Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 315 . mál.


520. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um gjaldþrota einstaklinga.

Frá Guðmundi Stefánssyni.



    Hversu margir einstaklingar voru lýstir gjaldþrota hér á landi á árunum 1987, 1988, 1989, 1990 og 1991?
    Hve mörg þessara gjaldþrota stöfuðu af því að viðkomandi einstaklingar voru í ábyrgðum fyrir aðra einstaklinga eða fyrirtæki gagnvart bönkum eða öðrum lánastofnunum?
    Hafði ríkissjóður einhvern beinan kostnað af þessum gjaldþrotum og þá hve mikinn?
    Hyggst ríkisstjórnin með lagasetningu eða á annan hátt tryggja betur stöðu ábyrgðarmanna en nú er?


Skriflegt svar óskast.