Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 214 . mál.


927. Breytingartillögur



við frv. til l. um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Frá Valgerði Sverrisdóttur, Hjörleifi Guttormssyni og Kristínu Ástgeirsdótt

ur.

    Við 16. gr. Í stað orðanna „enda komi ósk námsmanns þar að lútandi fram á lánsumsókn“ í niðurlagi greinarinnar komi nýr málsliður er orðist svo: Óski námsmaður eftir því að greiða ekki félagsgjald skal orðið við því.
    Við 19. gr. bætist nýr málsliður á þessa leið: Í samráði við samtök námsmanna skal fyrir lok þessa árs endurskoða lög þessi og leggja frumvarp um ný lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna fyrir næsta þing.
    Við bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 6. gr. skal haustið 1992 veita lán er nema a.m.k. 2 / 3 hlutum áætlaðra námslána á haustmissiri.