Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 670, 115. löggjafarþing 32. mál: skipan gjaldeyris- og viðskiptamála (sala erlends gjaldeyris).
Lög nr. 11 6. apríl 1992.

Lög um breyting á lögum um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, nr. 63 31. maí 1979.


1. gr.

     4. gr. laganna orðist svo:
     Um sölu- og skilaskyldu erlends gjaldeyris, sem innlendir aðilar, þar með taldir þeir aðilar sem heimild hafa til að versla með erlendan gjaldeyri, eiga eða eignast fyrir seldar vörur, þjónustu eða á annan hátt, fer eftir reglum sem ráðuneytið setur.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. mars 1992.