Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 222 . mál.


946. Breytingartillögur



við frv. til l. um málefni fatlaðra.

Frá minni hluta félagsmálanefndar (KHG).



    Við 2. gr. 3. málsl. orðist svo: Fötlun getur verið meðfædd eða áunnin, svo sem vegna langvarandi veikinda eða slysa.
    Við 4. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Sérstök nefnd skal vera félagsmálaráðuneyti til ráðuneytis um málefni fatlaðra. Nefnist hún stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og skal hún skipuð sjö mönnum til fjögurra ára í senn. Félagsmálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti skipa sinn manninn hvert og skal fulltrúi félagsmálaráðuneytis vera formaður. Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands skipa einn fulltrúa hvort og Samband íslenskra sveitarfélaga tvo menn. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt.
         
    
    Við 2. mgr. bætist: Nefndin úrskurðar um ágreiningsatriði sem upp kunna að koma vegna framkvæmdar laga þessara, en vísa má úrskurði til ráðherra.
    1. málsl. 2. mgr. 5. gr. orðist svo: Svæðisráðum er heimilt að fengnu samþykki ráðherra að skipta starfssvæðum í sérstök þjónustusvæði.
    Við 6. gr.
         
    
    Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: sjö.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Svæðisráð fer með stjórn svæðisskrifstofu í málefnum fatlaðra skv. 13. gr. og ræður framkvæmdastjóra svæðisskrifstofunnar og annað starfsfólk í samráði við framkvæmdastjóra. Svæðisráð annast rekstur stofnana fyrir fatlaða á vegum ríkisins, svo og aðra þjónustu og starfsemi fyrir fatlaða á vegum ríkisins samkvæmt lögum þessum. Svæðisráðið skal samræma aðgerðir þeirra aðila sem fara með málefni fatlaðra á svæðinu og úrskurða um ágreining sem upp kann að koma, þar með talið hvort einstaklingar eigi rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum. Skjóta má þeim úrskurði til stjórnarnefndar.
         
    
    Við 4. mgr. bætist: Varamenn skulu skipaðir á sama hátt og aðalmenn.
         
    
    5. mgr. falli brott.
    Á eftir 2. málsl. 7. gr. komi nýr málsliður svohljóðandi: Heyrnarlausir, heyrnarskertir og daufblindir eða þeir sem eiga í erfiðleikum með samskipti á rödduðu máli skulu eiga rétt á þjónustu táknmálstúlks til þessarar þjónustu.
    8. gr. falli brott.
    Við 9. gr. bætist nýr töluliður svohljóðandi: Þarfir fatlaðra fyrir þjónustu í skólum.
    Við 11. gr. Síðasta málsgrein orðist svo:
                  Óheimilt er að takmarka búsetu fatlaðra.
    Við 12. gr.
         
    
    Í stað orðanna „skv. 2.–6. tölul. 11. gr.“ í 1. og 6. málsl. 1. mgr. komi: skv. 3.–6. tölul. 11. gr.
         
    
    Í stað orðsins „Svæðisskrifstofur“ í 4. málsl. 1. mgr. komi: Svæðisráð.
         
    
    2. mgr. falli brott.
    Við 13. gr.
         
    
    Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: undir yfirstjórn svæðisráðs og verkefni þeirra er eftirfarandi.
         
    
    2. málsl. 1. mgr. falli brott.
         
    
    1. tölul. 1. mgr. orðist svo: Að annast greiningu og ráðgjöf í kjölfar hennar.
         
    
    5. tölul. 1. mgr. orðist svo: Að skipuleggja meðferðarúrræði og hafa eftirlit með framkvæmd meðferðar- og þjálfunaráætlana og tryggja þannig nauðsynlega samfellu í ráðgjöf og meðferð.
         
    
    10. tölul. orðist svo: Að hafa með höndum sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf.
         
    
    Í stað 2. og 3. mgr. komi ný málsgrein svohljóðandi:
                            Við ráðningu framkvæmdastjóra og annars starfsfólks skal þess gætt að svæðisskrifstofan geti veitt þá fagþjónustu sem kveðið er á um í lögum þessum.
    Við 2. mgr. 17. gr. bætist: og skal þar tekið mið af faglegri uppbyggingu svæðisskrifstofa sem kveðið er á um í 13. gr.
    Við 25. gr. 1. málsl. orðist svo: Sveitarfélög skulu gefa fötluðum kost á liðveislu.
    Við 31. gr. 2. málsl. falli brott.
    Við 38. gr.
         
    
    Í stað orðsins „svæðisráð“ í 1. og 5. mgr. komi: stjórnarnefnd.
         
    
    Við 1. mgr. bætist: og er hann starfsmaður félagsmálaráðuneytisins.
    Við 39. gr. 2. málsl. orðist svo: Stjórnarnefnd gerir tillögu til ráðherra um úthlutun.
    Við 41. gr.
         
    
    Í stað orðanna „Heimilt er sjóðnum að veita“ í 3. tölul. komi: Sjóðurinn veitir.
         
    
    Í stað orðanna „svo sem breytinga á almennum vinnustöðum“ í 7. tölul. komi: svo sem breytinga á skólum og almennum vinnustöðum.
    Við 42. gr. 1. málsl. orðist svo: Svæðisráð annast gerð svæðisáætlana um þjónustu við fatlaða.
    Við 44. gr. bætist: eða samningi við sjálfseignarstofnanir og félagasamtök skv. 45. gr.
    Við 46. gr.
         
    
    Í stað orðanna „Svæðisskrifstofur skulu“ og „svæðisskrifstofu“ komi: Svæðisráð skal og svæðisráðs.
         
    
    4. málsl. falli brott.
    Við 51. gr. Greinin falli brott.
    Við 57. gr. 1. málsl. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1993.
    Ákvæði til bráðabirgða V orðist svo:
                  Félagsmálaráðuneytið skal þegar í stað taka upp viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga og heildarsamtök fatlaðra í þeim tilgangi að sveitarfélög taki við verkefnum ríkisins í málefnum fatlaðra. Skal stefnt að því að tillögur liggi fyrir innan árs frá gildistöku laganna.