Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 164 . mál.


261. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 70/1985, um Framkvæmdasjóð Íslands.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.     Fyrsti minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar mun ekki leggjast gegn afgreiðslu þessa frumvarps og telur ekki óeðlilegt að þær breytingar verði gerðar á skipan mála sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Að vísu virðist yfirtaka Lánasýslunnar á málefnum Framkvæmdasjóðs lítt undirbúin og ekki hafa fengist mikil svör við þeim spurningum sem bornar hafa verið fram, t.d. um málefni þeirra aðila sem Framkvæmdasjóður hefur veitt þjónustu.
     Fyrsti minni hluti telur sig knúinn til að mótmæla sérstaklega því moldroki sem núverandi forsætisráðherra hefur þyrlað upp, m.a. um málefni Framkvæmdasjóðs, þar sem hann hefur reynt að ata forvera sinn í starfi og ýmsa fleiri andstæðinga auri.
    Staðreyndin er sú að þeir flokkar, sem að núverandi ríkisstjórn standa, bera öðrum fremur ábyrgð á þeim ákvörðunum á umliðnum árum sem leikið hafa fjárhag Framkvæmdasjóðs verst. Þetta var ítarlega rakið í ræðu sem 8. þm. Reyknesinga flutti við 1. umr. málsins.

Alþingi, 12. des. 1991.Steingrímur J. Sigfússon.