Ferill 58. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 58 . mál.


827. Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar.    Við 2. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „manneskju“ í 1. efnismgr. komi: manni.
         
    
    Í stað orðanna „allt að 10 árum“ í fyrri málslið 1. efnismgr. komi: ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.
         
    
    2. efnismgr. falli brott.
    Við 3. gr. Í stað orðsins „manneskju“ komi: manni.
    Við 4. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Hver sem notfærir sér geðveiki eða aðra andlega annmarka manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
    Við 5. gr. Orðin „eða vistkonu“ falli brott.
    Við 6. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann utan hjónabands eða óvígðrar sambúðar með því að misnota freklega þá aðstöðu sína að hann er honum háður fjárhagslega, í atvinnu sinni eða sem skjólstæðingur hans í trúnaðarsambandi, skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða, sé maðurinn yngri en 18 ára, allt að 6 árum. Önnur kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt að 2 árum.
    Við 7. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. efnismgr.:
         
    
    Í stað orðsins „manneskju“ komi: mann.
         
    
    Í stað orðsins „hún“ og í stað sama orðs annars staðar í málsgreininni komi: hann.
    Við 9. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. efnismgr.:
         
    
    Í stað tölunnar „4“ komi: 6.
         
    
    Í stað tölunnar „6“ komi: 10.
    Við 10. gr. Í stað tölunnar „10“ í 1. efnismgr. komi: 12.
    Við 11. gr. Orðin „andlegt ástand eða“ í efnismálsgreininni falli brott.
    Við 13. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    1. efnismgr. orðist svo:
                            Hver sem stundar vændi sér til framfærslu skal sæta fangelsi allt að 2 árum.
         
    
    Á eftir 1. efnismgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                            Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
         
    
    Í stað orðanna „ofan af fyrir sér með“ í 2. efnismgr., er verði 3. efnismgr., komi: viðurværi sitt af.
         
    
    3. efnismgr., er verði 4. efnismgr., orðist svo:
                            Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann hafi viðurværi sitt af lauslæti ef viðkomandi er yngri en 21 árs eða honum er ókunnugt um þennan tilgang fararinnar.