Ferill 135. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 135 . mál.


555. Nefndarálitum frv. til l. um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands.

Frá sjávarútvegsnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið. Á fund hennar komu Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, Þorleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna, og Jakob Magnússon frá Hafrannsóknastofnun. Umsagnir bárust frá Alþýðusambandi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda, Landhelgisgæslunni, Landssambandi iðnaðarmanna, Landssambandi smábátaeigenda, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða, Sambandi málm- og skipasmiðja, Samtökum fiskvinnslustöðva, sjávarútvegsráðuneytinu, Sjómannasambandi Íslands, Verkamannasambandi Íslands, Verslunarráði Íslands, Vélstjórafélagi Íslands, Vinnumálasambandi samvinnufélaganna og Vinnuveitendasambandi Íslands. Enn fremur barst nefndinni umsögn utanríkismálanefndar.
    Sjávarútvegsnefnd leggur til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á frumvarpinu:
    Lagt er til að 2. mgr. 3. gr. frumvarpsins verði breytt í þá átt að erlendum veiðiskipum verði bannað að veiða úr sameiginlegum nytjastofnum sem ekki hefur verið samið um nýtingu á. Sjávarútvegsráðherra verði heimilt að víkja frá banninu þegar sérstaklega stendur á.
    Lagt er til að 4. gr. frumvarpsins kveði á um að erlend fiskiskip, sem koma til íslenskrar hafnar, tilkynni Landhelgisgæslu Íslands komu sína í stað hafnaryfirvalda eins og mælt er fyrir um í ákvæðinu. Er það nauðsynlegt vegna löggæsluþáttar skipakomunnar. Bæði innlend og erlend skip þurfa eðli málsins samkvæmt ávallt að tilkynna viðkomandi hafnaryfirvöldum um komu til hafnar vegna bryggjupláss.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum þessum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi Samtaka um kvennalista, sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hún samþykk áliti nefndarinnar.

Alþingi, 12. mars 1992.Matthías Bjarnason,

Árni R. Árnason.

Guðmundur Hallvarðsson.


form., frsm.Halldór Ásgrímsson.

Hjálmar Jónsson.

Jóhann Ársælsson.Stefán Guðmundsson.

Steingrímur J. Sigfússon.

Össur Skarphéðinsson.