Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 72 . mál.


772. Breytingartillögur



við frv. til barnalaga.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (SP, JHelg, DH, MJ, PBj, IBA, BBj, BF).



    Við 10. gr. Í stað orðanna „skal þá“ í 3. mgr. komi: er þá heimilt að.
    Við 23. gr. Í stað orðanna „móður barns eða“ í 3. mgr. komi: móður barns og/eða.
    Við 25. gr. Í stað orðsins „barnsfeðra“ í 4. mgr. komi: foreldra.
    Við 33. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Í samningi um sameiginlega forsjá skal greina hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði hafa búsetu.
    Við 37. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Barn á rétt á umgengni við það foreldra sinna er ekki fer með forsjá þess og gagnkvæmt.
         
    
    Fyrri málsliður 5. mgr. orðist svo: Nú er annað foreldra barns látið eða bæði eða foreldri er ókleift að rækja umgengnisskyldur sínar við barn og geta þá nánir vandamenn látins foreldris eða foreldris, er ekki getur rækt umgengnisskyldur sínar, krafist þess að sýslumaður mæli fyrir um umgengni þeirra við barn.
    Við 39.–40. gr. 40 gr., svo og fyrirsögn hennar, falli brott. Síðari málsgrein 39. gr. verði ný 40. gr.
    Við 60. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Dómari getur lagt fyrir aðila eða lögmenn þeirra að aflað verði nánar tilgreindra gagna, svo sem skýrslna sérfróðra manna um foreldra og barn. Um skýrslur samkvæmt þessari málsgrein fer samkvæmt ákvæðum IX. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, um dómkvadda matsmenn.