Evrópskt efnahagssvæði

94. fundur
Miðvikudaginn 06. janúar 1993, kl. 17:07:28 (4390)

     Eyjólfur Konráð Jónsson :
    Hæstv. forseti. Ég er andvígur málinu. Ég tel að samþykkt þess væri stjórnarskrárbrot. Verði málið ekki fellt nú mun ég ekki greiða atkvæði gegn því að það gangi til 3. umr. Þá kynni að takast að forða frá stórslysi sem nú virðist stefna í. Komi málið hins vegar óbreytt til lokaafgreiðslu mun ég í samræmi við framansagt greiða atkvæði gegn því. Ég segi nei.