Ferill 66. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


115. löggjafarþing 1991–1992.
Nr. 5/115.

Þskj. 610  —  66. mál.


Þingsályktun

um yfirtökutilboð og önnur almenn tilboð í hlutafélög.


    Alþingi ályktar að fela viðskiptaráðherra að undirbúa nú þegar löggjöf um yfirtökutilboð og önnur almenn tilboð í hlutafélög til þess að vernda félagsmenn og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Leggja skal fram frumvarp um þetta efni fyrir 116. löggjafarþing svo að ný lög um þetta efni geti tekið gildi eigi síðar en 1. janúar 1993.

Samþykkt á Alþingi 19. mars 1992.