Ferill 67. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


115. löggjafarþing 1991–1992.
Nr. 6/115.

Þskj. 885  —  67. mál.


Þingsályktun

um könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að kanna tíðni og orsakir sjálfsvíga á Íslandi. Leiti nefndin jafnframt leiða til að snúa við þeirri ógnvekjandi þróun sem skýrslur sýna að nú á sér stað.
    Nefndin verði skipuð aðilum úr þeim stéttum og hópum þjóðfélagsins er hafa reynslu og þekkingu í þessum og skyldum efnum.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 1992.