til aðila að nauðungarsölunni. Ef slíkar kröfur koma fram áður en frestur til mótmæla gegn frumvarpi skv. 1. mgr. 51. gr. er liðinn er ætlast til þess að sýslumaður taki þær tafarlaust til athugunar og geri eftir atvikum breytingar á frumvarpi sínu með því að taka þar tillit til nýrra krafna. Í ljósi ákvæða 49. og 50. gr. yrði að vísu að reikna með því að þetta gerist sjaldan, en einkum væri þetta hugsanlegt vegna óþinglýstra lögveðréttinda, sem gætu fylgt nýjum kröfum í söluverð, eða vegna leiðréttinga eða hækkana við áður gerða kröfu, sem rétthafi kemur fyrst á framfæri á þessu stigi. Í 2. mgr. 51. gr. er ráðgert að ef sýslumaður tekur slíkar nýjar kröfur til greina með breytingu á frumvarpi, þá beri honum að tilkynna það þeim, sem breytingin bitnar á. Í meginþorra tilvika þyrfti væntanlega ekki að tilkynna þetta öðrum en þeim rétthafa, sem hefur staðið síðastur til greiðslu í frumvarpi, enda má ætla að breytingar af þessum toga yrðu almennt ekki umfangsmiklar. Sýslumanni er heimilað að veita þeim, sem breyting á frumvarpi varðar, sérstakan og aukinn frest til að koma fram mótmælum gegn frumvarpi með áorðinni breytingu, en þetta gæti helst komið til álita ef breyting yrði fyrst gerð mjög að áliðnum almennum fresti skv. 1. mgr. 51. gr. til að koma fram mótmælum. Í niðurlagi 2. mgr. 51. gr. er mælt fyrir um að þessum sömu aðferðum verði beitt eftir gerð frumvarps og áður en fresti skv. 1. mgr. 51. gr. er lokið, ef kröfu er fyrst lýst á því tímaskeiði í skjóli þinglýstra réttinda, sem sýslumaður hefur áætlað greiðslu á í frumvarpi sínu, sbr. 5. mgr. 50. gr. Þótt eins yrði farið hér að í verklagi við breytingar á frumvarpi og áður var lýst, væri aðstaðan eðlisólík að því leyti að breytingar af þessum toga gætu ekki orðið á annan veg en til lækkunar á ráðgerðri úthlutun til þess sem er þá fyrst að gefa sig fram, enda ber skv. 5. mgr. 50. gr. að áætla greiðslu handa honum í frumvarpi eftir því sem hún gæti orðið hæst. Breytingin yrði því réttlægri rétthöfum til hagsbóta og varla að vænta mótmæla af því tilefni frá þeirra hendi, þannig að tæplega þyrfti að veita þeim sérstakan frest til að taka afstöðu til frumvarps með áorðinni breytingu.

Um 52. gr.


    Í 1. mgr. 52. gr. er að finna fyrirmæli um hvernig sýslumaður bregðist við mótmælum sem kunna að berast gegn frumvarpi hans til úthlutunar á söluverði. Kemur fram að honum beri að boða þann, sem hefur mótmæli uppi, og þann eða þá rétthafa, sem breytingar á frumvarpi til samræmis við mótmælin gætu varðað, til fyrirtöku þar sem fjallað verði frekar um frumvarpið. Við undirbúning að þessari fyrirtöku yrði sýslumaður því að leggja mat á það, á hverjum rétthöfum breytingar til samræmis við mótmælin gætu bitnað, og er ekki ráðgert að aðrir verði boðaðir af þessu tilefni. Við fyrirtökuna er síðan ætlast til þess að sýslumaður gefi viðstöddum kost á að tjá sig um mótmælin og taki síðan ákvörðun um hvort eða hvernig hann taki þau til greina, sem ber að bóka um í gerðabók. Sýslumanni er ætlað að taka ákvörðun sína þegar í stað eftir að hafa hlýtt á sjónarmið hlutaðeigenda og er ekki ráðgert að frestir verði veittir til gagnaöflunar eða rökstuðnings fyrir kröfum. Að fenginni ákvörðun sýslumanns er aðilum að nauðungarsölunni síðan frjálst að bera ágreining um hana undir dómstóla eftir reglum 13. kafla frumvarpsins.
    Eftir orðum 1. mgr. 52. gr. gefst kostur á því að koma fram mótmælum við sýslumann gegn frumvarpi innan fresta skv. 51. gr., en þá er annars vegar átt við almennan frest í þessu skyni skv. 1. mgr. 51. gr. og hins vegar sérstakan frest sem sýslumaður kann að ákveða handa tilteknum rétthöfum vegna breytinga á frumvarpi, sbr. 2. mgr. 51. gr. Þessir frestir eru endanlegir, svo sem má ráða frekar af ákvæðum 2. mgr. 52. gr., og verður mótmælum því ekki komið fram að þeim liðnum nema sending frumvarps hafi misfarist, þannig að aðila að nauðungarsölunni hafi ekki borist vitneskja um efni þess.
    Í 2. mgr. 52. gr. kemur sú regla fram að ef mótmæli gegn frumvarpi hafa ekki borist sýslumanni innan frests skv. 51. gr., þá teljist frumvarpið sjálfkrafa orðið endanleg úthlutun argerð á söluverði við lok frestsins. Er ætlast til þess að þetta teljist gerast án formlegra aðgerða. Ef mótmæli koma hins vegar fram gegn frumvarpi koma þessi áhrif ekki til fyrr en ráðið hefur verið til lykta hvort og eftir atvikum hvernig frumvarpinu verði breytt vegna þeirra, eins og nánar greinir í orðum 2. mgr. 52. gr. Þótt mótmæli valdi því að endanleg úthlutunargerð á söluverði teljist ekki fyrir hendi fyrr en á síðari stigum, verður að hafa í huga að önnur atriði varðandi úthlutunina en þau, sem mótmælin kunna að geta raskað, yrðu að skoðast útkljáð við lok fresta skv. 51. gr. Mætti því til dæmis greiða rétthöfum kröfur, sem ágreiningur snýr ekki að, þótt endanleg úthlutunargerð væri enn ófengin, en að þessu er vikið nánar í athugasemdum við 53. gr.
    Samkvæmt 3. mgr. 52. gr. yrði ekki unnt að koma að nýjum kröfum um greiðslur af söluverði eða hækkun á áður gerðum kröfum eftir að frestum skv. 51. gr. væri lokið nema að tveimur skilyrðum fullnægt. Annars vegar er áskilið að allir aðilar að nauðungarsölunni, sem slík breyting gæti varðað, séu samþykkir henni, en ganga verður út frá því að sá sem leitar eftir breytingunni yrði að leggja gögn fyrir sýslumann um að slíkt samþykki væri fengið. Hins vegar er það skilyrði sett að nýja krafan verði að koma fram áður en greiðslur hafa átt sér stað samkvæmt úthlutunargerð í þeim mæli að það sé orðið girt fyrir breytingu. Þetta skilyrði felur í senn í sér að hvorki megi vera búið að ráðstafa svo miklu fé til rétthafa, að ekki sé nóg eftir til að greiða nýja kröfu, né að búið sé að greiða einum eða fleiri rétthöfum meira en þeim bæri ef ný krafa yrði tekin til greina.
    Í 4. mgr. 52. gr. er að finna fyrirmæli um hvernig verði farið að ef krafa, sem hefur átt að greiðast af söluverði, sætir lækkun eftir lok fresta skv. 51. gr., þannig að fé standi til ráðstöfunar umfram það sem var ráðgert í úthlutunargerð. Krafa gæti sætt lækkun með þessum hætti af ýmsum ástæðum, til dæmis ef henni var ekki lýst og sýslumaður hefur áætlað fjárhæð hennar skv. 5. mgr. 50. gr., en kröfueigandinn gefur sig síðan fram áður en komið er að því að greiða samkvæmt úthlutunargerð og krafan reynist lægri en ráðgert var. Komi þessi staða upp er kveðið á um það í 4. mgr. 52. gr. að sýslumaður geri viðauka við úthlutunargerð um ráðstöfun fjárhæðarinnar sem hefur losnað um. Er tekið fram að sýslumaður þurfi ekki að bera þennan viðauka undir aðila nema hann telji vafa geta staðið um rétt til greiðslunnar, en ætla verður að hér yrði sjaldan um svo háar fjárhæðir að tefla að það mætti ekki ráðstafa þeim án vafaatriða. Ef til þess kæmi hins vegar að fara formlegar leiðir í þessum efnum yrði sýslumaður að semja sérstakt frumvarp til viðauka við fyrri úthlutun og kynna það þeim aðilum, sem ættu hagsmuna að gæta, en í þeim efnum yrði þá að styðjast við reglur 50. og 51. gr. og 1. og 2. mgr. 52. gr. eftir því sem þær gætu átt við.

Um 53. gr.


    Í 53. gr. koma fram helstu reglur frumvarpsins um framkvæmd við greiðslur til rétthafa á grundvelli úthlutunargerðar, en í 54. gr. er síðan að finna nánari fyrirmæli um aðgerðir í þessum efnum þegar vafi er uppi um tilkall til greiðslna.
    Í 1. mgr. 53. gr. er kveðið á um hvenær megi byrja að greiða út söluverðið til rétthafa, en þrjú atriði geta einkum haft áhrif í þeim efnum. Í fyrsta lagi má geta þess að í upphafi þessarar málsgreinar kemur fram ófrávíkjanleg regla um að ekki megi hefjast handa um greiðslur samkvæmt úthlutunargerð fyrr en frestur til að bera gildi nauðungarsölunnar undir dóm skv. 1. mgr. 80. gr. er liðinn. Hér er um fjögurra vikna frest að ræða, sem byrjar að líða þegar uppboði á eign er lokið eða tilboði í hana, sem hefur verið fengið á almennum markaði, er tekið. Í ljósi þess aðdraganda, sem úthlutunargerð hefur eftir áðurlýstum ákvæðum frumvarpsins, og tímans sem tæki þar með að koma máli á það stig að afráðið sé um réttindi til greiðslna, má ætla að þessi frestur yrði sjaldan til að tefja sérstaklega fyrir útborgun. Umræddur frestur er á hinn bóginn nauðsynlegur til að fyrirbyggja að endanlegar ráðstafanir við nauðungarsölu eigi sér stað meðan enn er ráðrúm til að leita ógildingar á henni fyrir dómi. Í öðru lagi er tekið fram í 1. mgr. 53. gr. að útborgun megi ekki eiga sér stað, þótt fyrrnefndur frestur sé á enda, ef dómsmál er rekið vegna nauðungarsölunnar skv. XIII. eða XIV, kafla frumvarpsins og það hefur ekki verið leitt til lykta. Frá þessu er þó heimilað að víkja á þann hátt að það megi greiða þær kröfur í samræmi við úthlutunargerð, sem þykir víst að niðurstöður í slíkum dómsmálum geti ekki haft áhrif á. Í þessu sambandi er vert að benda á að ekki er áskilið í 1. mgr. 53. gr. að úthlutunargerð þurfi að vera endanleg í skilningi 2. mgr. 52. gr. til þess að greiða megi eftir henni. Þannig myndi til dæmis rekstur ágreiningsmáls fyrir dómi um úthlutunargerðina, sem færi eftir reglum XIII. kafla frumvarpsins, ekki fyrirbyggja að óumdeildar greiðslur yrðu inntar af hendi samkvæmt úthlutunargerðinni þótt hún væri ekki orðin endanleg vegna ágreinings um önnur atriði. Í þriðja lagi kemur síðan fram í niðurlagi 1. mgr. 53. gr. að hefjast megi handa um greiðslur samkvæmt úthlutunargerð, þótt sýslumaður hafi ekki enn fengið allt söluverðið í hendur, enda standi þá ekki áðurgreind tvö atriði samkvæmt ákvæðinu þar í vegi. Þótt þess sé ekki getið sérstaklega í ákvæðinu gæti sýslumaður valið milli þeirrar leiðar, sem hér um ræðir, og þess að greiða ekki samkvæmt úthlutunargerð fyrr en söluverðið væri allt komið í hendur hans. Ef sýslumaður tekur þann kost að hefja útborgun áður en söluverðið hefur greiðst að fullu, er tekið fram í 1. mgr. 53. gr. að hann verði að gæta að því að kröfurnar verði greiddar eftir rétthæð þeirra í eigninni. Samkvæmt því kæmi fyrst til greiðslu sölulauna vegna eignarinnar, sbr. 1. mgr. 50. gr., en að því gerðu yrði veðröð fylgt við greiðslur. Þessi skylda til fylgni við réttindaröð í eigninni byggist einkum á því að meðan söluverðið hefur ekki verið greitt að fullu verður ekki útilokað að krafa geti tildæmis komið fram um afslátt af söluverði eða að kaupunum verði rift, en ef slíkt gerðist gæti það leitt til þess að minna yrði til ráðstöfunar við úthlutun en ráðgert var og féð nægði ekki til að greiða réttlægstu kröfuhöfum sem áttu þó að fá eitthvað í sinn hlut samkvæmt úthlutunargerð.
    Í 2. mgr. 53. gr. er mælt fyrir um ráðstöfun vaxtatekna sem kunna að fást af söluverði fram að greiðslum samkvæmt úthlutunargerð. Vaxtatekjurnar sem hér um ræðir yrðu einkum til vegna varðveislu þess, sem hefur verið greitt hverju sinni af söluverðinu með peningum, á reikningi við banka eða sparisjóð, sbr. 2. mgr. 46. gr. Þessu til viðbótar gætu þó komið dráttarvextir úr hendi kaupanda vegna vanefnda hans, sbr. 1. mgr. 47. gr., svo og vextir af söluverðinu ef eign hefur verið boðin upp með þeim skilmála að þeir yrðu greiddir, sbr. 5. mgr. 40. gr., eða samið hefur verið um greiðslu vaxta við sölu á almennum markaði. Hér áður hefur komið fram við umfjöllun um l. og 3. mgr. 50. gr. að þau ákvæði hafa í för með sér að í úthlutunargerð yrði aðeins mælt fyrir um hvernig söluverðinu sem slíku yrði ráðstafað, en ekki hvernig farið yrði með vaxtatekjur af því, og í úthlutunargerð yrðu fjárhæðir krafna rétthafa miðaðar við stöðu þeirra þegar uppboði lauk á eign eða samþykkt tilboð var gert í hana á almennum markaði, en vextir, gengisálag eða verðbætur sem féllu á kröfurnar eftir þann tíma kæmu ekki til álita við úthlutun. Regla 2. mgr. 53. gr. er lögð til þessu til mótvægis, því samkvæmt henni yrði vaxtatekjum af söluverði jafnað milli rétthafa við útborgun til þeirra samkvæmt úthlutunargerð og fengju þeir þannig hver sína hlutdeild í vaxtatekjum til viðbótar við þá fjárhæð sem þeim væri ætluð eftir hljóðan úthlutunargerðar. Eftir orðalagi 2. mgr. 53. gr. eiga þeir rétthafar þó einir tilkall til þessarar hlutdeildar í vaxtatekjum, sem eiga eftir að fá greiðslur sínar samkvæmt úthlutunargerð hverju sinni. Af þessum sökum ætti til dæmis veðhafi, sem hefur fengið fulla greiðslu með því að kaupandi tók yfir skuldbindingu við hann, ekki tilkall til hlutdeildar í vaxtatekjum, enda væri hann þá búinn að fá sitt greitt með þeim hætti. Þá hefur þetta orðalag 2. mgr. 53. gr. einnig í för með sér, að ef sýslumaður nýtti sér heimild í niðurlagi 1. mgr. 53. gr. til að greiða rétthöfum smám saman eftir því sem honum bærist söluverðið í hendur, þá fengi hver rétthafi um sig aðeins hlutdeild í þeim vaxtatekjum sem væru fallnar til þegar hann fengi greitt. Um útreikning á hlutdeild hvers rétthafa í vaxtatekjum kemur fram í 2. mgr. 53. gr. að farið verði eftir hlutföllum milli krafna þeirra. Yrði því reiknað hvað hver rétthafi ætti að fá hátt hlutfall af söluverðinu, að því leyti sem það er greitt með peningum, og fengi hann þá sama hlutfall af áföllnum vaxtatekjum í sinn hlut.

Um 54. gr.


