Ferill 489. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 489 . mál.


996. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 49/1974, um Lífeyrissjóð sjómanna, sbr. lög nr. 10/1978, nr. 15/1980, nr. 48/1981 og nr. 78/1985.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund Gunnar Hafsteinsson, formann stjórnar Lífeyrissjóðs sjómanna, og Árna Guðmundsson, forstöðumann sjóðsins.
    Samstaða er innan stjórnar sjóðsins um þær lagabreytingar sem frumvarpið mælir fyrir um. Er reglum breytt til samræmis við þær reglur sem gilda í lífeyrissjóðum innan Sambands almennra lífeyrissjóða en Lífeyrissjóður sjómanna er samstarfssjóður sambandsins.
    Nefndin leggur til að gerðar verði tvær breytingar á frumvarpinu. Meginbreytingin felst í því að við bætist bráðabirgðaákvæði um fimm ára aðlögunartíma þeirra örorkulífeyrisþega og barnalífeyrisþega sem 5. og 8. gr. frumvarpsins kunna að hafa áhrif á. Vegna þessarar breytingar þarf síðari málsliður 10. gr. að falla brott en í honum var gert ráð fyrir að umrædd ákvæði kæmu til framkvæmda 1. janúar 1993.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Ingi Björn Albertsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. maí 1992.



Matthías Bjarnason,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Halldór Ásgrímsson,


form., frsm.

með fyrirvara.



Jóhannes Geir Sigurgeirsson,

Vilhjálmur Egilsson.

Árni M. Mathiesen.


með fyrirvara.