Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 203 . mál.


795. Breytingartillögurvið frv. til l. um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.

Frá umhverfisnefnd.    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Náttúrufræðistofnun Íslands er í eigu íslenska ríkisins.
                  Stofnunin getur byggst upp af allt að fimm setrum sem hvert um sig hefur sjálfstæðan fjárhag. Auk seturs í Reykjavík getur ráðherra heimilað eitt setur í hverjum landsfjórðungi að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar og eftir því sem fé er veitt á fjárlögum.
    Við 3. gr. Greinin falli brott.
    Á eftir 5. gr. komi ný grein svohljóðandi:
                  Berist um það ósk er Náttúrufræðistofnun heimilt að framkvæma gegn greiðslu rannsóknir sem falla undir 4. gr.
                  Stofnunin er óháð hagsmunatengdum aðilum og þiggur ekki af þeim framlög eða gjafir. Henni er heimilt að veita viðtöku fjárframlögum, vísindastyrkjum, vísindalegum eintökum, náttúrugripum og sambærilegum gjöfum frá einstaklingum eða öðrum sem ekki eru hagsmunatengdir henni. Rísi ágreiningur um hvort aðili er hagsmunatengdur stofnuninni eða ekki sker ráðherra úr.
    Við 17. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1993.
    Við ákvæði til bráðabirgða. Í stað orðanna „ákvæði 3. gr.“ komi: ákvæði 2. gr.