    Í 1. mgr. 54. gr. er að finna reglur um hvað sýslumaður geri við þann hluta söluverðs eignar, sem á að verja samkvæmt úthlutunargerð til greiðslu kröfu í skjóli þinglýstra réttinda án þess að henni hafi verið lýst fyrir honum, sbr. 5. mgr. 50. gr. Hafi enginn gefið sig fram við sýslumann þegar tími er kominn til að greiða út kröfur eftir úthlutunargerð, er mælt fyrir um það í 1. mgr. 54. gr. að sýslumaður leggi viðkomandi fjárhæð á sérgreindan reikning við banka eða sparisjóð. Sýslumaður hefði forræði á þeim reikningi, en gefi enginn sig enn fram við hann með tilkall til greiðslunnar í eitt ár frá því hún var lögð á reikninginn, er ráðgert í 1. mgr. 54. gr. að hann fái birta auglýsingu í Lögbirtingablaði, þar sem skorað er á rétthafa að vitja fjárins innan mánaðar að því viðlögðu að fénu verði ráðstafað til annarra, sbr. 3. mgr. 54. gr. Þessi fyrirmæli 1. mgr. 54. gr. eiga sér ekki hliðstæðu í núgildandi lögum. Í framkvæmd er þó almennt farið eins að og hér um ræðir að því leyti að greiðsla sem ekki er kallað eftir er lögð á sérgreindan bankareikning. Hins vegar skortir heimildir til þess að ráðstafa slíku óskilafé til annarra og hefur það haft í för með sér að engin takmörk eru á því hversu lengi það verði varðveitt með þessum hætti. Telja verður að fyrirmæli 1. mgr. 54. gr. veiti nægilegt ráðrúm handa rétthafa í þessum efnum, en þess má geta að í 99. gr. er gert ráð fyrir heimild til þess að ráðstafa geymslufé, sem hefur safnast fyrir með fyrrgreindum hætti á undanförnum áratugum, eftir reglum 54. gr. ef frumvarpið verður að lögum.
    Í 2. mgr. 54. gr. kemur fram regla sem tekur til tilvika, þar sem gert væri ráð fyrir greiðslu á skilyrtri eða umdeildri kröfu í úthlutunargerð. Ef skilyrði er ekki komið fram eða ágreiningur um kröfu er ekki ráðinn til lykta þegar tími er kominn til greiðslu samkvæmt úthlutunargerð, felur 2. mgr. 54. gr. í sér að sýslumaður leggi viðkomandi fjárhæð á sérgreindan reikning við banka eða sparisjóð. Þar yrði féð varðveitt þangað til leitt væri í ljós hvernig færi um tilkall til þess. Sambærilega reglu má finna um þessa aðstöðu í 3. mgr. 34. gr. laga nr. 57/1949.
    Í 3. mgr. 54. gr. er mælt fyrir um hvað verði gert við fé, sem hefur verið lagt á bankareikning til varðveislu skv. 1. eða 2. mgr. greinarinnar, ef því verður ekki ráðstafað eftir fyrirætlan úthlutunargerðar í fyllingu tímans. Er hér gert ráð fyrir því að féð verði notað til að greiða þær kröfur, sem stóðu fremstar í réttindaröð án þess að fást greiddar við upphaflega úthlutunargerð, og er sýslumanni heimilað hvort heldur að ráðstafa fénu til þeirra þarfa með því að taka úthlutun formlega upp á ný eða án þess, eftir því hvort hann telji tilefni til vafa um tilkall til þess eða ekki. Ef fénu yrði ekki varið með þessum hætti sökum þess, að allir rétthafar hafi fengið greiðslu við upphaflega úthlutun, yrði næsti kosturinn sá að ráðstafa fénu til gerðarþola. Ef gerðarþoli væri óþekktur eða ekki vitað hvar yrði náð til hans stendur sá kostur einn eftir, að féð renni í ríkissjóð, en tekið er fram í niðurlagi 3. mgr. 54. gr. að rétthafi, sem gæfi sig síðar fram, geti krafist greiðslunnar úr ríkissjóði meðan krafa hans væri ófyrnd. Í ákvæðinu er ekki mælt fyrir um heimildir rétthafa til að hafa uppi endurkröfu ef greiðslu, sem var upphaflega ætluð honum í úthlutunargerð, hefur síðar verið ráðstafað til annarra rétthafa eða gerðarþola samkvæmt reglum 3. mgr. 54. gr. Niðurstaðan í þeim efnum yrði því að ráðast af almennum reglum fjármunaréttar.

Um 55. gr.


    Ákvæði 55.–57. gr., sem mynda IX. kafla frumvarpsins, geyma síðustu sérreglur þess um nauðungarsölu á fasteignum, fasteignarréttindum, skrásettum skipum og skrásettum loftförum. Í þessum ákvæðum er mælt fyrir um rétt kaupanda til umráða yfir eign, sem hann hefur keypt við nauðungarsölu, rétt hans til afsals fyrir henni, áhrif afsals á réttindi yfir henni og áhrif kaupanna á kröfur, sem kaupanda kann að eiga á hendur gerðarþola og fullnusta fæst ekki á af söluverði eignarinnar.
    Í 1. mgr. 55. gr. er mælt fyrir um að kaupandi njóti réttar til umráða yfir eign, sem hann festir kaup á við uppboð, frá því boð hans í hana er samþykkt, enda sé ekki kveðið á um annað í uppboðsskilmálum. Þessi regla er annars efnis en ákvæði 4. mgr. 18. gr. laga nr. 57/1949, þar sem umráðaréttur kaupanda kemur fyrst til skjalanna við útgáfu afsals fyrir eign ef annað leiðir ekki af uppboðsskilmálum. Þessi breyting er lögð til af ýmsum sökum. Í þeim efnum má fyrst nefna að ef réttur til umráða kemur ekki til fyrr en við útgáfu afsals fyrir eign, er hætt við óþarflega langri bið kaupanda eftir því að hafa not af henni, sem er varla hvatning til hárra boða í hana. Í annan stað er þess að geta að í 6. tölul. 1. mgr. 28. gr. er ráðgert að almennir uppboðsskilmálar kveði á um að kaupandi taki í senn við áhættu af eign og fái umráð hennar við samþykki boðs. Í fyrrnefndri 4. mgr. 18. gr. núgildandi laga er hins vegar miðað við að áhætta af eigninni færist yfir á kaupanda við samþykki boðs hans, þótt hann fái ekki umráð yfir henni fyrr en á síðari stígum eins og áður er getið. Verður að telja með öllu ófært að þetta tvennt fari ekki saman, en við samræmingu á þessum tveimur atriðum þykir ólíkt heppilegra að færa umráðarétt kaupandans framar í atburðarás en að færa yfirfærslu áhættu af eigninni aftar, en þar er við fyrirmyndir í norrænum reglum að styðjast. Þess má enn geta þessari tilhögun til stuðnings, að skv. 1. mgr. 56. gr. verður afsal ekki gefið út fyrir eign fyrr en frestur til að bera gildi nauðungarsölu undir dómstóla skv. XIV. kafla frumvarpsins er liðinn, sbr. 1. mgr. 80. gr., en ef slíkt mál er lagt fyrir dóm frestar það rétti kaupanda til afsals þar til lyktir eru fengnar í því. Ef umráðaréttur kaupanda yrði bundinn við útgáfu afsals má telja verulega hætt við að gerðarþoli kynni að misnota heimildir 14. kafla með því að halda uppi andófi til málamynda gegn lögmæti nauðungarsölu til þess að halda umráðum yfir eigninni meðan mál væri rekið, en slíks hefur gætt í nokkrum mæli eftir núgildandi reglum. Þykir ákjósanlegra gagnvart þessu að fara þá leið að umráðaréttur kaupanda fylgi ekki afsali, en tryggja gerðarþola þó rétt til að koma fram vörnum gegn umráðasviptingu meðan dómsmál yrði rekið skv. XIV. kafla frumvarpsins, svo sem leiðir af 1. og 3. mgr. 55. gr.
    Í 2. mgr. 55. gr. er gert ráð fyrir því að samið verði hverju sinni um hvenær kaupandi öðlist rétt til umráða yfir eign við nauðungarsölu á almennum markaði og yrði þá leitast við að taka mið af þörfum kaupanda og gerðarþola, líkt og yrði gert í frjálsum viðskiptum.
    Eins og nefnt var hér á undan geymir 3. mgr. 55. gr. heimild handa gerðarþola til að krefjast þess í dómsmáli, sem væri rekið um gildi nauðungarsölu skv. XIV. kafla frumvarpsins, að umráðatöku kaupanda verði slegið á frest þar til lyktir málsins verði fengnar. Þessi heimild gildir jöfnum höndum hvort sem eignin var seld við uppboð eða á almennum markaði og hvort sem gerðarþoli hefur haft umráð hennar sjálfur eða annar maður fyrir atbeina hans. Heimild gerðarþola til að hafa uppi kröfu sem þessa er þó háð því samkvæmt hljóðan 3. mgr. 55. gr., að mál skv. XIV. kafla hafi verið lagt fyrir dómstól áður en kaupandi hefur tekið við umráðum yfir eigninni, en í þessu sambandi er þá ætlast til þess að miðað verði við hvort kaupandi hafi te.kið við umráðum í reynd en ekki við yfirfærslu réttar til umráða skv. 1. eða 2. mgr. 55. gr. Í 3. mgr. 55. gr. er ekki kveðið nánar á um það, hver atvik geti leitt til þess að krafa gerðarþola um að halda umráðum eignar meðan mál er rekið verði tekin til greina. Er þannig í raun lagt á vald dómara að meta hvort slík rök hafi verið færð fram gegn gildi nauðungarsölunnar að vafasamt sé um afdrif réttinda kaupandans. Dómara er ætlað að leysa úr kröfu um þetta með sérstökum úrskurði undir rekstri máls eftir ákvæðum XIV. kafla.

Um 56. gr.


    Í 1. mgr. 56. gr. kemur fram hvenær kaupandi eigi rétt á afsali fyrir eign sem hann hefur fest kaup á við nauðungarsölu. Segir að þessi réttur sé fyrir hendi þegar kaupandi hefur efnt skyldur sínar samkvæmt uppboðsskilmálum eða skilmálum við sölu á almennum markaði. Undantekningar er þó gerðar frá þessu á þann veg að afsal verði ekki gefið út meðan frestur skv. 1. mgr. 80. gr. til að bera gildi nauðungarsölu undir dómstóla í máli að hætti XIV. kafla frumvarpsins er ekki liðinn eða meðan slíkt mál er ekki leitt til lykta. Þessar undantekningar styðjast við þau rök að ekki sé fært að flytja eignarrétt á grundvelli nauðungarsölu endanlega í hendur kaupanda fyrr en útséð er að henni verði ekki hnekkt með dómsúrlausn. Sambærileg fyrirmæli um rétt kaupanda til afsals koma nú fram í 33. gr. laga nr. 57/1949.
    Samkvæmt 2. mgr. 56. gr. hefur nauðungarsala, sem hefur farið fram eftir heimild í 6. eða 7. gr., þau áhrif að öll veðbönd, umráðaréttindi, kvaðir, höft og önnur réttindi yfir eign falli niður við útgáfu afsals. Segir þó að þetta eigi ekki við ef annað leiðir beinlínis af lögum, eignin hefur verið seld með þeim skilmálum að slík réttindi standi óhögguð í tilteknum atriðum eða kaupandi hefur samið við rétthafa um að taka yfir skuldbindingar við hann gegn því að réttindi hans hvíli áfram á eigninni. Af einstökum atriðum í þessari reglu má vekja athygli á því að henni er aðeins ætlað að gilda ef nauðungarsala hefur farið fram eftir kröfu skuldheimtumanns eða skiptastjóra við gjaldþrotaskipti eða opinber skipti á ógjaldfæru dánarbúi, sbr. 6. og 7. gr. Ráðstöfun eignar eftir kröfu eiganda skv. 8. gr. hefði því ekki þessi áhrif á réttindi annarra yfir henni. Þá er einnig ástæða til að vekja athygli á því að 2. mgr. 56. gr. felur í sér að öll óbein eignarréttindi falli niður vegna nauðungarsölu án tillits til heitis eða eðlis þeirra eða þess, hvort þeim hefur verið þinglýst eða réttarvernd þeirra sé óháð þinglýsingu. Þrenns konar undantekningar eru þó gerðar frá þessu í ákvæðinu. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að þessi regla víki ef annað leiðir beinlínis af lögum, en þessi undantekning gæti til dæmis átt við um lögbundinn forkaupsrétt eða lögbundnar kvaðir. Í öðru lagi er gert ráð fyrir því að víkja megi frá þessu með uppboðsskilmálum eða skilmálum við sölu á almennum markaði, þannig að kvaðir og höft fylgi eign, sem hefðu að öðrum kosti fallið niður samkvæmt þessari reglu og eftir atvikum veitt rétthafa tilkall til greiðslu af söluandvirði eignarinnar skv. 4. mgr. 49. gr. Eins og áður hefur verið fjallað um er ráðgert í 11. tölul. 1. mgr. 28. gr. að almennir uppboðsskilmálar hafi ekki í för með sér svo víðtækt brottfall kvaða og hafta og heimilt væri skv. 2. mgr. 56. gr. Loks er í þriðja lagi tekið tillit til þess að kaupandi kunni að semja við einstaka rétthafa um að réttindi þeirra hvíli áfram á eign, sem væri þá oftast liður í uppgjöri kaupandans á söluverði, sbr. 40. gr. Þessar reglur 2. mgr. 56. gr. eru að talsverðu leyti hliðstæðar fyrirmælum 1. mgr. 36. gr. laga nr. 57/1949, þótt orðalagi sé hér hagað með nokkuð öðrum hætti.
    Í niðurlagi 2. mgr. 56. gr. er mælt fyrir um að taka eigi fram í afsali hver réttindi yfir eign falli niður. Í núverandi framkvæmd hefur áþekkri reglu í niðurlagi 1. mgr. 36. gr. laga nr. 57/ 1949 almennt verið fylgt á þann hátt, að eftir atvikum er aðeins tekið fram í afsali að tiltekin réttindi standi óhögguð af nauðungaruppboði og síðan sagt að öll önnur réttindi yfir eigninni, ótilgreind, falli niður. Umrædd fyrirmæli 2. mgr. 56. gr. frumvarpsins gefa ekki tilefni til breytinga í þessum efnum.
    Ákvæði 3. mgr. 56. gr. eru sambærileg reglum í 1. mgr. 36. gr. laga nr. 57/1949 og 4. mgr. 39. gr. laga nr. 39/1978, en þess má geta að í 9. tölul. 91. gr. frumvarpsins er lögð til breyting á orðalagi síðarnefnda lagaákvæðisins til samræmis við 3. mgr. 56. gr.

Um 57. gr.


    Í 57. gr. er að finna sérreglur sem varða aðstöðuna þegar veðhafi eða annar rétthafi í eign gerist kaupandi að henni við nauðungarsölu. Þessar sérreglur snúa nánar tiltekið að því hverjar afleiðingar kaupin hafi á réttindi sem kaupandinn hefur átt yfir eigninni og fullnusta fékkst ekki á af söluverði við nauðungarsöluna. Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. yrðu þessar afleiðingar einkum þær, að ef kaupandinn reynir síðar að krefja gerðarþola um greiðslu vegna ófullnægðra réttinda sinna, þá á gerðarþoli rétt á því að greiðslukrafa kaupandans á hendur sér verði lækkuð um sömu fjárhæð og nemur mismun milli verðsins, sem kaupandinn greiddi fyrir eignina, og gangverðs, sem má telja að eignin hefði haft í frjálsum viðskiptum á sama tíma og nauðungarsala fór fram og með þeim skilmálum sem var beitt við hana. Ef kaupandi gengi að öðrum en gerðarþola til að fá greiðslu vegna ófullnægðra réttinda sinna, þá nyti sá sömu stöðu og gerðarþoli í þessum efnum samkvæmt orðum 1. mgr. 57. gr. Þá er einnig heimilað í 2. mgr. 57. gr. að gerðarþoli eða annar sá, sem kynni að verða krafinn vegna ófullnægðra réttinda kaupandans, höfði mál á hendur kaupandanum til að fá dóm um lækkun eða brottfall kröfu hans af þessum sömu ástæðum.
    Megininntak þessara heimilda 57. gr. felst í því að hagnaður, sem kaupandi kann að njóta af því að fá eign á lægra verði við nauðungarsölu en nemur gangverði hennar í frjálsum viðskiptum gegn sambærilegum kjörum, verður notaður líkt og greiðsla á þeim hluta af kröfum hans, sem söluverð eignarinnar nægði ekki til að greiða. Í orðum 57. gr. er þessi heimild til að færa niður kröfur kaupandans ekki bundin við kröfur sem tengjast eða verða leiddar af tilteknum tegundum réttinda hans yfir viðkomandi eign, en í reynd hefur heimildin öllu öðru fremur áhrif á ófullnægðar eftirstöðvar peningakrafna, sem hafa verið tryggðar með veðrétti í seldri eign.
    Ákvæði 57. gr. eru í meginatriðum efnislega þau sömu og nú koma fram í 3. og 4. mgr. 32. gr. laga nr. 57/1949, þótt orðalagi sé breytt nokkuð.

Um 58. gr.


    Með 58. gr. hefst 3. þáttur frumvarpsins, sem geymir reglur um nauðungarsölu á öðrum eignum og réttindum en þeim sem reglur 2. þáttar taka til. Þessum þriðja þætti frumvarpsins er skipt í þrjá kafla, X. kafla þar sem mælt er fyrir í 58.–60. gr. um umdæmi við nauðungarsölu samkvæmt reglum þáttarins og vörslutöku eigna í tengslum við hana, XI. kafla, sem geymir reglur um nauðungarsölu á lausafjármunum í 61.–69. gr., og XII. kafla, sem 70.–72. gr. heyra til, en þar er að finna sérreglur um nauðungarsölu á verðbréfum, kröfuréttindum o.fl.
    Í l. mgr. 58. gr. er að finna stutta afmörkun á gildissviði 3. þáttar frumvarpsins, þar sem segir að ákvæði hans taki til nauðungarsölu á eignum og réttindum, sem eiga ekki undir fyrirmæli 17. gr., en geta þó gengið kaupum og sölu. Þetta felur í sér með öðrum orðum að gildissvið 3. þáttar er afmarkað með þeirri neikvæðu skilgreiningu að reglur hans nái til ráðstöfunar á öðrum eignum og réttindum en þeim sem eru talin upp í 17. gr. Sá fyrirvari er þó gerður í 1. mgr. 58. gr. að þetta sé háð því að eignir eða réttindi geti gengið kaupum og sölu, en með þessu er áréttað, sem lægi væntanlega hvort eð er í augum uppi, að nauðungarsölu verði ekki beitt til að ráðstafa munum eða réttindum sem er óheimilt eða ógerlegt að ráðstafa í frjálsum viðskiptum.
    Í 2. og 3. mgr. 58. gr. eru gefnir fjórir kostir um það í hverju stjórnsýsluumdæmi sýslumanns verði leitað nauðungarsölu á eignum eða réttindum sem reglur 3. þáttar taka til. Gerðarbeiðanda er eftirlátið val milli þessara kosta og er í sjálfu sér enginn þeirra rétthærri en aðrir, þótt kosturinn sem 3. mgr. 58. gr. fjallar um sé háður skilyrðum. Í ákvæðum 37. gr. laga nr. 57/1949 er í meginatriðum byggt á sömu heimildum og koma fram í 1. tölul. 2. mgr. og 3. mgr. 58. gr. frumvarpsins. Verður ekki séð að einstök atriði í þessu sambandi þarfnist frekari umfjöllunar hér.
    Í 4. mgr. 58. gr. er að finna reglu sem er ætlað að taka af skarið um það í hverju umdæmi nauðungarsala fari fram, ef fleiri en ein beiðni kemur fram um hana og hvor eða hver þeirra í sínu umdæmi. Þessi aðstaða gæti komið upp vegna þess frelsis sem gerðarbeiðendum er veitt um val á umdæmi með reglum 2. og 3. mgr. 58. gr. Í 4. mgr. er gert ráð fyrir því að ef uppvíst verður um að beiðnir hafi komið fram um nauðungarsölu á sömu eign eða réttindum í fleiri en einu umdæmi, þá beri að sameina meðferð þeirra á einum stað eftir fyrirmælum 14. gr. Fyrsti kosturinn er sá að þetta verði gert í umdæmi sem hlutaðeigandi gerðarbeiðendur koma sér saman um, en takist ekki samkomulag milli þeirra er mælt fyrir um að farið verði með beiðnirnar í sameiningu í því umdæmi sem gæti fyrst átt við eftir talningu kosta í 2. mgr. 58. gr. Yrði þannig fyrst að reyna á hvort umdæmi til nauðungarsölunnar geti ráðist af 1. tölul. 2. mgr., en ef svo væri ekki yrði næst reynt hvort það geti ráðist af 2. tölul. málsgreinarinnar o.s.frv. Það umdæmi sem beiðni liggur fyrir í og fyrst yrði komið að eftir þessari aðferð yrði þá rétti vettvangurinn til sameiningar á meðferð þeirra beggja eða allra.

