Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 222 . mál.


959. Breytingartillögur



við frv. til l. um málefni fatlaðra.

Frá Eggert Haukdal.



    Við 4. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Sérstök nefnd skal vera félagsmálaráðherra til ráðgjafar um málefni fatlaðra. Nefnist hún stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og skal hún skipuð til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti fimm menn. Alþingi kýs þrjá menn og Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir tvo menn. Ráðherra skipar formann úr hópi nefndarmanna.
    Við 14. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                  Láti sveitarfélag, sjálfseignarstofnun eða félag í té afnot af mannvirkjum, tækjum eða öðrum gæðum til rekstrar sem ekki hefur verið fjármagnaður úr Framkvæmdasjóði skal í samningi vera ákvæði um afgjald sem ríkissjóður greiði.
    Síðasti málsliður 16. gr. orðist svo: Félagsmálaráðherra getur svipt rekstraraðila starfsleyfi að tillögu svæðisráðs og stjórnarnefndar hafi hann ekki uppfyllt kröfur þess eða ráðuneytis um það sem talið er ábótavant í rekstri innan ákveðinna tímamarka.
    Við 50. gr. Greinin falli brott.