Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 19:10:50 (4539)

     Forseti (Pálmi Jónsson) :
    Forseti telur að það hafi komið fram fullskýrt sem hv. 4. þm. Reykv. spyr um, að hæstv. utanrrh. þarf að fara af landi brott og þess er með mjög eðlilegum hætti óskað af hálfu stjórnarandstöðunnar að hann sé viðstaddur umræðuna. Því er lagt á það kapp að ljúka umræðunni áður en hann fer úr landi.
    Forseti vill gjarnan ítreka ósk sína til formanna þingflokka að þeir hittist og að höfðu samráði við forseta þingsins, sem því miður er ekki staddur í húsinu, reyni hvort unnt sé að ná samkomulagi um aðra skipan en ákveðin hefur verið. Ef samkomulag næst ekki mun fyrri ákvörðun standa.