Um 59. gr.


    Í 59. og 60. gr. er að finna reglur um vörslutöku á munum eða áþreifanlegum hlutum í tengslum við nauðungarsölu. Slík vörslutaka gæti fyrst og fremst beinst að lausafjármunum, sem yrði ráðstafað við nauðungarsölu eftir reglum XI. kafla frumvarpsins, en einnig gæti þurft að beita þessum úrræðum til að ná vörslum á verðbréfum eða skilríkjum fyrir kröfum eða öðrum réttindum í því skyni að ráðstafa þeim eftir fyrirmælum XII. kafla.
    Í núgildandi löggjöf er ekki að finna ítarleg fyrirmæli um hvernig verði staðið að vörslutöku, eða vörslusviptingu eins og athöfnin er oft nefnd í framkvæmd. Í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 57/1949 er að finna heimild handa uppboðshaldara til að framkvæma vörslutöku, en hvorki eru þar greind skilyrði fyrir þessu né aðferðir sem verður beitt að neinu marki. Í 47. gr. og 2. mgr. 51. gr. laga um aðför, nr. 19/1887, koma að nokkru fram reglur um heimildir til vörslutöku á lausafé, sem fjárnám hefur verið gert í, en um aðferðirnar í þeim efnum er lítið sagt, enda hefur misjafn háttur verið viðhafður í þeim efnum í framkvæmd. Þá er þess að geta að ekki er að finna almenn fyrirmæli í núgildandi lögum um vörslutöku muna, sem verður ráðstafað á nauðungaruppboði án undangengins fjárnáms, til dæmis á grundvelli lögveðréttar. Í lögum um aðför, nr. 90/1989, sem taka gildi 1. júlí 1992, er sú leið farin að heimila bæði vörslutöku muna við framkvæmd fjárnáms og endurupptöku fjárnámsgerðar til vörslutöku ef hagsmunir gerðarbeiðanda krefjast þess sérstaklega, sbr. 56. og 66. gr. laganna. Í athugasemdum við frumvarp, sem varð að þeim lögum, er hins vegar áréttað sérstaklega að þessar heimildir til vörslutöku séu nánast neyðarreglur, sem séu einkum settar til að verja hagsmuni gerðarbeiðanda gagnvart hættu á spjöllum á eign eða ólögmætri meðferð hennar eftir að fjárnám hefur verið gert í henni. Kemur þar fram að gengið hafi verið út frá því við gerð frumvarps til laga um aðför að almenna reglan í framtíðinni yrði sú að vörslutaka ætti sér stað í tengslum við nauðungarsölu og að fyrirmæli yrðu um þessi efni í löggjöf á þeim vettvangi, sem tækju þá jöfnum höndum til vörslutöku vegna nauðungarsölu á grundvelli fjárnáms, lögveðréttinda og annarra heimilda. Ákvæði 59. og 60. gr. þessa frumvarps eru sniðin eftir þeirri fyrirætlan.
    Í 59. gr. er mælt fyrir um hvernig krafa verði höfð uppi af hendi gerðarbeiðanda um heimild til vörslutöku vegna væntanlegrar nauðungarsölu. Í stuttu máli fela reglur 59. gr. í sér að gerðarbeiðandi óski eftir þessari heimild í beiðni sinni um nauðungarsöluna og sýslumaður leggi mat á hvort orðið verði við þeirri ósk um leið og hann fer yfir beiðni eftir almennum reglum 13. gr. Ef sýslumaður telur skilyrði fyrir hendi til vörslutöku er honum ætlað að árita beiðnina um það og um leið að taka þar fram hvar og hvenær eigninni verður ráðstafað, en í niðurlagi 2. mgr. 59. gr. er heimilað sérstaklega að sýslumaður ákveði að réttur gerðarbeiðanda til vörslutöku verði ekki nýttur fyrr en frá tilteknum tíma, sem gæti einkum átt við ef teljandi tími ætti að líða þar til ráðstöfun á eigninni gæti átt sér stað. Þessi áritun sýslumanns á síðan að koma fram á afriti af beiðni um nauðungarsölu, sem yrði send gerðarþola með tilkynningu eftir almennri reglu 16. gr., og einnig á afriti sem yrði afhent gerðarbeiðanda til þess að hann gæti sannað heimild sína til vörslutöku við framkvæmd hennar, sbr. 1. mgr. 60. gr. og að nokkru 5. mgr. 11. gr.
    Í 59. gr. er ekki kveðið sérstaklega á um skilyrði fyrir rétti gerðarbeiðanda til vörslutöku, enda er gengið út frá þeirri grunnreglu að sá réttur fylgi alltaf heimild til að krefjast nauðungarsölu á eign, sem fyrirmæli 3. þáttar frumvarpsins taka til, ef sérstök hindrun er þar ekki í vegi. Könnun sýslumanns á skilyrðum fyrir vörslutöku, sem á að eiga sér stað eftir fyrirmælum 59. gr., ætti þannig að beinast að því hvort einhver sérstök atvik standi í vegi fyrir vörslutökunni ef hann fellst á annað borð á að heimild sé fyrir hendi til nauðungarsölu. Ekki er um mörg atriði að ræða sem gætu staðið með þessum hætti í vegi fyrir rétti til vörslutöku, að minnsta kosti miðað við þær upplýsingar sem mundu almennt liggja fyrir sýslumanni á þessu stigi. Sem dæmi af slíkum hindrunum má þó nefna að vörslutöku yrði ekki beitt ef sýslumaður hyggst framkvæma nauðungarsölu á þeim stað sem eignin er, sbr. niðurlagsorð 1. mgr. 59. gr. Þá er hugsanlegt að upplýsingar komi fram í fyrirliggjandi gögnum um heimild þriðja manns til umráða yfir eign, sem gengi fyrir rétti gerðarbeiðanda, sbr. að nokkru 1. mgr. 60. gr. frumvarpsins og 59. gr. laga nr. 90/1989. Ef nauðungarsölu væri krafist á grundvelli fjárnáms mætti einnig vera að ákvæði 58. gr. laga nr. 90/1989 kæmu í veg fyrir vörslutöku á því stigi máls. Að öðru leyti yrði eftir atvikum að reyna á hvort gerðarþoli eða annar vörslumaður hefði andmæli fram að færa gegn vörslutöku þegar komið væri að framkvæmd hennar, sbr. 3. mgr. 60. gr.

Um 60. gr.


    Í þessari grein frumvarpsins er að finna reglur um framkvæmd vörslutöku. Þær byggjast á því meginviðhorfi að gerðarbeiðandi verði sjálfur að annast hana eða einhver á hans vegum, en því aðeins komi til afskipta sýslumanns af framkvæmd vörslutöku að gerðarþoli eða annar vörslumaður eignar neiti að láta eign af hendi. Þessi tilhögun á sér vissar hliðstæður í núverandi framkvæmd og má telja hana hafa þann kost, að ekki þurfi að koma til afskipta sýslumanns af aðgerðinni sjálfri meðan gerðarþoli eða umráðamaður eignar stendur ekki gegn henni. Gerðarþola eða öðrum vörslumanni eignar er á hinn bóginn búin sú réttarvernd, að sýslumaður hefur áður lagt mat á skilyrði umráðasviptingar og tilkynnt gerðarþola um það mat sitt, sbr. 59. gr. Gerðarþoli eða annar umráðamaður getur einnig neitað að láta eign af hendi, þannig að afskipti sýslumanns af framkvæmd vörslutöku verði óhjákvæmileg til þess að hún geti náð fram að ganga, sbr. 2. mgr. 60. gr., en slík neitun gæti helgast af því að gerðarþoli hafi réttmætar varnir fram að færa gegn kröfu um nauðungarsölu eða vörslutökunni út af fyrir sig.
    Í 1. mgr. 60. gr. kemur fram að gerðarþola sé skylt að afhenda eign gerðarbeiðanda eða þeim, sem hann felur að vitja hennar fyrir sína hönd, gegn því að framvísað sé afriti af beiðni um nauðungarsölu, sem sýslumaður hefur áritað um heimild til vörslutöku. Sama skylda hvílir samkvæmt ákvæðinu á þriðja manni, ef réttur hans til umráða yfir eigninni gengur ekki fyrir rétti gerðarbeiðanda. Betri réttur þriðja manns í þessum efnum gæti til dæmis stafað af leigusamningi eða kaupsamningi sem hann hefur gert um eignina við gerðarþola með eignarréttarfyrirvara þess síðarnefnda áður en gerðarbeiðandi fékk veð í henni. Ef þriðji maður teldi til betri réttar en gerðarbeiðandi af ástæðum sem þessum, væri honum stætt á því að neita að verða við skyldu sinni til að láta eignina af hendi, sbr. 2. mgr. 60. gr., en sýslumaður yrði þá eftir atvikum að taka afstöðu til þess hvort vörslutaka næði fram að ganga með því að leggja mat á réttarstöðu hlutaðeigenda eftir almennum reglum. Í 1. mgr. 60. gr. er þó tekið sérstaklega fram að tiltekin réttindi þriðja manns standi ekki í vegi vörslutöku, þótt þau kunni að ganga fyrir rétti gerðarbeiðanda, en samkvæmt ákvæðinu gæti þriðji maður ekki staðið gegn vörslutöku á grundvelli handveðréttar eða haldsréttar síns í eigninni ef tryggt er að þau réttindi hans verði virt við nauðungarsöluna.
    Í 2. mgr. 60. gr. kemur fram hvernig verði brugðist við andspyrnu gerðarþola eða þriðja manns gegn vörslutöku. Er þá ráðgert að afskipti sýslumanns verði óhjákvæmileg, enda mundi gerðarbeiðanda eða umboðsmann hans bresta heimild til að beita valdi til að knýja á um vörslutöku. Ef til afskipta sýslumanns kæmi yrði hann að krefja gerðarþola eða annan umráðamann eignar svara um ástæður fyrir mótstöðu gegn vörslutöku. Ef fram kæmi að mótstaðan stafi af því að hlutaðeigandi telji sig hafa varnir gegn heimild gerðarbeiðanda til nauðungarsölu eða umráða yfir eigninni, leiðir af ákvæðum 3. mgr. 60. gr. að sýslumaður yrði að leggja mat á þær varnir eftir almennum reglum 22. gr. og ákveða með bökun í gerðabók hvort vörslutakan fari fram eða ekki. Kæmu á hinn bóginn ekki fram haldbær rök fyrir mótstöðu gegn vörslutöku yrði sýslumaður eftir atvikum að framfylgja henni með valdbeitingu og liðsinni lögreglu eftir nánari fyrirmælum 2. mgr. 60. gr. og bóka um slíkar aðgerðir í gerðabók.
    Í 4. mgr. 60. gr. er kveðið á um að gerðarbeiðandi beri áhættu af eign frá því vörslutaka á sér stað og þar til henni er ráðstafað við nauðungarsölu. Er jafnframt mælt fyrir um skyldu gerðarbeiðanda til að koma eigninni með viðeigandi fyrirvara á þann stað, þar sem ráðstöfun hennar mun fara fram. Í þessu ákvæði er ekki tekið nánar fram hver varðveiti eign á umræddu tímaskeiði, en í ljósi fyrirmæla um áhættu gerðarbeiðanda af henni og skyldu hans til að koma henni á viðeigandi stað til ráðstöfunar orkar væntanlega ekki tvímælis að ætlast sé til þess að gerðarbeiðandi verði að sjá um varðveisluna. Þetta útilokar hins vegar ekki að eign yrði varðveitt á áhættu gerðarbeiðanda á til dæmis væntanlegum uppboðsstað sem væri á vegum sýslumanns.

Um 61. gr.


    Í 61.–69. gr., sem mynda XI. kafla frumvarpsins, koma fram sérreglur um nauðungarsölu á lausafjármunum. Hugtakið lausafjármunir er ekki skilgreint sérstaklega í frumvarpinu, heldur ætlast til þess að farið verði í þessum efnum eftir almennum viðhorfum á sviði eignarréttar. Þess má þó geta að efni eru til að draga vissar ályktanir um merkingu þessa hugtaks í frumvarpinu. Þannig má álykta af 17. gr., sbr. l. mgr. 58. gr., að eignir sem eru taldar þar teljist ekki til lausafjármuna í skilningi XI. kafla, en í athugasemdum við 17. gr. var minnst aðeins á atriði sem varða skil milli þargreindra eigna og lausafjármuna. Þá má einnig hafa hliðsjón af því að fyrirmæli XII. kafla taka meðal annars til ráðstöfunar á verðbréfum sem útilokast þar með frá því að teljast lausafjármunir í skilningi XI. kafla.
    Í 1. mgr. 61. gr. kemur fram sú aðalregla að nauðungarsala á lausafjármunum eigi sér stað á uppboði, en þar er þó vísað sérstaklega um undantekningu til 62. gr., þar sem heimild kemur fram til að ráðstafa lausafjármunum við nauðungarsölu á almennum markaði. Aðalreglan í þessum efnum er byggð á því að í framkvæmd heyrir fremur til undantekninga að ráðstafa þurfi verðmætum lausafjármunum við nauðungarsölu, en umtalsverður kostnaður mundi almennt fylgja annars konar aðferðum við sölu á verðlitlum munum og má telja hætt við að engu betra verð fengist fyrir þá þegar upp væri staðið. Heimildin til nauðungarsölu á almennum markaði á þannig fyrst og fremst við muni sem hafa eitthvert teljandi verðgildi og má ætla að sé aðgengilegt að selja með slíkum hætti, eins og ráða má af niðurlagsorðum 1. mgr. 62. gr.
    Samkvæmt 1. og 2. mgr. 61. gr. má selja lausafjármuni samkvæmt fleiri beiðnum um nauðungarsölu en einni á einu og sama uppboði, en sýslumanni er ætlað að ákveða hversu oft slík uppboð fari fram og hvar þau verði haldin, eftir því sem beiðnir liggja fyrir hverju sinni. Er þannig miðað við það í þessum ákvæðum að staðið verði með sambærilegum hætti að lausafjáruppboðum og nú er gert, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 5711949, og reynt að halda uppboð í einni lotu á hæfilegum fjölda muna, meðal annars til þess að auka aðsókn að uppboði og draga úr kostnaði við sölu hvers hlutar. Þótt uppboð yrði þannig haldið til að ráðstafa munum eftir fleiri en einni beiðni er að sjálfsögðu gengið út frá því að hlutirnir yrðu að meginreglu boðnir upp hver í sínu lagi, en ef vikið yrði frá þeirri meginreglu og tveir eða fleiri munir boðnir upp saman þá yrði nauðungarsalan á þeim báðum eða öllum að styðjast við sömu beiðnina. Um tíðni lausafjáruppboða verður vissulega að gæta áðurgreinds viðhorfs um að æskilegt sé að safna einhverjum fjölda muna saman til uppboðs hverju sinni, en það getur þó ekki réttlætt að dregið sé úr hófi að halda uppboð með það fyrir augum að nýjar beiðnir um ráðstöfun lausafjár geti enn bæst við. Getur því orðið óumflýjanlegt að uppboð yrði haldið gagngert til að ráðstafa einum hlut.
    Í 3. mgr. 61. gr. kemur fram að sýslumaður þurfi ekki að taka beiðni um nauðungarsölu á lausafé sérstaklega fyrir fyrr en uppboð yrði haldið, sem er sami háttur og er nú hafður á þessu í framkvæmd. Í ákvæðinu er þó tekið fram að sýslumaður geti efnt til formlegrar fyrirtöku á beiðni ef honum berst ósk um að nauðungarsala lausafjármuna fari fram á almennum markaði eða gerðarþoli eða þriðji maður lýsir yfir mótmælum gegn framgangi nauðungarsölunnar. Þessi leið yrði ekki farin nema slík tilefni til fyrirtöku væru sýslumanni kunn með einhverjum fyrirvara áður en ráðgert væri að taka beiðnina fyrir við uppboð.
    Fyrirmæli 4. mgr. 61. gr. um framlagningu gagna við uppboð og leiðbeiningar þar við gerðarþola þarfnast ekki sérstakra skýringa.

Um 62. gr.


