Ferill 426. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 426 . mál.


887. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Á fund hennar komu Benedikt Valsson og Harald Holsvík frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands. Áður en frumvarpið var lagt fram hafði nefndin leitað eftir áliti eftirfarandi aðila um breytingu þá sem hér er um að ræða: Landssambands íslenskra útvegsmanna, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sjómannasambands Íslands, Alþýðusambands Austfjarða og Alþýðusambands Vestfjarða.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Guðmundur Hallvarðsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
    Matthías Bjarnason og Steingrímur J. Sigfússon voru fjarstaddir er málið var afgreitt úr nefndinni. Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi Samtaka um Kvennalista, sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hún samþykk áliti þessu.

Alþingi, 9. maí 1992.



Össur Skarphéðinsson,

Árni R. Árnason.

Halldór Ásgrímsson.


varaform., frsm.



Stefán Guðmundsson.

Jóhann Ársælsson.

Tómas Ingi Olrich.