Ferill 153. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


115. löggjafarþing 1991–1992.
Nr. 12/115.

Þskj. 1017  —  153. mál.


Þingsályktun

um styrkingu Kolbeinseyjar.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera svo fljótt sem við verður komið áætlun um styrkingu Kolbeinseyjar. Í þessu skyni verði lokið úrvinnslu gagna sem aflað var við eyjuna 1989 og 1990 og frekari rannsóknir framkvæmdar reynist þeirra þörf.
    Síðan verði unnin áætlun um varanlega styrkingu eyjarinnar þannig að hún fái sem lengst staðist ofan sjávar. Áætlunin skal einnig taka mið af hagnýtingu eyjarinnar í öryggis- og vísindaskyni, svo sem með uppsetningu sjálfvirkrar veðurathugunarstöðvar og jarðfræði- og haffræðirannsóknum. Áætlunin skal unnin í samráði við viðkomandi nefndir Alþingis.

Samþykkt á Alþingi 18. maí 1992.