Evrópskt efnahagssvæði

100. fundur
Þriðjudaginn 12. janúar 1993, kl. 15:20:54 (4711)

     Lára Margrét Ragnarsdóttir :
    Hæstv. forseti. Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði er liður í óhjákvæmilegri þróun sem nú á sér stað í heiminum þar sem bættir viðskiptahagsmunir eru ein meginundirstaða aukinnar velmegunar. Honum fylgja tvímælalaust auknir hagsmunir Íslands, hvort heldur litið er til lengri eða skemmri tíma. Ég vænti þess að með samningi þessum muni Ísland stíga heillaspor inn í framtíðina. Ég segi því já.