Ferill 152. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


115. löggjafarþing 1991–1992.
Nr. 19/115.

Þskj. 1057  —  152. mál.


Þingsályktun

um eflingu Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins sem miðstöðvar fræðslu og rannsókna á sviði sjávarútvegs.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera áætlun um frekari uppbyggingu og eflingu Háskólans á Akureyri og annarra rannsókna- og fræðslustofnana á svæðinu svo að þar verði öflug miðstöð rannsókna- og fræðslustarfsemi á sviði sjávarútvegs.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 1992.