Ferill 446. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 446 . mál.


1010. Nefndarálit



um till. til þál. um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Umsagnir bárust frá Kaupmannasamtökunum, Sambandi veitinga- og gistihúsa og Verslunarráði Íslands.
    Í þeim umsögnum, sem nefndinni bárust, er mælt með endurskoðun reglna um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Við slíka endurskoðun þarf að hafa ríkt samráð við alla hagsmunaaðila en meginmarkmið hennar er að mati nefndarinnar að efla íslenska ferðaþjónustu og viðskipti við erlenda ferðamenn.
    Nefndin telur rétt að einfalda tillögugreinina nokkuð þannig að endurskoðunin geti náð til sem flestra þátta sem varða endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna. Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að láta endurskoða reglur um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna og framkvæmd hennar.

Alþingi, 18. maí 1992.



Matthías Bjarnason,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Halldór Ásgrímsson.


form., frsm.



Vilhjálmur Egilsson.

Steingrímur J. Sigfússon.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.



Kristín Ástgeirsdóttir.

Ingi Björn Albertsson.

Árni M. Mathiesen.