Ferill 177. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


115. löggjafarþing 1991–1992.
Nr. 13/115.

Þskj. 1018  —  177. mál.


Þingsályktun

um eflingu íþróttaiðkunar kvenna.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því að gert verði átak til að efla íþróttaiðkun kvenna. Áhersla verði lögð á mikilvægi íþrótta í líkamlegu og félagslegu uppeldi og sem fyrirbyggjandi aðgerðir til að bæta heilsu og vinnuþrek. Fjárframlög ríkisins til íþrótta skulu veitt með það að markmiði að gera íþróttaiðkun kvenna og karla jafnhátt undir höfði.

Samþykkt á Alþingi 18. maí 1992.