Ferill 534. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 534 . mál.


999. Nefndarálit



um frv. til l. um viðauka við l. nr. 39 15. maí 1990, um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á sinn fund Árna Kolbeinsson, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ, Óskar Vigfússon, formann Sjómannasambands Íslands, og Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóra þess, Þórarin V. Þórarinsson, framkvæmdastjóra VSÍ, Svein Hjört Hjartarson, hagfræðing LÍÚ, Árna Benediktsson frá Íslenskum sjávarafurðum, Arnar Sigurmundsson, formann Samtaka fiskvinnslustöðva, Friðrik Pálsson, forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Sigurð Haraldsson, framkvæmdastjóra Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Ólaf B. Ólafsson frá Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins og Ögmund Jónasson, formann BSRB.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins. Jafnframt beinir hún því til sjávarútvegsráðherra að við þá endurskoðun á frambúðarfyrirkomulagi sveiflujöfnunar í sjávarútvegi, sem nú stendur yfir, verði það tryggt að greiðslur í og úr sveiflujöfnunarsjóðum hafi ekki bein áhrif á hlutaskipti sjómanna.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson hefur setið fundi nefndarinnar og er samþykk þessu áliti, en hefur fyrirvara. Einstakir nefndarmenn munu gera grein fyrir afstöðu sinni við umræðu um málið.

Alþingi, 18. maí 1992.



Matthías Bjarnason,

Össur Skarphéðinsson.

Guðmundur Hallvarðsson.


form., frsm.



Árni R. Árnason.

Vilhjálmur Egilsson.

Halldór Ásgrímsson,


með fyrirvara.



Stefán Guðmundsson,

Steingrímur J. Sigfússon,

Jóhann Ársælsson,


með fyrirvara.

með fyrirvara.

með fyrirvara.