Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 222 . mál.


1024. Breytingartillögur



við frv. til l. um málefni fatlaðra.

Frá félagsmálanefnd.



    Við 6. gr. Orðin „fimm manna“ í 1. mgr. falli brott.
    Við 14. gr. bætist: Heimilt er félagsmálaráðherra að gera sérstaka þjónustusamninga við félagasamtök og sjálfseignarstofnanir, sbr. 3. mgr. 13. gr.
    Við 15. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „svæðisráðs“ í lokamálslið greinarinnar komi: svæðisráðs og stjórnarnefndar.
         
    
    Í stað orðanna „kröfur þess“ komi: kröfur þeirra.
    Við 49. gr. Greinin orðist svo:
                  Tekjur, sem falla til vegna þeirrar atvinnustarfsemi stofnana sem nýtur framlaga á fjárlögum, skulu koma til frádráttar rekstrarkostnaði þeirra.
    Ákvæði til bráðabirgða II falli brott.