Ferill 422. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 422 . mál.


978. Breytingartillögur



við frv. til l. um vernd barna og ungmenna.

Frá félagsmálanefnd.



    Við 1. gr. Í stað orðanna „6. mgr. 35. gr. barnalaga, nr. 9/1981“ í 3. mgr. komi: 6. mgr. 29. gr. barnalaga.
    Við 3. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
         
    
    Fyrri málsgrein verði tvær málsgreinar þannig að 1. málsl. verði 1. mgr. og 2.–7. málsl. verði 2. mgr.
         
    
    Síðasti málsliður síðari málsgreinar orðist svo: Það skal annast fræðslustarfsemi fyrir þá sem starfa að barnaverndarmálum, m.a. með útgáfustarfsemi og námskeiðum.
    Við 4. gr. Í stað orðanna „og hátterni“ í 1. efnismálsl. 2. mgr. komi: hátterni og uppeldisskilyrðum.
    Við 6. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Á vegum sveitarfélaga skulu starfa barnaverndarnefndir. Borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórnir í kaupstöðum kjósa barnaverndarnefndir, sbr. þó 2. mgr. Minni sveitarfélög skulu sameinast um kosningu barnaverndarnefndar. Heimilt er sveitarstjórn að fela héraðsnefnd eða stjórn byggðasamlags kosningu barnaverndarnefndar er nær yfir fleiri en eitt sveitarfélag eða semja um svæðisbundið samstarf með öðrum hætti en að framan greinir.
         
    
    Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                            Heimilt er sveitarstjórn að fela félagsmálaráði (félagsmálanefnd) störf barnaverndarnefndar og í þeim tilvikum skal gæta þeirra sjónarmiða sem nefnd eru í 4. mgr. um kjör barnaverndarnefnda.
         
    
    Orðin „t.d. barnalækni, sálfræðing eða félagsráðgjafa“ í niðurlagi 3. mgr. falli brott.
    7.–9. gr. frumvarpsins falli brott.
    Við 10. gr. Í stað orðanna „héraðsnefndar, bæjarstjórnar eða borgarstjórnar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: hlutaðeigandi sveitarstjórna.
    Við 12. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    2. málsl. fyrri málsgreinar falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „32. gr. laga nr. 85/1936“ í 3. málsl. fyrri málsgreinar komi: 5. gr. laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði.
    Við 17. gr. Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                  Barnaverndarnefnd er skylt að tilkynna foreldri barns ef mál, er varðar barnið, er til meðferðar hjá lögreglu eða dómstólum, sbr. 1. og 2. mgr., enda mæli hagsmunir barnsins ekki gegn því. Óski foreldri eftir því að vera viðstatt yfirheyrslu yfir barni sínu yngra en 16 ára skal það að jafnaði heimilt. Dómari úrskurðar um þetta atriði ef ágreiningur verður og sætir úrskurður hans ekki kæru.
    Við 19. gr. Í stað orðsins „dagvistarstofnana“ í 1. mgr. og í stað sama orðs í 3. mgr. komi (í viðeigandi beygingarföllum): dagvistarheimila.
    Við 20. gr. Í stað orðanna „35. gr. laga nr. 9/1981“ í 1. málsl. komi: 29. gr. barnalaga.
    Við 21. gr. Orðið „ástæðulausrar“ í lok b-liðar 1. mgr. falli brott.
    Við 23. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir orðinu „börn“ í 1. málsl. komi: og ungmenni.
         
    
    Í stað orðanna „hefur rökstuddan grun um“ í 1. málsl. komi: telur.
         
    
    Orðin „en tólf mánuði þaðan í frá“ í lok 2. málsl. falli brott.
    Við 25. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Við 2. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Heimilt er að gefa barni undir 12 ára aldri kost á að tjá sig með sama hætti óski barnið þess.
         
    
    Í stað orðsins „sínum“ í 3. mgr. komi: þess.
    Við 26. gr. Orðin „eða aðfinnslur“ í seinni málsgrein falli brott.
    Við 28. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
Í stað orðsins „reyndar“ í fyrri málslið síðari málsgreinar komi: fullreyndar.
         
    
    Síðari málsliður síðari málsgreinar orðist svo: Úrskurð á grundvelli d-liðar fyrri málsgreinar, þegar um er að ræða nýfætt barn sem enn hefur ekki flust í umsjá foreldra, er einungis heimilt að kveða upp hafi viðeigandi aðgerðir skv. 24. gr. verið reyndar til þrautar án árangurs.
    Við 30. gr. Í stað orðanna „ef þörf krefur“ í niðurlagi 3. mgr. komi: svo lengi sem þörf krefur.
    Við 31. gr. Í stað orðanna „til bæjarfógeta í heimilisumdæmi barns eða ungmennis (í Reykjavík borgarfógeta) eða sýslumanns, sbr. 10. gr. laga nr. 90/1989, um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði“ í fyrri málslið komi: með beinni aðfarargerð, sbr. 12. kafla aðfararlaga.
    Við 32. gr. Í stað orðanna „35. gr. barnalaga, nr. 9/1981“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: 29. gr. barnalaga.
    Við 33. gr. Í stað orðsins „þjálfa“ í upphafi seinni málsgreinar komi: aðstoða.
    Við 35. gr. Í stað orðanna „þrefaldan barnalífeyri sé það innan sjö ára aldurs og tvöfaldan sé það eldra“ í 1. mgr. komi: umsaminn lífeyri.
    Við 36. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „barni“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: barninu.
         
    
    Í stað orðanna „er skylt“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: er rétt og skylt.
    Við 43. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðin „42. gr. barnalaga, nr. 9/1981“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „níu mánuði eða lengur“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: til frambúðar.
    Við 45. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Um vanhæfi nefndarmanna til meðferðar einstakra mála gilda lagareglur um vanhæfi héraðsdómara til að fara með einkamál eftir því sem við getur átt.
    Við 46. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „125. gr. laga nr. 85/1936“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: laga um meðferð einkamála.
         
    
    Í stað orðanna „einkaheimili eða barnaheimili“ í 4. mgr. komi: einkaheimili, barnaheimili eða annan þann stað þar sem börn dveljast.
    Við 47. gr. Í stað orðanna „hafi gert sér fulla grein“ komi: hafi verið gerð full grein.
    Við 48. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað „3. og 4. mgr.“ í fyrri málslið fyrri málsgreinar komi: 3.–5. mgr.
         
    
    Í stað orðsins „héraðsdómari“ í síðari málslið fyrri málsgreinar komi: sýslumaður eða löglærður fulltrúi hans.
    Við 50. gr. Í stað orðanna „innan tveggja vikna“ í lok 1. málsl. komi: án tafar og eigi síðar en innan viku.
    Við 51. gr. Í stað orðanna „fógeta eða lögreglu“ í fyrri málslið komi: sýslumann.
    Við 54. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
         
    
    Við 3. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Kostnaður slíkra heimila greiðist úr ríkissjóði.
         
    
    4. mgr. orðist svo:
                            Barnaverndarnefndir, ein eða fleiri saman, skulu hafa tiltæk úrræði með rekstri vistheimila eða á annan hátt til að veita börnum viðtöku vegna aðstæðna á heimili þeirra, svo sem vegna forfalla foreldra, vanrækslu eða illrar meðferðar á barni eða til könnunar á aðstæðum þeirra, sbr. 21. gr.
    Við 60. gr. bætist: Sveitarstjórnir geta þá breytt þessum aldursmörkum og tímasetningum með sérstakri samþykkt.
    Við 71. gr. Í stað orðanna „1. júní 1992“ komi: 1. janúar 1993.