    Eins og minnst var á í athugasemdum við 1. mgr. 61. gr. geymir 62. gr. þann valkost við aðalregluna um að lausafjármunum verði ráðstafað á uppboði, að nauðungarsala á þeim megi fara fram á almennum markaði. Samkvæmt 1. mgr. 62. gr. þarf skilyrðum 23. gr. að vera fullnægt til þess að þessi leið verði farin við ráðstöfun lausafjár, en þeim til viðbótar er tekið fram að sýslumaður geti hér hafnað ósk um sölu á almennum markaði ef hann telur viðkomandi lausafjármuni illseljanlega eða verðgildi þeirra svo lítið að ekki sé vert að fara þessa leið. Hér er þannig í raun um að ræða sérstök skilyrði fyrir almennri markaðssölu í þessum tilvikum til viðbótar við fyrirmæli 23. gr. Lausafjármunir þurfa því að vera auðseljanlegir að mati sýslumanns og verðgildi þeirra nægilegt til þess að vænta megi að meira fáist við sölu þeirra á almennum markaði en við uppboð þegar tillit hefur verið tekið til kostnaðar af hvorum kosti fyrir sig. Þessi skilyrði leiða til þess að fremur megi vænta að nauðungarsala lausafjármuna verði fátíð á almennum markaði, að minnsta kosti ef tekið er mið af því hvers konar munir koma almennt til uppboðs eftir núverandi reglum, en ætla má að þessi leið gæti til dæmis komið til álita við ráðstöfun bifreiða.
    Í 2. mgr. 62. gr. kemur fram að ósk um nauðungarsölu á almennum markaði þurfi að hafa uppi í síðasta lagi við upphaf uppboðs. Þótt selja ætti marga muni við sama uppboð verður að skilja þessi fyrirmæli bókstaflega, þannig að óskin yrði að koma fram áður en byrjað væri yfirleitt að leita boða þar í eignir, hvort sem eignin sem óskin varðar sé þar fyrst í röðinni eða síðust. Í niðurlagi 2. mgr. 62. gr. er sýslumanni heimilað að taka ósk um sölu á almennum markaði sérstaklega fyrir ef hún berst honum áður en komið er að uppboði. Að þessari heimild er vikið í athugasemdum við 3. mgr. 61. gr.
    Samkvæmt 3. mgr. 62. gr. eiga reglur VI. kafla frumvarpsins að gilda um hvernig verði staðið að framkvæmd sölu lausafjármuna á almennum markaði, en þó með tilteknum frávikum sem eru talin í fjórum töluliðum við málsgreinina. Vænta má að fyrirmæli um þessi frávik skýri sig nægilega sjálf.

Um 63. gr.


    Í 1. mgr. 63. gr. er kveðið á um heimildir gerðarþola og þriðja manns, sem hefur lögvarinna hagsmuna að gæta, til að koma mótmælum á framfæri við sýslumann gegn nauðungarsölu. Með því að almenna reglan yrði sú skv. 3. mgr. 61. gr., að beiðni um nauðungarsölu á lausafjármunum væri ekki tekin formlega fyrir fyrr en við framkvæmd uppboðs, er gert ráð fyrir því í 1. mgr. 63. gr. að mótmæli komi almennt ekki fram fyrr en þá, en í síðasta lagi yrði að hafa þau uppí þegar komið væri að því að leita boða í viðkomandi eign. Ef mótmæli bærust þó sýslumanni á fyrri stigum er honum heimilað í niðurlagi 1. mgr. 63. gr. að taka nauðungarsöluna formlega fyrir áður en komið yrði að uppboði.
    Samkvæmt 2. mgr. 63. gr. verður fyrirmælum 22. gr. beitt við nauðungarsölu á lausafjármunum, að því leyti sem þau geta átt við. Þessi tilvísun felur í fyrsta lagi í sér að ætlast er til þess að sýslumaður hafi gætur á því af sjálfsdáðum að fyrirmælum XI. kafla sé fylgt við undirbúning og framkvæmd nauðungarsölu á lausafjármunum og að grundvelli fyrir nauðung arsölunni sé ekki svo ábótavant að það hefði átt að synja um hana þegar á fyrstu stigum, sbr. 13. gr. Ef verulegir annmarkar væru í þeim efnum yrði sýslumaður að stöðva frekari aðgerðir við nauðungarsölu á viðkomandi eign. Í öðru lagi felur tilvísunin til 22. gr. í sér að sýslumaður verði að ráða ágreiningi sem rís við framkvæmd nauðungarsölunnar þegar í stað til lykta með ákvörðun sinni og haldi henni síðan áfram, ef ákvörðunin hefur orðið þess efnis, nema málefnið sé þegar borin undir dóm. Í þriðja lagi leiðir af tilvísuninni að heimildir aðila að nauðungarsölunni til að leita úrlausnar dómstóla um ágreiningsatriði ráðast af 3. og 4. mgr. 22. gr. og væru þeir því ekki allir eins settir í þeim efnum. Í fjórða lagi felur þessi tilvísun í sér að sýslumaður yrði að leggja mat á mótmæli gerðarþola eða þriðja manns eftir þeirri líkindareglu, sem kemur fram í 2. málsl. 2. mgr. 22. gr. Hann yrði með öðrum orðum að ganga út frá því að mótmæli gegn réttindum gerðarbeiðanda eigi að jafnaði ekki að stöðva framgang nauðungarsölunnar nema þau varði atriði sem hann átti að gæta af sjálfsdáðum eða hann telur þau valda því að óvíst sé að gerðarbeiðandi eigi rétt á því að nauðungarsalan fari fram. Í athugasemdum við 2. mgr. 22. gr. er greint almennt frá því hvernig sýslumaður ætti að leggja mat á það, hvenær slík óvissa væri uppi um rétt gerðarbeiðanda að það verði að stöðva framgang nauðungarsölu. Þargreind viðhorf eiga almennt einnig við um mat í þessum efnum við nauðungarsölu á lausafjármunum, en þó ber að gæta hér að vissum aðstöðumun sem hlýtur að hafa áhríf á þetta mat. Sú tilhögun skv. 22. gr., að mótmæli gegn réttindum gerðarbeiðanda valdi almennt ekki stöðvun nauðungarsölu og að gerðarþoli geti almennt ekki borið slík mótmæli jafnharðan undir dóm, helgast að nokkru af því að gerðarþoli og þriðji maður eigi kost á að fá leyst úr gildi nauðungarsölu fyrir dómi samkvæmt reglum 14. kafla þegar í stað eftir að söluaðgerðum er lokið. Þegar um nauðungarsölu væri að ræða á eign, sem fyrirmæli 2. þáttar frumvarpsins taka til, hefði rekstur slíks máls þau áhrif að afsal verði ekki gefið út fyrir eigninni fyrr en málið væri leitt til lykta, sbr. 1. mgr. 56. gr., gerðarþoli gæti leitað eftir því að halda umráðum eignar á sama tímaskeiði, sbr. 3. mgr. 55. gr., og söluverði eignar yrði heldur ekki úthlutað til rétthafa, sbr. 1. mgr. 53. gr. Þannig væri unnt að komast hjá varanlegri röskun á hagsmunum gerðarþola vegna nauðungarsölunnar meðan leyst yrði úr aðfinnslum hans gegn réttindum gerðarbeiðanda fyrir dómi. Sambærileg aðstæða væri hins vegar ekki uppi við nauðungarsölu á lausafé. Gerðarþoli gæti til dæmis ekki haldið umráðum slíkra muna með því að bera ágreining undir dóm eftir að sala væri um garð gengin, heldur yrðu þeir afhentir kaupanda þá þegar, sbr. 6. tölul. l. mgr. 65. gr. Rekstur máls um gildi nauðungarsölu mundi heldur ekki varna því að kaupanda yrði gefið út heimildarbréf fyrir eignarrétti að lausafjármunum, sbr. 69. gr. Þessi aðstöðumunur við nauðungarsölu á eignum, sem ákvæði 2. þáttar taka til, annars vegar og lausafjármunum hins vegar kallar þannig á að sýslumaður beiti mati sínu skv. 2. mgr. 22. gr. á mildari veg til hagsbóta gerðarþola þegar um lausafé er að ræða en endranær.

Um 64. gr.


    Í 1.–3. gr. mgr. 64. gr. er mælt fyrir um auglýsingu lausafjáruppboðs. Kemur þar fram að það verði auglýst eitt skipti í dagblaði eða á sambærilegan hátt með viku fyrirvara, en sýslumaður megi ákveða að auglýsa það frekar á þann hátt og með þeim fyrirvara sem hann telur hæfa. Þá er tiltekið hvers efnis auglýsing af þessum toga eigi að vera, en gert er ráð fyrir að hún geymi aðeins frásögn af stað og stund uppboðs og lýsingu á munum sem verði boðnir upp, án þess að gerðarbeiðandi og gerðarþoli verði yfirleitt nafngreindir. Þessu til viðbótar er tekið fram að gerðarbeiðanda sé frjálst að auglýsa uppboð frekar á sinn kostnað, að því leyti sem það færi fram eftir kröfu hans. Sú tilhögun sem hér um ræðir svarar í meginatriðum til þess sem nú tíðkast í framkvæmd á grundvelli fyrirmæla 40. gr. laga nr. 57/1949.
    Í 4. mgr. 64. gr. er kveðið á um skyldu sýslumanns til að tilkynna rétthafa í eign, sem er vitað hvar verði náð til, um fyrirhugað uppboð á henni. Þessi regla á sér hliðstæðu í 4. mgr. 38. gr. laga nr. 57/1949 og þarfnast ekki frekari skýringa.

Um 65. gr.


    Í 65. gr. er að finna fyrirmæli um skilmála við nauðungarsölu á lausafjármunum á uppboði, sem eru um sumt hliðstæð ákvæðum 28. gr. um skilmála við uppboð á eignum sem reglur 2. þáttar frumvarpsins ná til. Með sama hætti og í 28. gr. er gert ráð fyrir því að dómsmálaráðherra setji hér almenna uppboðsskilmála, sem verði birtir með auglýsingu í Stjórnartíðindum og gildi við lausafjáruppboð nema annað sé sérstaklega ákveðið hverju sinni skv. 2. mgr. 65. gr. Líkt og í 28. gr. er tiltekið í 65. gr. hvað eigi að lágmarki að koma fram í almennum uppboðsskilmálum og eru bindandi fyrirmæli um sum atriði í 65. gr. en um önnur er ráðherra falið ákvörðunarvald. Efni almennra uppboðsskilmála á grundvelli 65. gr. er hins vegar ekki sambærilegt því sem er mælt fyrir um í 28. gr., enda umtalsverður eðlismunur á því sem verður ráðstafað á uppboði eftir hvorri reglu um sig. Ákvæði 65. gr. styðjast að þessu leyti nokkuð við fyrirmyndir í núgildandi lögum, en rétt er að huga lítillega að einstökum atriðum 65. gr. til nánari skýringa.
    Í 1. tölul. 1. mgr. 65. gr. er mælt fyrir um að lausafjármunir verði seldir á uppboði í því ástandi sem þeir eru þegar hamar fellur. Þetta er efnislega sama regla og nú kemur fram í 1. tölul. 39. gr. laga nr. 57/1949.
    Í 2. tölul. 1. mgr. 65. gr. er tekið fram að uppboð verði haldið með þeim skilmála að sýslumanni sé óskylt að taka neinu boði undir tveimur kringumstæðum. Annars vegar ætti þetta við ef nauðungarsalan fer fram á grundvelli 6. gr. og framkomin boð nægja ekki til þess að gerðarbeiðandi fái neitt í sinn hlut, sbr. 5. mgr. 67. gr. Hins vegar mætti sýslumaður hafna öllum framkomnum boðum ef hann telur þau fara fjarri líklegu markaðsverði hlutar og aðili að nauðungarsölunni krefst að þeim verði hafnað til þess að reyna ráðstöfun eignarinnar á ný við annað uppboð, sbr. 6. mgr. 67. gr. Sambærileg fyrirmæli er ekki að finna í núgildandi lögum.
    Í 3. tölul. 1. mgr. 65. gr. er ráðgert að ráðherra ákveði í almennum uppboðsskilmálum hvort lausafjármunir verði seldir með þeim skilmála að kaupandi greiði kostnað og opinber gjöld vegna nauðungarsölu á viðkomandi hlut til viðbótar við boð sitt eða hvort slíkur kostnaður og gjöld teljist innifalin í boði. Kostnaður í þessum tilvikum yrði væntanlega almennt aðeins sölulaun í ríkissjóð, sem væru tiltekið hlutfall af söluverði hlutar, en opinber gjöld væru almennt ekki önnur en virðisaukaskattur. Um skyldu kaupanda til að greiða kostnað er nú mælt á nokkuð annan veg í 6. tölul. 39. gr. laga nr. 57/1949, en þar er ekki vikið að opinberum gjöldum af söluverði.
    Í 4. tölul. 1. mgr. 65. gr. er byggt á því að aðalreglan um greiðslu söluverðs í almennum uppboðsskilmálum verði sú að það beri að staðgreiða, en heimilt verði eftir ósk gerðarbeiðanda eða með samþykki hans að ákveða fyrirfram að gjaldfrestur verði veittur á söluverði. Þessi regla er áþekk fyrirmælum 5. tölul. 39. gr. laga nr. 57/1949.
    Í 5. tölul. l. mgr. 65. gr. kemur fram að almennir skilmálar verði á þann veg að kaupandi beri áhættu af því selda frá því hamar fellur, en regla sama efnis kemur nú fram í 2. tölul. 39. gr. laga nr. 57/1949.
    Í 6. tölul. 1. mgr. 65. gr. er ráðgert að lausafjármunir verði seldir með þeim skilmála að kaupanda sé rétt og skylt að taka við vörslum þeirra um leið og kaupverð er greitt, en ef gjaldfrestur yrði veittur og annað ekki ákveðið hverju sinni yrðu munirnir geymdir á kostnað og áhættu kaupanda þar til verð þeirra væri að fullu greitt. Í 4. tölul. 39. gr. laga nr. 57/1949 er ekki kveðið á um sams konar afleiðingar gjaldfrests á umráðarétt kaupanda, en að öðru leyti eru ákvæðin samsvarandi.
    Í 7. tölul. 1. mgr. 65. gr. kemur loks fram að lausafjármunir verði seldir á uppboði með þeim skilmála að engin ábyrgð sé tekin á ástandi þeirra eða heimild yfir þeim og að kaupandi geti ekki haft uppi kröfu um riftun, afslátt eða skaðabætur eftir að söluverðinu hefur verið ráðstafað. Efnislega er hér um sömu reglu að ræða og nú kemur fram í 3. tölul. 39. gr. laga nr. 57/1949.
    Samkvæmt 2. mgr. 65. gr. gæti sýslumaður ákveðið með bókun í gerðabók að víkja frá almennum uppboðsskilmálum með sama hætti og er mælt fyrir um í 29. gr. Er tekið fram að ákvörðun um slíkt frávik geti hvort heldur tekið til sölu á einstökum munum eða allra muna sem verði seldir á sama uppboði.

Um 66. gr.


    Í 66. gr. koma fram reglur um frestun uppboðs á lausafjármunum. Með líkum hætti og í 1. mgr. 27. gr. er mælt fyrir um það í 1. mgr. 66. gr. að sýslumaður fresti að selja eign á uppboði ef gerðarbeiðendur æskja þess og mundi þá ekki skipta máli hvort áður hafi verið tilkynnt um uppboðið eða það verið auglýst. Sú sérstaða er þó uppi í þessu tilviki í samanburði við fyrrnefnd ákvæði 27. gr., að hér er tekið fram að uppboði verði ekki frestað gegn mótmælum gerðarþola. Þótt það kunni að virðast ósennilegt við fyrstu sýn að gerðarþoli legðist nokkurn tímann gegn frestun nauðungarsölu, verður ekki litið hjá því að hann gæti beinlínis haft hagsmuni af því að sala á lausafjármunum fari sem fyrst fram, gagnstætt því sem mætti almennt vænta varðandi annars konar eignir. Slíkir hagsmunir gerðarþola gætu helst komið til af því að gerðarbeiðandi væri þegar búinn að taka við vörslum munanna, og yrði þá frestun á ráðstöfun þeirra gerðarþola yfirleitt fremur til tjóns en hagsbóta. Í 1. mgr. 66. gr. kemur að öðru leyti fram að ef framangreindum skilyrðum væri fullnægt til að fresta sölu lausafjármuna á uppboði, þá verði ekki af fyrirtöku nauðungarsölunnar við áður ákveðið uppboð nema annað tveggja komi til, að gerðarþoli eða gerðarbeiðandi vilji hafa þar uppi ósk um að sala fari fram á almennum markaði eða gerðarþoli eða þriðji maður vilji koma þar á framfæri mótmælum gegn framgangi nauðungarsölu. Í niðurlagi 1. mgr. 66. gr. er síðan tekið fram að uppboði verði frestað ef ekki tekst að koma munum á uppboðsstað í tæka tíð.
    Í 2. mgr. 66. gr. er mælt fyrir um töku ákvörðunar um nýjan tíma til uppboðs í kjölfar frestunar, tilkynningar um þá ákvörðun og auglýsingu á nýju uppboði. Reglurnar í þessum efnum eru áþekkar þeim sem koma fram í l. mgr. 27. gr. um hliðstæð atriði í tengslum við uppboð á eignum sem eiga undir 2. þátt frumvarpsins.
    Í 3. mgr. 66. gr. er kveðið á um hliðstætt hámark á því, hvað gerðarbeiðendur geti lengi frestað sölu lausafjármuna á grundvelli beiðna sinna, og er mælt fyrir um í 2. mgr. 27. gr. varðandi nauðungarsölu á eignum skv. 2. þætti frumvarpsins. Má því telja að þetta ákvæði þarfnist ekki sérstakra skýringa.

Um 67. gr.


