Ferill 125. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 125 . mál.


756. Nefndarálitum frv. til l. um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum.

Frá sjávarútvegsnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið. Á fund hennar komu Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, Benedikt Valsson frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Helgi Laxdal frá Vélstjórafélagi Íslands, Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands og Sveinn Hjörtur Hjartarson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Einnig komu á fund nefndarinnar Grímur Valdimarsson, Jón Ríkharðsson og Sigurjón Arason frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Þá bárust umsagnir frá Alþýðusambandi Íslands, Verkamannasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Samtökum fiskvinnslustöðva og Vélstjórafélagi Íslands.
    Nefndin leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á frumvarpinu:
    Lagt er til að 2. mgr. 4. gr. verði breytt þannig að í stað sérstaks matsmanns verði í áhöfn maður með sérþekkingu á viðkomandi framleiðslu og hafi hann umsjón með vinnslunni ásamt nauðsynlegu gæðaeftirliti.
    Lagt er til að nýrri grein verði bætt við frumvarpið er kveði á um að ráðherra geti með reglugerð m.a. heimilað frávik frá ákvæðum frumvarpsins varðandi fullvinnslu um borð í bátum undir 20 brúttórúmlestum sem stunda línu- og handfæraveiðar.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum þessum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og er hún efnislega samþykk áliti nefndarinnar.

Alþingi, 7. apríl 1992.Matthías Bjarnason,

Árni R. Árnason.

Stefán Guðmundsson.


form., frsm.Halldór Ásgríms

son.

Guðmundur Hallvarðsson.

Hjálmar Jónsson.Jóhann Ársælsson,

Steingrímur J. Sigfússon,

Magnús Jónsson,


með fyrirvara.

með fyrirvara.

með fyrirvara.