Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 167 . mál.


286. Breytingartillögur



við frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (RG, SP, IBA, VE, GAK).



    Við 1. gr. B- og c-liður greinarinnar falli brott.
    Við 2. gr. Síðasti málsliður greinarinnar falli brott.
    6.–8. gr. falli brott.
    Á eftir 10. gr. (er verði 7. gr.) komi ný grein, 8. gr., er orðist svo:
                  Ráðherra ákveður með reglugerð hvaða vinnulaunakröfur og hversu háar, sem viðurkenndar hafa verið sem forgangskröfur samkvæmt gjaldþrotaskiptalögum, njóta ábyrgðar sjóðsins.
                  Reglugerðin skal sett að fengnum tillögum stjórnar ábyrgðasjóðs. Með henni skal tryggja að launþegar njóti bóta að minnsta kosti vegna:
         
    
    vinnulaunakröfu fyrir síðustu þrjá starfsmánuði,
         
    
    orlofslauna sem áttu að koma til útborgunar á síðustu þremur starfsmánuðum,
         
    
    riftunar eða uppsagnar vinnusamnings í allt að þrjá mánuði enda skal sá sem krefst bóta samkvæmt þessum lið sýna fram á að hann hafi leitað eftir annarri vinnu með vottorði vinnumiðlunar,
         
    
    greiðslna sem vinnuveitanda ber að inna af hendi til launþega vegna tjóns af völdum vinnuslyss eða til þess sem tilkall á til bóta vegna dauðsfalls launþega enda fylgi bótakröfunni forgangsréttur í bú vinnuveitanda.
                  Skorti ábyrgðasjóðinn reiðufé til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt lögum þessum og reglugerð skal stjórn sjóðsins þegar í stað tilkynna það ráðherra. Ríkissjóður skal útvega það fé sem sjóðinn vantar og skal það gert með láni eftir nánari ákvörðun ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Lánið skal endurgreitt með álagningu sérstaks aukagjalds á næsta almanaksári.
    Við 16. gr. (er verði 14. gr.).
         
    
    Orðin „Heimilt er að ákveða með reglugerð að gjaldið skuli vera hlutfallsgjald“ í a-lið greinarinnar falli brott.
         
    
    Orðin „og er heimilt að hafa gjaldið hlutfallsgjald“ í b- og c-lið greinarinnar falli brott.
         
    
    Á eftir 1. málsl. d-liðar greinarinnar komi nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er með reglugerð heimilt að ákveða að gjald skv. a-, b-, c- og d-lið skuli vera hlutfallsgjald og tiltaka hámark þess gjalds sem sjúklingi ber að greiða.
    Við 17. gr. (er verði 15. gr.). 1. og 2. tölul. 1. mgr. orðist svo:
        1.    Um þátttöku í kostnaði við tannlækningar barna og unglinga 15 ára og yngri, aðrar en gullfyllingar, krónu- og brúargerð, fer eftir því sem hér segir:
                  a.    Sjúkratryggingar greiða að fullu skoðun og fyrirbyggjandi tannlækningar, svo sem tannfræðslu, tannhreinsun, flúorvernd tanna og skorufyllur.
                  b.    Fyrir aðrar tannlækningar en þær sem tilgreindar eru í a-lið greiða sjúkratryggingar 85% kostnaðar.
                  c.    Ráðherra skal setja gjaldskrá fyrir skólatannlækningar. Skal gjaldskráin miðuð við raunverulegan kostnað við þær. Með skólatannlækningum er jafnt átt við tannlækningar sem starfræktar eru á vegum hins opinbera eða samkvæmt útboði.
                  d.    Þegar skólatannlækningar standa til boða skal ekki greiða fyrir tannlækningar skv. a-lið sé leitað til annarra tannlækna en skólatannlækna, nema um annað hafi verið samið. Í sömu tilvikum fer um hlutdeild sjúkratrygginga skv. b-lið eftir gjaldskrá sem ráðherra setur með hliðsjón af gjaldskrá fyrir skólatannlækningar eða raunverulegum kostnaði sé hann lægri.
                  e.    Sé þjónusta skólatannlækna ekki fyrir hendi fer um greiðslur sjúkratrygginga samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra setur og tekur mið af raunverulegum kostnaði.
        2.    Fyrir 16 ára unglinga skal greiða 50% kostnaðar í samræmi við ákvæði 1. tölul.
    Við 18. gr. (er verði 16. gr.). Á eftir orðunum „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í c-lið komi: að höfðu samráði við viðkomandi stofnanir.
    Við 19. gr. (er verði 17. gr.). 2. efnismálsl. falli brott.
    Á eftir 24. gr. (er verður 22. gr.) komi nýr undirkafli með fjórum nýjum greinum og fyrirsögninni: Um breytingu á hafnalögum, nr. 69/1984.
         
