Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 167 . mál.


307. Breytingartillaga



við frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992.

Frá Finni Ingólfssyni, Svavari Gestssyni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur


og Ingibjörgu Pálmadóttur.



    Við 17. gr. Á eftir 3. tölul. 1. mgr. bætist við nýr töluliður svohljóðandi: Heimilt er að greiða allt að 50% kostnaðar við tannréttingar hjá börnum og unglingum 16 ára og yngri samkvæmt reglum sem ráðherra setur að fengnum tillögum tryggingaráðs. Því aðeins kemur til greiðslna samkvæmt þessum tölulið að fyrir liggi sérstök umsókn sem útfyllt er af viðkomandi tannlækni samkvæmt ósk Tryggingastofnunar og samþykki sjúkratrygginga.