    Í 67. gr. er mælt fyrir um framkvæmd lausafjáruppboðs og kveðið meðal annars á um hvernig uppboðsskilmálar verði kynntir, í hverri röð verði leitað boða í einstakar eignir og hvernig það verði gert, hvernig afstaða verði tekin til boða og þau samþykkt og hvað þurfi að bóka í gerðabók við framkvæmd uppboðsins. Almennt má segja að ákvæði 67. gr. feli í sér ólíkt einfaldara verklag heldur en yrði beitt við uppboð samkvæmt reglum V. kafla frumvarpsins, en í mörgum grunnatriðum er þó ráðgert að sömu eða samsvarandi lögmál gildi.
    Samkvæmt 1. mgr. 67. gr. er ætlast til að sýslumaður kynni uppboðsskilmála við byrjun uppboðs í eitt skipti fyrir öll, þótt margar eignir verði boðnar upp og athöfnin standi um lengri tíma. Eftir hljóðan ákvæðisins yrði þó vikið frá þessu ef afbrigðilegir skilmálar ættu að gilda við ráðstöfun einstakra muna, en þá yrðu afbrigðin kynnt eftir þörfum jafnharðan og komið væri að því að leita boða í þá muni. Fyrirmæli 1. mgr. 67. gr. eru áþekk þeim sem nú koma fram í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 57/1949.
    Í 2. mgr. 67. gr. er ráðgert að sýslumaður ákveði í hverri röð munir verði boðnir upp, en þó er mælt fyrir um að hann taki tillit til óska gerðarþola í þessum efnum ef krafist hefur verið sölu á mörgum munum hans og óvíst þykir hvort það muni þurfa að selja þá alla til þess að gerðarbeiðandi fái fullnustu. Með þeim hætti gæti gerðarþoli ráðið nokkuð ferðinni og fengið því framgengt að þeir munir, sem hann teldi sig síst geta verið án, verði ekki seldir nema nauðsyn krefji. Þá er tekið fram í 2. mgr. 67. gr. að sýslumaður geti ákveðið að leita boða í tvo eða fleiri muni í einu lagi, ef þeir tilheyra sama gerðarþola og sýslumaður sér ekki ástæðu til að vænta að boð verði lægri fyrir vikið en ef munirnir yrðu seldir hver fyrir sig. Loks er tekið fram að sýslumaður geti beitt valkvæðni í þessum efnum með því að leita til dæmis fyrst eftir boðum í tvo hluti í senn og síðan í hvorn fyrir sig, en ákveðið síðan hverju boði verði tekið, sbr. 2. mgr. 30. gr. Ákvæði 2. mgr. 67. gr. eru í ýmsum atriðum sambærileg 2. mgr. 43. gr. laga nr. 57/1949.
    Ákvæði 3. mgr. 67. gr. snúa að því hvernig sýslumaður gefi bjóðendum til kynna í hvern hlut eigi að leita boða hverju sinni og hverjar lýsingar á hlutnum eigi að koma fram. Verður að telja þessi fyrirmæli skýra sig sjálf.
    Í 4. mgr. 67. gr. et vísað til tiltekinna ákvæða 32. og 33. gr., meðal annars um hverjir megi gera boð í eign, heimildir sýslumanns til að krefja bjóðanda um tryggingu og ákvörðun um minnsta mun boða. Verður ekki séð að hér sé þörf sérstakra skýringa.
    Í 5. mgr. 67. gr. er að finna reglur um árangurslausa nauðungarsölu á lausafjármunum, sem gæti komið til á tvo vegu. Annars vegar er mælt fyrir um afleiðingarnar af því að ekkert boð komi fram í hlut. Undir þeim kringumstæðum er sýslumanni heimilað það úrræði að bæta öðrum við og leita boða í báða í senn, en þetta er þó háð því að báðir hlutirnir tilheyri sama gerðarþola. Verði þessa úrræðis ekki neytt eða beri það engan árangur heldur, telst nauðungarsalan árangurslaus að því leyti og beiðni um hana fallin niður varðandi viðkomandi eign. Hins vegar kemur fram sú regla í 5. mgr. 67. gr. að nauðungarsala verði talin árangurslaus og beiðni um hana þar með fallin niður, ef nauðungarsölunnar hefur verið krafist af skuldheimtumanni á grundvelli 6. gr. og framkomin boð nægja ekki til þess að hann fái neitt í sinn hlut af söluverði. Þessi regla er sama efnis og fyrirmæli 5. mgr. 36. gr. um sambærilega aðstöðu við uppboð á eign sem ákvæði 2. þáttar frumvarpsins taka til.
    Samkvæmt 6. mgr. 67. gr. á sýslumaður að leita eftir boðum með sama hætti og við uppboð eftir V. kafla frumvarpsins og skora þannig á viðstadda, jafnharðan og boð kæmi fram, að gera hærri eða eftir atvikum frekari boð, en þegar slík áskorun hefði þrívegis verið sett fram án árangurs yrði hamar látinn falla til marks um að ekki verði tekið við frekari boðum. Sýslumanni er síðan ætlað að láta uppi þá þegar hvort boði sé tekið og á það jafnan að vera hæsta boð eða eitt þeirra ef fleiri jafnhá komu fram. Er um að ræða ólíka aðstöðu hér frá þeirri sem er mælt fyrir um í 2. þætti frumvarpsins, því hér yrði að taka afstöðu til boðs um leið og hamar félli án umþóttunartíma til að ákveða samþykki boðs. Í 6. mgr. 67. gr. kemur fram að sýslumanni sé ekki skylt að taka neinu framkomnu boði í eign, ef aðili að nauðungarsölunni krefst þess að reynt verði að bjóða eignina upp á ný við annað uppboð og sýslumaður fellst á að boðin séu óhæfilega lág með hliðsjón af líklegu markaðsverði eignarinnar. Þessari heimild svipar mjög til þeirrar, sem kemur fram í 37. gr. varðandi eignir sem 2. þáttur frumvarpsins tekur til, en með henni yrði unnt að komast hjá því að eign verði ráðstafað gegn óeðlilega lágu verði.
    Í 7. mgr. 67. gr. kemur fram að sýslumaður geti tekið næsthæsta boði í eign eða boðið hana upp á ný ef hæstbjóðandi, sem hann hefur samþykkt boð frá skv. 6. mgr., stendur ekki við það í beinu framhaldi af því að samþykki hafi verið lýst yfir. Sömu aðferðum og hér er mælt fyrir um er almennt beitt í núverandi framkvæmd. Í niðurlagi 7. mgr. 67. gr. er kveðið á um sams konar afleiðingar vanefnda á boði í lausafjármuni og mælt er fyrir um í 4. mgr. 39. gr. varðandi eignir sem ákvæði 2. þáttar taka til.
    Samkvæmt 8. mgr. 67. gr. yrðu bókanir í gerðabók um uppboð á lausafjármunum ólíkt íburðarminni en við uppboð eftir V. kafla frumvarpsins, sbr. 2. mgr. 33. gr. Ákvæði 8. mgr. 67. gr. eru í meginatriðum sama efnis og 2. mgr. 44. gr. laga nr. 57/1949.

Um 68. gr.


    Í þessari grein er mælt fyrir um úthlutun söluverðs sem hefur fengist fyrir lausafjármuni við nauðungarsölu, en þessi fyrirmæli ættu jöfnum höndum við, hvort sem sala hefði átt sér stað á uppboði eða almennum markaði. Efnislega kemur fram í 68. gr. að úthlutun eigi að fara fram í beinu framhaldi af greiðslu söluverðs án formlegs aðdraganda og þarf engu að breyta í þeim efnum þótt fleiri en gerðarbeiðandi geti notið réttinda til greiðslu af söluverði. Tvær ástæður geta þó orðið til þess að þetta yrði ekki gert. Annars vegar kemur fram í 1. mgr. 68. gr. að úthlutun megi ekki fara fram ef gildi nauðungarsölu hefur verið borið undir dóm eftir reglum XIV. kafla frumvarpsins áður en greiðsla á sér stað. Ef þetta gerðist yrði að slá útborgun á frest þar til lyktir dómsmáls yrðu fengnar, með sama hætti og er mælt fyrir um í 1. mgr. 53. gr., en ef gildi nauðungarsölunnar yrði síðan ekki hnekkt fyrir dómi yrði útborgun hagað eftir almennri leið 1. mgr. 68. gr. Hins vegar er ráðgert í 2. mgr. 68. gr. að úthlutun verði að fara eftir fyrirmælum 50.–54. gr. ef sýslumaður telur tilefni til vafa um réttindi til greiðslna af söluverði, en slíkt yrði háð mati hans hverju sinni.

Um 69. gr.


    Í 1. mgr. 69. gr. kemur fram að sýslumaður gefi kaupanda út heimildarbréf eða annars konar skjalfesta staðfestingu fyrir eignarrétti ef þörf krefur. Eins og orðalag þessa ákvæðis gefur til kynna er almennt ekki þörf á sérstöku afsali eða annars konar skjalfestu framsali á eignarrétti yfir lausafjármunum við nauðungarsölu, en undantekningar frá þessu geta meðal annars varðað bifreiðar og annars konar lausafjármunir, sem eignarhald er skrásett að, og stafar þá nauðsyn skjalfestra heimilda almennt af þörfum kaupanda.
    Í 2. og 3. mgr. 69. gr. er vísað til ákvæða 2. mgr. 56. gr. og 57. gr. um að nauðungarsala á lausafjármunum leiði til brottfalls á réttindum yfir þeim og geti einnig haft áhrif á ófullnægð réttindi þess sem gerist þar kaupandi að þeim. Þessum ákvæðum yrði beitt með sama hætti við nauðungarsölu á lausafjármunum og þegar hefur verið lýst í athugasemdum við þau.

Um 70.–72. gr.


    Í XII. kafla frumvarpsins, sem 70.–72. gr. mynda, koma fram sérreglur um nauðungarsölu á annars konar réttindum en fasteignum, öðrum fasteignarréttindum, skrásettum skipum, skrásettum loftförum og lausafjármunum, sem yrði ráðstafað eftir reglum 2. þáttar eða XI. kafla. Í l. mgr. 70. gr. er gildissviði XII. kafla lýst efnislega með þessari neikvæðu skilgreiningu, en tekið fram að beiting á ákvæðum kaflans sé þó háð því að viðkomandi réttindi geti gengið kaupum og sölu. Þótt fyrirmæli XII. kafla taki þannig til ráðstöfunar á öllum öðrum tegundum eigna eða réttinda en áður var getið, er tæplega raunhæft að ætla að það reyni nema lítillega á þau og þá helst til ráðstöfunar á verðbréfum og kröfuréttindum, sem heiti kaflans er reyndar dregið af. Vissulega er þó til í dæminu að komið geti til nauðungarsölu á öðrum réttindum, sem ákvæði XII. kafla gætu tekið til, svo sem auðkennaréttindum, hugverkaréttindum eða réttindum til fallins arfs.
    Í vissu leyti má segja að hugtakið nauðungarsala sé ekki lýsandi fyrir þær ráðstafanir sem er ráðgert að verði beitt í reglum XII. kafla frumvarpsins. Eins og ráða má til dæmis af orðum 2. og 3. mgr. 71. gr. geta þessar ráðstafanir beinst að því að innheimta kröfu eða innleysa verðbréf í stað þess að þau verði seld. Í öðrum tilvikum yrði ráðstöfun hins vegar fólgin í nauðungarsölu í bókstaflegum skilningi. til dæmis sölu á verðbréfi fyrir atbeina verðbréfa miðlara, sbr. 2. mgr. 71. gr., og sölu réttinda á uppboði, sbr. 5. mgr. 71. gr. Til hægðarauka eru þessar mismunandi ráðstafanir þó allar felldar undir samheitið nauðungarsala, eins og fram kemur í 1. gr. frumvarpsins.
    Þótt ferill nauðungarsölu eftir ákvæðum XII. kafla sé frábrugðinn því sem er mælt fyrir um í öðrum köflum frumvarpsins, eru bæði upphaf og endir hennar sams konar og í öðrum tilvikum. Almennum reglum 1. þáttar frumvarpsins yrði beitt um aðdraganda aðgerða, eins og má ráða meðal annars af fyrirmælum l. mgr. 70. gr., þar sem kemur fram að eiginlegar ráðstafanir við nauðungarsölu hefjist með því að sýslumaður boði aðila að henni til fyrirtöku með þeim hætti sem er mælt fyrir um í 16. gr. Samkvæmt 1. mgr. 71. gr. yrði nauðungarsalan síðan tekin fyrir á starfstofu sýslumanns og farið yrði þá eftir reglum 21. gr. um framlagningu gagna, kynningu þeirra fyrir gerðarþola og leiðbeiningar við hann. Þegar síðan væri lokið að koma réttindum í verð yrði staðið að málalokum eftir fyrirmælum XI. kafla, meðal annars við úthlutun til rétthafa. Burt séð frá því að hvergi er í XII. kafla mælt fyrir um að auglýst verði um nauðungarsölu, sem færi eftir ákvæðum kaflans, felast afbrigðin við hana aðallega í þeim aðferðum sem yrði beitt til að koma réttindum í verð. Að auki eru fyrirmæli XII. kafla ólík öðrum ákvæðum frumvarpsins að því leyti að aðferðirnar til að koma réttindum í verð eru ekki bundnar með fortakslausum hætti, eins og eftirfarandi lýsing ber að nokkru með sér.
    Eins og áður greinir er gert ráð fyrir því í 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 71. gr. að sýslumaður boði aðila að nauðungarsölu, sem færi eftir reglum XII. kafla, til formlegrar fyrirtöku á starfstofu sinni. Samkvæmt niðurlagi 1. mgr. 71. gr. er ætlast til þess að sýslumaður leiti tillagna aðilanna um það, hvernig staðið verði að ráðstöfun réttinda, og taki síðan ákvörðun í þeim efnum, sem verður bókað um í gerðabók, sbr. 2. mgr. 70. gr. Samkvæmt 2.–5. mgr. 71. gr. geta aðferðirnar til að ráðstafa réttindum verið með ýmsum hætti. Í fyrsta lagi kemur fram í 2. mgr. 71. gr. að ógjaldföllnum verðbréfum verði almennt ráðstafað á þann hátt að verðbréfamiðlara verði falið að annast sölu á því gegn verði, sem sýslumaður samþykkir, og standa síðan sýslumanni skil á andvirðinu. Þessi leið gæti meðal annars átt við um hlutabréf eða ógjaldfallin skuldabréf. Í öðru lagi er mælt fyrir um það í sama ákvæði að fara megi þá leið, þegar um verðbréf er að ræða sem má þegar eða fljótlega fá greitt eða innleyst gegn greiðslu peninga, að sýslumaður taki við framboðinni greiðslu eða annist innlausn þeirra. Þetta gæti til dæmis átt við um skuldabréf sem eru að koma í gjalddaga eða verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs sem má bráðlega fá innleyst við Seðlabanka Íslands. Í þriðja lagi kemur fram almenn heimild í 3. mgr. 71. gr. til að ákveða að fela gerðarbeiðanda eða lögmanni að fylgja eftir annars konar kröfuréttindum eða tilkalli til peningagreiðslu, en sýslumanni yrði þá afhent féð sem fengist með þeim hætti. Þessi leið gæti verið farin við margvíslegar aðstæður, til dæmis til þess að innheimta kröfu samkvæmt gjaldföllnu verðbréfi eða reikningi, sækja kröfu um skaðabætur eða taka við útborgun fallins arfs gerðarþola. Í fjórða lagi má nefna að skv. 4. mgr. 71. gr. mætti beita aðferðum til ráðstöfunar samkvæmt ákvæðum 2. og 3. mgr. í öðrum tilvikum en þeim sem eiga beinlínis undir þau eftir hljóðan þeirra. Þessi heimild veitir visst svigrúm til ákvörðunar um ráðstöfun á óvenjulegum réttindum. Í fimmta lagi er loks mælt fyrir um þann kost í 4. og 5. mgr. 71. gr., að réttindum verði ráðstafað við uppboð eftir reglum XI. kafla, en eftir hljóðan þessara ákvæða ætti þessi leið við ef fyrirmæli 2. og 3. mgr. taka ekki til viðkomandi réttinda eða þargreindar leiðir til að ráðstafa þeim hafa þegar reynst árangurslausar eða virðast óvænlegar til árangurs.
    Þegar farin yrði einhver leið til að ráðstafa réttindum við nauðungarsölu eftir reglum XII. kafla frumvarpsins, önnur en að selja þau á uppboði, leiðir af 2. og 3. mgr. 71. gr. að sýslumaður fari með forræði á réttindunum og sé bær um að ráðstafa þeim í embættisnafni með sömu áhrifum og ef hann hefði umboð til þess úr hendi gerðarþola.

Um 73. gr.


