Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 205 . mál.


351. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (RG, GAK, IBA,

SP, VE).

    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
         
    
    Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Þó fellur þessi heimild niður ef skuldaviðurkenning er seld á þeim tíma sem heimilt er að dreifa söluhagnaði.
         
    
    2. mgr. orðast svo:
                            Þegar skattskyldum söluhagnaði er dreift samkvæmt þessari grein skal hækka hann eða lækka samkvæmt verðbreytingastuðli, sbr. 26. gr., fram til þess árs sem hann er tekjufærður.
    Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  2. mgr. 56. gr. laganna orðast svo:
                  Þegar samvinnufélög sameinast, sbr. 78. gr. laga nr. 22/1991, um samvinnufélög, eða hlutafélag sameinast samvinnufélagi, sbr. 81. gr. sömu laga, skal hið sameinaða félag taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum hinna fyrri félaga.
    Eftirfarandi breytingar verði á 7. gr.:
         
    
    Í stað orðanna „sams konar“ í 2. efnismálsl. komi: skyldan.
         
    
    Orðin „rekstrarlegu hagræðingarskyni eða öðrum“ í 4. efnismálsl. falli brott.
         
    
    Lokamálsliður falli brott.
    Við 9. gr.
         
    
    Á eftir orðinu „rannsóknaskipi“ í 3. efnismgr. komi: sanddæluskipi.
         
    
    4. efnismgr. orðist svo:
                            Sjómannaafsláttur skal vera 660 kr. á hvern dag. Við ákvörðun dagafjölda, sem veitir rétt til sjómannaafsláttar, skal miða við þá daga sem skylt er að lögskrá sjómenn skv. 4. og 5. gr. laga nr. 43/1987, um lögskráningu sjómanna. Séu dagar þessir 260 á ári eða fleiri skal sjómaður njóta afsláttar alla daga ársins og hlutfallslega séu lögskráningardagar færri en 260, þó aldrei fleiri daga en hann er ráðinn hjá útgerð. Hlutaráðnir beitningarmenn skulu eiga rétt á sjómannaafslætti þá daga sem þeir eru ráðnir við slík störf samkvæmt skriflegum samningi um hlutaskipti. Hjá mönnum á fiskiskipum undir 12 rúmlestum brúttó, sem ekki er skylt að lögskrá á samkvæmt framangreindum lögum, skal miða við almenna vinnudaga (mánudaga til föstudaga) á úthaldstímabili í stað lögskráningardaga, sbr. framangreint. Réttur þessara manna er þó háður því að laun fyrir sjómennsku séu a.m.k. 30% af tekjuskattsstofni þeirra. Þeir dagar á ráðningartíma hjá útgerð, sem sjómaður getur ekki stundað vinnu vegna veikinda eða slysa en tekur laun samkvæmt kjarasamningi, skulu veita rétt til sjómannaafsláttar. Komi upp ágreiningur um þá daga sem veita rétt til sjómannaafsláttar má staðreyna dagafjöldann með staðfestingu stéttarfélags á greiddum stéttarfélagsgjöldum.
    15. og 16. gr. falli brott.
    Á eftir 17. gr. (er verði 15. gr.) bætist við ný grein, 16. gr., er orðist svo:
                  Við lögin bætist ný grein, er verður 124. gr., og orðast svo:
                  Ákvæði laga þessara um hlutabréf og jöfnunarhlutabréf skulu gilda með sama hætti um samvinnuhlutabréf, sbr. lög nr. 22/1991, um samvinnufélög, eftir því sem við á. Jafnframt skulu ákvæði laga nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, um hlutabréf gilda með sama hætti um samvinnuhlutabréf.
    Við 18. gr. (er verði 17. gr.). 3. mgr. orðist svo:
                  Ákvæði b-liðar 4. gr. öðlast gildi 1. janúar 1993 og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 1994 vegna tekjuársins 1993 enda taki gildi frá sama tíma lög um skattskyldu fjármagnstekna og arðs af hlutafé er komi í veg fyrir tvísköttun arðs.
    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, II, er orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði a-liðar 4. gr. er heimilt að draga eftirstöðvar rekstrartapa, eins og þær voru 31. desember 1990, frá skattskyldum tekjum næstu fimm ára talið frá gildistöku laga þessara.