Ferill 441. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 441 . mál.


881. Nefndarálit



um frv. til l. um Jarðasjóð.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Umsagnir bárust frá Búnaðarfélagi Íslands og Stéttarsambandi bænda.
    Nefndin er því fylgjandi að sett verði sérstök lög um Jarðasjóð eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Í meginatriðum fellst nefndin á frumvarpið en leggur þó til að heimild 6. tölul. 40. gr. jarðalaga, nr. 65/1976, verði áfram í lögum. Því leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Á eftir 4. tölul. 2. gr. komi nýr töluliður er orðist svo:
    jarðir sem hreppsnefndir hafa hafnað forkaupsrétti á en jarðanefnd sýslunnar mælir með að Jarðasjóður kaupi.

    Kristín Ástgeirsdóttir var fjarstödd afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. maí 1992.



Egill Jónsson,

Sigbjörn Gunnarsson.

Guðni Ágústsson.


form., frsm.



Eggert Haukdal.

Einar K. Guðfinnsson.

Árni M. Mathiesen.



Sigurður Hlöðvesson.

Valgerður Sverrisdóttir.