Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


115. löggjafarþing 1991–1992.
Nr. 4/115.

Þskj. 535  —  180. mál.


Þingsályktun

um fráveitumál sveitarfélaga.


    Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að hraða úttekt á ástandi fráveitumála sveitarfélaga. Kannað verði hvaða íslensk tækniþekking og útbúnaður er fyrirliggjandi varðandi skolphreinsun, metinn kostnaður við úrbætur og hvernig auðvelda megi sveitarfélögum að standa undir honum. Áhersla verði lögð á úrbætur sem leysi fráveitumál byggðanna til frambúðar frá sjónarhóli umhverfisverndar.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 1992.