Ferill 202. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 202 . mál.


873. Breytingartillögurvið frv. til l. um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðjur ríkisins.

Frá minni hluta sjávarútvegsnefndar (HÁ, SJS, StG, JÁ).    3. gr. orðist svo:
                  Ríkissjóður er eigandi allra hlutabréfa í hinu nýja félagi. Heimilt er að selja allt að 40% hlutafjár, þó ekki fyrstu þrjú árin. Til frekari sölu þarf samþykki Alþingis og jafnframt þarf Alþingi að heimila sölu einstakra verksmiðja.
                  Stjórn er skipuð fimm mönnum og skal sá fjöldi stjórnarmanna, sem ríkið á rétt til samkvæmt hlutabréfaeign sinni á hverjum tíma, kosinn hlutfallskosningu á Alþingi svo lengi sem ríkið er meirihlutaeignaraðili. Eftir það tilnefnir sjávarútvegsráðherra stjórnarmenn af hálfu ríkisins.
    Við 4. gr. bætist við nýr málsliður er orðist svo: Félagið tekur við eftirstöðvum rekstrartaps Síldarverksmiðja ríkisins eins og það verður í lok síðasta rekstrarárs þeirra, sbr. 7. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með áorðnum breytingum, og má draga það frá tekjum eftir ákvæðum þeirra laga þar til það hefur verið jafnað.
    Við 6. gr. bætist við þrír nýir málsliðir er orðist svo: Í samþykktum skal ákveða að í félaginu skuli vera sérstök samstarfsnefnd. Skal nefndin tilnefnd af sveitarstjórnum þar sem félagið rekur framleiðslustarfsemi, einn fulltrúi frá hverri. Nefndin skal vera félagsstjórninni til ráðuneytis um þau málefni er sérstaklega varða hagsmuni þessara sveitarfélaga og tryggja samstarf stjórnar félagsins og viðkomandi sveitarfélags. Í því skyni skal nefndin halda fundi með stjórn félagsins og framkvæmdastjóra eigi sjaldnar en tvisvar á ári.
    Við 7. gr. Greinin falli brott.
    Við 9. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Fjármálaráðherra er jafnframt heimilt að semja um kaup á hafnarmannvirkjum í eigu Síldarverksmiðja ríkisins.