Ferill 155. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


115. löggjafarþing 1991–1992.
Nr. 10/115.

Þskj. 972  —  155. mál.


Þingsályktun

um athugun á vistfræðilegri þróun landbúnaðar á Íslandi.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera úttekt á að hve miklu leyti íslenskur landbúnaður uppfyllir þær kröfur sem gera verður til hans með tilliti til sjálfbærrar þróunar þannig að hann spilli ekki náttúrulegum auðlindum heldur auki á verðmæti þeirra.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 1992.