Ferill 152. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 152 . mál.


979. Nefndarálit



um till. til þál. um eflingu Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins sem miðstöðvar fræðslu og rannsókna á sviði sjávarútvegs.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk umsagnir frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Hafrannsóknastofnun, bæjarstjórn Dalvíkur, bæjarstjórn Akureyrar, bæjarstjórn Ólafsfjarðar, Fjórðungssambandi Norðlendinga, Byggðastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Tillagan gerir ráð fyrir að komið verði á fót miðstöð rannsókna og fræðslu á sviði sjávarútvegs á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Nefndin fór í dagsferð til Akureyrar sl. haust og heimsótti sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri, Niðursuðuverksmiðju KJ, Útgerðarfélag Akureyringa, Slippstöðina, fiskeldið á Hjalteyri og bæjarstjórn Akureyrar. Upp úr þeirri ferð spannst umræða sem reyndist gott innlegg í umfjöllun um tillöguna.
    Nefndin mælir með samþykkt málsins með breytingu sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali. Nefndin lítur svo á að málið svo breytt nái jafnframt markmiði tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsmiðstöð á Akureyri, 159. máli á þskj. 171, sem vísað var til nefndarinnar.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi samtaka um Kvennalista, sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hún samþykk áliti nefndarinnar.

Alþingi, 16. maí 1992.



Matthías Bjarnason,

Össur Skarphéðinsson.

Steingrímur J. Sigfússon.


form., frsm.



Vilhjámur Egilsson.

Jóhann Ársælsson.

Halldór Ásgrímsson.



Stefán Guðmundsson.

Guðmundur Hallvarðsson.

Árni R. Árnason.