Ferill 218. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 218 . mál.


918. Breytingartillögur



við frv. til l. um Háskólann á Akureyri.

Frá menntamálanefnd.



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Háskólinn á Akureyri skal vera vísindaleg fræðslu- og rannsóknastofnun er veiti nemendum sínum menntun til þess að sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum, gegna ýmsum störfum í atvinnulífinu, öðrum ábyrgðarstöðum og stunda frekara háskólanám. Háskólanum er einnig heimilt að annast endurmenntun á vettvangi fræða sem kennd eru í deildum skólans, sbr. 9. gr.
    Við 2. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                       Háskólinn á Akureyri heyrir undir menntamálaráðuneyti.
         
    
    F-liður falli brott.
    Við 9. gr. Í stað orðanna „getur samþykkt“ í síðari málslið 1. mgr. komi: heimilar.
    Við 11. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „orlof“, „orlofinu“ og „orlofið“ komi: rannsóknarleyfi, rannsóknarleyfinu og rannsóknarleyfið.
         
    
    Í stað orðsins „orlofsumsókn“ í lok 1. mgr. komi: umsókn um rannsóknarleyfi.