Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 115 . mál.


950. Nefndarálitum till. til þál. um eflingu ferðaþjónustu.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Umsagnir bárust frá Ferðamálaráði, Ferðaþjónustu bænda, Náttúruverndarráði og Sambandi veitinga- og gistihúsa.
    Nefndin tekur undir þau orð flutningsmanna tillögunnar að leggja beri áherslu á aukna ferðaþjónustu. Nefndin telur jafnframt að aukin ferðaþjónusta geti eflt og aukið fjölbreytni atvinnulífs víðast hvar á landinu. Lagt er til að athugun verði gerð á því á hvaða stöðum framkvæmdir í ferðaþjónustu eru brýnastar og skila mestum árangri til þess að unnt sé að taka á móti fleiri erlendum ferðamönnum. Niðurstöður þessarar athugunar verði tiltækar fyrir þá sem ráðast vilja í eða fjármagna verkefni á þessu sviði.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 11. maí 1992.Árni M. Mathiesen,

Sigbjörn Gunnarsson.

Stefán Guðmundsson.


form., frsm.Jóhann Ársælsson.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Sturla Böðvarsson.Árni Johnsen.

Guðni Ágústsson.

Sigríður A. Þórðardóttir.