Ferill 529. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 529 . mál.


963. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 96/1990, um atvinnuleysistryggingar.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund Margréti Tómasdóttur, deildarstjóra í Tryggingastofnun ríkisins, fyrir hönd Atvinnuleysistryggingasjóðs, Jón Magnússon, viðskiptafræðing á gjaldaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, og Ólaf Hjálmarsson, deildarstjóra í fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.
    Nefndin hefur kynnt sér fjárhagsstöðu sjóðsins og fullvissað sig um að sjóðurinn muni geta greitt út atvinnuleysisbætur fram yfir þann tíma að þing kemur saman að nýju. Af þessum sökum sé ekki nauðsynlegt að afla aukinna fjárheimilda fyrir sjóðinn nú, auk þess sem Atvinnuleysistryggingasjóður getur leyst úr tímabundinni fjárþörf með sölu eigin skuldabréfa.
    Í trausti þess að greiðsla atvinnuleysisbóta sé þannig tryggð fram yfir þann tíma að Alþingi kemur saman að nýju mælir nefndin með að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 15. maí 1992.



Sigbjörn Gunnarsson,

Lára Margrét Ragnarsdóttir.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.


form., frsm.



Svavar Gestsson.

Guðmundur Hallvarðsson.

Sigríður A. Þórðardóttir.



Ingibjörg Pálmadóttir.

Finnur Ingólfsson,

Björn Bjarnason.


með fyrirvara.