    
(23. gr.)
                            Við 1. mgr. 11. gr. laganna bætist nýr töluliður, 6. tölul., er orðist svo: Sérstakt vörugjald.
         
    
(24. gr.)
                            Á eftir 5. mgr. 12. gr. laganna kemur ný málsgrein er orðist svo:
                            Sérstakt vörugjald skv. 6. tölul. 1. mgr. 11. gr. skal renna í sérstaka deild við Hafnabótasjóð. Gjaldið skal vera sem svarar 25% álagi á vörugjöld, önnur en aflagjald, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 11. gr.
         
    
(25. gr.)
                            1. málsl. 26. gr. laganna orðist svo: Eftirfarandi ákvæði skulu gilda um greiðsluþátttöku ríkissjóðs, að meðtöldu framlagi úr Hafnabótasjóði, skv. 38. gr., í hafnargerðum.
         
    
(26. gr.)
                            Á eftir 37. gr. laganna kemur ný grein, 38. gr., og breytist greinatala samkvæmt því. Greinin orðist svo:
                             Tekjur af sérstöku vörugjaldi skulu renna í sérstaka deild við Hafnabótasjóð. Fé úr deildinni skal varið til að standa straum af framkvæmdum við almennar hafnargerðir eftir því sem nánar segir í lögum þessum og ákveðið er í fjárlögum ár hvert.
    Á eftir 24. gr. bætist enn nýr undirkafli með einni grein og fyrirsögninni: Um breytingu á lögum nr. 52/1957, um eyðingu refa og minka. Greinin, er verði 27. gr., orðist svo:
                  13. gr. laganna, sbr. 24. gr. laga nr. 108/1988 og 7. gr. laga nr. 47/1990, orðist svo:
                  Stjórnir sveitarfélaga eða aðrir, sem annast eyðingu refa og minka samkvæmt lögum þessum, skulu ár hvert fyrir septemberlok skila umhverfisráðuneyti reikningum og sundurliðuðu reikningsyfirliti um kostnað við starfsemi þessa. Veiðistjóri úrskurðar um reikningana. Nú úrskurðar veiðistjóri reikninga rétta og hóflega og endurgreiðir ríkissjóður þá sveitarfélögum helming útlagðs kostnaðar við framkvæmd laga þessara. Í sveitarfélagi, þar sem heildarkostnaður við refa- og minkaveiðar verður hærri en 3.000 kr. á hvern íbúa miðað við íbúafjölda 1. desember árið á undan, greiðir ríkissjóður þó allt að þremur fjórðu hlutum af kostnaði við framkvæmdina.
    Við 44. gr. ( er verði 47. gr.). Greinin orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 35. gr. laga nr. 19/1964, skipulagslaga, sbr. lög nr. 42/1974, skal mótframlag ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 4.500 þús. kr. á árinu 1992.
    Á eftir 44. gr. (er verði 47. gr.) komi þrjár nýjar greinar svohljóðandi:
         
    
(48. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 2. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með síðari breytingum, skulu 265 m.kr. af innheimtum mörkuðum tekjum samkvæmt lögunum renna í ríkissjóð á árinu 1992 en ekki vera varið til vegagerðar samkvæmt vegáætlun.
         
