Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 205 . mál.


363. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og brtt. á þskj. 351.

Frá fjármálaráðherra.



    Á eftir 4. gr. frumvarpsins komi ný grein er verður 5. gr. og orðist svo:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 38. gr. laganna:
         
    
    Í stað „8%“ í 1. tölul. komi: að lágmarki 6%, að hámarki 8%.
         
    
    Í stað „8%“ í 2. tölul. komi: að lágmarki 6%, að hámarki 8%.
         
    
    Í stað „12%“ í 3. tölul. komi: að lágmarki 9%, að hámarki 12%.
         
    
    Í stað „20%“ í a-lið og „15%“ í b-lið 4. tölul. komi: að lágmarki 15%, að hámarki 20% og að lágmarki 11%, að hámarki 15%.
         
    
    Í stað „2%“ í 5. tölul. komi: að lágmarki 1,5%, að hámarki 2%.
         
    
    Í stað „20%“ í 7. tölul. komi: að lágmarki 15%, að hámarki 20%.
    Við 4. tölul. brtt. á þskj. 351. Í stað „260“ komi: 245.

Greinargerð.


    Sú takmörkun, sem frumvarpið gerir ráð fyrir að verði á vegna skattalegs taps, gerir það nauðsynlegt að fyrirtæki séu ekki skyldug til að afskrifa eignir eftir föstu hlutfalli heldur geti brugðist að nokkru við því með sveigjanlegri afskriftareglum. Því er lagt til í 1. tölul. að horfið verði frá föstu fyrningarhlutfalli eigna, sbr. 38. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, og þess í stað kveðið á um lágmark og hámark þess fyrningarhlutfalls sem nota má ár hvert.
    Í 2. tölul. er lagt til að viðmiðunartala fjölda daga, sem veita rétt til fulls sjómannaafsláttar, breytist úr 260 dögum í 245 daga á ári. Er tillagan gerð á grundvelli endurskoðaðra útreikninga á áhrifum breytingartillagnanna á þskj. 351 en breytir ekki heildarfjárhæð sjómannaafsláttar frá því sem áður var áætlað. Verði um veruleg frávik að ræða munu reglur um sjómannaafslátt verða teknar til endurskoðunar.