Ferill 127. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 127 . mál.


819. Nefndarálit



um frv. til l. um Viðlagatryggingu Íslands.

Frá minni hluta heilbrigðis- og trygginganefndar.



    Minni hluti nefndarinnar telur að ekki hafi verið farið nægilega vel yfir frumvarpið. Hér er um að ræða mikilvægan og flókinn málaflokk. Málið hefur verið lengi til meðferðar. Við skoðun málsins í nefnd komu í ljós afar mismunandi sjónarmið þeirra sem um málið hafa fjallað. Tryggingaráðuneytið hefur síðan reynt að samræma þessi sjónarmið, en nefndin hefur að dómi minni hlutans ekki farið nægilega vel yfir forsendur frumvarpsins og frumvarpið sjálft í einstökum atriðum. Þá hafa ekki verið lögð fram nein gögn í nefndinni um fjárhag Viðlagatryggingarinnar, eignastöðu hennar né heldur um hugsanleg fjárhagsleg áhrif frumvarpsins ef samþykkt verður sem lög. Minni hlutinn treystir sér ekki til þess að afgreiða frumvarpið með þessum hætti og telur óhjákvæmilegt að ríkisstjórnin fjalli um málið á ný og vandi þá betur allan málatilbúnað. Þess vegna leggur minni hlutinn til að frumvarpið um Viðlagatryggingu Íslands verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 29. apríl 1992.



Svavar Gestsson,

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.


frsm.