Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


115. löggjafarþing 1991–1992.
Nr. 7/115.

Þskj. 886  —  370. mál.


Þingsályktun

um velferð barna og unglinga.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera úttekt og semja skýrslu um orsakir vaxandi erfiðleika og hættur fyrir börn og unglinga sem koma m.a. fram í aukinni neyslu vímuefna, sjálfsvígum, ofbeldi og öðrum afbrotum.
    Til að vinna að þessu verkefni skipi ríkisstjórnin nefnd með fulltrúum frá öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi. Í starfi sínu leiti nefndin upplýsinga hjá þeim stofnunum, félagasamtökum og öðrum aðilum sem um þetta málefni hafa fjallað.
    Nefndin skili skýrslu sinni og ábendingum um úrbætur svo fljótt að taka megi málið til meðferðar á næsta Alþingi í samræmi við þá niðurstöðu sem nefndin kemst að í starfi sínu.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 1992.