Ferill 466. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 466 . mál.


879. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið umsagnir frá Búnaðarfélagi Íslands, Landssambandi veiðifélaga og Veiðimálastofnun.
    Gerð er tillaga um orðalagsbreytingu á 2. gr. frumvarpsins. Lagt er til að auk stuðnings við mannvirkjagerð verði Fiskræktarsjóði enn fremur heimilt að styrkja önnur verkefni sem stuðla að aukningu og viðhaldi íslenskra laxfiska án þess að þau séu sérstaklega ákveðin í lögunum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Kristín Ástgeirsdóttir var fjarstödd afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. maí 1992.



Egill Jónsson,

Sigbjörn Gunnarsson.

Guðni Ágústsson.


form., frsm.



Eggert Haukdal.

Einar K. Guðfinnsson.

Árni M. Mathiesen.



Sigurður Hlöðvesson.

Valgerður Sverrisdóttir.