    Þessi grein er sú fyrsta í 4. þætti frumvarpsins, sem geymir fyrirmæli um meðferð mála sem rísa við nauðungarsölu fyrir dómstólum. Í þessum þætti frumvarpsins eru tveir kaflar, XIII. kafli, þar sem er að finna reglur um hvernig verði leyst úr afmörkuðum ágreiningsefnum jafnharðan meðan á aðgerðum stendur við nauðungarsölu, og XIV. kafli, þar sem mælt er fyrir um rekstur máls til að fá leyst úr um gildi nauðungarsölu eftir að eign hefur verið komið í verð. Þótt reglur kaflanna um sjálfa málsmeðferðina fyrir dómi séu í flestum atriðum áþekkar eða þær sömu, eru sérfyrirmæli í hvorum kafla fyrir sig um aðdraganda að máli, ágreiningsefnin sem þar verður leyst úr og fleiri atriði sem útiloka að hægt sé með góðu móti að skipa reglum um bæði þessi afbrigði mála saman í einn kafla.
    Ákvæði 4. þáttar frumvarpsins um málsmeðferð eiga sér ekki hliðstæðu í lögum nr. 57/ 1949, en skýring á því hefur komið að nokkru fram í II. kafla almennra athugasemda við frumvarpið. Eftir lögum nr. 57/1949 hafa héraðsdómarar annast framkvæmd nauðungarupp boða og hafa þeir einnig leyst jafnharðan úr ágreiningsatriðum sem rísa í sambandi við þau, sbr. 5. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 57/1949 hafa ákvæði laga um meðferð einkamála í héraði, nr. 85/1936, gilt í helstu atriðum um rekstur mála sem koma upp með þessum hætti, en afbrigðum frá þeim reglum, sem er gert ráð fyrir í lögunum að séu fyrir hendi, er þó ekki lýst þar að heitið geti. Samsvarandi leið er ófær í þessu frumvarpi þegar af þeirri ástæðu að sýslumenn án dómsvalds eiga að annast framkvæmd nauðungarsölu sem stjórnsýsluathöfn og geta þeir því ekki fellt dómsúrlausn á ágreiningsefni eftir því sem þau rísa. Af þessum sökum er óhjákvæmilegt að sérreglur komi fram í frumvarpinu um það, hver ágreiningsatriði verði borin undir dóm í tengslum við nauðungarsölu, hvernig það verði gert og hvernig slík mál verði rekin. Þótt þessar sérreglur, sem koma fram í XIII. og XIV. kafla frumvarpsins, eigi sér ekki hliðstæður í lögum nr. 57/1949, má finna samsvörun við þær á öðrum vettvangi. Ákvæði 14. og 15. kafla laga nr. 90/1989, sem geyma reglur um úrlausn ágreinings sem rís við framkvæmd aðfarargerða og úrlausn um gildi aðfarargerðar eftir lok hennar, eru í fjölmörgum atriðum sama efnis og ákvæði XIII. og XIV. kafla frumvarpsins, enda er hér um náskyld og eðlislík svið að ræða.
    Í 1. mgr. 73. gr. kemur fram að ágreiningsmál sem rísa við nauðungarsölu verði borin undir dóm eftir reglum XIII. kafla eftir því sem önnur ákvæði frumvarpsins mæla fyrir um heimild til þess. Í 1. mgr. 73. gr. er því ekki að finna talningu á þeim tegundum ágreiningsmála, sem geta sætt meðferð eftir umræddum reglum, heldur verður að leita heimilda til að bera einstök afbrigði ágreiningsefna undir dóm í öðrum ákvæðum frumvarpsins hverju sinni. Víðtækasta heimildin í þessum efnum kemur fram í 22. gr., þar sem í reynd er leyft að bera undir dóm ágreining um flest atriði varðandi það, hvort nauðungarsala fari fram og hvernig verði staðið að henni, sem kæmi upp við fyrstu fyrirtöku hennar eða síðar. Ákvæði 22. gr. eiga undir 2. þátt frumvarpsins og ná þannig aðeins beinlínis til þess sem gerist við nauðungarsölu á fasteign, öðrum fasteignarréttindum, skrásettu skipi eða skrásettu loftfari. Hins vegar er vísað til ákvæða 22. gr. í reglum sem standa utan 2. þáttar frumvarpsins og verður þeim því beitt um ágreining sem rís við vörslutöku, sbr. 3. mgr. 60. gr., við nauðungarsölu á lausafjármunum, sbr. 2. mgr. 63. gr., og við nauðungarsölu á annars konar réttindum skv. XII. kafla, sbr. 72. gr. Má því segja að 22. gr. geymi almennar reglur sem yrði beitt á öllum sviðum sem ákvæði frumvarpsins taka til. Auk þessarar almennu heimildar í 22. gr. koma fram sérreglur í öðrum ákvæðum frumvarpsins um rétt til að fá leyst úr tilteknum atriðum fyrir dómi eftir fyrirmælum XIII. kafla frumvarpsins. Þannig er að finna heimild í 2. mgr. 13. gr. handa gerðarbeiðanda til að bera undir dóm ákvörðun sýslumanns um að vísa á bug beiðni hans. Þá er heimild handa gerðarbeiðanda í 3. mgr. 15. gr. til að bera undir dóm ákvörðun sýslumanns um að fella niður beiðni hans vegna atvika sem eru talin í 2. mgr. 15. gr. Tilvikin sem 13. og 15. gr. taka til geta staðið utan marka almennu heimildarinnar í 22. gr., því höfnun beiðni eða niðurfelling gæti átt sér stað áður en nauðungarsala væri komin á það stig að reglum 22. gr. verði beitt. Í 47. og 48. gr. er síðan að finna heimildir til að bera undir dóm ágreining um riftun kaupa, sem hafa komist á við nauðungarsölu, eða um kröfu um afslátt af söluverði eða skaðabætur Þá er í 1. mgr. 52. gr. heimild til að bera ágreining um úthlutun söluverðs undir dóm eftir reglum XIII. katla. Í þessum síðastnefndu tilvikum er aftur um það að ræða að þau gætu talist standa utan almennu heimildarinnar 22. gr. Að teknu tilliti til alls þessa má segja að víðtækar heimildir séu fyrir hendi til að bera afmörkuð ágreiningsatriði sem varða nauðungarsölu undir dóm eftir reglum XIII. kafla frumvarpsins, en þó ber að vekja athygli á því að slík heimild getur verið útilokuð berum orðum varðandi einstök atriði í ákvæðum frumvarpsins, sbr. 3. mgr. 37. gr.
    Þótt rúmar heimildir standi samkvæmt áðursögðu til þess að bera afmörkuð atriði varðandi nauðungarsölu undir dóm eftir reglum XIII. kafla frumvarpsins, verður að taka tillit til þess að þær standa ekki öllum opnar. Almenna heimildin til að leita dómsúrlausnar í 22. gr. er að meginreglu aðeins veitt gerðarbeiðendum, en aðrir geta aðeins nýtt sér heimildina með samþykki gerðarbeiðenda, hvort sem um gerðarþola er að ræða, rétthafa í eign eða þriðja mann. Áðurnefndar sérstakar heimildir í 13. og 15. gr. eru einnig orðaðar með þeim hætti að þær standi aðeins gerðarbeiðendum til boða. Sérstöku heimildirnar til að leita dómsúrlausnar í 47., 48. og 52. gr. eru hins vegar öðru marki brenndar, því eftir tveimur fyrstnefndu ákvæðunum njóta kaupandi að eign og aðilar að nauðungarsölunni, sem hafa hagsmuna að gæta, réttar til að bera ágreiningsefni um vanefndir í kaupunum undir dóm eftir reglum XIII. kafla, og eftir síðastnefnda ákvæðinu mega allir aðilar að nauðungarsölunni leita dómsúrlausnar um úthlutun söluverðs eignar.
    Í 2. mgr. 73. gr. koma fram fyrirmæli um hvernig það beri að að mál verði rekið fyrir dómi eftir XIII. kafla frumvarpsins. Samkvæmt þessu ákvæði verður sá, sem vill bera mál undir dóm, að lýsa því yfir fyrir sýslumanni, og beinir hann því ekki tilkynningu um þetta til héraðsdóms. Yfirlýsing um þetta verður hins vegar að koma fram fyrir sýslumanni innan tiltekins tíma, eins og nánar er lýst í 2. mgr. 73. gr. Þannig er mælt fyrir um það að hlutaðeigandi þurfi að hafa þessa yfirlýsingu uppi þegar í stað við fyrirtöku sýslumanns á nauðungarsölunni, ef hann er þar staddur. Hafi hlutaðeigandi ekki verið við fyrirtöku og ekki fengið boðun til hennar eða haft lögmæt forföll nýtur hann réttar til að lýsa því bréflega yfir við sýslumann að hann vilji leggja tiltekna ákvörðun sýslumanns fyrir dómstóla, en þetta yrði að gerast innan viku frá því hlutaðeiganda varð kunnugt um ákvörðunina og heimildin er að auki háð því að ákvörðuninni hafi ekki þegar verið framfylgt með aðgerðum við nauðungarsöluna. Sama leið er boðin í ákvæðinu um ákvarðanir sem sýslumaður tæki utan formlegrar fyrirtöku.
    Í 3. mgr. 73. gr. er mælt fyrir um hvernig sýslumanni beri að bregðast við yfirlýsingu samkvæmt áðurnefndri 2. mgr. Sýslumanni er ætlað að stöðva þá þegar allar frekari aðgerðir við framkvæmd nauðungarsölunnar, að því leyti sem þær geta talist háðar úrlausn ágreinings efnisins. Frá þessu er þó gerð sú undantekning að ekki verði af slíkri stöðvun aðgerða ef sýslumaður telur bersýnilegt að skilyrði séu ekki til að bera viðkomandi málefni undir dómstóla. Þetta gæti til dæmis átt við ef annar aðili að nauðungarsölu en gerðarbeiðandi lýsir yfir að hann vilji leita úrlausnar dómstóla á grundvelli almennrar heimildar 22. gr. og gerðarbeiðandi lætur þá þegar uppi að hann samþykki það ekki. Eins væri til dæmis ef aðili hefði verið staddur við fyrirtöku þar sem ákvörðun sýslumanns kom fram án þess að gera þar athugasemdir um hana, en lýsti því síðan yfir við næstu fyrirtöku að hann vilji bera ákvörðunina undir dóm. Í báðum þessum tilvikum mætti sýslumaður telja augljóst að skilyrðum væri ekki fullnægt til þess að leita dómsúrlausnar og mundi hann því ekki stöðva aðgerðir við nauðungarsöluna af þeim sökum. Það breytir því hins vegar ekki að málefnið yrði allt að einu lagt fyrir dóm ef hlutaðeigandi héldi kröfu sinni um það til streitu. Í 3. mgr. 73. gr. kemur að öðru leyti fram hvernig sýslumaður bóki um þessa atburði í gerðabók og leiti afstöðu annarra viðstaddra aðila að nauðungarsölunni til ágreiningsatriðis og eftir atvikum krafna þeirra um það, en að því gerðu er sýslumanni ætlað að afhenda þeim, sem vill leita dómsúrlausnar, eftirrit af nauðsynlegum gögnum, sem hafa verið lögð fram við nauðungarsöluna, og endurrit úr gerðabók af bókunum sem geta varðað ágreininginn.
    Samkvæmt 4. mgr. 73. gr. ber sýslumanni að tilkynna aðilum að nauðungarsölunni, sem væntanlegt dómsmál gæti varðað og voru ekki viðstaddir þegar yfirlýsing skv. 2. mgr. 73. gr. kom fram, um þau atvik sem hafa komið upp. Þessi tilkynning á að þjóna þeim tvíþætta tilgangi að gera aðilunum annars vegar grein fyrir töfum, sem kynnu að verða á framkvæmd nauðungarsölu af þessum sökum, og hins vegar að veita þeim vitneskju til þess að þeir geti verið viðbúnir því að gæta hagsmuna sinna fyrir dómi.
    Í 5. mgr. 73. gr. kemur fram að það hvíli á þeim, sem æskir dómsúrlausnar, að koma gögnum vegna máls til þess héraðsdómstóls sem það ætti undir skv. 4. mgr. 3. gr. Sýslumaður mundi því ekki hlutast til um að mál verði rekið og öðrum aðilum að nauðungarsölunni væri það heldur ekki skylt. Hins vegar má ekki líta svo á að fyrirmæli 5. mgr. 73. gr. útiloki að annar, sem yrði aðili að væntanlegu dómsmáli, geti komið málsgögnum til héraðsdóms með þeim afleiðingum að hafist verði þar handa um rekstur máls, en slíkt gæti verið nauðsynlegt ef sá, sem hefur óskað eftir dómsúrlausninni, vanrækir skyldur sínar í þessum efnum, enda væri að öðrum kosti hætt við að framkvæmd nauðungarsölunnar gæti verið í kyrrstöðu vegna ágreiningsins um ófyrirséðan tíma.
    Samkvæmt 6. mgr. 73. gr. yrði sýslumanni jafnan heimilt að senda héraðsdómi skriflegar athugasemdir sínar um málefni varðandi nauðungarsölu, sem væri lagt fyrir dóm, nema hann kæmi sjálfur til með að eiga aðild að máli. Eins og nánar má ráða af ákvæðum 2. mgr. 74. gr. mundi heyra til undantekninga að sýslumaður ætti aðild að málum sem þessum, en eins og tilvísun í niðurlagi 6. mgr. 73. gr. gefur til kynna gæti þetta komið til í málum um vanefndir, þar sem sýslumaður kæmi fram sem aðili í þágu allra sem ættu tilkall til hlutdeildar í söluverði eignar, sbr. 3. mgr. 46. gr. Ef sýslumaður yrði ekki aðili að máli með þessum hætti gæti hann nýtt heimildina í 6. mgr. 73. gr. til þess að koma upplýsingum á framfæri, sem hann teldi geta skipt einhverju um úrlausn máls.

Um 74. gr.


    Í þessari grein er mælt fyrir um fyrstu aðgerðir héraðsdómara eftir að honum hafa borist gögn vegna máls skv. XIII. kafla í hendur með þeim hætti sem kemur fram í 73. gr. Samkvæmt 1. mgr. 74. gr. á héraðsdómari að kanna þegar í byrjun hvort skilyrðum sé fullnægt til að leita úrlausnar hans, en telji hann það ekki er ætlast til þess að hann vísi málinu þegar frá dómi með úrskurði án þess að kveðja aðila áður á dómþing. Slíkan úrskurð mætti kæra til æðra dóms, sbr. 1. mgr. 79. gr.
    Verði máli ekki þegar vísað frá dómi samkvæmt framansögðu, er ráðgert í 2. mgr. 74. gr. að héraðsdómari stigi næst það skref að ákveða hvernig aðild verði háttað að málinu. Í þessu ákvæði er ekki sagt til um það með tæmandi hætti, hverjir verði taldir eiga aðild að máli hverju sinni. Þó er ljóst að sá sem æskir úrlausnar verði alltaf aðili máls og í 2. mgr. 74. gr. kemur fram að gerðarþoli verði að einnig aðili að máli, ef það varðar hagsmuni hans, en nánari atvik verða síðan að ráða hverjir aðrir komi við sögu. Ef mál ætti rætur að rekja til ágreinings, sem hefur risið fyrir sýslumanni milli tveggja eða fleiri aðila að nauðungarsölunni, er sjálfgefið að þeir ættu báðir eða allir aðild að máli. Ef mál varðaði beinlínis hagsmuni aðila að nauðungarsölunni, sem hefur þó ekki staðið að ágreiningi um viðkomandi atriði fyrir sýslumanni, yrði enn að telja þann eiga að verða aðili að máli fyrir dómi, en þetta gæti til dæmis átt við ef rétthafi hefur mótmælt frumvarpi sýslumanns til úthlutunar á söluverði eignar á þeirri forsendu að öðrum rétthafa sé þar ætluð of há greiðsla, og sá síðarnefndi hefur ekkert tjáð sig um þau mótmæli. Ef mál væri komið til vegna mótlætis, sem sýslumaður hefur sýnt gerðarbeiðanda af sjálfsdáðum án þess að neinn annar aðili hafi látið viðkomandi atriði til sín taka, leiðir af fyrirmælum 2. mgr. 74. gr. að sýslumaður yrði ekki aðili að málinu, heldur yfirleitt gerðarþoli. Í 2. mgr. 74. gr. má að öðru leyti finna reglur um það, hver verði hverju sinni talinn sóknaraðili að máli og hver verði varnaraðili, en eins og orðalagi er háttað um þessi atriði í ákvæðinu má vera ljóst að aðeins sé ætlast til þess að þessar reglur verði hafðar til leiðbeiningar.
    Varðandi aðild að máli skv. XIII. kafla frumvarpsins er rétt að taka fram, að þótt dómara sé ætlað með 2. mgr. 74. gr. að taka ákvörðun um hverjir komi til með að eiga þátt að máli, þá útilokar það ekki að aðrir, sem telja sig hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, gefi sig fram og leitist eftir atvikum við að ganga inn í mál eftir almennum reglum.
    Í 3. mgr. 74. gr. kemur fram að héraðsdómari ákveði stað og stund til að taka mál fyrir á dómþingi og kveðji málsaðila til þinghalds með sannanlegum hætti og hæfilegum fyrirvara. Héraðsdómari er hér ekki bundinn af lagareglum um stefnufrest eða birtingu tilkynninga, en almennt má ætla að tekið yrði mið af þeim reglum á þessu sviði.

Um 75.–77. gr.


