Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 222 . mál.


916. Breytingartillögur



við frv. til l. um málefni fatlaðra.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (RG, GuðjG, GunnS, ISG, EKG, EH, IP, JónK).



    Við 3. gr. Síðasti málsliður falli brott.
    Við 6. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir orðunum „tillögur til“ í 1. tölul. 2. mgr. bætist: félagsmálaráðuneytis og.
         
    
    Við 2. mgr. bætist nýr töluliður svohljóðandi: Að hafa frumkvæði að aukinni ábyrgð sveitarfélaga í málefnum fatlaðra, sbr. ákvæði 14. gr. um þjónustusamninga.
         
    
    3. mgr. orðist svo:
                            Í svæðisráði sitja sjö fulltrúar og skulu þeir skipaðir af ráðherra til fjögurra ára í senn. Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið skulu tilnefna sinn fulltrúann hvor og svæðisbundin samtök sveitarfélaga þrjá og skal einn þeirra vera félagsmálastjóri á svæðinu. Jafnframt skulu fræðslustjóri og héraðslæknir eiga sæti í svæðisráði.
    Við 8. gr. Greinin falli brott.
    Við 10. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
         
    
    4. tölul. 2. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „svæðisráða eða“ í lok 4. mgr. komi: svæðisráða og.
    Við 11. gr. Í stað orðanna „almennri íbúðabyggð“ í lok síðustu málsgreinar komi: íbúðabyggð, sbr. skipulagslög.
    Við 12. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „eða ósk“ í 3. málsl. fyrri málsgreinar komi: og ósk.
         
    
    Við 4. málsl. fyrri málsgreinar bætist: að höfðu samráði við umsækjanda og væntanlegt sambýlisfólk.
    Við 13. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: nema sveitarfélög yfirtaki þjónustu að öllu leyti skv. 14. gr.
         
    
    1. tölul. 1. mgr. orðist svo: Að annast rekstur fyrir fatlaða á vegum ríkisins, svo og aðra þjónustu og starfsemi fyrir fatlaða á vegum ríkisins samkvæmt lögum þessum.
         
    
    Við 2. tölul. 1. mgr. bætist: og ekki eru á vegum sveitarfélaga eða sjálfseignarstofnana.
         
    
    2. málsl. 2. mgr. falli brott.
    Við 14. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í upphafi 1. mgr. komi: Svæðisráð.
         
    
    Orðin „að höfðu samráði við svæðisráð“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
    Við 15. gr. Síðari málsliður falli brott.
    Við 17. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    6. tölul. 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „svæðisráða“ í 7. tölul. 1. mgr. komi: svæðisskrifstofa.
         
    
    Í stað orðsins „svæðisstjórnir“ í lok 9. tölul. 1. mgr. komi: svæðisskrifstofur.
    Við 18. gr. Síðari málsliður orðist svo: Leiði frumgreining í ljós að þörf sé frekari greiningar eða meðferðarúrræða skal tilkynna það Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eða öðrum viðeigandi aðilum sem leita heppilegra úrræða í samráði við foreldra.
    Við 20. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Við fyrri málslið bætist: eða á sérhæfðum deildum, sbr. lög um leikskóla, nr. 48/1991.
         
    
    Síðari málsliður falli brott.
    Við 25. gr. Orðin „þegar þörf er á“ í lok fyrri málsliðar falli brott.
    Við 26. gr. Síðari málsliður orðist svo: Svæðisskrifstofur taka ákvörðun um frekari liðveislu samkvæmt heimildum fjárlaga hverju sinni að fenginni umsögn svæðisráða.
    Við 31. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir 1. málsl. komi nýr málsliður er orðist svo: Vernduð vinna getur falist í störfum sem skipulögð eru með tilliti til fötlunar.
         
    
    Í stað orðsins „starfsþjálfun“ í 3. málsl. komi: launaða starfsþjálfun.
         
    
    Í stað orðsins „störf“ í lok greinarinnar komi: föst störf.
    Við 32. gr. Greinin orðist svo:
                  Félagsmálaráðuneytið beitir sér fyrir, í samráði við samtök fatlaðra og aðila vinnumarkaðarins, að reglulega sé gerð könnun á stöðu fatlaðra á vinnumarkaðinum og í framhaldi af því verði gerðar tillögur um úrbætur.
    Við 36. gr. Í stað orðanna „á vegum ríkisins“ í 2. mgr. komi: á vegum sveitarfélaga.
    Við 49. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „sbr. 1. mgr. 36. gr.“ komi: sbr. 36. gr.
         
    
    Við greinina bætist: Þó skal ríkissjóður greiða þann kostnað sem er umfram almennar greiðslur vegna fatlaðra barna í leikskólum.
    Við 52. gr. Í stað orðanna „úr ríkissjóði“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: á vegum sveitarfélaga.    
    Við 53. gr. Seinni málsliður falli brott.
    Við 57. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „1. júní“ í fyrri málslið komi: 1. september.
         
    
    Við greinina bætist: Þó skal síðari málsgrein 36. gr. og fyrri málsgrein 52. gr. öðlast gildi 1. janúar 1993.
    Ákvæði til bráðabirgða III og IV falli brott.