Ferill 426. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 426 . mál.


901. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, með síðari breytingum.

Frá Árna Johnsen og Einari K. Guðfinnssyni.



    1. gr. orðist svo:
                  Í stað 2. og 3. tölul. 9. gr. laganna komi nýr liður er orðast svo:
                 Til Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sjómannasambands
                  Íslands, sjómanna innan alþýðusambanda Austfjarða og Vestfjarða,
                  og Vélstjórafélags Íslands     
4,0%

    2. gr. orðist svo:
                  Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
                  Sjávarútvegsráðherra setur reglur um skiptingu fjár milli landssambanda og félaga sjómanna á fiskiskipum sem talin eru upp í 1. gr. Skal við þá ákvörðun m.a. taka mið af hlutaskiptum, aflaverðlaunum, aukaaflaverðlaunum og fjölda félagsmanna sem við fiskveiðar starfa.