Ferill 456. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 456 . mál.


928. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um skipulag ferðamála, nr. 79/1985, sbr. lög nr. 59/1988.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Ferðamálasamtökum Norðurlands, Ferðaþjónustu bænda, Félagi sérleyfishafa, Íslandsflugi hf. og Sambandi veitinga- og gistihúsa.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeirri breytingu að almennur skipunartími fulltrúa í Ferðmálaráði og stjórn Ferðamálasjóðs verði óbreyttur frá því sem nú er eða fjögur ár en ekki tvö eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Flutt er tillaga þessa efnis á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 11. maí 1992.



Árni M. Mathiesen,

Sigbjörn Gunnarsson.

Sturla Böðvarsson.


form., frsm.



Árni Johnsen.

Sigríður Anna Þórðardóttir.