Ferill 164. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 164 . mál.


269. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 70/1985, um Framkvæmdasjóð Íslands.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Undirritaðir nefndarmenn eru samþykkir því að lánastofnanir verði sameinaðar. Eðlilegt er að Framkvæmdasjóður Íslands sé hluti af þeirri mynd. Hins vegar telur 2. minni hluti að rétt sé að bíða með ákvörðun um Framkvæmdasjóð þar til niðurstöður um sameiningu fjárfestingarlánasjóða liggja fyrir.
    Annar minni hluti óskaði eftir því að fá að ræða við stjórn Framkvæmdasjóðs um málefni sjóðsins. Ekki var orðið við þeirri beiðni.
    Með tilliti til framanritaðs munu undirritaðir nefndarmenn sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. des. 1991.



Halldór Ásgrímsson,

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.


frsm.