Ferill 125. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 125 . mál.


757. Breytingartillögur



við frv. til l. um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    2. mgr. 4. gr. orðist svo.
                  Í áhöfn skal vera maður með sérþekkingu á viðkomandi framleiðslu er hafa skal umsjón með allri vinnslu ásamt nauðsynlegu gæðaeftirliti. Skal með reglugerð kveða á um menntunarkröfur og starfssvið hans.
    Á eftir 6. gr. komi ný grein, er verði 7. gr., svohljóðandi:
                  Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um framkvæmd laga þessara, m.a. heimilað frávik frá ákvæðum þeirra varðandi fullvinnslu um borð í bátum undir 20 brúttórúmlestum er stunda línu- og handfæraveiðar.