Ferill 395. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


115. löggjafarþing 1991–1992.
Nr. 16/115.

Þskj. 1053  —  395. mál.


Þingsályktun

um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og lýðveldisins Tyrklands.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og lýðveldisins Tyrklands sem gerður var í Genf 10. desember 1991.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 1992.