    
(49. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 27. gr. laga þessara (13. gr. laga nr. 52/1957, um eyðingu refa og minka) er umhverfisráðherra heimilt, að fengnum tillögum veiðistjóra, að ákveða að ríkissjóður taki ekki þátt í kostnaði við minkaveiðar, grenjaleit og grenjavinnslu á tilteknum svæðum á árinu 1992. Umhverfisráðuneytið skal auglýsa fyrir 1. maí 1992 til hvaða landsvæða ákvörðunin tekur og hver séu mörk þeirra.
                            Þrátt fyrir ákvæði 3., 4. og 5. gr. laga nr. 52/1957 er sveitarstjórnum og stjórnum upprekstrarfélaga heimilt að fella niður grenja- og minkaleitir á árinu 1992 á svæðum þar sem ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við veiðarnar.
         
    
(50. gr.)
                            Þrátt fyrir ákvæði 12. og 13. gr. laga nr. 56/1972, um lögreglumenn, skulu sveitarfélög greiða hluta kostnaðar við löggæslu á árinu 1992 sem hér segir:
                            Sveitarfélög með 300 íbúa eða fleiri greiði 2.850 kr. á hvern íbúa, sveitarfélög með færri en 300 íbúa greiði 1.700 kr. á hvern íbúa. Miða skal við íbúafjölda 1. desember 1991.
                            Framlög sveitarfélaga skulu greidd með jöfnum mánaðarlegum greiðslum samkvæmt nánari ákvörðun í reglugerð.
    Við 45. gr. (er verði 51. gr.).
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er verði 2. mgr. og orðist svo:
                            Ákvæði 8. gr. laga þessara um ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota taka þó eigi gildi fyrr en 1. mars 1992. Frá þeim tíma falla úr gildi 1.–4. gr. laga nr. 88/1990, um ríkisábyrgð á launum. Þá verða eftirfarandi breytingar á lögum nr. 88/1990:
                   
    Í stað orðsins „ríkissjóður“ í 5.–7. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 8. gr., 9. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 11. gr., 12.–13. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 14. gr. þeirra laga komi (í viðeigandi beygingarföllum): ábyrgðasjóður.
                   
    Í stað orðsins „ríkisábyrgð“ í 8. gr. og „ríkisábyrgðar“ í 10. gr. komi: ábyrgð og ábyrgðar.
                   
    Í stað orðsins „fjármálaráðherra“ í 13. gr. komi: stjórn sjóðsins og í stað orðanna „fjármálaráðherra“ og „hann“ í 2. mgr. 14. gr. komi: stjórn sjóðsins og stjórnin.
                   
    Orðin „skv. a- til d-liðum 1. mgr. 4. gr.“ í 5. gr. falli brott.
         
    
    Við síðari málsgrein bætist nýr málsliður svohljóðandi: Jafnframt skal eftir 1. mars 1992 gefa út að nýju ákvæði 6.–8. gr. laga þessara, að viðbættum ákvæðum 5.–15. gr. laga nr. 88/1990, með áorðnum breytingum, með fyrirsögninni: Lög um ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, I, er orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 51. gr. laga þessara öðlast c-, d- og e-liðir 1. tölul. 17. gr. gildi 1. mars 1992. Fram til 1. mars 1992 skal hlutdeild sjúkratrygginga miðast við gildandi gjaldskrá tannlækna. Ráðherra er þó heimilt að fresta gildistöku c-, d- og e-liðar 17. gr. fram til 1. september 1992.              
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, IV, er orðist svo:
                  Ákvæði 8. gr. laga þessara gilda um kröfur sem hlotið hafa umsögn skiptaráðanda 1. mars 1992 eða síðar.