Ferill 198. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 198 . mál.


870. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 65/1982, um skattskyldu innlánsstofnana, með síðari breytingum.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



     Frumvarp þetta á sér langan aðdraganda og er flutt lítið breytt frá því að um það var fjallað á Alþingi síðast, en það var á 111. löggjafarþingi. Undirbúningi málsins var þannig háttað þá að ekki þótti mögulegt að afgreiða það. Þrátt fyrir þá augljósu annmarka, sem voru á málinu, var það ekki lagfært í samræmi við þá málsmeðferð sem málið fékk áður á Alþingi. Þótt nokkrar breytingar hafi verið gerðar á frumvarpinu telur minni hluti nefndarinnar að rétt sé að vinna málið enn betur og leggja það fyrir að nýju í upphafi Alþingis á komandi hausti.
     Ef frumvarpið verður að lögum mun það leiða til vaxtahækkana hjá nokkrum fjárfestingarlánasjóðum sem mun hafa áhrif á starfsskilyrði atvinnuveganna. Í því sambandi má sérstaklega benda á Fiskveiðasjóð sem hefur skilað ítarlegum greinargerðum um málið, en ríkisstjórnin hefur lofað því að bæta starfsskilyrði sjávarútvegsins. Ekkert hefur bólað á aðgerðum í þessu skyni og það eitt gert að vísa málinu til nefndar sem er upptekin við önnur verkefni.
     Minni hluti nefndarinnar getur ekki fallist á að samþykkja frumvarpið og íþyngja atvinnuvegunum við núverandi skilyrði.
     Varðandi ágalla málsins vísar minni hluti nefndarinnar til meðfylgjandi fylgiskjals þar sem skýrt koma fram ýmsar athugasemdir fjárfestingarlánasjóðanna. Með tilliti til þessa leggur minni hlutinn til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 29. apríl 1992.



Halldór Ásgrímsson,

Steingrímur J. Sigfússon.

Kristín Ástgeirsdóttir.


frsm.



Jóhannes Geir Sigurgeirsson.



Fylgiskjal.


REPRÓ