Ferill 202. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 202 . mál.


844. Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðjur ríkisins.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Á fund hennar komu Þorsteinn Gíslason, Þórður Jónsson og Kristján Ingibergsson frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda, hreppsnefnd Raufarhafnarhrepps, hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Síldarverksmiðjum ríkisins, Sjómannasambandi Íslands, Starfsmannafélagi ríkisstofnana og Vélstjórafélagi Íslands. Þá barst álitsgerð frá Hróbjarti Jónatanssyni hrl.
    Nefndin leggur til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á frumvarpinu:
    Lagt er til að heimili og varnarþing Síldarverksmiðjanna verði á Siglufirði.
    Lagt er til að stjórn fyrirtækisins verði skipuð fimm mönnum. Enn fremur er lagt til að félagið taki til starfa 1. ágúst 1992 í stað 1. maí 1992. Þá falli úr gildi lög um Síldarverksmiðjur ríkisins, nr. 1/1938.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins með þessum breytingum.

Alþingi, 4. maí 1992.



Matthías Bjarnason,

Magnús Jónsson.

Guðmundur Hallvarðsson.


form., frsm.



Vilhjálmur Egilsson.

Árni R. Árnason.