    Í 2. mgr. 77. gr. kemur fram að almennum reglum um meðferð einkamála í héraði verði beitt við meðferð mála skv. XIII. kafla fyrir héraðsdómi, að því leyti sem þær geta átt við og ákvæði frumvarpsins leiða ekki til frávika frá þeim. Meðferð máls skv. XIII. kafla frumvarpsins á þannig í meginatriðum að ráðast af reglum laga nr. 85/1936, en fyrirmæli 73.–76. gr. og l. mgr. 77. gr. leiða hins vegar til frávika í ýmsum atriðum. Þannig fela ákvæði 73. og 74. gr. í sér að mál yrði ekki þingfest fyrir dómi með venjulegum hætti, heldur bærist það dómara utan þinghalds að tilhlutan aðila. Dómari gæti vísað máli frá án þess að aðilar væru nokkru sinni kvaddir á dómþing, honum er ætlað að ákveða hver verði talinn sóknaraðili máls og hver standi til varnar og hann boðar síðan aðilana af sjálfsdáðum fyrir dóm til fyrstu fyrirtöku á máli. Í öllum þessum atriðum, sem varða aðdraganda að eiginlegum rekstri máls, felast frávik frá almennum reglum laga nr. 85/1936, en frá því stigi gætir slíkra frávika hins vegar í minna mæli. Ákvæði 75.–77. gr. geyma þó reglur um rekstur mála, sem svara ekki með öllu til alrnennra reglna, og er rétt að víkja lítillega að einstökum atriðum í því sambandi.
    Í fyrsta lagi kemur fram í 1. mgr. 75. gr. að málsaðilar geri formlega grein fyrir kröfum sínum fyrir dómi þegar mál er tekið þar fyrir í fyrsta sinn. Héraðsdómari hefði að jafnaði þegar undir höndum gögn, þar sem kröfur aðila kæmu fram, með því að sýslumanni er ætlað að bóka um kröfur sem koma fram af hendi aðila vegna ágreiningsefnis við fyrirtöku á nauðungarsölu, sbr. 3. mgr. 73. gr. Yfirlýsingar aðila á þeim vettvangi um kröfugerð yrðu að vísu ekki bindandi fyrir þá fyrir dómi, en hins vegar bæri þeim að gera grein fyrir kröfum sínum með endanlegum hætti í fyrsta þinghaldi í málinu.
    Í öðru lagi eru fyrirmæli í 2. og 3. mgr. 75. gr. um það, hvers efnis kröfur aðilanna geti orðið í dómsmáli skv. XIII. kafla. Meginregluna í þeim efnum er að finna í upphafi 2. mgr., þar sem kemur fram að kröfur geti almennt ekki varðað annað en þá ákvörðun sýslumanns um nauðungarsölu, sem varð kveikjan að málinu. Kröfurnar varðandi ákvörðunina gætu orðið með ýmsum móti, til dæmis um að hún yrði felld úr gildi eða staðfest óbreytt eða að henni yrði breytt á einhvern tiltekinn veg. Í 2. og 3. mgr. 75. gr. koma þó fram tvenns konar undantekningar frá þessari meginreglu. Annars vegar er aðilum heimilað að semja um að fá leyst um leið úr öðrum ágreiningsatriðum sínum varðandi nauðungarsölu, enda fallist dómari á að þeir hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um þau. Hins vegar eru heimildir til þess að fá leyst úr réttindum og skyldum málsaðila í víðtækari mæli en ella, ef málið er tekið til úrlausnar um atriði sem varða vanefndir á kaupum við nauðungarsölu.
    Í þriðja lagi er kveðið á um það í 4. mgr. 75. gr. að málsaðilum verði veittur skammur frestur til að leggja fram skriflegar greinargerðir um kröfur sínar, málsatvik og röksemdir, og til að afla sýnilegra sönnunargagna. Tekið er þó fram í ákvæðinu að þetta verði gert, ef þess gerist þörf, en af þeim orðum má álykta að allt eins geti komið til þess að mál verði munnlega flutt án þess að aðilar hafi lagt fram skriflegar greinargerðir. Frestir til greinargerða og gagnaöflunar eiga að vera stuttir samkvæmt orðum ákvæðisins, enda ætlast til þess að mál af þessum toga yrðu rekin á skömmum tíma.
    Í fjórða lagi er í 76. gr. að finna viss frávik frá almennum reglum um afleiðingar útivistar málsaðila frá þinghaldi. Það veigamesta kemur fram í ákvæðum 1. mgr. 76. gr., þar sem gert er ráð fyrir því að útivist sóknaraðila þurfi ekki sjálfkrafa að hafa í för með sér að mál falli niður, heldur geti komið til þess að leyst verði úr sjálfstæðum kröfum sem varnaraðili hefur haft uppi um þá ákvörðun sýslumanns, sem málið varðar.
    Í fimmta lagi má benda á að skv. 1. mgr. 77. gr. á héraðsdómari að leysa úr máli með úrskurði, ekki með dómi, og kveða þar á um afdrif ákvörðunar sýslumanns, sem málið hefur snúist um, og eftir atvikum málskostnað handa aðila. Eftir orðum ákvæðisins gæti héraðsdóm ari mælt fyrir um staðfestingu, ómerkingu eða tiltekna breytingu á ákvörðuninni, eftir því sem kröfugerð í máli gæfi tilefni til. Ef heimilda 2. eða 3. mgr. 75. gr. yrði neytt til að hafa uppi kröfur um annað en tiltekna ákvörðun sýslumanns, yrði jafnframt leyst úr þeim í úrskurði, eins og kemur fram í niðurlagi 1. mgr. 77. gr.

Um 78. gr.


    Í 78. gr. kemur fram að halda megi aðgerðum við nauðungarsölu áfram þegar í stað eftir að úrskurður héraðsdómara er genginn, ef úrslit máls hafa orðið á þann veg og héraðsdómari hefur ekki ákveðið annað í úrskurðinum. Meginreglan er því sú, að kæra úrskurðar til æðra dóms leiði ekki til frestunar á frekari aðgerðum, sbr. einnig 3. mgr. 79. gr., og sýslumaður tæki aðgerðir þá upp af sjálfsdáðum um leið og honum yrðu úrslitin kunn, sbr. 5. mgr. 22. gr. Heimild héraðsdómara, sem felst í niðurlagi 78. gr., til að ákveða í úrskurði að niðurstöðunni verði ekki þegar fylgt eftir með áframhaldandi aðgerðum við nauðungarsölu, leiðir til þess að hann gæti samkvæmt kröfu mælt fyrir í úrskurði um að aðgerðum verði ekki fram haldið á grundvelli úrskurðar meðan kærufresti væri ólokið og ekki fyrr en að fengnum málalokum fyrir æðra dómi ef kært yrði.

Um 79. gr.


    Samkvæmt 1. mgr. 79. gr. eiga úrskurðir, sem héraðsdómari kveður upp í málum eftir 13. kafla frumvarpsins og fela í sér lyktir þeirra, að sæta kæru til Hæstaréttar, enda sé fullnægt skilyrðum laga um lágmarkshagsmuni til áfrýjunar dómi í einkamáli. Þá er heimilað í l. mgr. 79. gr. að kæra úrskurði og ákvarðanir héraðsdómara um atriði sem varða rekstur máls, að því leyti sem sams konar úrskurði eða ákvörðun yrði skotið til æðra dóms í einkamáli sem væri rekið eftir almennum reglum. Í 2. mgr. 79. gr. kemur fram að kærufrestur, form kæru og meðferð hennar í héraði og fyrir Hæstarétti eigi að fara eftir sömu reglum og gilda í almennum einkamálum. Í 3. mgr. 79. gr. er síðan tekið fram að kæra fresti ekki aðgerðum eftir úrskurði héraðsdómara nema hann hafi fallist á kröfu þess efnis í úrskurðinum, en að þessu var vikið lítillega í athugasemdum við 78. gr.
    Málskotsreglurnar í 79. gr. fela aðallega í sér ráðagerðir um tvenns konar breytingar frá núgildandi reglum. Annars vegar yrði úrskurðum héraðsdómara eftir XIII. kafla frumvarpsins aldrei skotið til Hæstaréttar á annan hátt en með kæru, en skv. 4. tölul. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 sæta úrskurðir um nauðungaruppboð, sem mundu eiga sér hliðstæður í þessum reglum frumvarpsins, ýmist kæru eða áfrýjun til æðra dóms eftir nánari atvikum. Málsmeðferð við áfrýjun leiðir til verulega meiri tafa en kærumeðferð, sem er sérlega brýnt að komast hjá á þessum vettvangi. Breytingin sem hér um ræðir á sér hliðstæður í nýjum málskotsreglum varðandi ágreiningsmál um búskipti í 133. gr. laga nr. 20/1991 og 179. gr. laga nr. 21/1991. Auk þess má geta að í frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 75/1973, sem var flutt af dómsmálaráðherra á 113. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu, var lagt til að fyrrnefndum 4. tölul. 1. mgr. 21. gr. laganna yrði breytt á þann veg að úrskurðir á þessu sviði sættu allir kæru. Hins vegar fela ákvæði 3. mgr. 79. gr. í sér breytingu frá núgildandi reglum á þessu sviði með því að málskot hefði ekki sjálfkrafa þau áhrif að framvindu nauðungarsölu yrði frestað meðan beðið yrði úrlausnar æðra dóms. Fyrirmæli 3. mgr. 79. gr. eru sama efnis og reglur um áhrif málskots á framvindu aðfarargerða í 3. mgr. 84. gr., 3. mgr. 91. gr. og 2. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989.

Um 80. gr.


    Í XIV. kafla frumvarpsins, sem ákvæði 80.–85. gr. heyra til, eru reglur um dómsúrlausnir um gildi nauðungarsölu, sem má leita samkvæmt nánari fyrirmælum kaflans þegar söluað gerðum sem slíkum er lokið. Eins og áður hefur komið fram er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að gerðarbeiðendur eigi að meginreglu einir rétt á að leita jafnharðan úrlausnar um atriði varðandi framkvæmd nauðungarsölu samkvæmt reglum XIII. kafla eða þurfi að samþykkja að aðrir fái að leita slíkrar úrlausnar. Ákvæðum XIV. kafla er hins vegar ætlað að mæta þörfum annarra aðila að nauðungarsölu á því að fá leyst úr ágreiningsatriðum um hana og eru þá fyrst og fremst hafðar í huga þarfir gerðarþola og eftir atvikum þriðja manns. Munurinn milli þessara tveggja leiða til að leita úrlausnar dómstóla felst einkum í því, að meðan unnt yrði skv. XIII. kafla að bera ágreining um afmarkaða ákvörðun sýslumanns undir dóm og fá leyst úr honum áður en lengra yrði haldið við framkvæmd nauðungarsölu, þá yrðu öll atriði varðandi til dæmis heimild eða kröfu gerðarbeiðanda, undirbúning nauðungarsölu eða sjálfa framkvæmd hennar borin upp í einu lagi í máli skv. XIV. kafla að aðgerðunum afstöðnum til að fá leyst úr um gildi nauðungarsölunnar í heild sinni eða að afmörkuðu leyti. Þótt mál eftir XIV. kafla verði fyrst lagt fyrir dómstóla þegar söluaðgerðum sem slíkum hefur verið lokið og gerðarþoli og þriðji maður fá þá fyrst óheftan aðgang að því að fá leyst úr kröfum sínum, vegur á móti því að í tilvikum þar sem það hefði öðru fremur þýðingu hefðu aðgerðir við nauðungarsöluna ekki endanleg áhrif gagnvart þeim fyrr en reynt væri að ekki kæmi til slíks máls eða rekstri þess væri lokið, sbr. einkum 1. mgr. 53. gr., 3. mgr. 55. gr. og l. mgr. 56. gr. Reynslan af núverandi framkvæmd sýnir einnig að ótakmökuð heimild gerðarþola eða þriðja manns til að fá leyst hvað eftir annað úr afmörkuðum ágreiningsatriðum fyrir dómi yrði án efa misnotuð í einhverjum mæli til þess eins að tefja fyrir framgangi nauðungarsölu án þess að réttmætir hagsmunir búi að baki. Þá hvílir rík bótaskylda á gerðarbeiðanda ef ólögmætar aðgerðir við nauðungarsölu leiða til tjóns, en að auki yrði hættan af þeirri bótaskyldu gerðarbeiðendum án efa umhugsunarefni ef aðrir leituðu samþykkis þeirra til að bera mál undir dóm eftir reglum XIII. kafla frumvarpsins.
    Eins og minnst var á í upphafi athugasemda við 73. gr. eru fyrirmæli XIII. og XIV. kafla um meðferð máls fyrir dómi í mörgum atriðum lík. Þannig fer meðferð máls skv. XIV. kafla í meginatriðum eftir almennum reglum um meðferð einkamála í héraði, sbr. 4. mgr. 84. gr., en það sama gildir um mál skv. XIII. kafla, sbr. 2. mgr. 77. gr. Ákvæði beggja kaflanna beinast þannig aðallega að því að tíunda frávik frá almennum reglum um rekstur einkamála og frávikin eru oft sambærileg eða þau sömu. Það sem ber hins vegar milli fyrirmæla XIII. og XIV. kafla eru einkum reglur þeirra um aðdraganda og aðild að máli, hvers konar kröfur verði hafðar þar uppi og hvers efnis úrlausn geti orðið.
    Í 1. mgr. 80. gr. má í senn finna reglur um hver geti leitað dómsúrlausnar skv. XIV. kafla frumvarpsins og á hverju tímaskeiði það verði gert. Samkvæmt þessu ákvæði er heimildin til að leita úrlausnar í höndum hvers þess, sem hefur lögvarinna hagsmuna að gæta af því að fá skorið úr um gildi nauðungarsölu, en það kæmi í hlut dómstóla að meta hverju sinni hvort slíkir hagsmunir séu fyrir hendi eftir almennum viðhorfum réttarfars. Úrlausnar skv. XIV. kafla yrði fyrst leitað þegar tiltekin þáttaskil hafa orðið við framkvæmd nauðungarsölu, en þau þáttaskil koma til með ólíkum hætti eftir því um hvers konar ráðstöfun er að ræða. Ef ráðstöfun eignar ætti sér stað á uppboði, þá leiðir af orðum 1. mgr. 80. gr. að leita mætti dómsúrlausnar skv. XIV. kafla þegar uppboðinu hefur verið lokið, sem réðist þá eftir atvikum af 2. mgr. 34. gr., 4. mgr. 36. gr., 2. mgr. 37. gr. eða 6. mgr. 67. gr. Ef eign yrði ráðstafað með nauðungarsölu á almennum markaði, þá heimila ákvæði 2. mgr. 80. gr. að dómsúrlausnar verði leitað þegar boði hefur verið tekið í eign, sbr. 3. mgr. 44. gr. Ef réttindum yrði ráðstafað eftir reglum XII, kafla mætti leita dómslausnar um leið og andvirði þeirra hefur verið greitt sýslumanni eftir aðgerðir skv. 2. eða 3. mgr. 72. gr. eða uppboði á þeim er lokið, sbr. 4. og 5. mgr. 71. gr.
    Frá því tímamarki sem mundi eiga við samkvæmt framansögðu í hverju tilviki hafa hlutaðeigendur fjögurra vikna frest eftir fyrirmælum 1. mgr. 80. gr. til að koma kröfu um dómsúrlausn samkvæmt reglum XIV. kafla í hendur héraðsdómara. Afleiðingarnar af því að þessi frestur liði án þess að krafa um dómsúrlausn bærist héraðsdómara yrðu í meginatriðum að hlutaðeigendur verði að una við orðinn hlut. Frá því eru þó tvenns konar undantekningar, sem koma fram í 2. og 3. mgr. 80. gr. Annars vegar kemur fram í fyrrnefnda ákvæðinu að þótt frestinum sé lokið megi enn leita úrlausnar héraðsdómara um gildi nauðungarsölu, ef allir sem gerðu kröfur í tengslum við hana fyrir sýslumanni og málið gæti varðað eru því samþykkir, og að auki kaupandi að eign sem hefur verið seld við nauðungarsölu. Þannig er ráðgert að þeir, sem gætu orðið fyrir röskun hagsmuna sinna af ógildingu nauðungarsölu, geti alltaf fallið frá þeir vernd sem þeim er búin af málshöfðunarfrestinum. Hins vegar kemur fram í 3. mgr. 80. gr. að þótt frestur til að leita dómsúrlausnar skv. XIV. kafla yrði liðinn, þá útiloki það ekki að hafa megi uppi bótakröfu eða greiðslukröfu af öðrum toga, sem væri leidd af annmörkum á nauðungarsölu, á öðrum vettvangi. Þessi regla felur í sér að ógildingar verði ekki leitað á nauðungarsölu eða einstökum atriðum hennar með öðrum hætti en í máli eftir XIV. kafla frumvarpsins og að þau málalok verði þar með ekki fengin með annars konar málsókn. Á hinn bóginn útiloki þetta engan veginn að sá, sem teldi hagsmunum sínum raskað með ólögmætum hætti af nauðungarsölu, leitist við að rétta hlut sinn með því að sækja peningakröfu í máli eftir almennum reglum. Þessi regla hefði til dæmis í för með sér að gerðarþoli, sem teldi gerðarbeiðanda hafa knúið fram nauðungarsölu til að fá fullnægt ólögmætri kröfu, gæti látið hjá líða að krefjast ógildingar á nauðungarsölunni með máli skv. XIV. kafla frumvarpsins, en höfðað þess í stað almennt einkamál á hendur gerðarbeiðandanum til heimtu skaðabóta vegna tjóns síns af nauðungarsölunni. Er enginn frestur settur í 80. gr. til að höfða slíkt mál.

Um 81. gr.


    Í þessari grein frumvarpsins eru reglur um hvernig verði hafist handa um að afla dómsúrlausnar um gildi nauðungarsölu. Samkvæmt 1. mgr. 80. gr. verður það gert með því að á sá, sem leitar úrlausnarinnar, beini skriflegri tilkynningu til þess héraðsdómara sem málið ætti undir eftir 4. mgr. 3. gr. Í þessari tilkynningu á meðal annars að taka fram um hverja nauðungarsölu sé að ræða og hvers sé krafist varðandi hana, en um kröfur sem má hafa uppi í þessum efnum eru sérstakar reglur í 2. mgr. 83. gr. Að öðru leyti eru tiltekin atriði talin í ákvæðum 1.–3. tölul. 1. mgr. 81. gr., sem ber að greina í tilkynningu sem þessari, en ætla verður að þau ákvæði skýri sig sjálf.
    Samkvæmt 2. mgr. 81. gr. eiga eftirrit framlagðra gagna við nauðungarsöluna og endurrit úr gerðabók sýslumanns um hana að fylgja tilkynningu til héraðsdómara. Tekið er þó fram í ákvæðinu að það verði ekki hlutaðeiganda til málspjalla, þótt þessi gögn vanti, ef þau hafa ekki verið til reiðu í tæka tíð, enda gæti gagnstæð regla haft í för með sér að tilviljanakennd seinkun á afgreiðslu málsgagna frá sýslumanni leiddi til ófyrirsjáanlegra réttarspjalla. Í niðurlagi 2. mgr. 81. gr. er tekið fram að yfirlýsingar um samþykki fyrir rekstri máls þurfi að fylgja tilkynningu, ef leita á úrlausnar eftir lok málshöfðunarfrests skv. 2. mgr. 80. gr., og ber að vekja athygli á því að 2. mgr. 81. gr. heimilar engar undantekningar frá því að slíkar yfirlýsingar fylgi tilkynningu þegar í byrjun.
    Í 3. mgr. 81. gr. kemur fram að skylt sé að senda sýslumanni samrit tilkynningar skv. 1. mgr. 81. gr. með sannanlegum hætti og er tekið fram að hann megi jafnan senda héraðsdómara athugasemdir sínar í tilefni af málinu. Skyldan í þessum efnum stafar ekki af því einu, að sýslumaður þurfi að eiga kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, heldur á hún öðru fremur að tryggja að sýslumanni verði kunnugt um rekstur máls eftir ákvæðum XIV. kafla, þannig að frekari ráðstafanir verði ekki gerðar varðandi nauðungarsöluna sem slíkur málarekstur girðir fyrir.
    Í 4. mgr. 81. gr. er kveðið á um að eitt mál verði rekið um gildi nauðungarsölu, þótt tveir eða fleiri hafi hver fyrir sig krafist úrlausnar um það. Verður ekki séð að hér sé þörf sérstakra skýringa.

Um 82. gr.


    Í 1. mgr. 82. gr. er mælt fyrir um sams konar upphafsathugun héraðsdómara á máli og kveðið er á um í 1. mgr. 74. gr. og er hér með sama hætti heimilað að hann vísi máli frá dómi án þess að kveðja aðila til þinghalds, ef hann telur að skilyrðum sé ekki fullnægt til að leita úrlausnar samkvæmt reglum XIV. kafla.
    Í 2. og 3. mgr. 82. gr. koma fram reglur um hverjir verði taldir aðilar að máli skv. XIV. kafla og hvernig héraðsdómari ákveði þegar í byrjun hver þeirra verði talinn sóknaraðili að máli og hver verði til varnar. Þessi ákvæði eru um margt áþekkt reglum 2. mgr. 74. gr. og má telja þau skýra sig sjálf.
    Í 4. mgr. 82. gr. er gert ráð fyrir því að héraðsdómari kveðji aðila á dómþing af sjálfsdáðum til þess að taka mál fyrir í fyrsta sinn. Gagnstætt því sem er mælt fyrir um í 3. mgr. 74. gr. er tekið fram í 4. mgr. 82. gr. að kvaðning eigi í þessum tilvikum að vera birt eftir sömu reglum og gilda um birtingu stefnu í einkamáli og er tiltekið að birta verði kvaðningu með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara nema héraðsdómari telji brýna hagsmuni krefjast skemmri frests í þeim efnum. Hér er gert ráð fyrir tryggilegri aðferðum við kvaðningu en við aðdraganda að rekstri máls skv. XIII. kafla frumvarpsins, en að baki því býr sá munur að mál skv. XIV. kafla væri ekki komið til vegna ágreinings, sem hefur risið fyrir sýslumanni, gagnstætt því sem ætti almennt við um mál skv. XIII. kafla, og aðilum yrði hér ekki veitt vitneskja um væntanlegt dómsmál eins og mælt er fyrir um í 4. mgr. 73. gr. varðandi mál skv. XIII. kafla.

Um 83. gr.


    Ákvæði 1. mgr. 83. gr. eru efnislega á sama veg og 1. mgr. 75. gr. og þarfnast því ekki sérstakra skýringa.
    Í 2. mgr. 83. gr. er mælt fyrir um þær kröfur, sem verða hafðar uppi í máli skv. XIV. kafla frumvarpsins. Kemur þar fram að kröfurnar geti í meginatriðum aðeins verið um ógildingu á nauðungarsölu eða viðurkenningu á gildi hennar, hvort heldur að öllu eða einhverju nánar tilteknu leyti. Eins og orðalag ákvæðisins um þetta gefur til kynna er ætlast til þess að leita megi úrlausnar skv. XIV. kafla um ógildingu nauðungarsölu að hluta, til dæmis ógildingu hennar varðandi sölu á einum hlut meðal margra, sem var ráðstafað, eða ógildingu á ráðstöfunum, sem hafa átt sér stað frá tilteknu tímamarki, þannig að það sem var gert við framkvæmd hennar á fyrri stigum standi óhaggað. Þessu til viðbótar er þó tekið fram að hafa megi uppi kröfur um málskostnað, kröfur sem varða rétt til umráða yfir eign meðan rekstur máls stendur yfir, sbr. 3. mgr. 55. gr., og kröfur um greiðslur sem réttur gæti stofnast til ef nauðungarsala yrði ógilt, enda sæki sá þing sem slíkri greiðslukröfu er beint að. Þessi síðastgreinda heimild felur til dæmis í sér að gerðarþoli, sem krefst ógildingar á nauðungarsölu í máli skv. XIV. kafla, gæti um leið krafist greiðslu skaðabóta úr hendi gerðarbeiðanda skv. 86. gr. ef hann sækir þing í málinu.
    Reglur 3. mgr. 83. gr. eru sama efnis og ákvæði 4. mgr. 75. gr. og má því vísa hér til athugasemda við þau.

Um 84. gr.


    Í 1. mgr. 84. gr. er aðeins að finna tilvísun til ákvæða 76. gr. um hverjar afleiðingar útivist hafi í máli skv. XIV. kafla.
    Í 2. mgr. 84. gr. eru fyrirmæli um efni úrskurðar héraðsdómara, sem svipar mjög til ákvæða 1. mgr. 77. gr. um sama atriði í máli skv. XIII. kafla frumvarpsins.
    Samkvæmt 3. mgr. 84. gr. mega frekari aðgerðir við nauðungarsölu ekki eiga sér stað á grundvelli úrskurðar héraðsdómara fyrr en frestur til að kæra hann til æðra dóms er liðinn, sbr. 1. mgr. 85. gr. og 2. mgr. 79. gr., nema aðilar lýsi því yfir fyrr að þeir uni við úrskurðinn. Þessi fyrirmæli um afleiðingar þess að úrskurð megi kæra eru gagnstæð aðalreglu 78. gr. um sama atriði varðandi mál skv. XIII. kafla frumvarpsins. Ástæðurnar fyrir því, að þessu sé skipað á annan veg í 3. mgr. 84. gr., eru í meginatriðum þær að ýmsar þýðingarmiklar lokaaðgerðir við nauðungarsölu tengjast því að frestur sé annaðhvort liðinn til að bera mál undir dóm eftir reglum 14. kafla eða að slíkt mál sé leitt til lykta. Þetta á einkum við um útborgun söluverðs eignar í samræmi við úthlutunargerð, sbr. 1. mgr. 53. gr., og útgáfu afsals fyrir eign, sbr. 1. mgr. 56. gr. Með slíkum aðgerðum yrðu stigin spor, sem örðugt væri að hverfa aftur frá, og verður því að telja eðlilegt að þær bíði meðan ekki er sýnt hver endanleg málalok verða.
    Í 4. mgr. 84. gr. er mælt fyrir um beitingu almennra reglna um meðferð einkamála í héraði við rekstur mála skv. XIV. kafla frumvarpsins. Um þetta hefur verið fjallað nægilega í athugasemdum við 75.–77. gr. og 80. gr., sem hér má vísa til.

Um 85. gr.


    Í 1. mgr. 85. gr. er eingöngu mælt fyrir um að málskot á úrskurðum og ákvörðunum héraðsdómara í málum skv. XIV. kafla frumvarpsins fari eftir reglum 1. og 2. mgr. 79. gr. Í 2. mgr. 85. gr. kemur síðan fram að kæra úrskurðar í máli skv. XIV. kafla til Hæstaréttar fresti frekari aðgerðum við nauðungarsölu þar til máli lýkur þar fyrir rétti, en þessi regla byggist á sömu rökum og greint var frá í athugasemdum við 3. mgr. 84. gr. Þarfnast því ákvæði 85. gr. ekki sjálfstæðra skýringa.

Um 86. gr.


    Reglur 86.–88. gr. heyra til XV. kafla frumvarpsins og geyma fyrirmæli um bótaábyrgð vegna nauðungarsölu. Ekki er að finna settar reglur um þetta efni í núgildandi löggjöf, en ætla má að ákvæði XV. kafla svari að þó nokkru til þess sem yrði talið gilda nú eftir ólögfestum reglum á vettvangi skaðabótaréttar. Ákvæði 86.–88. gr. eru hins vegar í flestu hliðstæð reglum um bótaábyrgð vegna aðfarargerða í 16. kafla laga nr. 90/1989.
    Í 1. mgr. 86. gr. er mælt fyrir um bótaskyldu gerðarbeiðanda ef hann hefur krafist nauðungarsölu sem síðar er leitt í ljós að skilyrði hafi skort til. Ber honum þá að bæta allt tjón sem aðrir bíða af þeim sökum. Um einstök atriði í þessari reglu má í fyrsta lagi benda á að það eitt, að gerðarbeiðandi krefjist nauðungarsölu, nægir til þess að hann felli á sig bótaskyldu ef öðrum skilyrðum ákvæðisins er fullnægt. Skiptir því ekki máli hversu umfangsmiklar aðgerðir eigi sér stað vegna beiðni um nauðungarsölu, ef þær hafa á annað borð leitt af sér tjón. Í öðru lagi kemur fram í 1. mgr. 86. að það sé forsenda fyrir bótaskyldu gerðarbeiðanda að skilyrði hafi ekki verið fyrir kröfu hans um nauðungarsölu. Sá skortur á skilyrðum fyrir nauðungarsölu, sem hér er vísað til, gæti fyrst og fremst komið til af því að gerðarbeiðandi hafi ekki haft formlega eða efnislega heimild til að krefjast nauðungarsölu á grundvelli ákvæða 6., 7. eða 8. gr. frumvarpsins. Einnig gæti átt hér undir að rangur aðili hafi staðið að beiðni um nauðungarsölu eða að aðgerðum hafi verið beint að röngum aðila, sbr. 1. og 2. tölul. 2. gr., eða að áskorun hafi ekki verið komið réttilega fram áður en beiðni um nauðungarsölu var sett fram, sbr. 9. og 10. gr. Í þriðja lagi má vekja athygli á því að í 1. mgr. 86. gr. er aðeins áskilið að leitt sé síðar í ljós að skilyrði hafi skort fyrir kröfu um nauðungarsölu, en ekki er krafist að dómsúrlausn hafi gengið skv. XIII. eða XIV. kafla frumvarpsins, þar sem slíkum bresti á skilyrðum yrði slegið föstu. Nægir því tjónþola að sýna fram á að skilyrðum fyrir nauðungar sölu hafi ekki verið fullnægt með röksemdafærslu og gagnaöflun í einkamáli, sem yrði rekið eftir almennum reglum til heimtu skaðabóta. Í fjórða lagi ber að geta þess að réttur til skaðabóta skv. 1. mgr. 86. gr. er ekki aðeins veittur gerðarþola, heldur segir að gerðarbeiðandi beri bótaábyrgð á tjóni sem aðrir biða af umræddum sökum. Eru þannig ekki sett nein takmörk á því hverjir geti borið við rétti til skaðabóta á grundvelli þessarar reglu, þótt það hljóti að öðru jöfnu að leiða af eðli máls að ekki geti orðið um marga að ræða. Í fimmta lagi má loks vekja athygli á því að gerðarbeiðanda er ætlað að bera bótaábyrgð skv. 1. mgr 86. gr. án tillits til sakar.
    Í 2. mgr. 86. gr er kveðið á um bótaábyrgð gerðarbeiðanda vegna framkvæmdar nauðungarsölu, ef hún hefur farið fram með þeim hætti að hún hafi sætt ógildingu eða gæti sætt ógildingu og hefur bakað öðrum tjón. Hvílir þá bótaskylda á gerðarbeiðanda eftir almennum skaðabótareglum. Um þessa reglu má í fyrsta lagi nefna að ákvæði 2. mgr. 86. gr. ná til annarra ástæðna fyrir ógildingu á nauðungarsölu en þeirra, sem bótareglan í 1. mgr. 86. gr. tekur til. Bótaskylda skv. 2. mgr. á því rætur að rekja til annarra ógildingarástæðna en þeirra sem varða brest á skilyrðum til að krefjast nauðungarsölu. Í öðru lagi er vert að undirstrika að bótaskylda gerðarbeiðanda er ekki háð því að nauðungarsala hafi sætt ógildingu í máli skv. XIV. kafla frumvarpsins, heldur nægir tjónþola að ógilda hefði mátt nauðungarsöluna ef á það hefði reynt. Skiptir því engu hvort látið hafi verið hjá líða að reyna á gildi nauðungarsölunnar, þótt skilyrði hefðu verið til þess. Í þriðja lagi tekur bótaskylda skv. 2. mgr. 86. gr. mið af því, að framkvæmd nauðungarsölu hafi verið slík, að varðað hefði ógildingu. Er því ekki gerður greinarmunur á því, hver ógildingaratvik hafi verið uppi, að teknu þó tilliti til þess sem sagði hér á undan varðandi skil milli 1. og 2. mgr. 86. gr. Í fjórða lagi verður að taka tillit til þess að bótaábyrgð gerðarbeiðanda fer hér eftir almennum skaðabótareglum og er því háð sök. Gerðarbeiðandi bæri hins vegar bótaskyldu bæði vegna afleiðinga saknæmrar háttsemi sjálfs sín og þess sem hefur annast framkvæmd nauðungarsöluna. Í fimmta lagi verður að hafa í huga að ákvæði 14. gr. frumvarpsins leiða til þess að gerðarbeiðendur geti verið tveir eða fleiri í senn. Ef því er að skipta gæti bótaskylda skv. 2. mgr. 86. gr. hvílt á þeim í sameiningu. Í sjötta lagi má loks nefna að réttur til skaðabóta skv. 2. mgr. 86. gr. er ekki bundinn við tiltekna tjónþola og gegnir því sama máli hér og áður var getið varðandi 1. mgr.
    Í 3. mgr. 86. gr. er mælt sérstaklega fyrir um heimild til að dæma tjónþola bætur skv. l. eða 2. mgr. eftir álitum, ef sýnt er að hann hafi beðið fjártjón en ekki reynist unnt að sanna fjárhæð þess. Ætla verður að dómstólum yrði talið þetta heimilt án beinna lagafyrirmæla eftir ólögfestum reglum skaðabótaréttar, en varlegra þykir að taka þetta hér fram, enda er hætt við að oft gæti reynst útilokað að sanna bókstaflega hver fjárhæð tjóns hafi orðið við þessar aðstæður. Þess má geta að sambærilega reglu um heimild til að dæma bætur að álitum er að finna í l. mgr. 42. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.

Um 87. og 88. gr.


    Í 87. og 88. gr. er mælt fyrir um bótaábyrgð ríkisins vegna nauðungarsölu, bótaábyrgð héraðsdómara og sérstakan frest til að höfða skaðabótamál á grundvelli reglna XV. kafla. Þessi ákvæði eru í öllu samhljóða 97. og 98. gr. laga nr. 90/1989 og verður því ekki séð að þau þarfnist frekari skýringa hér.

Um 89.–91. gr.


    Þessar greinar frumvarpsins mynda XVI. kafla þess, þar sem kveðið er á um gildistöku, brottfallin lagaákvæði og breytingar á ákvæðum laga.
    Ef þetta frumvarp verður að lögum er mælt fyrir um það í 89. gr. að þau öðlist gildi 1. júlí 1992, eða sama dag og lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92/1989, og allmörg önnur ný heildarlög á vettvangi réttarfars.
    Í 90. gr. er mælt fyrir um brottfall laga og einstakra ákvæða í lögum. Kemur meðal annars fram að þrenn lög og ein einveldistilskipun eigi að falla niður í heild, en þetta eru lög um nauðungaruppboð, nr. 57/1949, lög um sölu lögveða án undangengins lögtaks, nr. 49/1951, lög um viðauka við lög um nauðungaruppboð, nr. 20/1966, og tilskipun um uppboðsþing í Danmörku og Noregi frá 19. desember 1693. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir brottnámi ákvæða í 22 lögum og er þá ýmist um að ræða einstakar greinar laga eða orð innan tiltekinna greina þeirra. Tillögur um þetta brottnám afmarkaðra ákvæða laga eru af ýmsum rótum. Í tveimur tilvikum er kveðið á um brottfall fyrirmæla í ljósi þess að nýjar reglur eru teknar upp í frumvarpið í þeirra stað, en þetta á við um 4. og 6. tölul. 90. gr. Í sumum tilvikum eru á ferðinni fyrirmæli sem fengju ekki samrýmst ákvæðum frumvarpsins, til dæmis fyrirmæli sem kveða á um að ráðstöfun eigna við nauðungarsölu eigi sér stað við uppboð eða fela í sér ráðagerðir um að ófullnægðum veðhöfum verði lagðar út eignir við nauðungarsölu. Í nokkrum tilvikum er um að ræða sérákvæði í löggjöf um sjóði og lánastofnanir, sem heimila þeim til dæmis að áskilja sér rétt í veðskuldabréfum til að láta selja veðsettar eignir á nauðungaruppboði, en fyrirmælum af þessum toga í sérlögum yrði ofaukið vegna almennrar reglu í 6. gr. frumvarpsins. Í löggjöf á þessu sviði eru einnig nokkur brögð að því að mælt sé fyrir um skyldu þess, sem annast nauðungarsölu, til að tilkynna viðkomandi sjóði eða lánastofnun um framkomna beiðni um nauðungarsölu. Ekki verður séð hver rök geti staðið til þess að hlutaðeigendur eigi að komast hjá lestri opinberra auglýsinga um þessi efni umfram aðra, enda er eflaust verulegur misbrestur á því að fyrirmælum sem þessum sé fylgt í framkvæmd. Þá má loks nefna að í 90. gr. má finna fyrirmæli um brottfall algerlega óþarfra tilvísana til laga nr. 57/1949 í ákvæðum annarra laga.
    Í 91. gr. koma fram tillögur um breytingar á ákvæðum 21 laga og í nokkrum tilvikum um leið um brottfall annarra ákvæða í sömu lögum. Í flestum tilvikum eru hér á ferðinni fyrirmæli laga, þar sem mælt er fyrir um nauðungaruppboð, uppboðshaldara og fleiri atriði tengd uppboðum, en þau hugtök eiga ekki samleið við þá nýskipan eftir reglum þessa frumvarps, að nauðungarsala geti farið fram á annan hátt en við uppboð. Þá er í nokkrum tilvikum að finna sérákvæði um afbrigðilegan undirbúning að nauðungarsölu við tilteknar aðstæður, sem mundu víkja frá almennum reglum samkvæmt frumvarpinu og ekki verða séð rök fyrir.

Um 92.–99. gr.


    Í þessum ákvæðum koma fram reglur um skil eldri laga og yngri varðandi afmörkuð efni. Verður ekki séð að þær þarfnist skýringa hér í einstökum atriðum.